Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR Allar skólastofur og fyrirlestrarsalir í nýrri byggingu Háskólans í Reykja- vík í Vatnsmýri heita eftir stjörnum í sólkerfinu. Þar er að finna stofur á borð við Spíka 3, Síríus 5 og Reg- úlus 1. Álmurnar í skólanum heita svo eftir Venus og Mars, á meðan aðalgangur skólans kallst Jörðin. Í miðju skólans er hringlaga bygging sem heitir Sólin. Það mun þó ekki tengjast því að nýr rektor skólans, Ari Kristinn Jónsson, skuli vera einn örfárra Íslendinga sem starfað hefur hjá Nasa, geimferðastofnun Banda- ríkjanna. Leigan að lágmarki 60 milljónir á mánuði Nýja byggingin er engin smásmíði, 23.000 fermetrar fyrir 3.100 nem- endur skólans hafa verið teknir í notkun. Í haust bætast svo 7.000 fermetar við og þá telst byggingin fullkláruð. Kostnaðurinn við bygg- inguna nemur um 12 milljörðum króna, en það er eignarhaldsfé- lagið Fasteign sem á bygginguna. Það félag á fasteignir um allt land. Meðal eigna félagsins eru höfuð- stöðvar Íslandsbanka á Kirkju- sandi og knattspyrnuhúsið í Sand- gerði og fer Árni Þór Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fyrir stjórn félagsins. HR leigir bygginguna af Fast- eign til 50 ára, leiguverðið liggur ekki endanlega fyrir, en samkvæmt upplýsingum verður það meira en 2 þúsund krónur á fermetra á mánuði, sem gerir um 60 milljón- ir króna að lágmarki á mánuði, eða um 720 milljónir króna í leigu á ári. Upphaflega átti byggingin að vera talsvert dýrari og var meðal annars búið að steypa kjallara fyrir tvær álm- ur í viðbót. Þegar kreppan skall á var þeim áætlunum slegið á frest í ótak- markaðan tíma og mokað yfir kjallar- ana. Þrátt fyrir þennan kostnað ætlar HR ekki að hækka skólagjöld um- fram vísitöluhækkun. Keyptu íslenskt Þrátt fyrir að efnahagsástandið hafi dregið úr frakvæmdunum í Vatns- mýrinni er aðbúnaður nemenda allur hinn glæsilegasti. Kostnaður við flutningana vegna kaupa á tækj- um, húsgögnum og fleiru nemur um fimm hundruð milljónum króna. Inni í því eru öll tæki og búnaður til kennslu. Allar innréttingar og skrif- stofuhúsgögn sem keypt voru eru ís- lensk famleiðsla. Ákveðið var að spara frekar í að- stöðu fyrir kennara en nemendur og til að mynda er í kennslustofum mjög háþróuð sjálfstýring á lýsingu og hita, sem áætlað er að spari pen- inga til lengri tíma. Tíu mínútum eftir að nemendur fara út slokkna öll ljós sjálfkrafa, en þau eru stillt með tilliti til birtu á hverjum árstíma. Gluggar í byggingunni lokast sjálfkrafa til þess að sóa hvorki rafmagni né hita og er áætlað að þannig geti sparast pen- ingar til langtíma litið. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Háskólinn í Reykjavík borgar að lágmarki 60 milljónir króna á mánuði í leigu á nýju húsnæði í Vatnsmýrinni. Allar byggingar og skólastofur draga nöfn sín af sólkerfinu. Kostnaður við flutninginn nemur um 500 milljónum króna, en ákveðið var að moka yfir kjallara í tveimur álmum sem átti að reisa. 60 MILLJÓNIR Í MÁNAÐARLEIGU Gangarnir Skólinn er einfaldur en flottur. Vel sést á milli hæða, þannig að mikið líf er á göngum skólans. MYNDIR/ BRAGI ÞÓR JÓSEPSSON Góð kennsluaðstaða Þrátt fyrir að kreppan hefði sett strik í reikninginn var ákveðið að leggja áherslu á að gera aðbúnað nemenda sem bestan. Í hverri kennslustofu er besti tæknibúnaður sem völ er á við kennslu. Bretar borga ekki krónu Breska fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt að breskir skattgreið- endur þurfi ekkert að greiða vegna falls Icesave í Bretlandi. Sá hluti, 500 milljónir punda, sem Íslendingar þurfa ekki að greiða, fæst allur úr þrotabúi Landsbankans, eða 100 milljarð- ar króna. Þetta kemur fram á fjármála- vefnum citywire.co.uk og er haft eftir talsmanni breska fjár- málaráðuneytisins. Samkvæmt evrópskum innistæðutrygging- arlögum eru tæplega 3,8 millj- ónir króna tryggðar á hverjum bankareikningi, eða 21 þúsund evrur. Er það sú upphæð á Ice- save-reikningunum sem Íslend- ingar þurfa að ábyrgjast. Eyðsluglaðir Íslendingar Sala á raftækjum í desember jókst töluvert fyrir jólin mið- að við árið 2008. Þannig jókst salan um 15,3 prósent á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Þar kemur fram að velta í dagvöruversl- un í desmber hafi aukist um 1,7 prósent á föstu verðlagi miðað við sama mánuð árið áður og jókst um 9,6 prósent á breytilegu verðlagi. Var þetta þrátt fyrir töluverðar verðhækkanir á síðasta ári. Dauði í flösku „Ég átti ekki von á dauða mínum við að versla þarna MMS, þaðan af síður átti ég von á því að reyna að drepa mömmu mína með þessu,“ segir kona sem hafði sam- band við DV í kjölfar frétta af kraftaverkalausninni MMS (Miracle Mineral Solution). Eitrunardeild Landspítalans varaði við lausninni þar sem hún getur valdið alvarlegum veikindum eða dauða. „Mér var bent á að taka þetta þar sem ég var allt- af þreytt. Ég tók þetta inn í nokkrar vikur en hætti því sem betur fer fljótlega,“ segir konan. Í tilkynningu frá Eitr- unarmiðstöð Landspítalans kom fram að lausnin væri 28 prósent natríum klórít. Það er eitur sem getur valdið skemmdum á rauðum blóð- kornum og nýrnabilun. Hærri skattar Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að taka þurfi skattkerfið til grundvallarendur- skoðunar og það þurfi að laga að núverandi efnahagsveruleika. Í hádegisfréttum RÚV var haft eftir Steingrími að ráðist yrði í endurskoðun á kerfinu á næstu mánuðum og þar yrði meðal annars tekið á fjármagns- flutningum í skattaskjól. Eins og flestum er kunnugt hafa skattar verið hækkaðir að undanförnu og breytingar gerðar á skattkerf- inu. Sagðist Steingrímur geta sagt eins og annar maður sagði á öðrum stað á öðrum tíma: „You ain‘t seen nothing yet.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.