Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FRÉTTIR Verktakar, bankar og stórfyrirtæki, sem stefndu að landvinningum á sviði orkuvinnslu, voru rausnarleg við fram- bjóðendur sem tóku þátt í prófkjörum og kosningabaráttu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í góðærinu 2006. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingunni, öfluðu mestra styrkja. KEYPTU SÉR VELVILD BORGARFULLTRÚA Gísli Marteinn er með meira en helming allra framlaganna til fram- bjóðenda Sjálfstæðis- flokksins sem tíunduð eru, eða 56 prósent. Í íslenskum lögum er sett þak á hversu háar fjárhæðir einstaklingar og fyrirtæki mega gefa stjórnmála- flokkum eða einstökum frambjóð- endum. Ástæðurnar eru augljósar enda talið sjálfgefið að ætlast sé til endurgjalds af þiggjendum gjafa eða peningafjárhæða. Hert lög um fjár- hæðir og upplýsingaskyldu opinbera þann sannleika að gefendur hneigj- ast til þess að kaupa sér áhrif sem talist geta ólögmæt og ósamþýðan- leg hugmyndum um lýðræðislegar ákvarðanir og stöðu almannavalds. Þau skaffa mest Gísli Marteinn Baldursson hefur al- gera sérstöðu meðal þeirra fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem þáðu fé í kosningasjóði fyrir borg- arstjórnarkosningarnar árið 2006. Taka ber fram að gögn ríkisendur- skoðunar, sem birt voru um áramót- in, eru ekki tæmandi um framlög til einstakra frambjóðenda árið 2006 í Reykjavík. Gísli Marteinn og stuðningsmenn hans öfluðu um 10,5 milljóna króna, þar af liðlega 8 milljóna króna frá fyr- irtækjum sem ekki eru nefnd í gögn- um Ríkisendurskoðunar. Gísli Mart- einn er með meira en helming allra framlaganna til frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins sem tíunduð eru, eða 56 prósent. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sker sig úr í hópi þeirra frambjóðenda Samfylkingarinnar sem Ríkisend- urskoðun tilgreinir í gögnum sín- um. Hún safnaði liðlega 8 milljónum króna fyrir prófkjör og kosningabar- áttu sína. Það er meira en saman- lögð upphæð sú sem hinir frambjóð- endurnir fengu í kosningasjóði sína. Samanlagt fengu þeir 6,5 milljónir króna í sjóði sína. Þannig var Stein- unn Valdís ein með 55 prósent fram- laganna sem gengu til frambjóðend- anna sex sem tilgreindir eru. Þar af komu 3,5 milljónir króna í sjóði Steinunnar Valdísar frá Landsbank- anum, Baugi og FL Group. Dagur B. Eggertsson tilgreinir 500 þúsund króna framlag frá fjórum fyr- irtækjum í sína sjóði; Actavis, Blika- nesi, Landsbankanum og Nýsi. Oddný Sturludóttir þáði 750 þús- und krónur frá Baugi í sína kosn- ingabaráttu. Stærstu framlög til Dags B. Eggertssonar komu frá Actavis, Blikanesi, Nýsi og Landsbankanum, 500 þúsund krónur frá hverjum og einum. Fram kemur í gögnum ríkis- endurskoðanda að Gauti B. Eggerts- son lagði 500 þúsund krónur í kosn- ingasjóð Dags bróður síns. Að kaupa sér velvild Aðeins einn frambjóðandi Fram- sóknarflokksins er nefndur til sög- unnar í tengslum við framboð fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum. Sá er Óskar Bergsson sem á endanum varð eini borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins eftir að Björn Ingi Hrafnsson og Anna Krist- insdóttir gengu úr skaftinu. Hann situr nú í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum en var velt úr sessi af Einari Skúlasyni fyrr í vetur sem skipar efsta sæti framboðslist- ans í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þrálátur orðrómur var um fram- lög Eyktar til Óskars Bergssonar sem er í nánum tengslum við verktaka- og byggingariðnaðinn. Hann upp- lýsir nú að hann hafi fengið alls eina milljón króna frá Eykt í kosningabar- áttunni 2006 sem er upp undir helm- ingur þess fjár sem hann hafði úr að moða í baráttunni það árið. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins, sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að hann sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn vegna REI-málsins. Hann myndaði síðar svonefndan 100 daga meirihluta með Samfylkingu, VG og Margréti Sverrisdóttur frá Frjáls- lynda flokknum. Engar upplýsingar er að hafa um Björn Inga, en heimildir eru fyrir því að hann hafi þegið milljónir króna í sjóði sína, einkum frá félögum í eigu Pálma Haraldssonar. Í hópi styrktaraðila einstakra eru verktakar og hönnuðir áberandi sem og fyrirtæki sem hugðust hasla sér völl á orkusviðinu. Má þar nefna Eykt, Hönnun og Nýsi. Þá má nefna að Gauti B. Eggerts- son, bróðir Dags, lagði honum til hálfa milljón króna í kosningasjóð árið 2006. Athyglisvert er að fyrirtæki virð- ast frekar vilja nafnleynd með fram- lögum til frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins en til frambjóðenda annarra flokka. Þannig réttu sjö fyr- irtæki Gísla Marteini Baldurssyni 5,5 milljónir króna án þess að segja til sín. Gísli Marteinn er jafnframt sá er mestum peningum safnaði árið 2006 í hópi þeirra sem nefndir eru í grein- argerð Ríkisendurskoðunar. Gæta á aðhalds nú Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík verður haldið 23. janúar næstkomandi. Aðeins 18 tilkynntu þátttöku sem er sex færri en árið 2006. Athyglisvert er að þetta er svip- aður fjöldi og hefur gefið kost á sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn víða í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur. Ætlast er til þess að þátttakendur stilli kostnaði í hóf og fari ekki yfir 1,5 milljónir króna sem er aðeins 15 pró- sent af því sem safnaðist í sjóði Gísla Marteins fyrir fjórum árum. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verður haldið 30. janúar og rennur frestur til að tilkynna þátt- töku út þann 16. janúar, næstkom- andi laugardag. Framsóknarmenn hafa þegar val- ið frambjóðendur á lista í Reykjavík og vermir Einar Skúlason efsta sætið. Félagsmenn VG í Reykjavík velja sjálfir á sinn lista en núverandi borg- arfulltrúar flokksins gefa kost á sér áfram. Alls eigin framl. einstaklingar fyrirtæki Gísli Marteinn Baldursson 10,4 m. 0 2,3 m. 8,1 m. Hanna Birna Kristjánsdóttir 3,9 m. 0 0,5 m. 3,4 m. Jóhann Páll Símonarson 0,5 m. 0 0 0,5 m. Jórunn Frímannsdóttir 4,2 m. 2,2 m. 0,74 m. 1,3 m. Marta Guðjónsdóttir 0,38 m. 0 0,14 0,25 m. Sveitarstjórnarkosningar 2006 Einstakir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík FRAMLÖG FRÁ FYRIRTÆKJUM KOMA EKKI FRAM NEMA 0,5 MILLJÓNA KRÓNA FRAMLAG TIL JÓHANNS SÍMONAR FRÁ EIMSKIP HF. SÖMULEIÐIS ÞÁÐI HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR 0,5 MILLJÓNIR FRÁ LANDSBANKANUM. ÖNNUR FYRIRTÆKI ÓSKA NAFNLEYNDAR. FJÖGUR FYRIRTÆKI VEITTU GÍSLA MARTEINI BALDURSSYNI EINA MILLJÓN KRÓNA HVERT EÐA MEIRA Í KOSNINGASJÓÐ HANS. ÞAU FYRIRTÆKI ÓSKA ÖLL NAFNLEYNDAR. Alls eigin framl. einstaklingar fyrirtæki Björk Vilhelmsdóttir 0,85 m. 0 0,15 m. 0,7 m. Dagur B. Eggertsson 5,6 m. 1,3 m. 1,3 m. 3,0 m. Kjartan Valgarðsson 1,4 m. 0 0 1,4 m. Oddný Sturludóttir 1,9 m. 0,2 m. 0,5 m. 1,2 m. Sigrún Erla Smáradóttir 1,1 m. 0,8 m. 0 0,2 m. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 8,1 m. 0 0 8,1 m. Sveitarstjórnarkosningar 2006 Frambjóðendur Samfylking- arinnar í Reykjavík n Gísli Marteinn Baldursson – 10.4 millj. n Steinunn Valdís Óskarsdóttir – 8,1 millj. n Dagur B. Eggertsson – 5,6 millj. n Jórunn Frímannsdóttir – 4,2 millj. n Hanna Birna Kristjánsdóttir – 3,9 millj. Hverjir fá mest? JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Skaffarinn Gísli Marteinn Baldursson og stuðningsmenn hans söfnuðu 10,4 milljónum í kosn- ingasjóð hans árið 2006. Stærstu styrktaraðilarnir eru á huldu. Stórir styrkir Steinunn Valdís Óskars- dóttir og stuðningsmenn hennar öfluðu samtals 3,5 milljóna króna frá Baugi, Landsbankanum og FL Group árið 2006. Borgarstjórinn Hanna Birna var ekki í hópi þeirra stórtækustu en þáði hálfa milljón króna frá Landsbankanum. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ Dagur B. Eggertsson fékk glaðning frá bróður sínum, Gauta B. Eggertssyni, árið 2006 eða 500 þúsund krónur í kosningasjóð sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.