Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2010, Page 30
„Venjulegur hiti á þessum árstíma er í
kringum 20 til 25 gráður hér í Flórída
og þó að það komi stundum einn eða
tveir kaldir dagar á þessum árstíma,
þar sem hitastigið fer nálægt núllinu,
þá muna elstu menn hér ekki eftir
14 daga kuldakasti eins og er núna.
Hitinn fór niður í mínus 3,3 á Cels-
íus á mánudag sem er kuldamet sem
hafði ekki verið slegið í 28 ár,“ segir
Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður-
inn vinsæli, en hann ætlaði að slaka
á í sólinni, ásamt stórfjöskyldu sinni,
í Orlando en, eins og víðast annars
staðar, hefur verið mikið kuldakast
vestan hafs og sólin verið meira á bak
við ský eða snjókomu.
„Ég er hérna að slaka á og hlaða
batteríin fyrir fjörið heima næstu
mánuði. Við Arnar Grant ætlum að
taka árið 2010 með trompi, enda
hafa landsmenn tekið mjög vel á
móti heilsuvörunum sem við erum
að framleiða með Vífilfelli og Freyju,“
segir Ívar hress og kátur þrátt fyr-
ir sólarleysið. „Ég var nú fljótur að
finna mér líkamsrækt og hef náð að
æfa hérna annan hvern dag síðan ég
kom út þann 1. jan. Maður verður að
halda forminu í lagi,“ segir hann og
hlær. Ívar og Arnar Grant, viðskipta-
félagi hans, hafa heldur betur hitt í
mark hjá þjóðinni með vörum sín-
um Hámark. Þeir hafa vakið verð-
skuldaða athygli fyrir auglýsingar
sínar sem þykja gríðarlega fyndnar
og skemmtilegar. Félagarn-
ir eru búnir að bæta prót-
ínsúkkulaði við vörulínuna
sína og eru nú á fullu að
kynna það ásamt nýrri og
glæsilegri heimasíðu. „Það
er óhætt að segja að við
höfum átt mjög annasam-
an nóvember og desem-
ber heima því við lékum
í fjórum sjónvarpsaug-
lýsingum á þeim tíma -
bæði fyrir Hámarkið og
nýja prótínsúkkulaðið.
Svo voru myndatökur
og fleira í kringum þetta
batterí.“
benni@dv.is
Sigurjón Kjartansson upplýsti
það í Tvíhöfða að hann hefði ekki
enn séð Bjarnfreðarson þar sem
Jón Gnarr fer með eitt af aðal-
hlutverkunum. „Ég hef hins vegar
fengið mikið kredit fyrir mynd-
ina,“ sagði Sigurjón, glaðbeittur
í þætti þeirra félaga. Bjarnfreð-
arson hefur farið mikla sigurför
um landið og er ein vinsælasta
íslenska mynd frá upphafi –
stefnir hraðbyri að því að ná meti
Mýrinnar sem er sú vinsælasta
frá upphafi. Samt sem áður hefur
Sigurjón ekki enn séð han, þrátt
fyrir að hafa væntanlega verið
boðið á frumsýninguna.
Það er sannkölluð barnasprengja
á leiðinni meðal starfskvenna Rík-
isútvarpsins en fjórar þeirra eiga
von á barni á svipuðum tíma.
Sjónvarpsstjörnurnar Ragnhildur
Steinunn og Eva María Jónsdóttir
eiga báðar von á barni en þær stýra
saman hinum sívinsæla sjónvarps-
lið Söngvakeppni Sjónvarpsins
sem hófst að nýju á laugardaginn.
Eva María tilkynnti sjálf um
óléttuna á Facebook-síðu sinn og
sagði þar: „14 vikur liðnar – 26 vik-
ur eftir. Líðan eftir atvikum góð.“
Eva María skildi fyrir nokkru við
leikstjórann Óskar Jónasson eft-
ir margra ára hjónaband en þau
eiga tvö börn saman. Eva fann hins
vegar ástina að nýju í faðmi hjarta-
læknisins Sigurpáls Scheving eins
og Eva greindi einnig frá á Face-
book-síðu sinni. Ragnhildur Stein-
unn er kominn aðeins lengra á leið
en hún á von á barni með kær-
asta sínum til margra ára, fótbolta-
stjörnunni Hauki Inga Guðnasyni.
Þá eiga þulurnar Katrín
Brynja Hermannsdóttir og
Anna Rún Frímannsdótt-
ir einnig von á barni um
svipað leyti og dagskrár-
gerðarkonurnar frægu.
Katrín er sett fyrst af þeim
fjórum, svo kemur Anna
Rún, Ragnhildur og að
lokum Eva María.
EKKI ENN SÉÐ
BJARNFREÐ-
ARSON
ÍVAR GUÐMUNDS:
Einar Örn Jónsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handbolta og
núverandi leikmaður Hauka,
hefur verið ráðinn á íþróttadeild
Ríkissjónvarpsins. Einar hefur
áður starfað á íþróttadeild RÚV
en það gerði hann samhliða
handboltanum á sínum tíma.
Einar er 34 ára og á að baki far-
sælan handknattleiksferil, sem
er þó ekki enn lokið. Hann er
uppalinn hjá Val en hefur þess
utan leikið með Haukum ásamt
því að vera í atvinnumennsku
í Þýskalandi og á Spáni. Hann
er ríkjandi Íslandsmeistari með
Haukum. Þá á hann að baki 121
landsleik en hann var hluti af
liðinu sem náði fjórða sætinu á
Evrópumótinu árið 2004.
Einar hefur ekki látið blaða-
mennskuna alveg vera því í
vetur birtist eftir hann viðtal
í Stúdentablaðinu við Ólaf Þ.
Harðarson, prófessor í stjórn-
málafræði.
EINAR
Á RÚV
30 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 FÓLKIÐ
RAGNHILDUR STEINUNN, EVA MARÍA OG ÞULURNAR KATRÍN BRYNJA OG ANNA RÚN ÓLÉTTAR:
BARNASPRENGJA Á RÚV Eintóm hamingja Sjónvarpsdrottn-ingarnar eiga báðar
von á sér.
Þungaðar þulur Þær Katrín
Brynja og Anna Rún eiga
einnig von á barni.
KULDAMET
Í SÓLAR-
LANDAFERÐ
Útvarpsmaðurinn vinsæli Ívar Guðmundsson hleður nú
batteríin í Orlando, þar sem mikill kuldi er. Venjulega er
þar 20–25°C hiti en nú fer hitastigið niður fyrir frostmark.
„Hitinn fór niður í mínus 3,3 á Celsíus á mánudag sem sló
kuldamet sem hafði ekki verið slegið í 28 ár.“
Flottur Ívar Guð-
munds æfir annan
hvern dag í fríinu í
Orlando. Mynd: Sig-
tryggur Ari Jóhannsson
Glæsihjón Ívar og Anna Lilja,
eiginkona hans, á árshátíð 365.
Mynd: Eggert Jóhannesson