Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Side 22
Þegar ég kom heim ríkti enginn skilningur hjá fólki gagnvart svona málum. Sem betur fer hafa hlutirn- ir breyst mjög mikið og í rauninni hefur orðið meiri umsnúningur en ég þorði nokkurn tímann að vona. Ég hélt alltaf í trúna og vonaði að umburðarlyndið yrði meira en ég bjóst við að þetta tæki lengri tíma,“ segir Anna Kristjánsdóttir vélfræð- ingur en Anna gekkst undir kyn- skiptiaðgerð í Svíþjóð árið 1995. Með enga réttarstöðu Anna þurfti lengi að berjast við kerf- ið til að fá að gangast undir aðgerð- ina. Margar hindranir urðu á henn- ar vegi en hún gafst ekki upp og var ákveðin í að lifa því sem hún átti eft- ir ólifað sem konan sem hún vissi að hún væri. Hún hafði flust til Svíþjóð- ar árið 1989 og segir viðhorf Svía hafa verið mun opnara gagnvart þessum málum á þeim tíma en Íslendinga en hún segir að við stöndum jafnfæt- is þeim í dag. „Réttarstaða mín var engin á Íslandi og þar má sérstak- lega nefna nafnalögin. Þeim verður að breyta og á það hefur margsinn- is verið bent. Í nafnalögum stendur að nafn skuli ekki vera til baga fyrir þann sem það ber en ég varð að bera karlmannsnafn þar til ég var búin í aðgerðinni. Ég tilkynnti nafnabreyt- inguna til Þjóðskrár en þar er ekki stuðst við nein lög eða bönn og málin því alveg háð persónulegum skoðun- um þeirra sem þar starfa. Sem betur fer ríkir þar skilningur. Að sama skapi eru engin lög sem heimila né banna fólki að gangast undir kynskiptiað- gerð heldur er hver og einn, á sama hátt, háður velvilja heilbrigðisyfir- valda. Ég myndi vilja sjá breytingar á þessu,“ segir Anna og bætir við að hún hafi þurft að uppfylla um tíu at- riði sem fæst hafi tengst transi þegar hún sótti um að komast í aðgerðina. „Til dæmis varð ég að sýna fram á hreint sakavottorð auk þess sem þeir sem vildu komast í aðgerð á þess- um tíma máttu ekki vera alkóhólist- ar. Þeir þurftu líka að geta sýnt fram að þeir gætu séð fyrir sér. En hvern- ig á fólk að geta sýnt fram á það þeg- ar það er alls staðar illa liðið því það er trans og fær hvergi vinnu vegna þess? Einnig mátti fólk ekki hafa hugsað um að svipta sig lífi því þá var þetta túlkað sem geðsjúkdómur. Ég þurfti að sýna geysilega hörku til að komast alla leið en það gekk,“ segir Anna sem flutti heim til Íslands aftur að aðgerðinni lokinni og eftir langa dvöl í Svíþjóð. Unglingsaldurinn erfiður Anna fæddist í Reykjavík árið 1951 en ólst að miklu leyti upp í Mosfellssveit. Hún segist hafa gert sér grein fyrir að hún væri ekki eins og hinir strákarnir í sveitinni afar ung þótt það hafi ekki haft áhrif á líf hennar fyrr en hún varð eldri. Hún gekk í barnaskólann að Brúarlandi í Mosfellsbæ og gekk vel í skólanum. „Hópur úr skólanum heldur enn hópinn og þaðan hef ég fengið ómetanlegan stuðning,“ seg- ir Anna og bætir við að hún hafi átt ágæta æsku. „Unglingsaldurinn var erfiðari og mér leið ekki vel á þeim tíma. Ég átti erfitt með að finna mér stað á meðal félaganna og það kom ekki til greina að segja frá hvað væri að angra mig. Þeir fáu hommar sem þorðu að koma út úr skápnum fengu slæmt umtal og allt slíkt var illa liðið,“ segir Anna sem reyndi þó að segja frá hvernig fyrir henni var komið. Hún segir engan hafa hlustað og málinu hafa verið ýtt af dagskrá enda um al- gjört tabú að ræða á þessum tímum. „Hvað hefði verið gert við manneskju sem hefði komið úr skápnum með þessa hluti árið 1970 eða 1980? Hefði ég fengið að ganga laus? Ég frétti af innlögn ónefndrar persónu inn á geðdeild árið 1987. En það tókst ekki að frelsa hana frá trans.“ Á flótta undan sjálfum sér Þrátt fyrir vanlíðan leiddist Anna ekki út á glapstigu eða í neyslu. „Þess í stað reyndi ég að flýja sjálfa mig, fann mér karlmannlegt starf og skellti mér á sjóinn og þaðan lá leið- in í Vélskólann. Í gegnum allan minn kynþroska var ég að berjast, reyna að sanna fyrir öllum og sjálfum mér að ég væri ekki það sem ég fann að ég var innra með mér. Þess vegna valdi ég mér starf sem þótti maskul- in,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið á flótta undan sjálfri sér á stórum hluta lífs síns. Anna gifti sig og eignaðist þrjú börn og trúði eigin- konunni fyrir leyndarmáli sínu. „Til- finningar mínar kostuðu mig hjóna- bandið en upp frá því fór ég að reyna vinna í mínum málum, þó með mis- jöfnum árangri til að byrja með,“ seg- ir hún og bætir við að margir hafi orðið hissa þegar hún hafi opinber- að sig. „Ég hef aldrei séð eftir þess- ari ákvörðun, að gangast undir þessa aðgerð, en ég hugsa oft um hvernig lífið væri ef ég hefði ekki farið og fæ alltaf sömu niðurstöðu. Þá væri ég einfaldlega ekki hér,“ segir hún og viðurkennir að hafa verið farin að finna fyrir afar neikvæðum hugsun- um undir það síðasta. „Draumurinn um að komast í aðgerð var búinn að vera fyrir hendi frá því ég frétti fyrst af möguleikanum á aðgerð. Ég sá bara ekki fram á að komast nokkru sinni í aðgerð, en um leið og möguleikarnir opnuðust hvað mig snerti snerist allt mitt líf um að komast alla leið. Það kom því ekki til greina að þegja leng- ur því ég þurfti að viðurkenna þetta fyrir því fólki sem ég umgekkst dag- 22 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR Kristján Kristjánsson vélfræðingur vissi ungur að hann var ekki eins og hinir strák- arnir í sveitinni en þegar hann var að al- ast upp var enginn skilningur á hugtökum eins og kynskiptingur. Kristján tók upp nafnið Anna og þurfti lengi að berjast við kerfið til að fá að gangast undir aðgerð til að láta leiðrétta kyn sitt. Hún segir engan skilning hafa ríkt hjá fólki þegar hún kom heim frá Svíþjóð eftir aðgerðina en að um- burðarlyndið sé mun meira í dag. Anna er þess fullviss að hún væri ekki á lífi ef hún hefði ekki látið leiðrétta kyn sitt. „Sé ekki eftir einu“ Anna Kristjánsdóttir Anna reyndi að segja frá hvernig henni var innanbrjósts á sínum yngri árum en engi hlustaði. Hún segir að málinu hafi verið ýtt af dagskrá enda um algjört tabú að ræða á þessum tíma. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.