Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Page 19
Hver er maðurinn? „Gylfi Þór
Sigurðsson knattspyrnumaður.“
Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp í
Setberginu í Hafnafirði.“
Hver er þín fyrsta minning úr
fótbolta? „Ætli það sé ekki hönd guðs
hjá Maradona.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Humar.“
Ertu duglegur við húsverkin?
„Nei, ég get ekki sagt það. Mamma
og pabbi búa hjá mér og þau verða
eiginlega að sjá um það.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi? „Brasilíu. Á ströndinni þar. Ég
hef reyndar ekki komið þangað samt.“
Er þér kalt? „Nei, ekki akkúrat núna.
Ég ligg undir sæng. Það er samt búið
að fara fáránlega kalt hérna á Englandi
undanfarið.“
Hvernig var að verða valinn
leikmaður mánaðarins? „Það var
fínt. Mér er búið að ganga nokkuð vel
í mánuðinum, skoraði einhver þrjú
mörk og svo náðum við jafntefli gegn
Liverpool. Þetta er því búið að vera
nokkuð skemmtilegt.“
Hver er ástæðan fyrir góðu gengi
þínu á tímabilinu? „Ég held að það
sé bara vegna þess að ég hef æft vel.
Ég fékk góða hvíld í sumar og fór síðan
að æfa vel þegar ég kom aftur út. Ætli
það sé ekki að skila sér.“
Varstu orðinn óþolinmóður eftir
tækifærunum fyrir þetta tímabil?
„Já, frekar, en síðan var skipt um
þjálfara og þá vissi ég að ég fengi
tækifærið. Ég var samt farinn að hugsa
um hvort tækifærið kæmi einhvern
tíma og hvort ég þyrfti að fara hugsa
mér til hreyfings.“
Hvernig var að mæta Liverpool
í bikarnum? „Það var fínt, gaman
að spila á móti þessum leikmönnum
allavega. Það var skrítið að spila á móti
þeim fyrstu mínúturnar en það vandist
fljótt. Ég var tiltölulega sáttur með
jafnteflið en við hefðum viljað vinna
leikinn.“
Ætlarðu að slá þá úr bikarkeppn-
inni á miðvikudaginn? „Ég ætla að
reyna það. Ég er United-maður þannig
að það væri nú ekki leiðinlegt.“
GEFUR ÞÚ TIL GÓÐGERÐARMÁLA?
„Já, ég styrki yfirleitt þá sem hringja.“
MARÍA BJARNADÓTTIR
42 ÁRA. STARFAR Á MARKAÐS- OG
SÖLUDEILD METIS
„Já, ég styrki meðal annars MS-félagið
og Gigtarfélagið og Mæðrastyrks-
nefnd.“
RAGNA ÁRSÆLSDÓTTIR
44 ÁRA BANKASTARFSMAÐUR
„Ég reyni það ef ég get. En það er ekki
alltaf sem ég á eitthvað aflögu.“
KRISTÍN SUNNA SIGURÐARDÓTTIR
26 ÁRA NEMI
„Já, það geri ég. Til dæmis Samhjálp.“
ÓSKAR B. BENEDIKTSSON
74 ÁRA TRÉSMIÐUR
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON
knattspyrnumaður hjá Reading var á
dögunum valinn besti leikmaður
desembermánaðar.
HUGSAÐI SÉR TIL
HREYFINGS
„Nei, ég geri það ekki.“
HÖRÐUR HÁKON JÓNSSON
33 ÁRA MÁLARI
MAÐUR DAGSINS
Gerbreytt staða er komin upp í Ice-
save-deilunni. Alþingi kláraði málið
fyrir sitt leyti. Síðan tók þjóðin við.
Lýðræðisbylgja reis með þjóðinni og
fjórðungur kjósenda krafðist þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið. Forset-
inn varð við þeirri kröfu sem var full-
komlega rökrétt af hans hálfu.
Þetta varð þess valdandi að mál-
ið komst að nýju í brennidepil ekki
bara í Bretlandi og Hollandi heldur
einnig í öðrum ríkjum Evrópusam-
bandsins og reyndar langt út fyrir
það.
Ofbeldi gegn Íslandi
En nú eru áherslur aðrar. Umræð-
an er núna almennari og okkur já-
kvæðari. Ástæðan er sú að Evrópu-
þjóðir þekkja tungumál lýðræðisins
og vita hvað það þýðir þegar lýðræð-
isbylgja rís. Menn spyrja hvað búi
að baki henni. Hvers vegna þessi
óánægja? Leiðarahöfundar stór-
blaðanna á meginlandinu spyrja
hvort geti verið að illa hafi verið farið
með Íslendinga, þingmenn Evrópu-
þingsins stíga fram, nú síðast Alain
Lipietz, sem sjálfur tók þótt í smíði
reglugerðarinnar um tryggingasjóði
fjármálastofnana og segir að verið sé
að reisa kröfur á hendur Íslending-
um sem engan veginn standist lög.
Hann sagði meira, samningavið-
ræðurnar við Breta og Hollendinga
hefðu verið í farvegi þvingana og of-
beldis þar sem Íslendingum hefði
verið meinað að nýta sér úrræði
réttarríkis til að fá úr því skorið hvort
þeim í reynd beri lagaleg skylda til
að láta íslenska skattgreiðendur axla
byrðarnar af Icesave á þann hátt sem
Bretar og Hollendingar krefjist. Þá
hafa menn staðnæmst við lánskjör-
in, hærri vexti en Bretar og Hollend-
ingar taki sjálfir lán á, þannig að þeir
séu í reynd að græða á þessum við-
skiptum.
Þarf ekki að ræða það tjón
sem Bretar ollu Íslendingum með
hryðjuverkalögunum sem sett voru
á Ísland meðan verið var að fella
Landsbankann í Bretalandi? Svona
er spurt. Síðan hafa komið aðrir
vinklar inn í umræðuna.
Spurt hefur verið um stærðar-
gráðu vandans. Þá kemur í ljós að sú
þjóð sem látið hefur mest af hendi
rakna af skattfé almennings til hjálp-
ar bönkum í vandræðum er Bret-
ar. Framlagið þeirra er um hundr-
að milljarðar sterlingspunda. Þýtt
yfir á íslenskar aðstæður samkvæmt
höfðatölureglu mun þetta vera svip-
uð upphæð og Íslendingar eru að
greiða í vexti af Icesave-lánunum á
aðeins tveimur árum!
Náttúruperlur á ábyrgð allra
Þegar fólk heyrir um þetta erfiða
hlutskipti þrjú hundruð þúsund
manna þjóðar rekur menn í roga-
stans. Þá vilja menn vita hvort við
getum borgað „Það er ekki bara
spurning um að geta borgað,” svör-
um við, „þetta er spurning um það
hvernig þjóðfélagið og landið lítur út
eftir hremmingarnar, hver útreiðin
verður fyrir velferðarkerfið.“ Og við
bendum á að Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn minni okkur stöðugt á auð-
lindir Íslands til sjávar og til lands,
jökulárnar, fossana og hverasvæðin.
Þið hafið gnægð óbeislaðrar orku er
okkur sagt.
Þetta skilja náttúruunnendur í
Evrópu. „Ég gleymi aldrei hvera-
svæðunum og kraftinum í Detti-
fossi,“ skrifaði mér Hollendingur
um daginn eftir að heyra viðtal við
mig í hollenskri útvarpsstöð. Þeg-
ar Bretum og íbúum meginlands-
ins er bent á að málið snerti okkur
öll, alla þá sem annt er um dýrmæt-
ar náttúruperlur, sem við sameigin-
lega viljum vera gæslumenn fyrir, þá
breytist tónninn. Enn einn vinkill-
inn er áhyggjur manna yfir gölluðu
regluverki fjármálakerfisins og hvort
verið sé að beita litla þjóð ofríki án
dóms og laga vegna galla í þessu
regluverki.
Nýtum ný tækifæri
Þessa stöðu verðum við að nýta okk-
ur, málstað Íslands til framdráttar.
Það gerum við því aðeins að okk-
ur takist að slíðra sverðin hér innan
lands og snúa bökum saman. Mun-
um að samstaða á fyrst og síðast
að vera um málstað, ekki stofnan-
ir, stjórnmálaflokka. Bara um mál-
stað. Nú ríður á að allir sýni ábyrgð
og samstarfsvilja. Ríkisstjórnin og
Alþingi fóru með málið eins langt
og komist var þar á bæ við erfið-
ar aðstæður. Nú hefur lýðræðisald-
an feykt málinu upp í nýja stöðu.
Efna þarf til þverpólitísks samstarfs
á jafnræðisgrundvelli um framhald-
ið. Þetta er verkefni dagsins. Á öðr-
um degi finnum við farvegina áfram.
Það getum við. Öll saman.
Samstöðu um málstað!
KJALLARI
MYNDIN
1 Undrast viðbrögð fræðimanna
vegna ákvörðunar forseta
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG,
segir synjun forseta á staðfestingu
Icesave-laga hafa vakið önnur viðbrögð
en hann vænti.
2 Tveir fluttir á slysadeild eftir
bílslys
Ökumaður og farþegi voru fluttir á
slysadeild eftir bílslys á Breiðholtsbraut.
3 Amanda Bynes sjóðandi heit í
Maxim-Myndir
Barnastjarnan Amanda Bynes sýnir á sér
nýja hlið í tímaritinu Maxim.
4 Sérsveitin kölluð út vegna
eftirlíkingar af skammbyssu
Djammi eins Skagamanns lauk á
lögreglustöðinni eftir að fólk sá byssu á
honum, sem reyndist leikfangabyssa.
5 Varamarkvörður Tógó á
batavegi
Kodjovi Obilale, varamarkvörður Tógó, er
að jafna sig af skotsárum sem hann hlaut
í árás á liðsrútu landsliðsins.
6 Eva Joly: Icesave ekki sérmál
Íslendinga heldur allrar Evrópu
Ráðgjafinn mætti í Silfur Egils og sagði að
ekki mætti láta Íslendinga bera alla
ábyrgð á Icesave.
7 Breski herinn í viðbragðsstöðu
vegna vetrarhörku
Vetrarríkinu á Bretlandseyjum virðist
ekkert ætla að linna.
MEST LESIÐ á DV.is
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
alþingismaður skrifar
„Munum að samstaða
á fyrst og síðast að
vera um málstað, ekki
stofnanir, stjórnmála-
flokka.“
UMRÆÐA 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 19
Átakavika í pólitík Síðasta vika varð um margt óvenjuleg í stjórnmálum þegar Ólafur Ragnar Grímsson vísaði lögum um Ice-
save-samning til þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar áttu bágt með að leyna gremju sinni á meðan aðrir kættust.
Össur Skarphéðinsson varðist allra frétta þegar hann yfirgaf stjórnarráðið á föstudag. MYND SIGTRYGGUR