Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Síða 21
Hver er maðurinn? „Yesmine
Olsson.“
Hvað drífur þig áfram? „Að fá að
gera það sem manni finnst skemmti-
legt að gera. Það er ekkert mál að
vinna mikið ef það er skemmtilegt.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Mér finnst allur kryddaður og
litríkur matur góður sem búinn er til
frá grunni.“
Hvernig kom það til að þú varst
tilnefnd fyrir bókina þína? „Það
var kona sem hringdi í mig og bauð
mér út á bókasýningu. Ég komst
ekki vegna anna og hún bauðst til
að kynna bókina fyrir mig. Ég treysti
henni fyrir því og hún hefur greinilega
kynnt hana fyrir rétta fólkinu því hún
var allt í einu komin í þessa keppni.
Forsvarsmenn keppninnar fengu
upplýsingar um tengingu bókarinnar
við Bollywood-sýninguna mína svo
þeir buðu mér að taka þátt í opnun-
aratriðinu og að elda í keppninni. Mér
finnst það bara jákvætt.“
Ertu byrjuð að undirbúa þig? „Já,
já. Þar sem bókin er svo tengd sýning-
unni er ég nokkuð vel undirbúin. Ég
tek með mér nokkra dansara út og svo
er ég með matreiðslunámskeið næsta
fimmtudag svo það er fínt tækifæri til
að æfa sig.“
Hvað finnst þér skemmtilegast að
elda? „Það er svo margt. Það sem er
skemmtilegast við mína eldamennsku
er að það er svo mikið að gerast og
það geta svo margir eldað saman.“
Hvort ykkar er duglegra að elda
á heimilinu, þú eða maðurinn
þinn? „Ég elda nú mest en stundum
tekur hann stjórnina og eldar eitthvað
auðveldara en mitt. Hann er voðalega
duglegur.“
Lumar þú á einhverju leyndarmáli
úr eldhúsinu? „Öll indversku kryddin
myndi ég segja. Þau eru ekki bara
bragðgóð heldur hafa þau svo góð
áhrif á heilsuna og það er það góða
við þau. Áhrifin eru svo mikil.“
Geta Íslendingar gert ráð fyrir að
sjá fleiri bækur frá þér? „Ég ætla
að láta það vera um tíma. Það er svo
mikið að gera að ég vil einbeita mér
að því að fara með þessar bækur út.“
HEFUR ÞÚ SÉÐ ÍSLENSKU MYNDIRNAR SEM ERU Í BÍÓ NÚNA?
„Nei, ég er hættur að fara í bíó.“
BRAGI ÁSGEIRSSON
80 ÁRA ELDRI BORGARI
„Já ég sá Bjarnfreðarson. Hún var ágæt
eftir hlé.“
SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR
42 ÁRA NEMI
„Nei, ekki neina af þeim.“
BIRGIR ÖRN TÓMASSON
28 ÁRA NEMI
„Nei, þetta eru svo tilþrifalitlar myndir.“
ZONIA GUTTESEN
25 ÁRA
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
Indverska matreiðslubókin Framandi
og freistandi, eftir YESMINE
OLSSON, komst á dögunum í úrslit
Gourmand World Cookbook
verðlaunanna í flokknum besta
asíska matreiðslubókin.
HEFUR NÓG AÐ GERA
„Ég sá Bjarnfreðarson, hún var mjög
góð.“
JÓN RÍKHARÐSSON
44 ÁRA SJÓMAÐUR
MAÐUR DAGSINS
Stjórnarandstaðan tapaði stríðinu um
Icesave.
Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson
forseti hafði synjað Icesave-lögunum
staðfestingar flýtti stjórnarandstað-
an sér að boða þjóðinni að auðvit-
að stæðu Íslendingar við sínar skuld-
bindingar.
Ekki verður hægt að gera það á
grundvelli laganna og fyrirvaranna
frá síðastliðnu hausti eins og forset-
inn reyndi að gefa til kynna, því ríkisá-
byrgðin gildir einfaldlega ekki um þau
lög. Fjármálaráðherrann hefur ekki
undirritað neina heimild á grundvelli
neinna laga um ríkisábyrgð.
Í öðru lagi flýtti stjórnarandstað-
an sér að boða þjóðinni, að um leið
og hún væri samþykk því að standa
við skuldbindingar sínar við Hol-
lendinga og Breta yrði það að gerast
á skilmálum stjórnarandstöðunn-
ar og í samræmi við útfærslu sem
Bjarni Benediktsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson formaður Framsókn-
arflokksins væru samþykkir. „Enga
landráðasamninga undir oki gömlu
nýlenduveldanna,“ segja þeir og berja
sér á brjóst.
Botnlausar mótsagnir
Ef þeir eru á móti vaxtakjörunum í
Icesave-samningnum gat það varla
verið ástæða til að fresta endurreisn
þjóðfélagsins og stofna til aukalegs
kostnaðar með óvissu um Icesave-
uppgjörið. Ekkert í Icesave-samn-
ingnum segir að Íslendingar geti ekki
greitt upp lán Breta og Hollendinga
bjóðist önnur lán á lægri vöxtum þótt
síðar verði. Enginn bannar Íslending-
um heldur að greiða Icesave-lánin
hraðar upp ef færi gefst. Að þessu leyti
sýnir stjórnarandstaðan þjóð sinni
villuljós og breiðir út sannlíki en ekki
sannleika um málið.
Í þriðja lagi hafa stjórnarandstæð-
ingar snúið svo harkalega við blaðinu
eftir að forsetinn skaut Icesave-mál-
inu til þjóðarinnar, að þeir mega ekki
til þess hugsa að ríkisstjórnin fari
frá. Enginn hefur lýst vantrausti
á ríkisstjórnina. Enginn hefur
beðið hana að fara frá. Enda fer
hún hófstillt að lögum og und-
irbýr þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eins og vera ber. Það hefur hins
vegar komið framsóknaríhald-
inu í bobba. Þeir munu
bera ábyrgð á því
að Icesave-samn-
ingurinn verður
felldur í þjóð-
aratkvæða-
greiðslu. Þetta
heldur vöku
fyrir Bjarna
og skyn-
sömum
framsókn-
armönn-
um, ekki síst
eftir að þeir lýstu því
yfir að þjóðin ætti að
standa við skuldbindingar sínar.
Í fjórða lagi breiða lögfræðingarnir
með flokksskírteinin út boðskap sinn
gegn Icesave í kastljósum þessa lands.
Þeir búa til forsendur um kerfishrun
íslensku bankanna og hlaða enda-
lausum Moggagreinum ofan á slíkar
staðleysur. Það gæti tekið mörg ár að
telja umheiminn á að samþykkja ein-
hverjar huglægar forsendur íslenskra
lögfræðinga sem eiga sér enga fótfestu
í innstæðuregluverki ESB. Munum,
að allir bankar áttu fyrir innstæðum
sparifjáreigenda og hafa þegar greitt
þær, nema Landsbankinn. – Er það
kallað kerfishrun?
Hægt og bítandi sverfur að þegar
sneiðist um lánamöguleika erlend-
is til fjárfestinga, rekstrar fyrirtækja
og neyslu, fjármögnun-
ar ríkissjóðs og til
að efla stöðu
krónunnar.
Halda verð-
ur hæfileg-
um snúningi
á litla íslenska
hagkerfinu ef
ekki á að fara
illa. Krónan gæti fallið enn og kaup-
máttur rýrnað. Spjótin munu bein-
ast að stjórnarandstöðunni þegar at-
vinnuleysið eykst, rekstur fyrirtækja
kemst í þrot og raddirnar innan heim-
ilanna um úrræði og endurreisn verða
háværari.
Uppreisnarunglingurinn
Það verður því skammgóður vermir
og afar tvíbent fyrir stjórnarand-
stöðuflokkana að reka harðan áróður
gegn samþykkt Icesave-frumvarps-
ins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í lok
febrúar eða byrjun mars. Ríkisstjórnin
þarf ekkert að gera annað en að sjá til
þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði
haldin. Og situr svo áfram.
Bretar og Hollendingar þurfa ekk-
ert að gera. Ekki neitt! Þeir hafa öll spil
á hendi. Þeir þurfa ekki einu sinni að
gjaldfella lán og setja í innheimtu. Þeir
þurfa ekkert að höfða mál. Bara bíða.
Bíða eftir því að íslenska þjóðin átti
sig á því að ballið er búið og komið að
skuldadögum. Íslendingar eru eins
og hálfstálpaðir unglingar sem rísa
gegn valdi foreldra sinna. Þeir neita að
hlýða. Þeir skella hurðum. Þeir fara
helst gegn ráðleggingum
og boðum þeirra. Ein-
mitt vegna þess að
þeir finna fyrir vald-
inu. Umheimur-
inn veit að um síð-
ir kemur íslenski
unglingurinn aftur
skríðandi og biður
um mat.
Það er liður
í þroskaferlinu.
Þroskaferli Bjarna
og Sigmundar.
Þroskaferill Bjarna og Sigmundar
KJALLARI
MYNDIN
1 Skráður í útkall gegn vilja sínum
Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri
Brunavarna Árnessýslu, heldur fyrrverandi
slökkviliðsmönnum á útkallslista þrátt fyrir
að þeir vilji ekki vinna fyrir hann. Deilur
hafa lengi staðið um hann.
2 Föngulega fyrirsætan reyndist
bólugrafinn unglingur
Þýskur karlmaður keypti á netinu nótt
með föngulegri konu en hitti á
bólugrafinn ungling.
3 Gamli Landsbankinn þögull
sem gröfin
Forsvarsmenn bankans svara ekki
spurningum ríkissaksóknara um hvort þeir
hafi tilkynnt að Jón Gerald Sullenberger
hafi komið í bankann með erlend
skuldabréf sem vöktu furðu.
4 Lögulegir leggir Blake Lively
Gossip Girl-stjarnan Blake Lively prýðir forsíðu
Esquire. Leggir hennar vekja mikla athygli.
5 Stóru liðin bíða eftir Joe Cole
Manchester United, Liverpool og
Manchester City fylgjast náið með
launadeilum Joe Cole og Chelsea. Hann
vill verulega launahækkun.
6 Steingrímur boðar skattabreyt-
ingar: „You ain’t seen nothing yet“
Fjármálaráðherra segir að enn eigi eftir að
breyta skattkerfinu.
7 Fyrrverandi landsliðsmaður
ráðinn til RÚV
Einar Örn Jónsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handbolta og núverandi
leikmaður Hauka, hefur verið ráðinn á
íþróttadeild Ríkissjónvarpsins.
MEST LESIÐ á DV.is
UMRÆÐA 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 21
JÓHANN
HAUKSSON
blaðamaður skrifar
„Enginn hefur lýst
vantrausti á rík-
isstjórnina. Enginn
hefur beðið hana að
fara frá.“
Mótmælt vegna bílalána Nokkrir ökumenn söfnuðust saman fyrir utan fyrirtæki sem hafa veitt bílalán en þykja sýna litla
samúð vegna breyttra aðstæðna eftir bankahrun og gengisfall og lágu á bílflautunni. Mótmælt hefur verið með þessum hætti
nokkrum sinnum að undanförnu. MYND RAKEL ÓSK