Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 12
12 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri fjárstýring- ar gamla Kaupþings og einn af þeim sem fengu kúlulán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum, gaf skýrslu sem vitni fyrir breskum dómi í London í byrjun janúar í fyrra. Kaupþingsmaðurinn, sem þá var starfsmaður skilanefndar bankans, ræddi í vitnaskýrslunni um þá að- gerð breska fjármálaráðuneytisins að flytja Edge-innlánsreikninganna, sem 2,8 milljarðar punda voru inn á samkvæmt Guðna, frá dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi, Singer og Fri- edlander, 8. október árið 2008, degi áður en Kaupþing var yfirtekið af Fjármálaeftirlitinu. Í vitnaskýrslunni, sem DV hefur undir höndum, segir Guðni að hann telji að flutningurinn á Edge-innistæðunum hafi valdið því að Kaupþing féll degi síðar. Guðni, sem fékk 417 milljóna króna lán til að kaupa hlutbréf í Kaupþingi samkvæmt lánabók bank- ans frá árinu 2006, hætti í skilanefnd Kaupþings um miðjan ágúst í fyrra. Fjármálaeftirlitið hafði gefið það út í lok júlí að allir fyrrverandi starfs- menn skilanefndanna sem starfað höfðu í hinum föllnu bönkum ættu að hætta í nefndunum vegna þess að sérfræðiþekkingar þeirra þyrfti ekki lengur við. Snerist um tilfærslu Edge-innistæðna Guðni gaf skýrsluna fyrir breska dómnum fyrir hönd skilanefnd- ar Kaupþings sem þá hafði ákveðið að leita réttar síns varðandi lögmæti þeirrar aðgerðar breska fjármálaeft- irlitsins að færa innistæður af Edge- innlánsreikningum Singer og Fried- lander. Ákvörðun fjármálaeftirlitsins byggðist á breskum neyðarlögum og voru eignirnar fluttar til yfir til ING Direct, sem er breskt dótturélag hol- lenska bankans ING Groep.Innistæð- urnar á Edge-reikningunum voru um 2,8 milljarðar punda þegar þetta var. Málið hófst um þetta leyti, í janúar 2009, og óskaði bankinn eftir laga- legri endurskoðun á lögmæti þessar- ar ákvörðunar breska fjármálaráðu- neytisins. Beiðni Kaupþings byggðist á því að að breska fjármálaeftirlit- ið hefði farið út fyrir heimildir sín- ar með flutningnum á innistæðun- um og að tilgangur flutningsins hefði verið að verja eigendur Edge-reikn- inganna en ekki að reyna að hugsa um hagsmuni breska bankakerfisins í heild sinni. Dómur féll loks í málinu í októb- er í fyrra og var niðurstaðan sú að breska fjármálaráðneytinu hefði ver- ið heimilt að flytja Edge-innistæð- urnar til ING Direct. Af því tilefni sagði Steinar Guðgeirsson, formað- ur skilanefndar Kaupþings, að mark- miðið með málsókninni hefði fyrst og fremst verið að reyna að fá fram all- ar upplýsingar um á hvaða grundvelli aðgerðir breska fjármálaráðuneytis- ins hefðu verið byggðar. Olli falli bankans að sögn Guðna Guðni rekur það í vitnaskýrslunni hvaða áhrif flutningurinn á Edge- innistæðunum í Singer og Friedland- er hafði fyrir Kaupþingssamstæðuna. Hann segir að breska fjármálaráðu- neytið hafi ekki rætt við stjórnend- ur bankans um flutninginn á Edge- innistæðunum áður en til hans kom. „Kaupþing var því ekki í neinni að- stöðu til að leita leiða til að lágmarka skaðann sem tilskipunin um flutn- inginn hafði á Singer og Friedland- er og tengsl bankans við lánveitend- ur sína og viðskiptavini,“ segir Guðni í skýrslunni en að hans mati leiddi ákvörðunin til þess að lánveitendur Kaupþings litu svo á að bankinn gæti ekki staðið í skilum. Þess vegna hafi stjórnendur Kaupþings þurft að leita til íslenskra stjórnvalda sem skipuðu skilanefnd yfir hann í kjölfarið. „Afleiðingar tilskipunarinnar um flutninginn og þeirrar greiðslustöðv- unar sem hún leiddi til voru þær að Kaupþing gat ekki haldið áfram starf- semi sinni á þann hátt sem áður var,“ segir Guðni í skýrslunni og er alveg ljóst af málflutningi hans að hann leit svo á breska fjármálaráðuneytið hefði valdið miklum skaða með til- skipuninni. Því má segja að Guðni hafi bæði verið að verja hagsmuni fyrrverandi stjórnenda Kaupþings og eins skila- nefndarinnar en hún ætlaði sér að sækja bætur til breska ríkisins út af flutningnum á Edge-innistæðun- um, líkt og hann ræðir í vitnaskýrslu sinni. Krafa skilanefndarinnar um bætur vegna tilskipunar breska ráðuneytisins var byggð á tilvísun til mannréttindalaga, samkvæmt mál- flutningi Guðna í skýrslunni. Geir studdi málsóknina Annað sem er forvitnilegt við vitna- skýrslu Guðna er að Geir H. Haar- de, þáverandi forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans virðast hafa stutt málarekstur skilanefndarinnar gegn breska ríkinu. Guðni rakti hversu mikilvægur málareksturinn væri fyr- ir íslensku þjóðina þar sem margir hefðu kennt bresku ríkisstjórninni um hvernig komið væri fyrir íslensku þjóðinni. „Margir á Íslandi, þar með talin íslenska ríkisstjórnin, kenna ríkisstjórn Bretlands um mikið af þeim skaða sem þjóðin hefur orðið fyrir. Þessi beiðni er lögð fram með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinn- ar. Ég framvísa bréfi frá forsætisráð- herra Íslands, hr. Geir H. Haarde, á blaðsíðu 5,“ segir Guðni í lok skýrsl- unnar. Dómstóllinn breski féllst þó ekki á rök skilanefndarinnar á endanum, líkt og áður segir, og taldi að breska fjármálaráðuneytið hefði haft heim- ild til að selja Edge-innistæðurnar út úr Singer og Friedlander. Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, Guðni Níels Aðalsteinsson, gaf skýrslu fyrir breskum dóm- stóli í janúar í fyrra. Málið snerist um hvort réttmætt hefði verið af breska fjármálaráðuneytinu að færa 2,8 milljarða af innistæðum Edge-reikninganna yfir til hollensks banka við hrunið 2008. Guðni segir í skýrsl- unni að flutningurinn á innistæðunum hafi valdið því að Kaupþingssamstæðan féll. KAUPÞINGSMAÐUR FYRIR BRESKUM DÓMI INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Margir á Íslandi, þar með talin ís- lenska ríkisstjórnin, kenna ríkisstjórn Bretlands um mikið af þeim skaða sem þjóðin hefur orðið fyrir.“ Gaf skýrslu fyrir dómi Guðni Níels Aðalsteinsson gaf skýrslu fyrir breskum dómi í janúar í fyrra um starfsemi Kaupþings en hann var þá í skilanefnd bankans og fyrrverandi starfsmaður hans. Töpuðu málinu Vitnaleiðslan yfir Guðna Níels átti sér stað í janúar í fyrra. Þar ræddi hann um starfsemi Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins og yfirtöku hans af Fjármálaeftirlitinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.