Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 15
13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 15
raka og kemur í veg fyrir mygluskemmdir.
84. POTTLOKIÐ LAGFÆRT Ef
handfang eða hnúður af pottloki losnar eða
dettur af má nota korktappa í staðinn, með
einni skrúfu. Hann leiðir ekki hita.
85. VERKJATÖFLUR
FYRIR BLÓMIN Bætið
tveimur magnýltöflum út í
vatnið í vasanum ef lengja
á líftíma afskorinna blóma.
86. FJÖLNOTA
ÞVOTTAKLEMMUR
Þvottaklemmur má nota til
margra hluta. Setjið tréþvottaklemmu á
sleifarskaft þegar verið er að elda. Þá rennur
sleifin ekki ofan í.
87. OLÍA SAMAN VIÐ SMJÖRIÐ
Áður en grænmeti eða kjöt er snöggsteikt
í smjöri er gott að bæta dálítilli jurta- eða
ólífuolíu á pönnuna. Við það brennur smjörið
síður og maturinn fær fallegri lit.
88. HREINAR MAT-
REIÐSLUBÆKUR Hlífið
matreiðslubókum við óhreinindum
meðan á matseld stendur með því
að smeygja þeim opnum í plastpoka.
Bækurnar óhreinkast þá ekki þótt mik-
ill subbuskapur kunni að fylgja matseldinni.
89. VIÐLOÐUNARFRÍ PANNA
Sjóðið dálítið edik í nýrri pönnu. Það kemur
í veg fyrir að matur festist við pönnuna í
framtíðinni.
90. HITAÞOLIÐ GLAS Gott er að setja
málmskeið í glas áður en heitum vökva er
hellt í það. Hún dregur í sig hitann og kemur í
veg fyrir að glasið springi.
91. BLÓMIN VÖKVA SIG
SJÁLF Setjið svamp í fat með
vatni í, ef heimilið er yfirgefið
í eina til tvær vikur. Setjið svo
blómapottinn ofan á svampinn.
Göt eru yfirleitt neðan á blóma-
pottum. Svampurinn sér blóminu
fyrir raka, smátt og smátt.
ÖNNUR HÚSRÁÐ
92. LYKILLINN HITAÐUR Hitið
lykilinn (ekki lásinn) með eldspýtu eða
kveikjara. Stingið lyklinum í lásinn og bíðið í
tvær mínútur. Snúið þá lyklinum. Endurtakið
ef þörf krefur en gætið þess að brenna ykkur
ekki.
93. EDIK Á FLUGNABIT Sumir fá
ofnæmisviðbrögð ef þeir eru bitnir eða
stungnir af flugum. Edik á stungurnar getur
gert gæfumuninn og losað fórnarlambið við
ofnæmisviðbrögðin.
94. GAT Á VATNSKASSANUM
Ef það er gat á vatnskassanum í
bílnum er gott að setja egg út í. Það
fyllir upp í gatið.
95. UMHVERFISVÆNAR
STRÍPUR Ef þú ert skolhærður og
vilt lýsa á þér hárið án þess að fara
í aflitun á stofu er hér gott húsráð
sem virkar þó betur á sumrin. Settu
sítrónusafa í hárið og farðu út í sól. Þá
lýsist hárið fljótt og vel. Þú sparar sjö til
átta þúsund krónur.
96. TÚPUR TÆMDAR Til að ná öllu úr
til dæmis tannkremstúpum er gott að þrýsta
innihaldinu upp í stútinn með kökukefli.
Hafið tappann á túpunni á meðan svo ekki
fari illa.
97. LITUN BLÓMA Breyta má lit
afskorinna blóma með því að setja ögn af
matarlit út í volgt vatn og láta stiklana í
vatnið. Notið ekki of mikinn lit og aðeins á
tegundir sem bera ljós blóm.
98. FASTUR RENNILÁS Rennið með
blýanti yfir rennilás sem hefur fest eða er
stífur. Grafítið í blýantinum losar um og það
verður auðveldara að renna.
99. ÍSMOLAR SEM ENDAST
Ísmolar bráðna býsna fljótt og þá safnast
vatn fyrir á botni skálarinnar þannig að
klakarnir bráðna enn hraðar. Leggðu litla
skál á hvolf í ísskálina. Vatnið
safnast fyrir undir henni, en
ísmolarnir liggja á þurru
og duga mun lengur fyrir
bragðið.
100. SNÖGGKÆLD-
UR BJÓR Setjið bjórflösk-
ur eða dósir í stórt fat. Setjið vel
af vatni í fatið, þann klaka sem þið eigið í
frystinum og dágóða slettu af salti. Hrærið
kröftuglega og bjórinn verður ískaldur á
örfáum sekúndum, vegna efnahvarfa þegar
saltið blandast við klakavatnið.
101. HLJÓÐLAUS LEKI Ef
dropahljóð ergir heimilisfólkið má
grípa til þeirrar skammtímalausnar
að binda snærisspotta um túðuna
(fremst á krananum). Þá lekur vatnið
hljóðlaust eftir snærinu og ofan í vaskinn í
stað þess að detta í dropum.