Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 FRÉTTIR
Mannskæðar
vetrarhörkur
Undanfarna daga hafa tugir
manns látið lífið í Mið- og Aust-
ur-Evrópu vegna mikilla kulda.
Mikið fannfergi hefur verið víða
í vesturhluta Tyrklands, Búlgar-
íu og Rúmeníu og hefur valdið
einangrun þorpa og umferðar-
öngþveiti.
Í Rúmeníu létust 22, en þar
hafa vegir lokast og frost farið
niður í 32 gráður. Ellefu manns
dóu um helgina í Póllandi og er
fjöldi þeirra sem dáið hafa þar
vegna vetrarhörkunnar kominn
yfir 200.
Flestir þeirra sem hafa dáið
voru heimilisleysingjar eða
eldra fólk.
Átök vegna lok-
unar sjónvarps-
stöðva
Lögreglu og mótmælendum
laust saman í nokkrum borgum
Venesúela í gær eftir að lokað
var fyrir útsendingar sjónvarps-
stöðvarinnar RCTV sem er ekki
fylgitöm Hugo Chavez forseta
landsins.
Samkvæmt fregnum lét einn
námsmaður lífið í borginni Mer-
ida og nokkrir lögreglumenn
slösuðust í átökum hópa sem
voru annars vegar fylgjandi for-
setanum og hins vegar andvígir
honum.
RCTV er ein sex kapalstöðva
sem hefur verið lokað fyrir þær
sakir að hafa ekki sent beint frá
ræðuhöldum Chavez.
Picasso rifinn
Listaverkaunnandi reif fyr-
ir slysni málverk eftir Picasso
á Metropolitan-safninu í New
York. Málverkið sem um ræðir
er „The Actor“ og er það metið
á 130 milljónir Bandaríkjadala,
16,5 milljarða króna.
Óhappið gerðist með þeim
hætti að kona nokkur missti
jafnvægið og reif fimmtán senti-
metra rifu á neðra hægra horn
verksins og hrósa starfsmenn
safnsins happi yfir því að rifan
kom ekki á miðju verksins.
Picasso málaði verkið vetur-
inn 1904–1905 og er það talið
marka skil bláa og rauða tíma-
bils málarans.
Barnaverndarsamtök hafa verulegar
áhyggjur af eftirmálum jarðskjálft-
ans á Haítí. Þúsundir barna fylla göt-
ur höfuðborgarinnar Port-au-Prince
og neyðast til að sjá um sig sjálf. Fyr-
ir skjálftann blómstraði verslun með
börn og hætta er á að ástandið ver-
sni til muna nú þegar skólar eru lok-
aðir, velferðarkerfið í rúst og innviðir
samfélagsins í molum. Óreiða ein-
kennir störf lögreglunnar og til að
bæta gráu ofan á svart tókst 4.000
glæpamönnnum að flýja úr fangelsi
í kjölfar skjálftans.
Nadine Perrault, fulltrúi barna-
hjálpar Sameiðu þjóðanna á svæð-
inu, fer ekki í grafgötur með áhyggjur
sínar. „Það er fjöldi vísbendinga um
skjótar aðgerðir mansala sem svífast
einskis,“ sagði Nadine Perrault. Að
hennar mati hefur öngþveitið skap-
að „meiriháttar tækifæri fyrir geng-
in“.
Mansalar og melludólgar
Jon Bugge, framkvæmdastjóri sam-
skiptadeildar Save the Children,
tók í sama streng á vefsíðu The Ti-
mes: „Jafnvel fyrir jarðskjálftann var
Haítí hættulegur staður fyrir börn
og núna er það enn hættulegra. Þau
eru ótrúlega berskjölduð gagnvart
svívirðu, misnotkun eða skaða.“
Í bráðabirgðabúðum sem komið
hefur verið upp á fótboltavelli í Del-
mas eru um 450 fjölskyldur. Þar er
einnig að finna á fjórða tug barna
sem hafa annaðhvort misst eða orð-
ið viðskila við foreldra sína.
Blemurned Junior, yfirmað-
ur búðanna, deilir áhyggjum með
Nadine Perrault og Jon Bugge og
segir börnin í hættu vegna mögu-
legrar misnotkunar. „Þau gætu fall-
ið í hendur mansala og melludólga
– sérstaklega stúlkurnar,“ sagði Jun-
ior.
Samkvæmt The Times eru nú
þegar óbeinar vísbendingar um að
mansal sé hafið í því öngþveiti sem
ríkir í höfuðborginni og flugvöllur
hennar sé nýttur af fólki sem standi
í ólöglegum ættleiðingum, stund-
um velviljuðum útlendingum sem
vilja aðstoða fórnarlömb jarðskjálft-
ans.
Haft er eftir hjálparstarfsfólki að
sést hafi til flottra bíla sem sé rennt
upp að leiguflugvélum og skilin séu
Að mörgu er að hyggja á Haítí nú þegar leit að lifandi fólki í rústum hefur verið form-
lega hætt. Eitt þeirra mála sem brenna á starfsfólki hjálparstofnana snýr að örlögum
fjölda barna sem misst hafa foreldra sína eða samband við þá. Ítalskur embættismaður
gagnrýnir Bandaríkjamenn og segir þá rugla saman hernaðaríhlutun og neyðaraðstoð.
HAÍTÍSK BÖRN Í HÆTTU
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Pólverjinn Josef Guzy, 76 ára, má
kallast stálheppinn. Búið var að
kistuleggja Josef, enda hafði hann
hnigið niður fyrr um daginn og verið
úrskurðaður látinn af lækni.
Í sömu andrá og innsigla átti kist-
una bar hin syrgjandi ekkja fram þá
bón að fá í hendurnar hálsmen eig-
inmanns síns sáluga auk þess sem
tengdasonur hans vildi fá úrið hans
sem minjagrip.
Þegar útfararstjórinn seildist eft-
ir hálsmeninu fannst honum sem
hann fyndi veikan púls og við nánari
athugun kom í ljós að herra Guzy var
í reynd á lífi. Nú þurfti snör handtök
og Guzy var fluttur á bráðamóttöku
og sami læknir og hafði úrskurðað
hann látinn komst að því að púlsinn
mældist 20 til 30 slög á mínútu. Josef
Guzy náði fullri heilsu eftir nokkrar
vikur og getur prísað sig sælan fyr-
ir að konan hans vildi fá hálsmen-
ið, tengdasonurinn úrið og að út-
fararstjórinn, Darius Wysluchato,
fyrrverandi námaverkamaður, hafði
lært fyrstu hjálp.
Darius Wysluchato lýsti því síðar
hvernig honum brá við þegar hann
fann púls í „líki“ sem hann hafði fyrr
um daginn, ásamt aðstoðarmanni
sínum, komið fyrir í kistu.
„Þegar við komum hafði maður-
inn legið sveipaður ábreiðu í nokkra
klukkutíma. Rétt áður en loka átti
kistunni bað fjölskylda hans um
nokkra dýrmæta hluti af líkinu. [...]
Eitthvað fékk mig til að snerta háls-
inn og ég varð fyrir áfalli. Ég athug-
aði það aftur og hrópaði: Það er púls!
[...] Guð minn góður. Þetta er krafta-
verk,“ sagði útfararstjórinn.
Jósef Guzy, sem er býflugna-
bóndi, sýndi útfararstjóranum þakk-
læti sitt þegar hann losnaði af spítala
og færði honum fötu af hunangi.
Kistu lokað, sviðsett mynd ýflugnabóndinn Jósef Guzy getur þakkað sínum sæla.
MYND AFP
Pólverjinn Josef Guzy slapp með skrekkinn í eigin kistulagningu:
Reis upp frá dauðum