Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 9
FRÉTTIR 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og útgerðarmaður af Snæfellsnesi, hefur skilað 20 milljóna króna arðgreiðslu úr Nesveri ehf., fyr- irtæki sínu og fjölskyldu sinnar. Hann sagðist í Kastljósþætti Sjónvarpsins á þriðjudagskvöld hafa tekið arð úr fyr- irtækinu 2007 frá árinu áður, en þá var félagið rekið með tapi og skuldir þess umfram eignir voru á þriðja hundrað milljónir króna. Ásbjörn bar við vankunnáttu og að hann hefði ekki vitað að það varðaði við lög að taka arð af neikvæðu eigin fé. Hann gaf engar einhlítar skýringar á ósundurgreindum aflaheimildum í bókhaldi Nesvers sem færðar eru sem óefnisleg eign fyrir 240 milljónir króna. DV skýrði frá því 20. janúar síð- astliðinn að Ásbjörn hefði tekið út 65 milljóna króna arð árið 2008 og 20 milljónir króna árið áður. Hann hefur nú skilað 20 milljónunum inn í félag- ið aftur og kvaðst hafa gert það í síð- ustu viku eftir að Fréttablaðið hefði borið arðgreiðsluna árið 2007 sér- staklega undir hann. Ásbjörn sagði að útgerð Nesvers ehf. gengi vel og að hún ætti fyrir af- borgunum af lánum út allt þetta ár. Skuldir félagsins nema 1.140 millj- ónum króna. Árið 2008 nam tap fé- lagsins 574 milljónum króna og var eigið fé þess í árslok bókfært 157 milljónir króna. johannh@dv.is SPENNA VEGNA PRÓFKJÖRSAÐFERÐA Samkvæmt nýjum lögum mátti kostnaður sérhvers frambjóðanda í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins ekki fara upp fyrir 7,8 milljónir króna. Kostnaður við úthringiþjón- ustu eina og sér, nam 7 milljónum króna. Frambjóðendur telja margir að það hafi verið brot gegn tilmælum og þegjandi samkomulagi að leggja í slíkan kostnað. Kostnaður efstu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins við prófkjör- ið um síðustu helgi er frá nokk- ur hundruð þúsund krónum upp í nokkrar milljónir króna. Dýrast varð það hjá nokkrum þeirra sem sóttust eftir öðru sæti listans. Geir Sveinsson, sem hafnaði í 6. sæti, gefur þó upp að heildarkostnað- ur sinn hafi ekki verið meiri en 1,2 milljónir króna. Nokkur atriði hamla gegn kostnaðarsömum prófkjörum að þessu sinni. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mæltist til þess að frambjóðend- ur legðu ekki í meiri kostnað en sem nemur 1,5 milljónum króna. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins um síðustu helgi, sem DV hefur rætt við, segja að vilji hafi verið til þess að fylgja eins konar samkomulagi um að halda kostnaði í skefjum. Það hafi hins vegar ekki tekist í öllum til- vikum. Áslaug Friðriksdóttir, sem hafnaði í 7. sæti, segist hafa sett upp stranga áætlun í samræmi við tilmælin og kostnaðurinn eigi ekki að hafa farið fram úr því marki. Í öðru lagi eru hömlur í nýju lögunum lagðar við framlögum til frambjóðenda. Í sjöundu grein laganna segir berum orðum: „Heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjörum af kosningabaráttu má ekki vera hærri en sem nemur 1 milljón króna króna að viðbættu álagi.“ Álagið sem kveðið er á um nemur 75 krónum fyrir hvern íbúa 18 ára og eldri á kjörsvæði með fleiri en 50 þúsund íbúa. Íbúar í Reykjavík, 18 ára og eldri, eru um 90 þúsund. Það merkir að kostnaður við hvern frambjóðanda í prófkjöri má vera 6,75 milljónir króna auk einnar milljónar til viðbótar. Frambjóðandi í Reykavík er því innan löglegra marka ef kostnað- ur hans fer ekki yfir 7,75 milljónir króna. Hringja fyrir 4.000 á tímann Frambjóðendur í prófkjörum beita ýmsum aðferðum við að ná til kjós- enda. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins eru nánast dæmd til þess að vera kostnaðarsöm þar eð fjöldi sjálf- stæðismanna á skrá í höfuðborginni er hartnær 20 þúsund. Algengt er að frambjóðend- ur prenti bæklinga eða dreifirit og beri þau út til borgarbúa eða flokks- bundinna manna. Kostnaðurinn við þetta skríður hæglega yfir eina milljón. Aðkeypt dreifingarþjónusta hleypur umsvifalaust á hundruðum þúsunda króna. Önnur aðferð er að auglýsa í fjöl- miðlum. Auglýsingar frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu um síðustu helgi voru áberandi síð- ustu dagana, ekki þó heilsíðuauglýs- ingar, enda reyndu þeir margir að virða heiðursmannasamkomulag um að hleypa ekki kostnaði upp úr öllu valdi. Þriðja aðferðin er sú að hafa sam- band við hvern flokksbundinn kjós- anda. Þetta reyna frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra oft að gera sjálfir. En það er yfirgripsmikið verk að hafa samband við nær 20 þúsund flokksbundna menn. DV hefur góðar heimildir fyrir því að frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins hafi boðist fagleg úthringi- þjónusta þar sem innheimtar eru allt að 4.000 krónur á tímann. Að gefn- um tilteknum forsendum um afköst getur slíkur reikningur hæglega far- ið í 8 milljónir króna. Viðkomadi út- hringjendur voru reiðubúnir til þess að veita nokkurn afslátt sem komið gat þessum kostnaði niður í um 7 milljónir króna. Engar 10 milljónir Að því gefnu að frambjóðandi hafi í senn auglýst og keypt slíka úthringi- þjónustu virðist kostnaðurinn auð- veldlega geta nálgast 10 milljónir króna. Júlíus Vífill Ingvarsson hreppti annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hann studdist við aðkeypta úthringiþjónustu að eigin sögn auk þess sem hann aug- lýsti í blöðum. Úthringingar ann- arra frambjóðenda virðast hafa ver- ið óformlegri og framkvæmdar af stuðningsmönnum fremur en með aðkeyptri þjónustu. Júlíus Vífill segir að kostnaður liggi fyrir eftir nokkra daga en þver- tekur fyrir að hann hafi nálgast 10 milljónir króna. „Þessar tölur eru fráleitar og algerlega fjarri lagi. Blað- ið byggir þetta á forsendum sem það gefur sér um minn kostnað. Þær eiga sér enga stoð í veruleikanum. Rétt- ar tölur verða birtar þegar þær liggja fyrir og verða afhentar opinberum aðilum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Júlíus Vífill. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Viðkomandi úthringjend- ur voru reiðubúnir til þess að veita nokkurn afslátt sem komið gat þessum kostnaði niður í um 7 milljónir króna. Lenti í 6. sæti Geir Sveinsson upp- lýsir að hann hafi lagt um 1,2 milljónir króna í prófkjörið. Með honum á myndinni er Jóhanna Vilhjálmsdóttir eiginkona hans. Lenti í 7. sæti Áslaug Friðriksdóttir kveðst hafa sett upp stranga áætlun og haldið kostnaði í námunda við 1,5 milljónir króna. Hún studdist við úthringingar. Lenti í 2. sæti Nokkrum frambjóðendum gremst að Júlíus Vífill Ingvarsson hafi hleypt kostnaði langt upp fyrir þau tilmæli sem gefin höfðu verið. Hann er þó ekki einn um að hafa keyrt fram úr. Með honum á myndinni er Svanhildur Blöndal. Ásbjörn Óttarsson Upplýsti í Kastljósþætti að hann hefði skilað 20 milljóna króna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu. Ásbjörn Óttarsson segist ekki viljandi hafa tekið arð ólöglega úr fyrirtæki sínu: Skilaði 20 milljónum eftir umfjöllun inkonu hans eftir bankahrunið. Svar- aði Sigurður fyrirspurn DV á þá leið að þar sem þetta væru spurningar sem vörðuðu hans persónulegu fjárreiður ætlaði hann ekki að svara þeim á op- inberum vettvangi. Samkvæmt ársreikningi eignar- haldsfélags Sigurðar árið 2007 voru hlutabréf hans í Exista bókfærð á rúmar 93 milljónir króna. Á sama tíma voru langtímaskuldir félagsins um 86 milljónir króna. Persónulegar ábyrgð- ir hans á eigin skuldum voru því líkast til einnig felldar niður með ákvörðun- inni eftir bankahrunið árið 2008. Sonur Brynjólfs með kúlulán Af öðrum lægra settum starfsmönn- um sem fengu lán til að kaupa hluta- bréf í Exista má nefna Bjarna Brynj- ólfsson, sem var framkvæmdastjóri eigin viðskipta hjá Exista, en sam- kvæmt ársreikningi félags hans, B2 ehf., voru skuldir hans rúmar 85 millj- ónir króna í árslok 2007. Í ársreikn- ingnum er tekið fram að þessar skuldir séu kúlulán sem koma áttu til greiðslu á árinu 2009. Bjarni er, sem kunnugt er, sonur Brynjólfs Bjarnasonar, for- stjóra Skipta, sem einnig er í eigu þeir- rra Bakkabræðra. Heimildir DV herma að ekki liggi fyrir hvort þessir lægra settu stjórn- endur verði yfirheyrðir en það er ekki útilokað þar sem rannsóknin á mál- inu hjá sérstökum saksóknara er enn á frumstigi og verið er að ná utan það hjá embættinu. Til að mynda er hvorki vitað hversu margir starfsmenn fengu felldar niður persónulegar ábyrgðir á lánum sínum né hversu há heildar- upphæðin var nákvæmlega. Heimild- ir DV herma að þær séu þó á annan milljarð. Fjármálastjóri og forstöðumenn skulduðu Fjármálastjóri Exista, Sveinn Þór Sveinsson, mun sömuleiðis hafa skuldað tæpar 45 milljónir króna í árs- lok 2007 vegna hlutabréfakaupa í Ex- ista. Skuldirnar voru á gjalddaga árið 2009. Hlutabréfin voru inni í eignar- haldsfélaginu Halasund sem er í eigu hans og konu hans. Einn af lögfræðingum Exista, Ás- mundur Tryggvason, átti hlutabréf í Exista sem metin voru á nærri 140 milljónir króna á kostnaðarverði í árs- lok 2008. Félagið skuldaði nærri 150 milljónir króna og átti að greiða þessar skuldir á árinu 2009. Félag Ásmundar heitir Aplus. Tveir af forstöðumönnum Exista fengu sömuleiðis kúlulán til að kaupa bréf í félaginu. Annar þeirra, Guðrún Þorgeirsdóttir, átti hlutabréf í Exista sem voru 50 milljóna virði á kostnað- arverði í árslok 2008. Skuldir eignar- haldsfélags hennar, Olympus Mons, voru um 75 milljónir á sama tíma og voru á gjalddaga á árinu 2009. Líkt og í hinum tilfellunum má fullyrða að lán- ið hafi verið veitt til að kaupa umrædd hlutabréf í Exista. Forstöðumaðurinn, Haraldur Þórðarson, skuldaði einnig rúmlega 102 milljónir króna í árslok 2008 og var hann skráður fyrir hlutabréfum í Exista sem voru bókfærð á 50 milljónir króna í ársreikningi eignarhaldsfélags hans, Drápuhlíðar. Eins og áður segir liggur ekki ljóst fyrir hverjir af þessum einstaklingum hjá Exista verða teknir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara eða hvort rannsóknin beinist að þeim beint. Hins vegar má fullyrða að rannsókn sérstaks saksóknara á þessum fjórum atriðum mun fela í sér að rætt verður við aðaleigendur félagsins, Lýð og Ág- úst Guðmundssyni, og forstjórana, Er- lend Hjaltason og Sigurð Valtýsson. n 1. Sala á Bakkavör frá Exista haustið 2008. Ákvæði í lána- samningum bönnuðu sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. n 2. Niðurfelling persónulegra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hlutabréfum í félaginu 2006. n 3. Yfirfærsla skuldar og hlutabréfa í félag í eigu annars af tveimur forstjórum félagsins. 4. Tilkynning um hlutafjáraukningu í félaginu Exista um 50 milljarða. Atriði sem sak- sóknari skoðar varðandi Exista

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.