Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 11
FRÉTTIR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 11 Þrettán vilja á lista í Kópavogi Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi þar sem valið verður í efstu sæti á lista flokksins fyrir sveitarstjórnakosning- ar í vor. Einn þeirra, Gunnar I. Birg- isson, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur gefið út að hann sækist eftir að leiða listann. Þau sem eru í framboði eru Að- alsteinn Jónsson, Ármann Kr. Ólafs- son, Árni Bragason, Benedikt Hall- grímsson, Gunnar Birgisson, Hildur Dungal, Jóhann Ísberg, Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, Karen Hall- dórsdóttir, Kjartan Sigurgeirsson, Margrét Björnsdóttir, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir og Sigurjón Sig- urðsson. Fjögur stefna á fyrsta sætið Ellefu skiluðu inn framboðs- yfirlýsingu í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Mosfellsbæ vegna kosninga til bæjarstjórnar í vor. Athygli vekur að fjórir stefna á oddvitasætið. Jónas Sigurðs- son bæjarfulltrúi skipaði það sæti síðast en nú stefna á sama sæti Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi þingmaður, Gunnlaugur B. Ól- afsson framhaldsskólakennari og Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri. Tvö þau síðast nefndu gefa kost á sér í fyrsta til þriðja sæti. Aðrir í framboði eru Anna Sigríður Guðnadóttir, Baldur Ingi Ólafsson, Gerður Pálsdótt- ir, Hanna Bjartmars Arnardóttir, Jónas Rafn Ingason, Lísa Sigríður Greipsson og Þóra Bjarney Guð- mundsdóttir. AUKNAR EFASEMDIR Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra, segir Evrópusambandið, Breta og Hollendinga ekki vilja hampa lagarökum í Icesave-deil- unni því þau eru þeim í óhag. „Þeim mun einkennilegra er, að íslenska utanríkisráðuneytið heldur þessum rökum ekki fram til að styrkja mál- stað Íslands,“ skrifar Björn á heima- síðu sína. „Hægt og sígandi eru efasemdir um lögmæti krafna Breta og Hol- lendinga að styrkjast. Á hinn bóginn skortir alla markvissa eftirfylgni af hálfu íslenskra stjórnvalda nú. Sú kenning er fráleit, að efni sjónar- miða Íslendinga í þorskastríðunum hafi ekki skipt máli. Að sjálfsögðu gerðu þau það, eins og efni sjónar- miða Íslendinga skipta núna máli í Icesave-deilunni,“ ritar Björn. Hundruð kröfðust lægri höfuðstóls Nokkur hundruð manns söfnuð- ust saman á Austurvelli síðdegis á laugardag. Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland höfðu þá boðað til kröfufundar á Aust- urvelli, þess fimmta í röðinni. Fundarmenn sem söfnuðust þar saman kröfðust lækkunar á höf- uðstól lána, afnáms verðtrygging- ar og mótmæltu harðlega tregðu stjórnvalda og því sem forsvars- mönnum Hagsmunasamtakanna finnst vera aðgerðaleysi stjórn- valda í þessum efnum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, fer í dag áleiðis til Indlands í opinbera heimsókn. Heimsókn- in hefst 12. janúar og stendur til 18. þessa mánaðar. Ekki er útllit fyrir að nokkur ráð- herra ríkisstjórnarinnar verði með í för þótt heimsóknin hafi verið ákveð- in fyrir nærri ári og verið skipulögð í samráði forsetans og ríkisstjórnarinn- ar. Ráðgert var að Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra yrði með í för og hitti meðal annars starfsbróð- ur sinn í Nýju Delhí, höfuðborg Ind- lands. Af þessu verður ekki og hefur Össur sagt opinberlega að hann hafi öðrum brýnni málum að sinna eins og ástatt er. Hann hefur, líkt og aðr- ir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, með- al annars unnið að því undanfarna daga að draga úr mögulegum skaða af þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars for- seta að vísa Icesave-lögunum til þjóð- arinnar. Meðal annars var þing kallað saman fyrir helgi og samþykkti það sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsl- una sem haldin verður eigi síðar en 6. mars næstkomandi. „Hver ræður sínum næturstað,“ segir Össur, en vill ekki tjá sig að öðru leyti um þá ákvörðun sína að hætta við för til Indlands. Langur undirbúningur Í íslenskri stjórnskip- an ríkir sú venja að forseti og ríkisstjórn hafi samráð um opinber- ar heimsókn- ir forsetans. Þetta er svo meðal ann- ars vegna þess að upp gæti komið sú staða að boðið yrði til opinberrar heimsókn- ar erlendis sem færi illa saman við utanríkispól- itísk markmið ríkisstjórnar á hverjum tíma. Síðasta opinbera heimsókn, sem skipulögð hafði verið, var til Þýska- lands í október 2008. Þeirri för var frestað þar eð bankakerfið íslenska hrundi í sama mánuði. Ljóst er að verði enginn ráðherra með í opinberri heimsókn forsetans til Indlands mun það með einhverj- um hætti draga úr vægi heimsóknar- innar og tign þótt dagskrá raskist lítið. Ólafur Ragnar svaraði í liðinni viku spurningu blaðamanns DV um Indlandsförina á þá leið að Indverj- ar byðu fáum þjóðhöfðingjum til landsins ár hvert. Indland væri fjöl- mennasta lýðræðisríki veraldar með nærri 1.100 milljónir íbúa. Auk þess væru áhrif Indverja í vaxandi í heims- viðskiptum enda Indland fjórða stærsta hagkerfi veraldrar. Heimsókn- in skipti þjóðina meira máli heldur en sig persónulega. Gott væri að treysta bönd við vinaþjóðir og Ísland hefði hag af jákvæðri athygli í alþjóðlegu samhengi um þessar mundir. Mikil dagskrá Ráðgert er að forseti Íslands og aðr- ir íslenskir ráðamenn eigi fundi með Pratibha Patil, forseta Indlands, Man- mohan Singh forsætisráðherra, Soniu Gandhi, ekkju Rajivs Gandhi, og fleiri ráðamönnum þjóðarinnar. Skipu- lagðir hafa verið margvíslegir við- burðir og málþing í tengslum við Ind- landsheimsóknina, meðal annars í Mumbai, miðstöð viðskipta og kvik- myndagerðar, og í Bangalore sem er miðstöð hátækni. Guðmundur Eríks- son, sendiherra á Indlandi, og ís- lenska sendiráðið þar hafa unnið að undirbúningi heimsóknarinnar. Í Indlandsheimsókninni er ráð- gert að Ólafur Ragnar Grímsson taki við Nehru-verðlaununum sem hann hlaut árið 2007. Þetta er ein æðsta viðurkenning sem veitt er á Indlandi og verður hún afhent honum í Nýju Delhí næstkomandi fimmtudag, 14. janúar. Verðlaunaafhendingin er ekki hluti opinberrar heimsóknar en tæki- færið notað til þess að afhenda for- setanum þau við hátíðlega athöfn. Þau eru kennd við Jawaharlal Nehru, fyrsta forsætisráðherra Indlands, og var til þeirra stofnað árið 1965. Áætla má að þau nemi 12 til 14 milljónum íslenskra króna. Eftir því sem næst verður komist eru líkur til þess að Ólafur Ragnar tilkynni samdægurs hvernig verðlaununum verði varið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heldur í dag í opinbera heimsókn til Indlands þar sem hann tekur meðal annars við virtum verðlaunum. Engar líkur eru til þess að ut- anríkisráðherra verði með í för eins og ráðgert var. „Hver ræður sínum næturstað,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og segist sinna brýnni erindum þessa dagana. Í íslenskri stjórnskipan ríkir sú venja að forseti og ríkisstjórn hafi sam- ráð um opinberar heim- sóknir forsetans. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is n 1. U Thant ,1965 n 2. Martin Luther King Jr,1966 (veitt að honum látnum) n 3. Khan Abdul Gaffar Khan, 1967 n 4. Yehudi Menuhin, 1968 n 5. Móðir Teresa, 1969 n 6. Kenneth Kaunda, 1970 n 7. Josip Broz Tito, 1971 n 8. André Malraux, 1972 n 9. Julius Nyerere, 1973 n 10. Raul Prebisch, 1974 n 11. Jonas Salk, 1975 n 12. Giuseppe Tucci, 1976 n 13. Tulsi Meherji Shrestha, 1977 n 14. Nichidatsu Fujii, 1978 n 15. Nelson Mandela, 1979 n 16. Barbara Ward, 1980 n 17. Alva and Gunnar Myrdal, 1981 n 18. Leopold Sedar Senghor, 1982 n 19. Bruno KreiskY, 1983 n 20. Indira Gandhi, 1984 (veitt að henni látinni) n 21. Olof Palme, 1985 (veitt að honum látnum) n 22. Javier Pérez de Cuéllar, 1987 n 23. Yasser Arafat, 1988 n 24. Robert Gabriel Mugabe, 1989 n 25. Helmut Kohl, 1990 n 26. Aruna Asaf Ali, 1991 n 27. Maurice Strong, 1992 n 28. Aung San Suu Kyi, 1993 n 29. Mahathir Bin Mohamad, 1994 n 30. Hosni Mubarak, 1995 n 31. Goh Chok Tong, 2003 n 32. Sultan Qaboos bin Said al Said, 2004 n 33. Wangari Maathai, 2005 n 34. Luiz Inácio Lula da Silva, 2006 n 35. Olafur Ragnar Grimsson, 2007 Eldri Nehru verðlaunahafar Nehru-viðurkenningin er veitt þeim sem stuðlað hafa að auknum skilningi, velvilja og vináttu milli þjóða. VERÐLAUNIN VORU EKKI VEITT ÁRIÐ 1986. SÖMULEIÐIS VAR ÞEIM EKKI ÚTHLUTAÐ Á ÁRUNUM 1996 TIL 2002. FORSETINN Á LEIÐ TIL INDLANDS RÁÐHERRALAUS Situr heima Össur segir mörg verkefni brýnni nú en að fylgja forseta. För án ráðherra Ólafur Ragnar synjaði Icesave-lögum og Össur svaraði með því að afboða sig í ferð forseta og bar við önnum vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars. MYND HEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.