Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Blaðsíða 17
Hver er maðurinn? „Sigurður
Atlason.“
Hvað drífur þig áfram? „Bjartsýni og
glaðværð.“
Hver er fyrsta minning þín úr
æsku? „Mig minnir að það hafi verið
þegar ég var að ganga eftir götusteini
þegar ég var lítill, raulandi lag eftir
Karlakórinn á Siglufirði sem var vinsælt
þá. Lagið fjallaði eitthvað um að kyssa
steina og ég elti þennan stein daglangt
og söng stef úr því.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Lambakjöt a la amma.“
Hverju ertu stoltastur af? „Ég er
stoltastur af afastelpunum mínum.“
Hvernig er að vera Strandamaður
ársins 2009? „Það er ágætistilfinning.
Það er alltaf gott að það veki athygli að
fólk úti á landi skuli gera hluti sem tekið
er eftir. Þessar hvunndagshetjur eru í
uppháhaldi.“
Hvers vegna galdrar? „Íslenskur
galdur er hluti af okkar menningu.
Fallegast við hann er að hann gengur
út á að gera morgundaginn bærilegri
en gærdaginn. Hugsunarháttur sem
skiptir svo miklu máli. Það felst svo
mikil bjartsýni í galdrinum þó að einn
og einn galdur feli í sér að gera eitthvað
slæmt.“
Stundar þú galdra? „Ég stunda
galdra á hverjum degi. Í þeirri merkingu
sem hver vill skilja. Ég hef alltaf trú á
morgundeginum.“
Myndirðu kalla sjálfan þig
ofvirkan? „Nei, ég held ekki. Ég heyrði
umræðu um daginn og þar var komist
að þeirri niðurstöðu að ég væri það
ekki.“
Hver eru helstu áhugamál þín?
„Það er samfélag og framgangur
ferðaþjónustu.“
Hvað er fram undan? „Næsta verk-
efni mitt er að vinna að ráðstefnu um
umhverfisvottaða Vestfirði í apríl og svo
auðvitað að halda upp á tíu ára afmæli
Galdrasýningarinnar á Ströndum.“
HEFUR ÞÚ GEFIÐ TIL HAÍTÍ-SÖFNUNAR?
„Nei, en ég ætla að gera það.“
LILJA EÐVARDSDÓTTIR
53 ÁRA, ATVINNULAUS
„Nei, ég bíð eftir að geta gefið.“
INGVELDUR EYJÓLFSDÓTTIR
47 ÁRA, VINNUR Í VERSLUN
„Ég er ekki búinn, en hyggst gera það.“
EÐVARÐ ÞÓR GRÉTARSSON
29 ÁRA, SJÓMAÐUR
„Nei, því miður. Ég á það eftir.“
ARNDÍS SUMARLIÐADÓTTIR
59 ÁRA, VINNUR Á
DVALARHEIMILINU HOLTSBÚÐ
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
SIGURÐUR ATLASON var á
dögunum kosinn Strandamaður
ársins 2009. Framlag hans til menn-
ingar, ferðaþjónustu og afþreyingar á
Ströndum er ómetanlegt að mati
kjósenda. Hann var framkvæmda-
stjóri Strandagaldurs í fyrra ásamt því
að leggja hinum ýmsu atburðum lið.
GALDRAR HLUTI AF
MENNINGUNNI
„Já, ég gaf í símasöfnun.“
ÞÓRÐUR ÞRASTARSON
28 ÁRA, VINNUR Á HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI
MAÐUR DAGSINS
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið
þó ekki væri nema snefil ábyrgðar á
gjörðum sínum eftir 18 ára stjórnar-
setu, sýnt auðmýkt og samstarfsvilja,
væri hann ekki upptekinn við það nú
að baka þjóðinni hámarkstjón öðru
sinni á tveimur árum.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði
tekið eigin endurreisnarskýrslu al-
varlega frekar en að láta Davíð Odds-
son ganga frekjulega yfir sig á skítug-
um skónum á landsfundi í lok mars
í fyrra, væri öðruvísi umhorfs nú,
bæði á stjórnmálasviðinu og í efna-
hagslífi þjóðarinnar.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft
vit á því að styðja Icesave-niðurstöð-
una síðastliðið sumar allt til enda,
en greiða ekki atkvæði gegn henni
á þingi, hefði þingflokkurinn áreið-
anlega látið skynsemina ráða þegar
kom að því að semja við Hollendinga
og Breta um niðurstöðu Alþingis.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði
stutt Icesave-samninginn um ára-
mótin hefði forseti Íslands aldrei
þorað að vísa málinu til þjóðarinnar.
Hann hefði þá heldur aldrei fengið
átyllu til þess að fela ákvörðun sína
á bak við einhver álitamál um meiri-
hluta eða minnihluta á þjóðþinginu.
Vitstola þjóð
Icesave er að þessu leyti stærsta og
örlagaríkasta smjörklípan í lífi þjóð-
arinnar.
Henni var klínt í strokinn feld for-
setans. Hann brást við klípunni með
því að vísa málinu til þjóðarinnar
sem dregið hefur á langinn uppgjör-
ið við Sjálfstæðisflokkinn, þetta vígi
sérhagsmunanna og forréttindanna.
Samt fékk hann í hendur bréf og
varnaðarorð, meðal annars frá Frið-
riki Má Baldurssyni hagfræðingi.
Það er einnig í hæsta máta und-
arlegt að hefja beint lýðræði skyndi-
lega til vegs um lánskjör í útlöndum
en sniðganga fulltrúalýðræðið í leið-
inni. Auðvitað er reynandi að semja
um breytilega vexti í stað fastra 5,5
prósenta vaxta. En það er fráleitt að
leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu um
það eitt.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um vexti?
Er þjóðin orðið viti sínu fjær?
Á sama tíma lætur nærri að þrota-
bú Landsbankans standi undir Ice-
save-kröfunum. Með fyrirsjáanleg-
um bata í Bretlandi og uppgangi í
London í tengslum við Ólympíuleik-
ana þar í borg árið 2012 er alls ekki
óraunhæft að heimtur upp í Icesave-
höfuðstólinn verði 95 til 100 prósent!
Ólafur Ragnar kannast áreiðan-
lega við svartsýni finnska heimspek-
ingsins Georgs Henriks von Wright
um lýðræði og hnattvæðingu:
„Menn geta enn haldið fast við þá
trú að þróun samfélags í átt til auk-
ins lýðræðis séu framfaraspor á leið
til hamingju. Ég er sjálfur hallur und-
ir þá trú. Ég dreg þó í efa að áfram-
haldandi framfarabraut iðnvæðing-
ar verði sigurför lýðræðis – nema þá
ef til vill í algerlega formlegri og þar
með inntaksrýrri merkingu. Hug-
myndin um slíkt er goðsögn – rétt
eins og sú ímyndun að meiri rann-
sóknir og betri tækni geti afstýrt
þeirri ógnun við tilveru okkar sem
þær hafa sjálfar sært fram.“
Snautleg stjórnsýsla
Auk heldur neyðist þjóðin til að taka
við skoðunum um Icesave ofan úr
Hæstarétti þar sem því er lýst að ís-
lenskir stjórnmálaflokkar ættu að
sameinast um að réttað verði í Ice-
save-málinu fyrir íslenskum dóm-
stóli. Eða gerðardómi sem væri rétt-
látlega og hlutlaust skipaður. Dæma
helst í leiðinni um beitingu bresku
hryðjuverkalaganna og gildistöku ís-
lensku neyðarlaganna. „Víst má telja
að Bretar og Hollendingar muni taka
vel í þessa afstöðu Íslands enda eru
þetta hvort tveggja þjóðir sem teljast
til réttarríkja og hafa langa hefð fyr-
ir því að tryggja mönnum aðgang að
dómstólum þegar deilt er um rétt-
indi þeirra og skyldur.“
Vel má skilja að Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttardómari skrifi
undir svona texta í Morgunblað-
inu, blaði Davíðs Oddssonar vin-
ar síns. Verra er að sjá Sigurð Líndal
lagaprófessor emeritus kvitta einnig
undir þennan barnaskap. Viðsemj-
endurnir hafa öll spil á hendi og geta
hindrað dómstólaleiðina eins og
þeim sýnist.
Hér á landi er stjórnsýslan svo
kauðsk og gegnsýrð af subbuskap að
hæstaréttardómurum þykir sjálfsagt
að taka að sér verk úti í bæ gegn þókn-
un og láta skoðanir sínar í ljósi um
pólitísk álitamál þegar það hentar.
Gott væri að eiga forseta sem hefði
meiri áhuga á aðskilnaði dómsvalds,
framkvæmdavalds og löggjafarvalds
en beinu vaxtalýðræði.
Icesave: stærsta smjörklípa sögunnar
KJALLARI
MYNDIN
1 Hosmany Ramos: Enginn
hnífur, engin árás
Brasilíski læknirinn sem situr í fangelsi á
Íslandi ber af sér allar sakir um að hann
hafi ráðist á fangavörð.
2 Evrópumet í forsíðum
Ásdís Rán heldur því fram að hún hljóti
nú að vera búin að setja Evrópumet í að
vera á flestum forsíðum á stystum tíma.
3 Chavez situr á olíuauðlind
Það kann að vera að Hugo Chavez, forseti
Venesúela, og þjóð hans sitji á stærstu
olíuauðlindum heims.
4 Ice-T og Coco elska tölvuleiki
Stjörnuparið Ice-T og Coco Austin drepa
tímann á milli partía, leik- og fyrirsætu-
starfa með því að hanga í tölvuleikjum.
5 Glitnir dældi peningum í Fons
rétt fyrir hrun
Fons, fjárfestingafélag í eigu Pálma
Haraldssonar, fékk tugi milljarða króna að
láni frá Glitni skömmu áður en allt
hrundi .
6 Sendiherra Þýskalands
lést í bílslys
Sendiherra Þýskalands, doktor Karl-Ulrich
Muller, fannst látinn í bifreið sinni í
Norðurárdal á mánudaginn.
7 Atkvæðagreiðslu um Icesave
hugsanlega frestað
Hugsanlegt er að þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni um Icesave verði frestað nái
hugmyndir nokkurra stjórnarliða fram að
ganga.
MEST LESIÐ á DV.is
JÓHANN
HAUKSSON
útvarpsmaður skrifar
„Ef Sjálfstæðisflokkurinn
hefði stutt Icesave-samn-
inginn um áramótin
hefði forseti Íslands
aldrei þorað að vísa
málinu til þjóðarinnar.“
UMRÆÐA 27. janúar 2009 MIÐVIKUDAGUR 17
Ungar hetjur Á meðan Íslendingar léku rússneska björninn grátt í handboltanum höfðu þær Leonóra Dan Gústafsdóttir og Íris
Ruth Hjartardóttir, nemendur í Langholtsskóla, komið sér fyrir við verslunina Rangá við Skipasund. Þar héldu þær stöllur tombólu
til að safna fé fyrir Rauða krossinn og Kattholt. MYND RÓBERT REYNISSON