Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 FRÉTTIR
Fjöldi trúnaðargagna SPRON var á
sölubretti slitastjórnar bankans um
helgina þegar lausamunir úr þrota-
búi bankans voru seldir á útsölu.
Um var að ræða pappakassa sem
innihéldu trúnaðarskjöl og segir
viðskiptavinur að skjölin sýni upp-
lýsingar um árangurslaust fjárnám
hjá fjölda einstaklinga.
Slitastjórn SPRON stóð fyrir út-
sölu á ýmsum munum úr þrotabúi
bankans um nýliðna helgi en salan
fór fram í stóru geymsluhúsnæði
á Kjalarnesi. Þar voru seldar ýms-
ar vörur búsins, til að mynda borð,
skápar, stólar, ísskápar og tölvu-
búnaður. Vörurnar voru ýmist nýj-
ar eða notaðar og komu úr útibú-
um SPRON á höfuðborgarsvæðinu.
Nóg var að gera hjá starfsfólki söl-
unnar og gerðu margir viðskipta-
vinir þar góð kaup.
Ætlaði að kaupa pappír
Gestur Grjetarsson kerfisfræðing-
ur er einn þeirra sem varð var við
trúnaðarskjölin á sölubretti og segir
þetta hafa verið nokkra kassa troð-
fulla af gögnum. Hann segir þetta
lýsandi fyrir skrautleg vinnubrögð
bankanna. „Mér finnst það fárán-
legt að þetta geti gerst, mér blöskr-
ar alveg og ég á eiginlega ekki orð
yfir þetta. Starfsfólkinu var mjög
brugðið þegar ég benti því á þetta
og þessu var síðar kippt snögglega
í burtu. Pappírarnir lágu þarna fyrir
allra augum, á sölubretti innan um
húsgögnin sem þarna voru til sölu,
og hver sem er gat skoðað þetta.
Ég hélt að þarna væri verið að selja
ljósritunarpappír á góðu verði,“ seg-
ir Gestur.
„Ég ætlaði að skoða hvort ekki
væri í lagi með pappírinn og þá
komu í ljós fleiri skýrslur um fólk
sem lent hafði í árangurslausu fjár-
námi hjá bankanum. Á þessum
pappírum komu fram nöfn og all-
ar upplýsingar um fólkið. Ef þarna
hefðu legið upplýsingar um mig þá
hefði ég orðið ósáttur.“
Óheppilegt
Aðspurður segir Gestur stemn-
inguna á útsölunni hafa verið sér-
kennilega. Hann telur ljóst að hluti
íslensku þjóðarinnar sé enn kaup-
óður. „Fólkið var alveg tryllt í að
kaupa og stundum náði starfsfólk-
ið ekki einu sinni að losa bílana því
fólk fór inn í þá og hirti dótið beint
úr bílunum,“ segir Gestur.
Jóhann Pétursson, héraðsdóms-
lögmaður og fulltrúi slitastjórnar
SPRON, staðfestir að gögn frá bank-
anum hafi legið á bretti en segir að
aðeins hafi verið um að ræða einn
kassa. Hann telur atvikið óheppi-
legt en bendir á að engar viðkvæm-
ar upplýsingar um fjárhag einstakl-
inga hafi þarna legið á glámbekk.
„Það var þarna einn kassi og við
höfum skoðað þetta sérstaklega
eftir að þetta kom upp. Búið var að
brýna fyrir fólki að engin trúnaðar-
skjöl ættu að vera þarna en mönn-
um hefur yfirsést þessi eini kassi. Í
honum voru gamlar umsóknir um
greiðslukort þar sem nöfn og kenni-
tölur komu fram en þessum gögn-
um átti að vera búið að henda. Um
leið og látið var vita af þessu var
kassinn tekinn því þetta átti ekki að
vera þarna og var þetta óheppilegt
að mínu mati,“ segir Jóhann.
trausti@dv.is
Viðskiptavinur sem ætlaði að kaupa ljósritunarpappir á útsölu þrotabús SPRON um
síðustu helgi fann pappakassa með fjölda trúnaðarskjala. Hann segir þetta hafa verið
skjöl sem sýni upplýsingar um árangurslaust fjárnám en fulltrúi slitastjórnar segir
þetta hafa verið kreditkortaumsóknir.
TRÚNAÐARSKJÖL
SPRON Á ÚTSÖLU
Pappírarnir lágu þarna fyrir allra
augum, á sölubretti inn-
an um húsgögnin sem
þarna voru til sölu, og
hver sem er gat skoðað
þetta.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Skjölin fjarlægð Eftir að starfsfólki
var bent á skjölin á útsölubrettinu
voru þau fjarlægð samstundis.
Viðkvæm gögn Í kössunum á sölu-
brettum SPRON var að finna skjöl sem
sýndu upplýsingar um árangurslaust
fjárnám hjá einstaklingum.
Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskr-
ar erfðagreiningar, hefur verið
stefnt fyrir að greiða ekki reikning
lagnafyrirtækisins Hreinsibíla ehf.
sem sá um að hreinsa rotþró við
sumarbústað forstjórans. Reikning-
urinn er upp á 93 þúsund krónur og
verður málið þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur á föstudaginn.
Eiríkur Gunnsteinsson lögmað-
ur flytur málið fyrir Hreinsibíla og
segir hann verkið snúa að vinnu
fyrirtækisins við rotþró við sumar-
hús Kára. Hann segir Kára fullyrða
að greitt hafi verið fyrir verkið nú
þegar. „Fyrirtækið var að hreinsa
rotþró við sumarbústað. Afstaða
okkar er sú að ekki sé búið að
greiða fyrir þetta verk en þetta eru
ekki stórar tölur,“ segir Eiríkur.
Einar Kristján Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hreinsibíla, segir
fyrirtækið hafa þurft að fara dóm-
stólaleiðina þar sem ekki hafi feng-
ist greiddur reikningur vegna vinnu
fyrirtækisins fyrir Kára. Hann full-
yrðir að forstjórinn hafi ekki greitt
fyrir þá vinnu sem unnin var. „Við
unnum verk fyrir hann en höfum
ekki fengið reikninginn greiddan
og málið snýst um ágreining þess
efnis. Í okkar huga liggur þetta al-
veg ljóst fyrir, við unnum verkið og
eigum að fá borgað fyrir það,“ segir
Einar Kristján.
trausti@dv.is
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í deilumáli við lagnafyrirtækið Hreinsibíla:
Kári fyrir dóm út af rotþró
Fyrir dóm Kári deilir við lagnafyrirtæki,
sem hreinsaði rotþró við sumarbústað
hans, fyrir dómstólum.
Frestun bagaleg
„Það eru sterk sjónarmið uppi
um það að skýrslan þurfi að
vera komin fram, ef í henni eru
upplýsingar
sem tengjast
þessu máli.
Þá væri afar
óheppilegt
að kosning-
in hefði far-
ið fram rétt
áður,“ sagði
Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra að loknum ríkisstjórnar-
fundi á þriðjudag. Hann segir
það bagalegt að útgáfu skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis
hafi verið frestað. Steingrímur
sagðist vera á þeirri skoðun að
ef mikilvægar upplýsingar væru
á leiðinni sem almenningur
ætti að hafa rétt á að skoða væri
ótækt að hafa þjóðaratkvæða-
greiðsluna strax.
Risasekt fyrir
skattabrot
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur dæmt karlmann í fjórtán
mánaða fangelsi og til greiðslu
120 milljóna króna í sekt til
ríkissjóðs fyrir stórfellt brot
gegn skattalögum. Þá var annar
karlmaður dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi í sama máli og
til greiðslu 7,4 milljóna króna
í sekt.
Var mönnunum gefið að
sök að hafa hvorki staðið skil á
virðisaukasattsskýrslum þriggja
einkahlutafélaga á lögmæltum
tíma né staðið skil á skilagrein-
um vegna staðgreiðslu opin-
berra gjalda á lögmæltum tíma.
Áfram höft
Svo gæti farið að gjaldeyrishöft-
in verði ekki afnumin í fyrirsjá-
anlegri framtíð og eru líkur á að
þau heyri ekki sögunni til fyrr
en krónan
hefur verið
gefin upp á
bátinn sem
gjaldmiðill
Íslendinga.
Þetta kemur
fram í pistli
sem Ólafur
Ísleifsson,
lektor í Háskólanum í Reykja-
vík, skrifar í Háskólablaðið.
„Enda þótt engum þurfi að
blandast hugur um skaðsemi
haftanna virðast þau óum-
flýjanleg í ljósi þess að engar
forsendur eru fyrir að úr landi
renni í erlendum gjaldeyri fé
erlendra aðila sem streymdi inn
fyrir hrun í leit að hærri ávöxtun
en annars staðar bauðst.“
365 borgar lánin
Fjölmiðlafyrirtækið er farið að
borga af lánum sínum á nýjan
leik eftir
að félagið
samdi við
lánveitend-
ur sína um
að ekki yrði
borgað af
lánum þess
árið 2009.
„Núna greið-
um við af lánum samkvæmt
þeim samningum sem við höf-
um,“ segir Ari Edwald, forstjóri
365 miðla, í samtali við DV. Ari
segir að nú hafi birt til í rekstr-
inum og hefur félagið nú greitt
hátt í tvö hundruð milljónir af
lánum það sem af er árinu. Þeg-
ar hafa verið greiddar 200 millj-
ónir af lánum á þessu ári.