Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010
42. SÍTRÓNUR Í VATNI Geymið
sítrónur í krukku með vatni. Þá geymast þær í
allt að einn mánuð í kæli.
43. HRÁTT EGG EÐA
SOÐIÐ? Ef vafi leikur á
því hvort eggin eru hrá eða
soðin má leggja þau á borð
og snarsnúa þeim í hring.
Hráu eggin snúast illa en
soðnu eggin snúast óðfluga.
44. BANANAR Í BAKSTUR Ef banan-
ar verð ofþroskaðir má mauka þá og frysta og
nota í bakstur síðar.
45. FRYSTIÐ GRÆNMETIÐ Ef
afgangur er af steiktu grænmeti má frysta það
og hita upp síðar. Það er betra en að henda
því.
46. BLAÐLAUKUR Í VATNI Sumt
grænmeti er best að geyma í vatni. Látið
vorlauk, blaðlauk og sellerí standa í vatnsglasi
inni í kæli, þá helst það stökkt.
47. SALATSIGTI Gott er að hvolfa
undirskál í botn salatskálar áður en salatið
er sett í hana. Safinn úr grænmetinu lekur þá
niður á botn og varnar því að salatið blotni og
verði slepjulegt.
48. BANANAR Í
KÆLINN Til að banan-
ar þroskist hægt er gott að
geyma þá í ísskáp. Hýðið
dökknar en kjötið helst
stinnt eftir sem áður.
49. GÚRKAN VERÐUR STINN Ef
gúrkan er að verða lin má skera af henni
annan endann og singa þeim enda í vatns-
glas. Hún verður skjótt stinn og girnileg á
nýjan leik.
50. LÍFGAÐ UPP Á BLAÐSALAT
Látið blaðsalat standa í klukkutíma í kæli
ofan í skál með vatni og tveimur matskeiðum
af sítrónusafa. Þá verður það aftur stökkt.
51. LAUKUR ÁN TÁRA Skerið rótar-
endann af lauknum síðast. Einnig er gott að
skera lauk undir rennandi, köldu vatni. Þá
tárast þú síður. Andið í gegnum munninn.
52. BAKAÐU KARTÖFLUR Á
METTÍMA Ef þú ætlar að baka kartöflur
en ert tæpur á tíma er gott að stinga málm-
teini í gegnum þær, eða forsjóða þær í korter.
Þá tekur bökunin styttri tíma.
53. FERSKIR BANANAR
Hellið safa af sítrónu yfir
bananasneiðar til að koma
í veg fyrir að þær verði
brúnar, ef ekki stendur til
að bera þær fram strax.
Sérrí eða ananassafa má líka
nota.
54. MELÓNUSKÁL Ekki henda
melónunni þegar búið er að taka kjötið innan
úr henni. Hálf melóna er girnileg skál undir
ávaxtasalat eða jafnvel bollu. Skerið smá flís
af henni til að hún sitji vel á sléttum fleti.
55. SAFARÍKIR ÁVEXTIR Ef
sítrusávextir eru geymdir við stofuhita næst
helmingi meiri safi úr þeim. Einnig má stinga
þeim í heitt vatn í korter áður en safinn er
kreistur úr. Ef þú skellir sítrónunni smástund
í örbylgjuofn nærðu mestum safa úr henni,
þótt safinn verði ekki eins kaldur.
56. HRAÐSTEIKING Á HAM-
BORGARA Gera má gat í miðjuna á
hamborgara til að hann steikist hratt og jafnt
alls staðar. Gatið lokast smám saman við
steikinguna.
57. SAFARÍKARI STEIK Steikið kjöt
við háan hita í byrjun til að safinn haldist
í því. Snúið með töng frekar en gaffli til að
safinn leki ekki út um götin. Munið að salta
ekki fyrr en rétt áður en kjötið er borið fram.
Annars verður það seigt.
58. BRAUÐ UNDIR KJÖTIÐ Gott er
að leggja brauðsneiðar í ofnskúffuna þegar
kjöt er grillað. Brauðið drekkur í sig fituna
sem lekur niður og þannig er minni hætta á
reykjarsvælu.
59. SEIGT KJÖT Blandið ediki til helm-
inga við kraftsoð eða matarolíu og látið kjötið
liggja í því í einn klukkutíma fyrir matreiðslu.
Þannig verður kjötið meyrara.
60. BRAGÐMEIRI
KJÚKLINGUR Stingið
hálfri sítrónu inn í
ofnsteiktan kjúkling til að
gera kjötið bragðmeira.
61. SAFI Í DROPA-
TALI Stingið gat á sítrónu
með teini eða nál til að ná safa úr henni í
dropatali. Sítrónan er fljót að loka sér aftur en
pakkið henni inn í álpappír til öryggis.
62. SLEIPUR FISKUR Til að koma í veg
fyrir að ferskur og slímugur fiskurinn, sem
eftir á að flaka, renni úr höndunum er gott að
nudda roðið með salti eða væta hendurnar og
strá salti yfir þær.
63. SAFARÍK SÍTRÓNA Skorin
sítróna, sem geyma á í kæli,
þornar ekki ef sárið er smurt
með eggjahvítu.
64. FISKUR Í
MJÓLK Látið fisk þiðna
í mjólk til að fá fram ferskt
bragð. Notið mjólkina í sósu
með fiskinum.
65. SÍTRÓNUSAFI GEGN REYK
Draga má úr steikingarlykt og reyk með því
að setja sítrónusafa í steikingarfeitina.
66. TÆRT KJÖTSOÐ Setjið eggjaskurn
út í kjötsoð svo það verði tærara. Óhreinindi
setjast innan á skurnina. Takið hana svo
aftur úr, með skeið eða sigti.
67. FALLEGA SKORINN KÖKU-
BOTN Auðvelt er að skera tertubotn svo vel
fari. Ristu fyrst smá rák í kökuna hringinn
í kring og leggðu síðan grannan en sterkan
þráð (til dæmis tannþráð) í skurðinn. Kippið
ákveðið í og skurðurinn verður lygilega jafn
og fallegur.
68. AÐ MÝKJA SMJÖR Til að mýkja
smjör í flýti má hita litla skál, til dæmis í heitu
vatni eða í örbylgjuofni, og hvolfa henni svo
yfir smjörið. Hafið vatn í skálinni ef þið kjósið
örbylgjuofninn.
69. OF ÞEYTTUR RJÓMI Ef rjómi er
þeyttur of mikið má bæta dálítilli mjólk eða
jógúrt út í.
70. EGGJAHVÍTA Í RJÓMANN
Ein eggjahvíta eða tveir til þrír dropar af
sítrónusafa geta gert kraftaverk ef rjóminn
vill ekki þeytast.
71. VÖRN GEGN SPRUNGNUM
EGGJUM Stingið nál í breiðari endann á
eggi fyrir suðu. Við það fer loft út um skurn-
ina og hún springur síður. Sprungin egg má
sjóða án þess að innihaldið leki út með því að
bæta einni teskeið af salti í vatnið.
72. GAMALT BRAUÐ SEM NÝTT
Til að gera gamalt brauð sem ferskt á ný
má pensla það með vatni, pakka því inn í
álpappír og hita í meðalheitum ofni í um það
bil tíu mínútur eða þar til það er orðið stökkt.
73. BOLLUR VÆTTAR
Í MJÓLK Bollur geta
verið fljótar að þorna upp.
Ef afgangur er af bollum
má dýfa þeim í skál með
mjólk og setja í ofn í nokkrar
mínútur. Bollurnar verða aftur
mjúkar og skorpan stökk.
74. LINT KEX Gera má lint kex stökkt
með því að raða því á bökunarplötu og setja í
ofn í nokkrar mínútur. Einnig má setja það í
hátt stilltan örbylgjuofn í 30 sekúndur. Sömu
aðferð má nota á morgunkorn.
75. AÐ SJÓÐA HRÍSGRJÓN Bætið
dálitlum sítrónusafa út í hvít hrísgrjón meðan
þau sjóða svo þau haldist hvít og létt. Bætið
svo smjöri út í svo ekki sjóði upp úr.
76. BRAUÐINU HALDIÐ FERSKU
Setjið bita af epli eða kartöflu í brauðkassann
til að brauðið þorni ekki. Þrífið kassann
vikulega svo þar myndist ekki mygla.
77. MÝKRI PÚÐURSYKUR Glerharð-
an púðursykur má gera eins og nýjan með
því að setja hálfa brauðsneið í pokann eða
krukkuna.
78. OFSOÐIN HRÍS-
GRJÓN Skolið ofsoðin
hrísgrjón í köldu vatni og
þerrið vel. Dreifið þeim á
smjörpappír og hitið í um
hálftíma í heitum ofni.
79. SÍRÓPIÐ MÆLT Ef mæla þarf
magn síróps er gott að bera olíu á mæliílátið.
Þá rennur það greiðlega. Hitið mæliskeiðar í
vatni fyrir notkun.
80. ALLTAF TIL HVÍTLAUKUR Ef
hvítlaukur liggur fyrir skemmdum er gott að
afhýða hann og setja í krukku. Bætið ólífu-
eða jurtaolíu í krukkuna og þá eigið þið bæði
hvítlauk og hvítlauksolíu tiltæka næst þegar
hvítlauk vantar í matinn.
81. FRYSTU HLUTA DRYKKJARINS
Ef gera á bollu, til dæmis þegar haldið er
partí, er sniðugt að frysta dálítinn hluta af
drykknum í klakabakka. Þannig áttu tilbúna
ísmola þegar bera á drykkinn fram. Þeir kæla
án þess að þynna, eins og venjulegur klaki
gerir.
82. PÖNNUKÖKUBAKSTUR Ef
pönnukökupanna er nudduð með hrárri
kartöflu fyrir bakstur festast pönnukökurnar
síður við. Sletta af sódavatni í deigið gerir
kökurnar léttari.
SNJALLRÆÐI
Í ELDHÚSINU
83. SVAMPUR Í KÆLINUM Gott er
að geyma lítinn, þurran svamp í grænmetis-
skúffunni í ísskápnum. Hann drekkur í sig