Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010
Viltu kæla bjórinn á mettíma, gera sokkana hvítari eða losna við reykingalykt?
Saltaðir þú matinn of mikið eða er sósan of þunn? Er kássan of feit eða er alltaf
táfýla af uppáhaldsskónum þínum? DV hefur tekið saman húsráð sem leysa ótal
vandamál og hindranir sem verða á vegi fólks á heimilinu. Rétt er þó að hvetja
lesendur til að kynna sér ráðin betur, til dæmis á netinu, ef mikið liggur við.
AÐ HLUTA TIL BYGGT Á HEIMILISHANDBÓKINNI EFTIR CASSÖNDRU KENT
ÞRIF
1. STÁLULL Geymið stálull í sápuvatni
svo hún ryðgi ekki. Einnig má vefja hana inn
í álpappír. Kljúfið púðana í tvennt og þannig
endist pakkinn lengur. Það sparar pening.
2. BURT MEÐ RISPUR Rispur á
viðargólfum (parketti) geta verið hvimleiðar.
Nuddið rispuna með fínni stálull en gætið
þess að fara ekki langt út fyrir rispuna. Notið
hanska. Blandið örlitlu af brúnum skóáburði
saman við vaxbón og berið á svæðið. Nuddið
svo vel svo bletturinn verði síður áberandi.
3. HREINSIÐ GÓLFTEPPI Hægt
er að gefa teppi ferskt útlit á ódýran og
vistvænan hátt með því að strá á það vænum
skammti af matarsóda. Látið liggja í korter
og ryksugið svo vel. Teppið verður hreint, öll
meindýr eru á bak og burt og lyktin af teppinu
verður betri.
4. FÖR Á VEGGJUM
Flest för nást af máluðum
veggjum en gætið þess að
skemma ekki málninguna.
Notið strokleður til að ná af
fingraförum og blýantsstrikum
en á matarbletti má nota óblandað hreinsi-
efni. Þar sem för eru eftir húsgögn skal fyrst
nota strokleður en svo hreingerningarlög.
5. HEIMATILBÚINN RÚÐUVÖKVI
Blandið saman glæru ediki og vatni og setjið
í úðabrúsa. Edik klýfur fitu og nær fram
góðum gljáa. Strjúkið yfir með krumpuðum
dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáann.
6. HREINSUN LJÓSA
Slökkvið ljós áður en per-
urnar eru þvegnar. Notið
klút til að taka utan um
peruna ef þið getið ekki
beðið lengi. Sniðugt er að
setja nokkra vanilludropa í
klútinn þegar þið strjúkið yfir
hana. Þegar kveikt er á perunni eftir þrifin
leggur ljúfan ilm um herbergið.
7. DÖKKIR POTTAR Ef álpottar eru
orðnir dökkir að innan má lýsa þá með því að
sjóða í þeim sterka ediksblöndu eða sykur-
ríkan matvælum á borð við lauk, sítrónusafa,
rabarbara eða eplahýði. Látið álpotta ekki
liggja í vatni og geymið ekki í þeim
matarleifar.
8. RAUÐVÍNSBLETTUR
Hellið dálitlu hvítvíni strax
yfir rauðvín sem hellist niður.
Þerrið vel og vætið síðan með
hreinu, volgu vatni. Þerrið aftur.
9. TILTEKT Í FLJÓTHEITUM Ef gesti
ber að garði með skömmum fyrirvara eru oft
góð ráð dýr. Látið nægja að þrífa anddyrið en
fjarlægið áberandi drasl og fleygið visnuðum
blómum. Lagið púða, stóla og teppi svo allt
líti vel út. Úðið góðum ilmi um herbergin og
hafið daufa lýsingu, til dæmis kerti.
10. ÓBOÐIÐ KERTAVAX
Kertavax í dúkum eða fötum er
hvimleitt. Takið vaxið með skeið
áður en það harðnar. Setjið svo
eldhúspappír á blettinn og strauið
með volgu straujárni þar til vaxið fer
inn í pappírinn.
11. HVÍTARI SOKKAR Hvítir sokkar
verða skjannahvítir ef þeir eru soðnir með
nokkrum sítrónusneiðum í vatni. Sítróna
er náttúrulegt bleikiefni. Sápuduft fyrir
uppþvottavélar gerir sokka hvíta – látið það
með í næsta þvott.
12. ÞRÍFIÐ ÞVOTTAVÉLINA Gott
er að hreinsa þvottavélina einstöku sinnum
með því að láta hana vinna tóma á hæsta
hita. Setjið glært edik í sápuhólfið; við það
hreinsast sápuleifar sem kunna að hafa
safnast upp.
13. EF FELLUR Á SILFRIÐ Hægt er
að hreinsa silfur með því að setja álpappír í
vítt fat, dreifa matarsóda yfir, leggja hnífapör-
in ofan á og hella svo sjóðandi vatni yfir allt
saman.
14. BLEKBLETTIR Gott er að nota
nýmjólk eða tómat á blekbletti. Nuddið
blettinn til dæmis með hálfum tómat. Skolið
vel úr. Sítrónu má líka nota til að ná blekblett-
um úr fatnaði. Pressið blettinn á eftir með
bómullarklút.
15. SKÍTUGUR UPPÞVOTTA-
BURSTI Ef uppþvottaburstinn er orðinn
fitugur eða óhreinn er gott ráð að setja hann
með í uppþvottavélina. Hann kemur út
eins og nýr. Sama má gera við tappann
úr eldshúsvaskinum.
16. SKÍTUG RÚMFÖT Skítug
hvít rúmföt verða hvítari og hreinni ef
þau liggja fyrst í vatni með uppþvotta-
legi út í.
17. KÓK Í KLÓSETTIÐ Til að hreinsa
klósettið að innan og ná föstum óhreinindum
af skálinni má hella gömlu Coca-Cola í
skálina og láta standa í nokkra tíma. Skálin
verður glansandi fín á eftir.
18. MATT PARKETT Blandið
smáræði af ediki saman við kalt
vatn og skúrið. Parkettið verður
glansandi fínt á eftir.
19. RYKFALLIN HLJÓÐ-
FÆRI Ná má ryki úr gítar með
því að setja hnefafylli af þurrum
hrísgrjónum inn í kassann gegnum opið.
Hristið varlega. Snúið gítarnum við og hellið
grjónunum á dagblað.
20. ÓHREINN ÖRBYLGJUOFN Settu
nokkrar sítrónusneiðar í vatnsskál og settu
hana í örbylgjuofninn. Láttu hann ganga um
það bil 10 mínútur. Þegar tíminn er liðinn
þarftu rétt að strjúka yfir ofninn með
rakri tusku. Óhreinindin
nánast leka af og lyktin
verður fersk.
ÓÞEFUR
21. BURT MEÐ LYKTINA Til að
eyða sterkri lykt af skurðarbrettinu eða
kökukeflinu er tilvalið að nota sítrónu
eða salt. Nuddið vel, skolið og þurrkið
á eftir. Til að koma í veg fyrir myglu, til
dæmis í brauðkassa, skal strjúka innan
úr kassanum með klút sem vættur er í
glæru ediki.
22. VOND LYKT Á BAÐINU Góð
aðferð til að losna við vonda lykt úr baðher-
bergi er að kveikja á eldspýtu. Loginn brennir
ólyktargasið burt. Hafðu eldspýtur til taks
ef þú ferð í heimsókn og óttast að þurfa að
standa í stórræðum.
23. TÁFÝLUSKÓR Stráið vænum slurk af
matarsóda inn í illa lyktandi skó. Látið standa
yfir nótt og hristið matarsódann
síðan úr skónum.
24. BÖKUNARILMUR
Sjóðið saman púðursykur og
kanilstangir á lægsta hita.
Eldhúsið ilmar eins og þar
hafi verið bakað allan daginn.
Önnur leið til að
fá góða lykt er að láta nokkra
negulnagla krauma í vatni.
25. BÖRKURINN
GEFUR LYKT Notið
þurran börk af sítrusávexti
(appelsínu, mandarínu, sítrónu
eða límónu) til að fá góða lykt í herbergi. Gott
ráð er líka að strá honum í skúffur þar sem föt
eru geymd. Það gefur ferska lykt.
26. ÓBOÐIN BRUNALYKT Ef þú vilt
ekki að gestirnir finni lyktina af viðbrenndu
pakkasósunni, sem þú gleymdir á hellunni,
skaltu setja nokkrar sítrónusneiðar í pott,
ásamt vatni, og sjóða. Ef þú vilt losna fljótt og
vel við hefðbundna steikingarlykt skaltu hafa
litla skál með ediki við hliðina
á eldavélinni á meðan þú
steikir. Það dregur úr fitulykt
í loftinu.
27. EDIK VIÐ HLAND-
LYKT Notið blómaúðabrúsa
til að úða ediklausn á hland-
KÆL
DU
BJÓR
Á
METTÍ
MA!
GLANSANDI
PARKETT!
BURT
MEÐ
LYKTINA!