Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Side 11
FRÉTTIR 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 BJARNI VERÐUR AÐ STÍGA FRAM líka. Þetta er að því leytinu til erfitt mál fyrir Bjarna. Heildarmyndin í mál- inu er öll svolítið óljós þannig að yfir Bjarna er ákveðinn skuggi sem hann verður svo að hreinsa út þegar mál- ið verður orðið opinbert, hvort sem það verður með ákæru eða ekki,“ seg- ir Birgir sem telur jafnframt að fleiri sannanir þurfi við en veðsetningar- umboðin til að sýna fram á það með óyggjandi hætti að Bjarni hafi komið að því að skipuleggja viðskiptin. Gæti rýrt traustið á Bjarna Guðmundur Heiðar Frímannsson, siðfræðingur og prófessor í heimspeki við kennaradeild Háskólans á Akur- eyri, segir að það sé ótvírætt að Bjarni Benediktsson hafi veðsett hlutabréf BNT, Hafsilfurs og Hrómundar í Vafn- ingi 8. febrúar fyrir tæpum tveimur árum í umboði föður síns og frænda. Hann telur að Bjarni hafi verið óláns- samur að þessu leyti því veðsetning hans hafi verið hluti af viðskiptum sem líkast til voru ólögleg. „Eitt ólán Bjarna er að þessi veð- setning er hlekkur í orsakakeðju sem leiðir til ráðstöfunar fjár úr sjóðum Sjóvár sem er að líkindum ólögleg,“ segir Guðmundur sem telur að lykil- atriði í málinu sé að fyrir liggi hversu mikið Bjarni vissi um þessi viðskipti þegar hann tók þátt í þeim. Væntan- lega hvort hann hafi vitað um nærri 11 milljarða króna lánið sem Vafning- ur tók við frá Sjóvá um svipað leyti og hann veðsetti bréfin í félaginu. „Spurningin er: Vissi hann hvað til stóð, hvað kæmi í kjölfar þessar- ar veðsetningar? Hann neitar því og engin ástæða eins og sakir standa til að efast um það. Annað ólán Bjarna var að taka þátt í fjármálalífi sem var spillt. Nú er Bjarni orðinn leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og þetta mál gæti rýrt traust á honum sem stjórnmála- leiðtoga,“ segir Guðmundur Heið- Í tengslum við umræðuna um stöðu Bjarna er við hæfi að ræða hvað það er sem almennt hneykslar almenn- ing og rifja upp eina sögu því tengda. Maria Borelius, ráðherra utanríkisviðskipta, og Cecilia Stegö Chilo, menningarmálaráðherra Svíþjóð- ar, sögðu af sér embætti skömmu eftir stjórnarmynd- un Fredriks Reinfeldt í kjölfar þingkosninga í Svíþjóð haustið 2006. Þær höfðu svikist um að borga afnota- gjöld af ríkissjónvarpinu í langan tíma og önnur þeirra hafði keypt húshjálp á svörtu. Fjölmiðlar komust í málið. Sænskir kjósendur brugðust ókvæða við þessum misgjörðum ráðherr- anna og Maria og Cecilia sögðu báðar af sér með skömmu millibili. Málið var gert upp innan hægriflokksins þar sem Reinfeldt sat á formannsstóli. Uppgjörið var pólitískt og fór ekki fram að undangenginni rannsókn, enda var málið upplýst.   Möglunarlaust og með afgerandi hætti fékk sænska þjóðin að vita að hún hefði rétt fyrir sér þegar hún krafðist afsagnar ráðherranna. Hafi ávirðingar ráð- herranna í raun verið smávægilegar er til þess að líta að Maria og Cecilia leyfðu sér hluti sem almennum borgurum er refsað fyrir. Í loftinu liggur ávallt sú krafa að ráðherrar og aðrir háttsettir umboðsmenn kjós- enda gangi á undan með góðu fordæmi.   Í grein í Acta Sociologica, norrænu fræðitímariti, var nýlega fjallað um hneykslismál og synd- ir stjórnmálamanna. Í úttekt fræðimann- anna Jakobssons og Lövmarcks segir frá því þegar Maria Borelius og Cecilia Stegö Chilo sögðu af sér ráðherra- dómi á fyrstu þrem- ur vikum ríkisstjórnar Reinfeldts fyrir rúmum tveimur árum. Höfundar ganga að því vísu að Maria og Cec- ilia hafi með einhverjum hætti  brotið gegn siða- kerfi samfélagsins. Þeir nefna siðaboð sem gætu hafa komið við sögu í máli Ceciliu og Mariu: 1. Fólk í opinberum virðingarstöðum á að gæta hófs- emi í opinberum athöfnum sínum. 2. Fólk í opinberum virðingarstöðum á að sýna gott fordæmi. 3. Fólk sem tekur að sér opinberar ábyrgðarstöður á að hafa óflekkað mannorð. 4. Fólk í opinberum stöðum á að vera heiðarlegt. HVAÐ HNEYKSLAR ALMENNING? ar en af orðum hans sést að hann ef- ast ekki um að Bjarni sé að segja satt þegar hann lýsir aðkomu sinni að við- skiptunum. Í siðaðra landi væri Bjarni búinn að segja af sér Annar álitsgjafi innan úr háskólakerf- inu sem DV ræddi við, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að í „hvaða siðuðu landi sem er“ í heiminum, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, væri stjórnmálamaður sem tengd- ist máli eins og viðskiptum Vafnings búinn að segja af sér. Hann segir að þessi niðurstaða snúist ekkert um það hvort viðskiptin verði metin sem lög- mæt eða ólögmæt á endanum, eftir rannsókn sérstaks saksóknara. Alvar- leiki málsins sé einfaldlega slíkur. Hann telur þó að Bjarni muni sitja Vafningsumræðuna af sér, að öllum líkindum fram að næstu kosning- um. Hins vegar muni skipta gríðar- legu máli fyrir Bjarna að Sjálfstæðis- flokkurinn fái góða kosningu þar, því stjórnmálaleiðtogar fái ekki marga sénsa í íslenskri pólitík. Álitsgjafinn telur að umræðan um Vafningsmál- ið geti komið í veg fyrir að Bjarni nái flugi sem formaður flokksins. Tæplega hægt að segja að Bjarni eigi að hætta Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst, telur að á þessu stigi málsins sé ekki hægt að fullyrða að Bjarna beri að segja af sér formennskunni eða þingmennskunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón segir ástæðuna fyrir þessu vera þá að mið- að við þær upplýsingar sem liggja fyr- ir sé ekkert hægt að fullyrða um sið- ferðilega ábyrgð hans á þessu stigi málsins. Jón telur hins vegar að Vafnings- málið veiki Bjarna nokkuð. „Það hlýtur að draga úr pólitískum styrk manna þegar þeir reynast vera aðilar að subbulegum viðskiptum, að ekki sé talað um siðferðilega ámælisverð eða jafnvel ólögleg viðskipti ... Hans pólitíska kapital hlýtur að minnka við þessa tengingu og umfjöllun og um leið styrkja þá í trúnni sem halda að Bjarni geti varla verið formaður Sjálf- stæðisflokksins til langframa,“ seg- ir Jón og er ljóst af skoðunum við- mælenda DV að þeir telja að enn sem komið er séu ekki komnar fram í dagsljósið nægilega miklar upplýs- ingar um aðkomu Bjarna að Vafn- ingsviðskiptunum en að á sama tíma verði hann að koma fram og útskýra þátt sinn í þessum viðskiptum betur. Sérstakur saksóknari efnahags- hrunsins, Ólafur Hauksson, rann- sakar lánveitingar frá tryggingafé- laginu Sjóvá til eignarhaldsfélagsins Vafnings og Racon AB sem veitt voru þann 29. febrúar árið 2008. Sömuleiðis rannsakar Ólafur tvær lánveitingar frá Glitni til Vafnings sem bárust líklega í gegnum eign- arhaldsfélagið Svartháf. Lánveitingarnar frá Sjóvá til Vafnings voru samtals upp á 10,5 milljarða króna. Samtals lánveit- ingar Sjóvár til félaganna tveggja numu 15,7 milljörðum þennan dag og fékk Racon því um 5 millj- arða króna. Upphæðin nam 150 prósentum af öllu eigin fé Sjóvár á þessum tíma og nærri 70 prósent- um af vátryggingaskuld trygginga- félagsins. Heimildir DV innan úr stjórn- kerfinu herma að í yfirheyrslunum yfir Karli og Steingrími Werners- sonum og Þór Sigfússyni á seinni hluta síðasta árs hafi þeir verið spurðir ítarlega um lánveitingarnar og tilgang þeirra. Vafningur var í eigu dótturfélags Sjóvár, sem aftur var í eigu Mile- stone, og eignarhaldsfélaganna Skeggja og Máttar. Karl og Stein- grímur Wernerssynir áttu Mile- stone og Skeggi og Máttur voru sameiginlega í eigu þeirra og Bene- dikts og Einars Sveinssona. Sjóvá var því að lána félagi sem það átti stóran hlut í milljarða króna. Urðu að endurfjármagna Lánið frá Glitni var síðan notað til að greiða skuld annars eignar- haldsfélags, Þáttar Internation- al, við bandaríska fjár- festingabankann Morgan Stan- ley. Þannig gat Þáttur Inter- national haldið hlutabréf- um sín- um í Glitni sem Morg- an Stanley hafði hótað að leysa til sín með veð- kalli þar sem gengi bréfanna í Glitni var kom- ið niður fyrir 20 - ákvæði þess efnis var í lánasamningi Þáttar við bankann. Lánið til Rac- on Hold- ing AB var sömuleiðis notað til að greiða skuld þess félags við Morgan Stanley en hún hafði myndast þeg- ar félagið keypti sænska fjármála- og tryggingafyrirtækið Invik, síðar Moderna AB, árið 2007. Þáttur International var í eigu dótturfélaga Sjóvár og félaga í eigu Einars og Benedikts Sveinssona, líkt og DV greindi frá í desember. Sonur Benedikts, Bjarni Benedikts- son, veðsetti hlutabréfin í Vafningi í febrúar 2008 en umboð hans til þess eru dagsett 8. febrúar 2008. Veðsetning Bjarna var að öllum lík- indum til að tryggja lánveitingarnar frá Glitni sem sérstakur saksóknari mun hafa spurt Karl og Steingrím Wernerssyni um í yfirheyrslunum. Milestone og Einar og Benedikt áttu nákvæmlega jafnstóra eignar- hluta í Þætti International og Vafn- ingi. Bjarni hefur borið því við í við- tali við DV að hann hafi einungis veðsett bréfin vegna þess að ætt- ingjar hans hafi verið í útlöndum en aðkoma hans að viðskiptunum hafi ekki verið önnur. Karl kannaðist ekki við 15,7 milljarða lán Í yfirheyrslunum yfir Karli mun hafa komið fram að hann, sem var stjórnarformaður Sjóvár og Mile- stone á þeim tíma sem Sjóvá lán- aði Vafningi fjármunina, hafi ekki vitað um 15,7 milljarða lánveitingar til Vafnings og annarra dótturfélaga Milestone þennan dag. Karl skrif- aði reyndar ekki undir lánasamn- ingana heldur voru það eingöngu Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, og Sigríður Inga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins. Þór skrifaði undir fjóra samninga og Sigríður undir einn. Almennt séð mun Karl hafa ver- ið sérlega óhjálplegur í yfirheyrsl- unum og sagt er að hann hafi lítið vit- að um það sem starfsmenn sér- staks saksókn- ara spurðu hann um. Aðr- ar heimildir DV herma hins vegar að Karl hafi haft tögl og hagldir í Milestone- veldinu. Glitnir gat ekki tekið veð í Glitni Karl mun í stuttu máli hafa útskýrt tilkomu Vafnings með þeim hætti að eig- endur Þáttar International hafi orðið að bjarga hlutabréfum Þátt- ar í Glitni frá veðkalli Morgan Stan- ley. Glitnir hafi hins vegar ekki ein- göngu getað tekið veð fyrir láninu sem nota átti til að greiða Morgan Stanley í hlutabréfum í bankanum sjálfum. Þess vegna mun Karl hafa sagt að þurft hafi að búa til annars konar eign til að veðsetja. Salan á lúxusturninum í Makaó og breska fjárfestingasjóðnum til Vafnings hafi því verið til þess að búa til þetta veðhæfi. Þrátt fyrir að Karl hafi vitað þetta vissi hann aftur á móti ekki hvernig fjármunirnir komust frá Vafningi og yfir í Þátt og þaðan til Morgan Stan- ley. Ekkert í yfirheyrslunum yfir Karli mun hafa útskýrt þetta veiga- mikla atriði sem Vafningsviðskipt- in voru mótuð í kringum. Hann bar því við að hann þyrfti að spyrjast fyrir um það en að hann teldi að Þór Sigfússon og Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, hefðu skipulagt viðskiptin og hugsanlega einhverjir starfsmenn Glitnis. Karl vissi því hvorki að pening- arnir hefðu verið lánaðir til Vafn- ings né hver það var sem skipulagði viðskiptin. Samt mun hann hafa vitað að Vafningur hafi fengið lánin til að greiða Morgan Stanley vegna Glitnisbréfanna. Þess skal einnig getið að Þáttur International átti enga aðra eign en bréfin í Glitni og í lánasamn- ingum félagsins við Morgan Stan- ley mun hafa verið tekið fram að fé- lagið mætti ekki taka lán hjá öðrum fjármálafyrirtækjum eða veðsetja bréfin í Glitni öðrum en bandaríska fjárfestingabankanum. Þáttur Int- ernational gat þar af leiðandi ekki heldur veðsett bréfin í Glitni hjá neinum öðrum heldur var Vafning- ur notaður til veðsetningarinnar. Bent á Þór Heimildir DV herma að starfs- mönnum sérstaks saksóknara hafi þótt það einkennilegt að lánveitingarnar frá Sjóvá til Vafnings hafi ekki farið fyr- ir stjórn félagsins áður en tekin var ákvörðun um að lána fjármun- ina. Karl mun þá hafa borið því við að Þór og Sig- ríður hafi haft umboð til að ganga frá slíkum lánveitingum án þess að leita samþykkis stjórnarinnar. Karl mun hafa haldið því fram að til- teknir starfsmenn hafi haft allsherj- arumboð til sinna verka fyrir trygg- ingafélagið. Karl mun oftsinnis hafa minnst á þetta atriði í yfirheyrslunum og var það sérstaklega Þór Sigfússon sem hann benti á í þessu sambandi, líkt og hann hefði tekið ákvarðanir og skrifað upp á pappíra um fjárfest- ingar og lánveitingar út úr trygg- ingafélaginu án þess að ráðfæra sig að neinu leyti við Karl. Reynd- ar benda heimildir DV til þess að Karl hafi í mörgum til- fellum talað þannig að hann hafi lítið vitað hvað Sjóvá, undir stjórn Þórs, var að gera. Athygli vek- ur að þessi frá- sögn Karls er allt önnur en sá vitnisburð- ur sem heim- ildir DV herma að Steingrím- ur bróðir hans og Þór hafi gefið hjá saksóknara. Stein- grímur mun hafa sagt að Þór hafi í raun bara verið verkfæri í höndum Karls og Guðmundar Ólasonar, for- stjóra Milestone, og skrifað upp á þá gjörninga sem hann var beðinn um. Þór mun sömuleiðis hafa talað þannig sjálfur að hann oft lítið vitað hvað hann var að skrifa upp á. Lánveitingarnar notaðar í þágu Milestone Karl var sömuleiðis ekki viss um að aðrir stjórnarmenn í Sjóvá hefðu vitað um lánveitingarnar til Vafn- ings. Þá var Karl ekki meðvitaður um hver staðan hefði verið á lán- unum frá Sjóvá til Vafnings þegar hann hætti hjá Sjóvá. Fyrir liggur hins vegar að lánin voru afskrif- uð og er ólíklegt að Karl, sem var stærsti eigandi og stjórnarformað- ur félagsins, hafi ekki vitað þetta. Þrátt fyrir þekkingarleysi Karls á lánveitingunum til Vafnings voru fjármunirnir sem þangað runnu notaðir til að kaupa eignir sem voru í eigu Sjóvár sem síðan voru veðsettar til að bjarga hlutabréfum sem félag í þeirra eigu, Þáttur Inter- national, átti ásamt Einari og Bene- dikt Sveinssonum, auk þess sem bréfum Racon í Moderna var bjarg- að frá veðkalli Morgan Stanley. Einkennilegt að lána svo mikið Heimildir DV herma að í yfirheyrsl- unum hafi verið bent á að óvarfærið hafi verið að á einum degi hafi Sjó- vá lánað upphæð sem var 150 pró- sent af eigin fé tryggingafélagsins árið 2007, en það mun hafa ver- ið rúmir 10,5 milljarðar króna, auk þess sem upphæðin sem lánuð var var nærri 70 prósent af vátrygginga- skuld félagsins, eða bótasjóðnum svokallaða. Inni í bótasjóði Sjóvár voru 23,5 milljarðar í árslok 2007. En eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Sjóvá meðal ann- ars til rannsóknar vegna þess að upp komst að tíu milljarða króna hafi vantað í bótasjóðinn eftir að skilanefnd Glitnis tók trygginga- félagið yfir. Íslenska ríkið þurfti að lána nærri tólf milljarða króna inn í tryggingafélagið síðasta sumar til að bjarga því frá þroti þar sem Sjóvá vantaði 10 milljarða til að eiga fyrir vátrygg- ingaskuldinni. Karl mun aftur á móti hafa verið á annarri skoðun þar sem hann leit svo á að telja ætti nærri 70 milljarða útlán með eignum þegar lánveitingarnar út úr Sjóvá þennan dag væru metnar. Þegar til þessa væri litið væru lánveitingarn- ar ekki óvar- 12 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR KARL KENNIR ÖÐRUM UM INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Í yfirheyrslum hjá saksóknara í ágúst í fyrra sagðist Karl Wernersson ekki hafa vitað um 15,7 milljarða króna lánveitingar frá Sjóvá í lok febrúar 2008. Meðal annars fóru lán in til eign- arhaldsfélagsins Vafnings sem eigendur Milestone áttu ásamt Benedikt og Einari Sveinssyni. Karl mun hafa sagt í yfirheyrslunum að hann hafi lítið vitað um fjárfest- ingar og lánveitingar Sjóvár. Í stað þess benti Karl ítrekað á Þór Sigfússon. Almennt séð mun Karl hafa verið sérlega óhjálpleg- ur í yfirheyrslunum og sagt er að hann hafi lítið vitað um það sem starfs- menn sérstaks saksókn- ara spurðu hann um. n Þann 29. febrúar áttu sér stað atburðir hjá Sjóvá sem eru lykilatriði í rann- sókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu og eiganda þess, Milestone. Stór hluti yfirheyrslnanna mun hafa gengið út á að komast að því hvað átti sér stað þennan dag. Þá lánaði Sjóvá dótturfélögum Milestone samtals 15,7 milljarða króna. Þetta var 150 prósent af eigin fé félagsins. Fjármunirnir voru á endanum notaðir til að greiða bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley aftur lán sem bankinn hafði veitt félögum í Milestone-samstæðunni til að kaupa hlutabréf í Glitni og sænska fjármála- og tryggingafyrirtækinu In- vik. Því má segja að bótasjóður Sjóvár hafi verið notaður til að greiða erlendar skuldir sem Milestone-menn, og viðskiptafélagar þeirra Einar og Benedikt Sveinssynir, höfðu stofnað til við Morgan Stanley vegna hlutabréfakaupa. 29. febrúar var lykildagur MILESTONE YFIRHEYRSLURNAR 2. HLUTI UNDRANDI ÓLAFUR Starfsmanni Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara, mun hafa þótt einkennilegt að Karl hafi sagt að hann hafi ekki vitað um lánveitingarnar út úr Sjóvá á árinu 2008. Karl sagði stjórnendur Sjóvár hafa tekið ákvarðanir á grundvelli allsherjarumboðs. BENT Á ÞÓR Karl mun í yfirheyrslunum hafa bent ítrek- að á Þór Sigfússon, forstjóra Sjóvár, og aðra stjórnendur tryggingafélagsins sem munu hafa haft allsherjarumboð til að skuldbinda Sjóvá, meðal annars lána peninga út úr félaginu. Þór skrifaði einn undir marga lánasamninga. FRÉTTIR 22. janúar 2010 FÖSTUD AGUR 13 I 7. FEBRÚAR 2008 n Milestone selur væntanlegum hlut- höfum í Vafningi hluti í félaginu. 8. FEBRÚAR 2008 n Eignarhaldsfélagið Vafningur kaupir fasteignafélag í Makaó af dótturfélagi Sjóvár fyrir 5,2 milljarða. n Eignarhaldsfélagið Vafningur kaupir bresk- an fjárfestingasjóð, KCAJ, af dótturfélagi Sjóvár fyrir 5,4 milljarða. n Bjarni Benediktsson fær umboð frá föður sínum og frænda til að veðsetja hlutabréf BNT, Hafsilfurs og Hrómund- ar í Vafningi. F E B R Ú A R 2 0 0 8 SVONA NOTUÐU ÞEIR SJÓVÁ 29. FEBRÚAR 2008 n Vafningur gerir lánasamning við Sjóvá upp á 10,6 milljarða króna. n Vafningur gerir tvo lánasamn- inga við Glitni banka. Líklegt að Bjarni hafi veðsett Vafningsbréfin út af þessum lánum. n Racon Holding AB fær lán frá Sjóvá upp á rúmlega 41 milljón evra, eða rúmlega 4 milljarða króna. n Racon Holding AB fær lán frá Sjóvá upp á tæplega 850 milljónir króna. n Þáttur International lánar Sjóvá einn milljarð króna. ÁGÚST – NÓVEMBER 2009 n Sérstakur saksóknari spyr eigendur og stjórnendur Sjóvár ítarlega um viðskipti Vafnings. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 FEBRÚAR 2008 n Vafningur fær tæpa 5 milljarða að láni frá eignarhaldsfélaginu sem var í eigu föður Karls og Steingríms Wernerssona. 30. JÚNÍ 2008 n Racon Holding AB fær 629 milljóna króna lán frá Sjóvá. n Racon Holding AB fær 250 milljóna króna lán frá Sjóvá. 2009 2008 D V G R A FÍ K JÓ N IN G I færnar. Karl mun hafa sagt að 10 milljarðarnir sem runnu til Vafn- ings hafi verið notaðir til að greiða skuld á hlutabréfum í Glitni, sem Milestone mun enn hafa haft trú á á þessum tíma, og afgangurinn ver- ið notaður til að fjármagna hluta af kaupum Milestone á sænska fjár- mála- og tryggingafélaginu Invik. Þessar skuldir Vafnings og Rac- on Holding við Sjóvá voru afskrifað- ar samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008, samkvæmt heimild- um DV. Lánin eru því ekki lengur í bókum Sjóvár. Gríðarlegar lánveitingar út úr Sjóvá 2008 Í yfirheyrslunum yfir Karli hjá sak- sóknara mun hafa komið nokkuð á óvart hversu lítið hann gaf sig út fyrir að hafa vitað um lánveitingar og fjárfestingar Sjóvár. Rætt var um marga lánasamninga sem snertu lánveitingar út úr tryggingafélaginu. Í nær öllum tilfellum þar sem hann var spurður um einstaka lán- veitingar og ákvarðanir tengdar Sjó- vá mun hann hafa sagst ekki þekkja málið. Langoftast benti hann á for- stjóra Sjóvár, Þór Sigfússon, Guð- mund Ólason, forstjóra Milestone, og aðra starfsmenn Sjóvár og Mil- estone. Þetta rökstuddi hann meðal ann- ars með því að þetta fólk hefði haft umboð - allsherjarumboð - til að taka ákvarðanir um lánveitingar eða fjárfestingar upp á milljarða króna án þess að leita sam- þykkis stjórnar félagsins og að hann hefði gætt þess í hvívetna að ráða frambærilegt fólk til starfa hjá samstæðunni sem fengi auk þess há laun fyrir störf sín. Af heim- ildum DV um yfir- heyrsl- urnar að dæma er ljóst að á árinu 2008 lán- aði Sjó- vá gríð- arlega háar fjár- hæðir út úr félag- inu og til annarra dótturfé- laga Milestone. Lánasamn- ingarnir um slík viðskipti voru margir og fjárhæð- irnar háar, líkt og lán- ið til Vafnings ber með sér. Ekki er ofsögum sagt að dótturfélög Mil- estone hafi mjólkað Sjó- vá á síðustu mánuðunum fyrir hrun, slíkt var um- fang þessara lánveitinga. Ástæðan fyrir þessum lánveitingum var meðal annars sú að dótturfélög Milestone áttu í erfiðleik- um með að standa í skil- um á þessum lánum, meðal annars við Morgan Stanley og þau þurftu að leita leiða til að endurfjármagna sig. Þetta var svo gert með lánveitingun- um frá Sjóvá og Glitni. Hins vegar gekk embætti sak- sóknara erfiðlega að fá skýringar á þessum viðskiptum frá Karli þrátt fyrir að hann hefði verið allt í senn: Stærsti hluthafi Milestone og stjórnarformaður þess fé- lags sem og Sjóvár. Í nær öllum til-fellum þar sem hann var spurður um einstaka lánveitingar og ákvarðanir tengdar Sjóvá mun hann hafa sagst ekki þekkja málið. VISSI EKKI UM LÁNIN Karl mun hafa sagt í yf- irheyrslunum hjá saksóknara að hann hafi ekki vitað um 15,7 milljarða lán Sjóvár til dótturfé- laga Milestone í lok febrúar 2008. Samt var hann stjórnarformaður beggja félaganna. Almennt munu svör Karls ekki hafa verið upplýsandi. Eignarhald 48,8% 12,1% 39,1% MILESTONE 100% n SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) - 48,8% n Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveinsson, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl. og Sáttur/ Guðmundur Ólason) - 39,1 % n Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur, Hafsilfur) - 12,1% Þáttur International og Vafningur Sjóvá n Milestone100% 2 MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 FRÉTTIR Um helmingur af rúmlega 30 millj- arða tapi tryggingafélagsins Sjóvár á árinu 2008 var tilkominn vegna lánanna sem veitt voru til Vafnings og Racon Holding 29. febrúar 2008. Lánin voru afskrifuð í ársreikningi Sjóvár fyrir árið 2008. Þetta er meðal þess sem Guð- mundur Ólason, fyrrverandi for- stjóri Milestone, mun hafa sagt í fimm klukkustunda langri yfir- heyrslu hjá sérstökum saksóknara í ágúst í fyrra. Yfirheyrslan yfir Guð- mundi mun hafa verið sú langmest upplýsandi af þeim yfirheyrslum sem haldnar voru yfir stjórnendum og eigendum Sjóvár í fyrra hjá sér- stökum saksóknara í tengslum við rannsókn á mögulegum brotum á lögum um hluta- og tryggingafélög. Lánin og afskriftirnar á þeim eiga þátt í að skýra mikið tap Sjóvár á ár- inu og útskýra af hverju vantaði að minnsta kosti 10 milljarða í eigna- safn Sjóvár til að félagið gæti staðið við vátryggingaskuldbindingar sín- ar gagnvart viðskiptavinum sínum þegar skilanefnd Glitnis tók félagið yfir í fyrra. Íslenska ríkið þurfti svo að leggja félaginu til 12 milljarða króna til að félagið gæti staðið við þessar lögbundnu skuldbindingar sínar. Guðmundur var lykilmaður á bak við fjárfestingastefnu Milestone og Sjóvár, ásamt aðaleigandanum Karli Wernerssyni og Jóhannesi Sigurðs- syni, aðstoðarforstjóra Milestone. Áhrif Guðmundar í Milestone-sam- stæðunni voru líkast til það mikil að Steingrímur Wernersson, sem átti 40 prósenta hlut í Milestone á móti Karli bróður sínum, mun hafa haldið því fram í yfirheyrslu hjá saksóknara að fjárfestingum úr bótasjóði Sjóvár muni hafa verið stjórnað frá skrif- stofu Guðmundar á Suðurlands- brautinni. Gat ekki svarað um afgang tapsins Í yfirheyrslunum mun Guðmundur hafa átt í erfiðleikum með að svara því hver skýringin var fyrir afgang- inum af tapinu hjá Sjóvá árið 2008, um 15 milljörðum króna. Þess skal auðvitað getið að Guðmundur var forstjóri Milestone, sem átti Sjóvá, í árslok 2008 sem og stjórnarmaður í Sjóvá. Þrátt fyrir þetta er mögulegt að rekja megi meirihlutann af tapi Sjó- vár til fjárfestingaverkefna Miles- tone þó svo að Guðmundur hafi ekki getað staðfest það í yfirheyrslunum. Líkt og áður hefur verið greint frá lánaði Sjóvá eignarhaldsfélögunum Vafningi og Racon tæpa 16 milljarða 29. febrúar 2008. Félögin þurftu að endurgreiða fjárfestingabankanum Morgan Stanley vegna lána sem tek- in höfðu verið til að kaupa hlutabréf í Glitni annars vegar og sænka fjár- mála- og tryggingafélaginu Invik hins vegar. Guðmundur mun hafa greint frá því í yfirheyrslunum að Milestone hafi lagt Racon til 50 milljarða eigin- fjárframlag þegar félagið keypti Invik árið 2007. Heildarkaupverðið var 70 milljarðar og voru hinir 20 teknir að láni frá Morgan Stanley sem bank- inn vildi fá endurgreidda í ársbyrjun 2008. Guðmundur mun hafa upplýst að milljarðarnir fimm sem Racon fékk að láni hafi verið fyrir Morgan Stanley. Guðmundur var hins veg- ar ekki með það á hraðbergi í yfir- heyrslunum hvernig hinir milljarð- arnir 15 af láninu frá Morgan Stanley til Racon voru endurfjármagnaðir. Tvær ástæður fyrir tapi Sjóvár Þrátt fyrir að Guðmundur hafi sagt að hann gæti ekki munað hvernig 15 milljarðar af 20 milljarða láninu frá Morgan Stanley voru endurfjár- magnaðir mun hann hafa sagt að tvær ástæður væru fyrir því af hverju Sjóvá hefði tapað svona miklu árið 2008. Annars vegar mætti rekja tap- ið til Racon Holding, sem fjárfest hafði í Invik, og hins vegar til taps- ins á verði hlutabréfa Þáttar Inter- national í Glitni. Wernersbræður áttu Þátt International með Einari og Benedikt Sveinssonum og áttu hinir fyrrnefndu 5 prósent af 7 prósenta hlut félagsins í Glitni á meðan þeir Sveinsbræður áttu 2 prósenta hlut. Verið var að endurfjármagna bæði þessi félög með lánunum frá Sjóvá og Glitni 29. febrúar og í báð- um tilfellum var verið að gera það vegna þess að erlendur fjárfestinga- banki, Morgan Stanley, vildi ekki endurfjármagna lán félagsins vegna þess að strax í ársbyrjun 2008 voru blikur á lofti um að íslenska fjár- málakerfið væri að fara á hliðina. Erlendir bankar einfaldlega lokuðu á íslensk fyrirtæki og eignarhaldsfé- lög og mun Guðmundur hafa orðað það svo að hlutabréf í íslenskum fjár- málafyrirtækjum hafi alls ekki verið vinsæl vara á þessum tíma. Glitnir greiddi lánið frá Morgan Stanley Lendingin var því sú að lokum, sam- kvæmt því sem Guðmundur mun hafa haldið fram í yfirheyrslun- um, að lánið sem Vafningur fékk frá Glitni gegn veði í eignum Vafnings var notað til að endurgreiða Morg- an Stanley lánið sem Þætti Inter- national hafði verið veitt um ári áður þegar félagið keypti bréfin í Glitni. Guðmundur mun hafa sagt að fjár- festing Þáttar í Glitni hafi verið upp á 30 milljarða króna og að 15 millj- arðar króna hafi verið teknir að láni frá Morgan Stanley gegn veði í Glitn- isbréfunum. Eftir að þessi viðskipti voru um garð gengin átti Glitnir hins vegar veð í eignum Vafnings, sem var í eigu Wernersbræðra og þeirra Sveins- sona, en líkt og DV hefur greint frá var það Bjarni Benediktsson, son- ur Benedikts og stjórnarformaður BNT á þessum tíma, sem veðsetti hlutabréfin í félaginu hjá bankan- um. Hlutabréf Þáttar í Glitni stóðu hins vegar eftir veðbandalaus enda gat Glitnir ekki tekið veð í hluta- bréfum í bankanum sjálfum. Veðið vegna Glitnisbréfanna var því fært frá Þætti yfir í Vafning þegar Morg- an Stanley vildi ekki fjármagna Þátt áfram og Glitnir tók við fjármögnun- inni. Glitnir átti fyrsta veðrétt í eign- um Vafnings. Sjóvá fékk hins vegar greitt frá Vafningi fyrir eignirnir sem lagðar voru inn í félagið - lúxusturninn í Makaó og fjárfestingasjóðinn KCAJ - með skuldabréfi á tryggingafélagið. Sjóvá átti hins vegar einungis ann- an veðrétt, á eftir Glitni, í þessum eignum Vafnings. Ansi mikið var því gert úr þessum eignum sem seldar voru inn í Vafning til að búa til veð- hæfi til endurfjármagna Þátt Inter- national og Vafning. Vafningur hefur því bæði skuldað móðurfélagi sínu Sjóvá fyrir eignirnar sjálfar auk þess sem þessar sömu eignir voru tvíveð- settar Glitni og tryggingafélaginu. Með þessu móti náðu eigendur Þátt- ar International og Racon hins vegar að halda í hlutabréf sín í Glitni og In- vik í nokkra mánuði í viðbót. Fór ekki fyrir stjórn Þessi mikli órói sem greip um sig hjá íslenskum fyrirtækjum og félögum í kjölfar þess að erlend fjármálafyrir- tæki byrjuðu að loka á þau í ársbyrj- un varð til þess, samkvæmt því sem Guðmundur sagði í yfirheyrslunum, að menn hafi verið að vinna að því að dag og nótt að endurfjármagna lán sín til að varna því að íslenska fjármálakerfið færi á hliðina. Ef Morgan Stanley hefði leyst til sín bréf Milestone í Invik, sem og bréf Þáttar International í Glitni, hefði það getað haft gríðarleg keðju- verkandi áhrif á fjármálakerfið í heild sinni, að sögn Guðmundar, auk þess sem Milestone hefði þurft að taka á sig 5-7 milljarða króna högg á erfiðum tímum. Önnur erlend fjármálafyrirtæki hefðu einnig getað gripið til þess ráðs að endurfjármagna ekki lán til annarra félaga og eignarhaldsfélaga og trúverðugleiki íslenska fjármála- kerfisins hefði beðið enn frekari hnekki. Enn fremur hefði Morgan Stanley staðið eftir með 7 prósenta hlut í Glitni í höndunum sem hann hefði þurft að selja á brunaútsöu á markaði sem aftur hefði valdið verð- Vitnisburður Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, mun vera sá mest upplýsandi í Mile stone-málinu. Hann gaf greinargóða mynd af viðskiptum Sjóvár og Vafnings. Guðmundur sagði viðskiptin gerð til að koma í veg fyrir mikla kerfisáhættu. Hrunið var í augsýn í ársbyrjun 2008 að sögn Guðmundar. MILESTONE YFIRHEYRSLURNAR 3. HLUTI INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Glitnir var því hafður með í ráðum, samkvæmt Guðmundi, um hvern- ig hægt væri að leysa úr þessari endurfjár- mögnun til þess að koma í fyrir þessa eignarýrnun og kerfis- áhættu. n Steingrímur Wernersson segir að fjárfestingum Sjóvár hafi verið stjórnað frá skrifstofu Guðmundar Ólasonar, forstjóra Milestone, á Suðurlandsbrautinni. Ástæðan fyrir því að umfjöllunin um veðsetn- inguna á bótasjóði Sjóvár hefur vakið svo mikla athygli er sú að það kann að varða við lög hvernig eigendur Milestone ráðstöfuðu sjóðnum, eða vátryggingaskuld félagsins. Vátrygginga-skuldin er þeir fjármunir sem reiknað hefur verið út að tryggingafélagið þurfi vegna skuldbindinga sinna, meðal annars gerðra vátryggingasamninga við viðskiptavini félagsins sem eiga að geta fengið greitt úr sjóðnum ef þeir lenda í óhöppum. Þetta kemur fram í 34. laga um vátryggingastarfsemi. Í lok árs 2007 var þessi vátryggingaskuld Sjóvár rúmir 23 milljarðar króna en um mitt ár 2009 vantaði 10 milljarða í eignasafn Sjóvár til að félagið ætti fyrir skuldinni. Sjóvá átti því ekki nægilegar eignir upp í skuldina, meðal annars tryggingar almennings. Íslenska ríkið þurfti að lána Sjóvá 12 milljarða til að eiga fyrir vátryggingaskuldinni. Í tilfelli Sjóvár mun málið snúast um hvort nægar eignir hafi verið inni í félaginu og eins hvort þær eignir sem félagið átti að eiga hafi í raun verið eign félagsins eða hvort búið hafi verið að ráðstafa þeim annað eða veðsetja þær.Ef tryggingafélag fylgir ekki 34. greininni skal Fjármálaeftirlitið gera athuga-semd, samkvæmt 90. grein laganna, og veita félaginu frest í tiltekinn tíma til að ráða bót á málinu. Ef ekki er brugðist við athugasemd félagsins er hægt að dæma stjórnendur, og/eða eigendur félagsins, til fjársekta og eða refsingar samkvæmt 99. grein laganna. Veðsetning bótasjóðsins n Eitt af því sem Guðmundi Ólasyni mun hafa verið tilkynnt er að rannsóknin á þætti hans í rekstri Milestone snúist um möguleg brot á 104. grein hlutafé-lagalaga. Sú grein snýst um ólögmætar lánveitingar frá hlutafélögum. Meðal annars snýst greinin um lánveitingar frá hlutafélögum til hluthafa, stjórnar-manna og framkvæmdastjóra. Yfirheyrslurnar og hlutafélagalög n Eitt af því sem Guðmundur Ólason mun hafa greint frá í yfirheyrslunum er af hverju nafninu var breytt á eignarhaldsfélaginu Vafningi. Hann mun hafa haldið því fram að Vafningsnafnið hafi ekki fallið í neitt sérstaklega góðan jarðveg hjá mönnum. Þess vegna var nafni félagsins breytt í Földung skömmu eftir að febrúarviðskiptin áttu sér stað. Vafningur féll ekki í góðan jarðveg RISATAP VEGNA VAFNINGS Áttu 2 prósent Guðmundur mun hafa upplýst í yfirheyrslunum að af 7 prósenta hlut Þáttar International í Glitni hafi Engeyingarnir Benedikt og Einar Sveinssynir áttu 2 prósent. Það var vegna hættunnar á að tapa þessum 2 prósenta hlut sem Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veðsetti bréfin í Vafningi í febrúar 2008. Lykilmenn Guðmundur Ólason og Karl Wernersson voru lykilmennirnir í fjárfestingum Milestone á árunum fyrir hrunið. „Þetta svínvirkar og persónulega líð- ur mér mun betur eftir að hafa unnið þetta verkefni,“ segir Bóas Arnarson, 21 árs verðandi hönnuður á Akur- eyri, sem hefur hannað motturnar Innrás 2010 fyrir fólk sem vill fá út- rás fyrir reiði sína gagnvart banka- hruninu. „Helstu útrásardólgarn- ir munu prýða motturnar en þegar hef ég fengið þrjár týpur úr prentun og von er á fleirum,“ segir Bóas sem fékk hugmyndina í fyrra þegar hann var í námi á listnámsbraut við Verk- menntaskólann á Akureyri en Bóas varð að hætta í skóla um áramótin þar sem hann hafði ekki efni á frek- ari skólagöngu í bili. Með sterka réttlætiskennd „Ég hef alltaf fylgst vel með pólitík og ég er líka með sterka réttlætiskennd og það fýkur rosalega í mig þegar ég pæli í hruninu. Mitt takmark er ekki að breyta heiminum heldur vil ég skapa umræður því mér finnst fólk ekki nægilega upplýst um hversu illa almenningur var tekinn. Ég hef þurft að hlusta á að ég sjálfur hafi ekki lent illa í þessu en sannleikur- inn er að hrunið snertir okkur öll. Ég var hvorki með húsnæðislán né bíla- lán í erlendri mynt en ástandið hef- ur áhrif á mig, með hærri sköttum, hærri námslánum og til dæmis bara í listnáminu máttum við ekki nota meira efni því skólinn var að spara. Ég ætla mér ekkert að græða á þessu heldur lít á þessar mottur sem listrænan gjörning til að túlka álit mitt á siðleysi útrásarvíkinganna,“ segir Bóas, en Björgólfsfeðgar prýða fyrstu tvær motturnar og fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, ásamt Kjartani Gunnarssyni, sérstaka Ice- Fail-mottu. Á mottu Björgólfs Thors er vitnað í Nixon í Watergate-mál- inu: „I’m not a crook“ og á mottu Björgólfs eldri vitnar Bóas í Bob Dyl- an: „Steal a little and they call you a thief, steal a lot and they make you king.“ Erum þakklátari fyrir vikið Þrátt fyrir allt segist Bóas bera blendnar tilfinningar til þeirra sem FRÉTTIR 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 3 HRUNIÐ SNERTIR OKKUR ÖLL Ungur Akureyringur, Bóas Arnarson, hefur hannað mottur með andlitum útrásarvíkinganna til að túlka álit sitt á siðleysinu sem hann segir hafa viðgengist í góðærinu. Tilgangur mottnanna er að fólk geti fengið útrás fyrir reiði sína vegna bankahrunsins. Innrás 2010 Bóas kallar verkefnið Innrás 2010 og er að svara fyrir sig með mottun-um. Björgólfsfeðgar og bankastjórar Landsbankans ásamt Kjartani Gunnarssyni prýða fyrstu motturnar en von er á fleiri týpum. MYND BJARNI EIRÍKSSON Reiður Bóas Arnarsson er 21 árs Akureyringur sem er reiður vegna hrunsins sem hann segir snerta alla Íslendinga. MYND BJARNI EIRÍKSSON hann segir eiga sök á hruninu. „Þótt ég sé reiður er ég líka þakklátur fyrir að gjörðir þessara útrásardólga hafi opnað augu mín fyrir þessum góð- ærislífsstíl. Ég tók þátt upp að vissu marki og var ekki nema 18 ára þeg- ar ég labbaði inn í banka og bað um 400 þúsund króna yfirdrátt, sem ég fékk. Í dag veit ég betur og kann að meta hverja krónu og mér líður miklu betur fyrir vikið. Þessi upplif- un hefur styrkt mig og ég heyri það í kringum mig að fólki er að vissu leyti létt. Nú erum við þakklátari fyrir það sem við höfum og það er það eina já- kvæða sem ég sé við hrunið.“ Motturnar eru ekki komnar í sölu í verslunum en hægt er að nálgast Bóas í gegnum Facebook. indiana@dv.is lækkun á hlutabréfum í bankanum og hugsanlega hraðað falli hans. Glitnir var því hafður með í ráðum, að sögn Guðmundar, um hvernig hægt væri að leysa úr þess- ari endurfjármögnun til þess að koma í veg fyrir þessa eignarýrn- un og kerfisáhættu. Reyndar mun Guðmundur hafa orðað það svo allir sem höfðu hagsmuni að gæta í málinu hefðu komið að viðræð- unum um lausn málsins. Vafnings- viðskiptin hafa því verið á vitorði margra. Guðmundur mun því hafa út- skýrt það sem svo að þessi órói og þessi hætta á kerfishruni á Íslandi hafi orðið þess valdandi að lán- veitingarnar út úr Sjóvá til Vafnings og Racon hafi ekki farið fyrir stjórn tryggingafélagsins. Svo mikið hefði legið á að ganga frá lánveitingun- um til að koma í veg fyrir að Morg- an Stanley leysti bréfin til sín með veðkalli. Guðmundur viðurkenndi hins vegar að lánveitingarnar út úr Sjó- vá þennan dag hafi alls ekki ver- ið þægilegar fyrir tryggingafélagið en skilja má hann sem svo að þær hafi verið þrautalending þegar Rac- on og Þáttur áttu ekki í önnur hús að venda. Kerfið að falla saman Þau orð sem Guðmundur lét falla í yfirheyrslunum benda því til þess að strax í ársbyrjun 2008, að minnsta kosti, hafi eigendur og stjórnendur stórra eignarhaldsfé- laga á Íslandi gert sér grein fyrir því að íslenska efnahagskerfið hafi ver- ið að falli komið. Líta má því svo á að viðskiptin sem tengdust lán- veitingunum út úr Sjóvá þennan dag hafi snúist um að Milestone hafi verið að kaupa sér tímabund- inn gálgafrest með því að færa lán sín úr erlendum banka og yfir í ís- lenska efnahagskerfið. Ljóst er hins vegar að þó að þetta hafi verið tíma- bundin varnaraðgerð gat íslenska fjármálakerfið ekki staðið undir því til lengri tíma að taka við fjármögn- un þessara félaga. Reyndar mun Guðmundur hafa rætt um það í yfirheyrslunum að strax í ársbyrjun 2007 hafi Miles- tone viljað minnka fjármögnun sína hér á Íslandi til muna og leita frekar til erlendra aðila eftir fjármögnun. Hann mun hafa sagt að Milestone hafi gert heilmikið á árinu 2007 til að breyta samkvæmt þessari stefnu og að 85 til 90 prósent af eignum fé- lagsins hafi verið erlendis og um 80 prósent fjármögnunar þess. Ástæð- an sem Guðmundur gaf fyrir þess- ari skoðun stjórnenda Milestone á árinu 2007 var að þeir hafi ekki haft trú á því að íslenska fjármálakerfið myndi standa undir sér. Samkvæmt þessum orðum Guðmundar munu sumir fjárfestar því hafa séð hrunið við sjóndeildarhringinn strax árið 2007. Viðskipti eins og þau sem Sjóvá stóð í við Vafning og Racon í febrúar 2008 frestuðu hins veg- ar þessu óhjákvæmilega hruni að öllum líkindum um nokkra mán- uði en veiktu jafnframt enn frekar stöðu íslensku bankanna með því að fá frá þeim lánsfé sem orðið var af skornum skammti vegna lokunar erlendra fjármálafyrirtækja á lán til Íslands. 22. janúar 2010 25. janúar 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.