Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Side 6
Finnsk vændiskona, sem kallar sig
Maríu, falbýður sig á hóteli í mið-
bæ Reykjavíkur þessa dagana. Fyr-
ir allan pakkann, eins og hún kall-
ar það, þurfa kúnnarnir að borga
tuttugu þúsund íslenskar krónur.
Hún býður einnig upp á hlutameð-
ferð, eins og munngælur, strokur
eða kynferðislegt nudd.
María hefur undanfarnar vik-
ur boðað komu sína til landsins
á stefnumótavefjum hérlendis en
þar hefur auglýsingum hennar
verið hent út. Hún hefur hins veg-
ar ekki gefist upp og birt nýjar aug-
lýsingar um hæl. Ef marka má aug-
lýsingar hennar þá er hún 34 ára
gömul, 164 sentimetrar að hæð og
ljóshærð. María hin finnska kom
til landsins síðla kvölds fyrir helgi
og auglýsir þjónustu sína hér á
landi í nokkra daga.
Hrunið freistar vændiskvenna
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, er ekki hissa,
enda sé það orðið nokkuð algengt að
erlendar vændiskonur komi hingað
í túra. Aðspurður kannast hann ekki
við þá finnsku og segir ljóst að einhver
skipuleggi starfsemi hennar. „Erlend-
ar vændiskonur koma hingað í stutta
túra, dvelja stutt og fara síðan. Við
höfum ákveðnar vísbendingar um
það að þessar konur séu ekki einar
hérna heldur séu aðilar hér sem haldi
utan um starfsemina. Vændisstarf-
semin hér er til heildarskoðunar hjá
okkur,“ segir Björgvin.
Guðnýju Gústafsdóttur, formanni
Femínistafélags Íslands, er brugðið
og hún er leið yfir því að kona selji lík-
ama sinn fyrir lítið fé. Hún tekur und-
ir það að ljóst sé að einhverjir skipu-
leggi starfsemina fyrir þá finnsku.
„Eftir hrunið er orðið svo ódýrt fyr-
ir vændiskonurnar erlendu að koma
hingað til lands. Þetta er náttúrlega
bæði hræðilegt og sorglegt. Það er
greinilegt að það er mikill markaður
fyrir vændið hérlendis og við verðum
að fara að herða eftirlitið, sérstaklega
gagnvart þessum samskiptavefjum.
Að konan sé að selja sig á tuttugu þús-
und krónur er bara sorglegt; það segir
mér bara að hún er hér örugglega ekki
á eigin vegum,“ segir Guðný.
Stór kúnnahópur
Aðspurður segir Björgvin það langal-
gengast að samskipta- og stefnuvefir
séu notaðir til að auglýsa vændi hér
á landi. Hann ætlar að fylgjast með
hinni finnsku vændiskonu næstu
daga en verðið fyrir þjónustuna seg-
ir hann vera í takt við markaðinn.
„Þessar auglýsingar á vefjunum fara
auðvitað fram hjá flestum nema
þeim sem eru að leita að vændinu.
Þessi leið er því mjög mikið notuð og
stærsta vandamálið er að það er stór
hópur sem er að leita að svona kyn-
lífsþjónustu,“ segir Björgvin.
Hann segir lögregluna enn fylgj-
ast með nokkrum stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem grun-
semdir eru uppi um skipulagða
vændisstarfsemi. Hann á von á því
að fljótlega verði stór kúnnahóp-
ur vændiskvenna sendur til ákæru-
valdsins. „Þetta eru hátt í tuttugu
menn af öllum þjóðfélagsstigum og
við erum að senda það til ríkissak-
sóknara þar sem brotin eru refsiverð.
Það er óhætt að segja að hópurinn
sé miklu stærri en við gerðum okkur
grein fyrir.“
6 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR
Hæ strákar. Viljið þið eiga góðar
stundir í góðum félagsskap. Ég er
komin. Mig langar að hitta íslenska
menn með mikið fjör í huga.
n Kyn: Kona
n Aldur: 34
n Landshluti: Höfuðborgin
n Kynhneigð: Gagnkynhneigð
n Hæð: 164
n Þyngd: Óuppgefið
n Augnlitur: Grár
n Háralitur: Ljós
Auglýsing Maríu
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
VÆNDISKONUR ERU
ORÐNAR ALGENGAR
Finnska vændiskonan Maria er stödd hér á landi en áhugasamir geta keypt hjá henni
kynlífsþjónustu á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan telur er að annar aðili skipu-
leggi starfsemina. Reynt verður að draga stóran kúnnahóp fyrir dóm á næstunni.
Til í tuskið María hin finnska býr
á hóteli og býður fram líkama sinn.
Hún segir vera 34 ára gömul, 164
sentimetrar á hæð og ljóshærð.
Með platbyssu á
næturlífinu
Karlmaður á Akranesi var vist-
aður í fangaklefa lögreglunn-
ar eftir að gestir á skemmti-
stað veittu því athygli að hann
væri með byssu á sér. Sérsveit
lögreglu var kölluð út þegar til-
kynning barst um vopnaburð
mannsins en byssan reyndist
vera eftirlíking sem maðurinn
afhenti sérsveitinnni án átaka.
Málið er nú í rannsókn lögregl-
unnar. Maðurinn var ölvaður og
fékk að sofa úr sér á lögreglu-
stöðinni.
Piltur og stúlka
handtekin
Par um tvítugt var handtekið
á laugardag fyrir að brjótast
inn í sumarbústað í Gríms-
nesi. Öryggiskerfi í sumar-
bústaðnum fór í gang þegar
parið braust inn í sumarbú-
staðinn. Það varð til þess að
lögreglumenn frá Selfossi
hröðuðu sér á staðinn og
handtóku parið sem var enn
í bústaðnum þegar lögregla
kom þar að.
Ósátt við dýr-
ari leikskóla
Samfylkingarfólk á Seltjarn-
arnesi gagnrýnir harkalega
hvernig bæjarstjórnarmeiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins
í bænum stóð að hækkun
leikskólagjalda. Hækkunin
var samþykkt í síðustu viku.
Samfylkingarfólk gagnrýn-
ir að í mörgum tilfellum hafi
gjöld vegna dagvistunar
barna hækkað um fjörutíu
til fimmtíu prósent og séu
nú allt að 266 prósent hærri
en í nágrannasveitarfélag-
inu Reykjavík. Með þessu séu
lagðar langþyngstar álögur á
ungar fjölskyldur.
Mistök flokka
og forseta
„Skásti kostur kjósendanna er
að samþykkja lögin og ljúka
Icesave-málinu burtséð frá af-
stöðu til ríkisstjórnar eða ein-
stakra stjórnmálaflokka. Kjós-
endur geta lokið málinu þótt
stjórnmálaflokkarnir bregðist,“
segir Kristinn H. Gunnarsson
um komandi þjóðaratkvæðis-
greiðslu um Icesave-lögin. Hann
segir forsetann hafa gert mikil
mistök með því að neita að stað-
festa lögin.
Kristinn segir að nota eigi
þjóðaratkvæðagreiðsluna til að
draga fram valkostina í stöð-
unni. „Ef lánasamningurinn
verður samþykktur er málinu
lokið. Engu að síður verður hægt
að taka samninginn upp síðar ef
sýnt verður fram á bersýnilega
ósanngjörn ákvæði í honum.“
Falli samningurinn hins vegar sé
deilan enn óleyst og semja þurfi
upp á nýtt.
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksókn-
ara, lagði það til í Silfri Egils í gær
að fenginn yrði sáttasemjari til að
miðla málum í Icesave-deilu Ís-
lendinga við Breta og Hollendinga.
Í samtali við RÚV útilokaði Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra ekki að þessi leið yrði farin.
Bretar og Hollendingar þyrftu þó að
samþykkja þetta og viðræður hefðu
ekki enn farið fram um þessa lausn.
Michael Hudson hagfræðipróf-
essor og Alain Lipietz, hagfræð-
ingur og þingmaður á Evrópuþing-
inu, fullyrtu báðir í Silfri Egils í gær
að Íslendingum bæri ekki að bæta
Bretum og Hollendingum fjárhags-
tjón vegna Icesave-reikninganna
í löndunum tveimur. Lipietz tók
þátt í að semja reglugerð fyrir eft-
irlit með fjármálafyrirtækjum og
um ábyrgð við eftirlitið. Hann segir
það ekki standast að íslenska ríkið
eigi að bera ábyrgð á því sem gerist
á Íslandi. Það standist ekki reglu-
gerð um innistæðutryggingar. Að
sögn Liepitz er það þannig að séu
bankar með útibú á Evrópska efna-
hagssvæðinu (EES) en höfuðstöðv-
ar annars staðar eigi landið þar sem
útibúið er að tryggja að nægt fé sé í
tryggingasjóði innistæðna. Það hafi
því verið á ábyrgð Breta og Hol-
lendinga að tryggja þetta en ekki Ís-
lendinga.
Sænski bankasérfræðingurinn
Frida Fallan komst að svipaðri nið-
urstöðu og Allain Lipietz í sjö blað-
síðna samantekt sem hún sendi
yfirmanni sínum Lars Nyberg, að-
stoðarseðlabankastjóra Svíþjóð-
ar, 1. desember 2008. „Öll Evr-
ópa ætti að svara kalli Íslands. Því
sannleikurinn er sá að þótt kenna
megi stjórnendum bankanna
um ófarirnar vegna óábyrgrar og
áhættusækinnar hegðunar á fjár-
málamarkaði og íslenskir stjórn-
málamenn og embættismenn beri
ábyrgð á því að leyfa þessa hröðu
og skuldsettu útþenslu bera þeir
ekki einir ábyrgðina vegna þess að
skipbrot íslenska fjármálakerfisins
er jafnframt skipbrot eftirlitskerf-
is Evrópusambandsins. Íslending-
ar bera tæplega ábyrgð á því,“ sagði
Fallan í samantekt sinni.
as@dv.is
Alain Lipietz, hagfræðingur og þingmaður á Evrópuþinginu, í Silfri Egils:
Þjóðinni er ekki skylt að borga
Vill sáttasemjara Eva Joly, ráðgjafi sér-
staks saksóknara, leggur til að fenginn
verði sáttasemjari til að miðla málum í
Icesave-deilunni. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR