Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2010, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010
FINNDU ÁSTINA
SETTU RÉTTU KRÖFURNAR
Misskildar kröfur:
Flest okkar setja einhverjar kröf-
ur varðandi útlit þegar við erum í
makaleit. Samkvæmt rannsóknum
virðist sem fallegt fólk laðist frek-
ar að öðru fallegu fólki og þeir sem
þykja síður myndarlegir að sínum
jafnokum. Þýðir þetta að við horf-
um mismunandi augum á hvað þýð-
ir að vera aðlaðandi? Sérfræðingar
frá Columbia-háskólanum ákváðu
að athuga málið með hjálp stefnu-
mótasíðu.
Á síðunni www.HOTorNOT.com
geta meðlimir gefið útliti hver ann-
ars einkunn. Aðstandendur rann-
sóknarinnar skoðuðu síðuna vand-
lega og sérstaklega þann hluta þar
sem meðlimir bjóða hver öðrum á
stefnumót. Niðurstöður fyrri rann-
sókna, um að fólk í svipuðum út-
litsflokki sé líklegra til að hitta hvort
annað, voru staðfestar en þar að
auki kom í ljós að felstir vilja deita
þá sem þykja aðeins myndalegri en
þeir sjálfir.
Í ljós kom að karlmenn setja
meiri kröfur varðandi útlit kvennna
sem þeir vilja deita og þeir eru með
minni áhyggjur af eigin útliti en kon-
ur. En niðurstöðurnar gefa einnig til
kynna að flest okkar hafa mjög líkan
smekk þegar kemur að útliti. Lang-
felstir, sama í hvaða útlitsflokki þeir
eru sjálfir, höfðu sömu skoðun á því
hverjir þykja myndalegir og hverjir
ekki. Útlit okkar sjálfra hefur því ekki
áhrif á skoðun okkar á því hverjir eru
myndarlegir og hverjir ekki. Hins
vegar, þegar aðrar breytur voru skoð-
aðar, kom í ljós að þeir sem þykja
ekki mjög aðlaðandi sjálfir láta aðra
þætti en útlit vega þyngra þegar þeir
leita sér að maka, líkt og húmor. Lík-
lega má því segja að fólk finni leið til
að elska þá sem þeir geta verið með.
Samkvæmt rannsóknum er algengast að við löðumst að fólki sem flokkast í svipaðan útlitsflokk og
við sjálf. Samt erum við flest sammála um hverjir þykja aðlaðandi og hverjir ekki. Sérfræðingar í Col-
umbia-háskólanum skoðuðu stefnumótasíðu og komust að því að útlit okkar hefur ekki áhrif á skoðun
okkar á því hverjir þykja myndarlegir og hverjir ekki. Þeir síður myndarlegu láta aðra þætti vega
þyngra í leit sinni að maka og finna sér þannig leið til að elska þá sem þeir geta verið með.
Verður að hafa hár Hár er fínt
en hvað ef efst á hans lista væru
stór brjóst?
Má hvorki eiga fyrrver-
andi né börn Viltu virkilega
minnka tjörnina, sem er ekki
stór fyrir?
Má ekki klæðast flís Grunnt
en það má halda því fram að þeir
karlmenn sem klæðast flíspeysu
daginn út og inn séu líklegir til að
bjóða konunni sinni út í sjoppu á
brúðkaupsdaginn.
Má ekki bera skartgripi Þú getur
lesið heilmargt í karlmann með því að
skoða skartið hans. Ef hann gengur
með leðuról um hálsinn bundna í
hauskúpu er líklegt að um egóista sé
að ræða sem á sér enn drauma um að
komast í Rolling Stones. Karlmaður yfir
fertugu með eyrnalokka er vísbending
um gráan fiðring. Stórar gullkeðjur á
bringunni jafngildir stórri fingurnögl á
litla putta. Sem sagt subbulegt.
Verður að vera í góðri
vinnu ... án þess að þurfa að
hanga þar allan sólarhringinn
og dröslast með fartölvuna í
sumarfríið.
Má ekki klæðast hettupeysum eða
engu innan undir V-hálsmáls peysur
Hettupeysur eru fyrir stráka. Bert undir
V-hálsmáli er annað merki um egóista. Í
þetta skiptið í bland við „ég er svo heitur“.
Svona hljóma kröfulistar margra kvenna en ef þú skoðar listann
betur sérðu að hann hentar 18 ára stúlku betur en þér. Ekkert á
þessum lista er ófyrirgefanlegt eða óumsemjanlegt. Samband
snýst um málamiðlanir. Er hann ekki þín týpa? Og þér sem hefur
gengið svo vel með þær. Eða þannig. Hentu listanum og skoðaðu
þessi atriði hér á eftir:
Verður að vera góður Ef þú hefur
heyrt hann öskra á einhvern, séð
hann sparka í kettling, börn eða
þreytandi afgreiðslufólk, þá er hann
ekki sá rétti fyrir þig.
Verður að laðast að konum Þótt
það sé oft erfitt að hugsa til þess
að maðurinn sem þú laðast að hafi
elskað aðrar konur er það mun betra
en að hann hafi elskað karlmenn.
Verður að dýrka þig
Verður að vera klárari en þú
Allavega jafngáfaður. Annars ertu
alltaf að leita að einhverju til að
hanka hann á.
Verður að hafa stærri fætur en
þú Kannski ekkert sem er ófyrirgef-
anlegt en betra. Og verður að vera
loðnari.
Verður að geta látið þig hlæja
í öllum aðstæðum Líka þegar
þið eruð mætt á flugvöllinn og
hann uppgötvar að hann gleymdi
vegabréfinu á náttborðinu.
Þú verður að dýrka hann
Ef þú getur ekki krossað við öll
atriðin í þessum lista skaltu hugsa
þig alvarlega um.
Nauðsynlegar kröfur: