Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 FRÉTTIR Æ algengara er að hjón geti ekki skil- ið að lögum vegna mikilla skulda eða ágreinings um hvernig þær skuli skiptast á milli fólks við skiln- að. „Það er verðfallið á fasteignum sem er stærsta vandamálið,“ seg- ir Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur hjá Borgarlögmönnum. „Fólk er þar af leiðandi að fresta skilnuðum um tíma,“ segir Lára og svarar aðspurð að mál af þessu tagi hjá sér gangi sérstaklega hægt þessi misseri. Fólk sé hreinlega fast í hjónabandi gegn sínum vilja. Eignir verða skuldir Húsnæðisskuldir geta reynst sér- staklega erfiðar við skilnað. DV er kunnugt um hjón sem keyptu sér húsnæði fyrir þremur árum á 27 milljónir. Hjónin áttu 7 milljón- ir sem þau settu í íbúðina en fengu lánaðar 20 milljónir. Þau ákváðu svo að skilja eftir hrun en þá voru aðstæður breyttar. Lánið þeirra er komið upp í 24 milljónir. Verðmat íbúðarinnar hefur lækkað og er hún nú metin á 20 milljónir. Í staðinn fyrir að eiga 7 milljónir króna skulda þau 4 milljónir. „Hvernig eiga þau að geta skil- ið? Á annar aðilinn að taka íbúð- ina og hinn að borga af henni,“ spyr Lára og segir að í þessum málum sé augljóslega erfitt að finna lausn. „Þar sem tilfinningalegt uppgjör er í gangi líka er þetta afar erfitt fyrir fólk. Það er endalaus ágreiningur og rifrildi.“ Einstæð en gift DV þekkir einnig mál hjóna sem búa ekki lengur saman en skilja ekki þar sem þau hafa ekki náð samkomulagi um skiptingu skulda. Konan er flutt frá manni sínum og börnin með henni. Þar sem þau hafa ekki náð að semja um skiptingu skulda eru þau ekki skilin og því fær konan ekki greitt meðlag með börnunum. „Þetta er miklu meira en erfitt þótt maður viðurkenni það ekki. Þetta situr í manni og maður losn- ar ekkert,“ segir konan sem ekki vill láta nafns síns getið. „Ég tek allar skuldir sem eru á mínu nafni. Það er ekki eins og ég geti og vilji setja mínar skuldir á hans nafn en hann vill gera það við mig,“ segir hún. Hjónin áttu íbúð sem þau keyptu í kringum hrunið 2008. Íbúðin féll svo í verði og lenti á uppboði hjá bankanum. Enn er óljóst hversu mikið þau skulda. Að auki eru neysluskuldir þeirra beggja. Ósætt- ið liggur í hvernig þeim skuli skipta. Móðirin fær ekki meðlag fyrr en þau hjón skilja að lögum. Maðurinn þiggur samt sem áður barnabætur fyrir börnin þótt þau séu á framfæri móðurinnar. Engin leið út „Ég vil reyna að gera allt til þess að vinna mér inn pening og borga mín- ar skuldir en ekki taka á mig meiri skuldir og eiga hættu á gjald- þroti. Og er ég aðallega að hugsa um börnin. Ég vil geta boðið þeim góða framtíð. Ég er löngu hætt að hugsa um hann. Ég vil bara losna,“ seg- ir konan en segir að tilfinningalegt álag á þessu eina ári hafi ver- ið mikið. „Maður verð- ur bara að taka þetta á þrjóskunni.“ Tvær leiðir eru út Margir standa frammi fyrir því í dag að vera fastir í hjónabandi gegn vilja sínum. Verð- fall á fasteignum í kjöl- far hrunsins verður til þess að fólk situr uppi með eignirnar og getur ekki skilið. Áður var bitist um eignir, nú er bitist um skuldir. NEYDD TIL AÐ VERA GIFT ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is Lára V. Júlísdóttir lögfræðingur „Fólk þarf að fresta skilnuðum.“ Strandaglópar Það er erfitt að hefja nýtt líf þegar maður er hlekkjaður við það gamla. Milli steins og sleggju Hjón sem vilja skilja og losna ekki við eignir sínar eða ná ekki sáttum eru í erfiðri stöðu. SVIÐSETT MYND PHOTOS.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.