Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 FRÉTTIR
Varaborgarfulltrúarnir Margét Sverr-
isdóttir og Marsibil Sæmundsdótt-
ir hafa fengið greidd laun frá Reykja-
víkurborg upp á hátt í fjórar milljónir
króna á ári þrátt fyrir að hafa báðar
hætt störfum fyrir þá flokka sem þær
fengu kosningu fyrir. Báðar fengu þær
úthlutað af Samfylkingunni sætum
í fagráðum borgarinnar og fyrir þau
störf hljóta þær launin en ólíkt öðr-
um varaborgarfulltrúum eru þær ekki
kallaðar til borgarstjórnarfunda fyrir
borgarfulltrúa flokkanna. Margrét og
Marsibil verða á launaskrá borgarinn-
ar fram á vor þegar kosið verður á ný
til sveitarstjórna.
Fyrstu varamenn borgarfulltrúa
stjórnmálaflokkanna sitja í ýmsum
fagráðum og nefndum borgarinn-
ar og fá tæpar þrjú hundruð þúsund
krónur í mánaðarlaun, eða því sem
nemur sjötíu prósent af launum borg-
arfulltrúa. Þar að auki fá þeir ýmis
önnur hlunnindi, líkt og farsímastyrk,
internet-tengingu og fartölvu frá
Reykjavíkurborg. Samanlagt eru þessi
laun og hlunnindi yfir þrjú hundruð
þúsund krónur á mánuði.
Vel borgað
Marsibil og Sif Sigfúsdóttir, varaborg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sitja í
flestum ráðum á vegum borgarinnar
en báðar eru þær aðalmenn í tveimur
ráðum og varamenn í einu. Þær þurfa
sem aðalmenn að sækja fjóra fundi í
mánuði eða 40 fundi á ári þegar sum-
arfrí er dregið frá. Sé heildarlaunun-
um deilt niður á fundafjöldann fá
þær tæpar hundrað þúsund krón-
ur á fundinn en Sif fær nokkru meira
því hún er varamaður í borgarráði og
fær fyrir það nærri 20 þúsund króna
launaálag.
Dofri Hermannsson, varaborgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, og Her-
mann Valsson, varaborgarfulltrúi
Vinstri-grænna, eru báðir aðalmenn í
tveimur ráðum borgarinnar og þurfa
því að sækja jafnmarga fundi og þær
tvær. Launin eru þau sömu og því fá
þeir borgaðar tæpar hundrað þúsund
fyrir fundinn.
Margrét rekur lestina en hún sit-
ur sem aðalmaður í umhverfis- og
samgönguráði. Þangað sækir hún tvo
fundi á mánuði eða 20 fundi yfir árið.
Hún fær því hátt í 200 þúsund krónur
fyrir hvern fund.
Mismikil vinna
Marsibil segir að hlutverki sínu sem
varaborgarfulltrúi fylgi mikil vinna
og þetta séu hófleg laun miðað við
vinnuframlag. Hún hlakkar engu að
síður til að hætta störfum hjá borg-
inni í vor því hún hafi fengið alveg
nóg af vinnubrögðunum sem viðhöfð
eru í stjórnmálum almennt. „Þetta
snýst um miklu meira en sjálfa fund-
ina því við þurfum að vera inni í þess-
um málaflokkum, fylgjast með öllu
og lesa öll gögn. Það er í raun á fund-
unum sem sjálfar ákvarðanirnar eru
teknar en þangað getur maður ekki
komið óundirbúinn. Þetta er heilm-
ikil vinna og launin eru því réttlætan-
leg,“ segir Marsibil.
Margrét segist reyna að vinna alla
þá vinnu sem hún kemst í en sem
réttkjörinn varamaður þiggi hún þau
laun sem henni ber. Hún viðurkennir
að hún muni sjá eftir laununum komi
til þess. „Ég hef ekki alveg náð að
funk era sem fyrsti varamaður þó ég
sé réttkjörin til þess. Ég hef hins vegar
ekki verið nýtt sem slíkur en hef sinnt
fundum þess ráðs og þeirrar nefndar
sem ég sit í en þetta er nú ekki mjög
mikið sem ég hef verið að fá útborg-
að. Eins og ég get hef ég reynt að finna
fyrir þessum launum en ég hef haft
annað aðalstarf. Ég get nú alveg við-
urkennt að ég mun sjá eftir þessum
launum því það munar um þau,“ segir
Margrét.
Fulltrúi Borgarráð Menningar- og
ferðamálaráð
Leikskólaráð Umhverfis- og samgönguráð Mannréttindaráð Velferðarráð Menntaráð
Dofri Hermannsson Aðalmaður Aðalmaður
Hermann Valsson Aðalamaður Aðalmaður
Margrét Sverrisdóttir Aðalmaður
Marsibil Sæmundsdóttir Aðalmaður Varamaður Aðalmaður
Sif Sigfúsdóttir Varamaður Aðalmaður Aðalmaður
Störf varaborgarfulltrúanna í fagráðum borgarinnar:
Laun m/hlunnindum:
305.800 krónur
Laun varaborgarfulltrúanna:
Mánaðarlaun:
282.800 krónur
Dofri Hermannsson Hermann Valsson Margrét Sverrisdóttir Marsibil Sæmundsdóttir Sif Sigfúsdóttir
Varaborgarfulltrúinn Margrét Sverrisdóttir fær greiddar tæpar 170 þúsund krónur
fyrir hvern fund að meðaltali. Bæði hún og Marsibil Sæmundsdóttir eru hættar störf-
um fyrir þá flokka sem þær voru kosnar fyrir, en fá borgaðar hátt í fjórar milljónir
króna á ári frá borginni.
170 ÞÚSUND Á
HVERN FUND
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Þetta er heilmik-il vinna og launin
eru því réttlætanleg.
Komin með nóg Marsibil Sæmundsdóttir hefur fengið nóg af borgarmálunum og
vinnubrögðunum í stjórnmálum almennt.
Missti sætið Margrét Sverrisdóttir
var hluti af Tjarnarkvartettinum sem
myndaði borgarstjórn allra flokka
nema Sjálfstæðisflokks. Samflokksmað-
ur hennar, Ólafur F. Magnússon, var þá
í veikindaleyfi. Þegar hann sneri aftur
felldi hann borgarstjórnina. Margrét
missti sætið sitt um leið og klofningur
varð milli hennar og Ólafs. Hún býður
sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar
um helgina. MYND STEFÁN KARLSSON
Stýrivextir lækki
Lækkun vísitölu neysluverðs nú
eykur líkur á því að stýrivextir
Seðlabankans verði lækkaðir, að
mati Greiningar Íslandsbanka.
Peningastefnunefnd bankans
tilkynnir í dag um hvort stýri-
vextir verði lækkaðir. Greiningin
reiknar með því að ákveðið verði
að lækka vexti bankans lítillega
og gætu stýrivextir lækkað um
0,5 prósent og farið niður í 9,5
prósent. Greining Íslandsbanka
hafði áður spáð því að stýrivextir
myndu haldast óbreyttir.
Missti næstum
af vinningi
Fjölskyldumaður sem keypti sér
lottómiða í söluturninum Tröll-
inu í Spönginni á dögunum var
næstum því búinn að missa af
5 milljóna lottóvinningi. Hann
heyrði auglýsingu í fjölmiðlum
um að verið væri að leita að vinn-
ingshafa í útdrætti 9. janúar síð-
astliðinn.
Í tilkynningu frá Íslenskri
getspá kemur fram að manninn
minnti að hann hefði keypt miða
á þessum tiltekna sölustað. Hann
hringdi í Getspá og frétti að hann
hefði unnið 5 milljónir króna.
Harpa í boði
Icesave
Hjálmar Sveinsson, frambjóðandi
Samfylkingarinnar í Reykjavík,
segir að Tónlistar- og ráðstefnu-
húsið Harpa sé líklegast fjár-
magnað að hluta til með Icesave.
Hjálmar bloggaði um málið á
Eyjunni, þar sem hann vísaði
í samtal sitt við framkvæmda-
stjóra Portus, sem var áður í eigu
Landsbankans. Sá á að hafa sagt
Hjálmari árið 2007 að fram-
kvæmdir við húsið væru stopp
vegna þess að Landsbankinn gæti
ekki fjármagnað sig. Þegar verkið
hófst aftur hafi framkvæmdastjór-
inn ekki verið í vafa um að þar
væru Icesave-peningar á ferð.