Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Qupperneq 3
FRÉTTIR 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 3 eignarhaldsfélög sem meðal annars voru á aflandseyjum. Til að mynda kom hann að því að ákveða hvernig dótturfélag Sjó- vár fjárfesti í lúxusturninum fræga í Makaó í Asíu í gegnum tvö íslensk félög og eitt á Bresku Jómfrúareyj- um. Hann kom sömuleiðis að því að ákveða hvernig hagstæðast væri að selja turninn: sem fasteign í Makaó eða að selja einkahlutafélögin á Ís- landi eða á Bresku Jómfrúareyjum. Turninn var þó ekki seldur vegna bankahrunsins. Í einföldu máli má segja að markmið Gunnars hafi alltaf ver- ið að reyna að finna leiðir til að lág- markra skattgreiðslur fyrir hönd eigenda Milestone, þeirra Karls og Steingríms Wernerssona. Oft á tíð- um urðu viðskiptin sem hann teikn- aði upp og höfðu þetta að markmiði ansi flókin en markmiðinu var náð, til dæmis eins og í tilfelli Birkis sem greint var frá hér að framan. Ekki verið yfirheyrður Þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður hjá Milestone hefur nánast ekkert verið rætt um Gunnar í því uppgjöri við hrunið sem átt hefur sér stað frá haustinu 2008. Nafn Gunnars bar þó á góma í byrjun mánaðarins þegar Stöð 2 og Fréttablaðið greindu frá því að 17 ára unglingur hefði verið handtekinn fyrir að stela gögnum um Eið Smára Guðjohnsen. Í fréttunum kom fram að unglingurinn hefði verið hand- tekinn fyrir að stela gögnunum frá Gunnari. Miðlarnir tveir náðu ekki tali af Gunnari til að ræða við hann um málið. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni um þessar mundir og má væntanlega búast við því að rætt verði meira um það í náinni framtíð og þá mun nafn Gunnars væntanlega koma við sögu. Eins herma heimildir DV að emb- ætti sérstaks saksóknara hafi ekki rætt við Gunnar vegna viðskipta Mile stone þrátt fyrir að hann hafi verið einn aðalmaðurinn í félaginu: Hann útbjó mörg af viðskiptum þess. Jafnframt herma heimildir DV að ábendingar um mikilvægi Gunnars í Milestone-samtæðunni hafi bor- ist til sérstaks saksóknara frá aðilum tengdum honum. Gunnar hefur því bæði starfað fyrir marga af þekktari auðmönnum landsins og var beinn þátttakandi í útrásinni í gegnum Milestone og dótturfélög þess en á sama tíma hef- ur hann verið með eigin ráðgjafar- starfsemi þar sem hann hefur þjón- ustað ýmsa þekkta Íslendinga. Fjárhaldsmaður Eiðs Smára Gunnar hefur til að mynda verið mjög náinn knattspyrnumanninum Eiði Smára Guðjohnsen í gegnum árin og í raun haldið utan um fjár- festingar hans í fasteignum víða um heim og skuldabréfa- og hlutabréfa- kaup hans. Þegar Eiður Smári lenti í fjár- hagskröggum á síðasta ári var það til dæmis Gunnar Gunnarsson sem aðstoðaði hann við að gera greiðslu- áætlun um hvernig knattspyrnu- maðurinn gæti staðið við skuldbind- ingar sínar gagnvart lánardrottnum, Kaupþingi í Lúxemborg og Glitni. Og í reynd var það Gunnar sem gekk frá mörgum af þeim viðskiptum sem tengdust endurskipulagningunni á fjárhag Eiðs, meðal annars samning- um við Askar Capital um sölu á hlut hans í fasteignaverkefninu Chester Court í Hong Kong. Sömuleiðis var það Gunnar Gunnarsson sem hafði milligöngu um að Eiður Smári keypti Tortólafé- lag í eigu Birkis Kristinssonar, Dacc- ara Corp, af landsliðsmarkverðinum í fyrra. Nafn Gunnars tengist því flestum þeirra fjárfestinga sem Eiður Smári hefur farið út í á síðustu árum og virðist hann í reynd vera eins konar fjárhaldsmaður landsliðsmannsins. Eiður hefur því bæði átt Gunnar að varðandi ráðleggingar í fjármálum sem og annan knattspyrnumann, Lárus Sigurðsson, fyrrverandi mark- mann hjá Val, en hann sá um mál- efni Eiðs hjá einkabankaþjónustu Kaupþings í Lúxemborg á árunum fyrir hrunið. Arkitekt Gunnar Gunnarsson er því einn þeirra manna í íslensku viðskipta- lífi sem framkvæmdi það sem stór- ir fjármagnseigendur báðu þá um. Hann er einn fjölmargra lögfræð- inga, endurskoðenda, viðskipta- fræðinga og annarra sem ekki eru þekktir úr þjóðmálaumræðunni en sem spiluðu stórt hlutverk í íslenska efnahags undrinu. Í tilfelli Gunnars voru það Milestone og fjölmargir þekktir einstaklingar sem nýttu sér krafta hans. Þáttur þessara einstaklinga í við- skiptalífinu og hruninu hefur ekki verið ræddur mjög mikið ef und- an eru skildar frásagnir af húsleit- um hjá lögfræðiskrifstofum, eins og Log os og Fulltingi, og einstaka end- urskoðendaskrifstofum vegna þátt- töku í meintum efnahagsbrotum sem eru til rannsóknar hjá ákæru- valdinu. Greint hefur verið frá því að nokkrir slíkir einstaklingar hafi ver- ið yfirheyrðir vegna einstakra mála, til dæmis Guðmundur Oddsson og Telma Halldórsdóttir vegna rann- sóknarinnar á Al-Thani-málinu. Almennt séð hefur kastljósið hins vegar nær eingöngu verið á auð- mönnunum og fjármagnseigendun- um sjálfum en ekki á þeim mönnum sem sáu um viðskipti þeirra: Þeim sem framkvæmdu þá gerninga sem eru til rannsóknar. Hugsanlegt er að þetta breytist eftir því sem lengra líður frá hrun- inu og að þá fari kastljósið í auknum mæli að beinast að sérfræðingun- um og undirmönnunum sem fram- kvæmdu skipanirnar. Sérfræðingarnir sem þetta gerðu hafa hins vegar sagt, og munu án efa halda áfram að segja, að þeir hafi einungis verið að selja tiltekna þjón- ustu til þeirra sem hana vildu og séu því ekki ábyrgir fyrir þeim viðskipt- um sem þeir fengu greitt fyrir að framkvæma. RÁÐGJAFI RONALDOS Vinnur fyrir bræður Meðal þeirra þekktu einstaklinga sem Gunnar hefur unnið fyrir eru bræðurnir Birkir og Magnús Kristins- synir og Karl og Steingrímur Wernerssynir. n Gunnar Gunnarsson hefur kennt skattarétt í Háskólanum í Reykjavík síðastliðin ár. Sá sem kennt hefur skattarétt í Háskóla Íslands heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. Hann var forstöðumaður skattasviðs Landsbankans fyrir hrun. Bæði Gunnar og Kristján voru því starfsmenn hjá stórum félögum á markaði samhliða kennslu- störfunum. Nemandi sem setið hefur nám- skeið í skattarétti í Háskóla Íslands segir að á námskeiðum í skattarétti sé meðal annars farið í gegnum hvernig hægt sé að nota aflandsfélög til að færa peninga á milli landa og þær reglur sem gilda um slíka fjármagnsflutninga. Hann segir að vissulega sé ekki sagt við nemendurna að þeir eigi að notast við aflandsfélög í viðskiptum en að útskýrt sé hvernig þetta er gert. „Það var auðvitað ekki staðið yfir manni og sagt: Ef þú þarft að koma undan peningum þá getur þú gert svona, svona og svona. En það var vissulega útskýrt hvernig þetta er gert.“ Svo segir nemandinn: „Þeir sem höfðu það mikla þekkingu á þessum reglum að þeir gátu kennt þetta voru kannski líka það hæfir að þeir gátu útbúið alls kyns aflandsstrúktúra fyrir fyrirtæki og félög,“ en skattaréttur gengur vitanlega út á hvernig nýta má sér slík aflandsfélög á lögmætan hátt. Skattaréttur í háskólum landsins Aðstoðar Eið Nafn Gunnars Gunnarsson- ar komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar Stöð 2 greindi frá því að 17 ára unglingur hefði verið handtekinn fyrir að stela gögnum frá honum þar sem meðal annars er fjallað um Eið Smára Guðjohnsen. Frægasti viðskiptavinurinn Frægasti viðskiptavinur Gunnars Gunnarssonar skattasérfræðings er án vafa fótaboltagoðið Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Gunnar og Ronaldo tengjast meðal annars í gegnum íslenska íþróttadrykkjarframleiðandann Leppin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.