Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 8
8 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR Hægt að selja allt á einu bretti Svo gæti farið að gjaldþrota- lögum hér á landi verði breytt þannig að selja megi eignir úr þrotabúi Landsbankans á einu bretti í stað margra hluta. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Guardian en þar segir að Íslend- ingar hafi þegar lagt þetta til við yfirvöld í Bretlandi og Hollandi. Að því er fram kemur í frétt Gu- ardian er stjórnarandstaðan á Íslandi sögð styðja tillöguna og kemur fram að verði sú mála- miðlun að veruleika verði ekkert úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-málið sem fyrirhug- uð er sjötta mars næstkomandi. Ótímabærar vangaveltur Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra gaf lítið fyrir hug- myndir um að breyta gjaldþrota- lögum í þá veru að selja mætti eignir úr þrota- búi Lands- bankans allar í einu. Í kvöldfréttum Sjónvarps á laugardag var haft eftir honum að þetta séu ótímabærar vangaveltur. Í frétt Guardian kemur hins vegar fram að Steingrímur sé hugmyndasmiðurinn að baki tillögunni. Var haft eftir Stein- grími í fréttum RÚV að Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið jákvætt í beiðnina af þeirri ein- földu ástæðu að samningavið- ræður við þarlend yfirvöld séu ekki hafnar. Eldur logaði í vélarrúmi Odd- eyrarinnar Eldur kviknaði í vélarrúmi Odd- eyrar EA þar sem hún lá við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, síð- degis á laugardag. Eldurinn var bundinn við vélarrúm togarans og tókst slökkviliðsmönnum að slökkva hann. Mikill reykur var um borð í skipinu. Oddeyrin er 1.357 brúttó- tonna skuttogari í eigu Samherja á Akureyri. Eva eykur á ágreininginn Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, segir Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara, auka á ágrein- ing Íslendinga við Breta og Hollend- inga. Kristinn segir ummæli Evu Joly í Morgunblaðinu vera í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs. Eva Joly hefur haldið því fram að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á Icesave-innstæðun- um, að sögn Kristins. „Stjórnvöld landanna fylgdu lagalegri skoðun sinni eftir í reynd, hvar sem reyndi á innstæðutrygg- ingarkerfið, með því að lýsa yfir ábyrgð ríkisins á innstæðum, jafnvel að fullu,“ ritar Kristinn á heimasíðu sína. KUNNINGJAR TREYSTA UNDIRTÖK Í VIÐSKIPTUM Þræðir stjórnmála og viðskiptalífs á Íslandi eru margvíslegir og tengsla- net iðulega allt annað en látið er í veðri vaka. Heiftarlegustu átökin, sem bloss- að hafa upp á yfirborðið, á síðari árum eru átök Baugsveldisins við forystu Sjálfstæðisflokksins. Óþarft er að rekja áralöng málaferli fyrir dómstólum, svonefnt Baugsmál, en lagt var á ráðin um það mál með- al nokkurra innvígðra valdamanna í Sjálfstæðisflokknum. Átökin milli Davíðs Oddssonar, þáverandi for- sætisráðherra, og Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar náðu ef til vill hámarki árið 2004 í fjölmiðlamálinu. Ádrepa leiðtogans Löngu síðar, á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins í lok mars 2009, sté Dav- íð í ræðustól og flutti ádrepu og síð- búna málsvörn, en þá hafði hann nýlega verið settur af sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þar sagði hann meðal annars: „Það er enginn vafi í mínum huga á því að sú óheillaþróun að eigendur bank- anna eignuðust alla frjálsa fjölmiðla varð til þess að þeir urðu smám sam- an eins og hafnir yfir gagnrýni. Það gerði næstum ógerlegt að stöðva vöxt þeirra og útþenslu auk þess sem flestir voru í klappliði þeirrar útrás- ar, líka þeir sem nú vilja ekkert við kannast. Eyðilegging fjölmiðlalag- anna er því mesta pólitíska skemmd- arverk sem unnið hefur verið í síðari tíma sögu Íslands. Örlög fjölmiðla- laganna, þar sem löggjafarvaldið var haft undir, færðu auk þess útrásar- víkingunum þá trú að nú væru þeir ósnertanlegir og þeim væru allir veg- ir færir.“ Mestu framlög sögunnar til stjórnmálaflokks? Þarna er vitanlega átt við Baugsveld- ið sérstaklega og eignarhald Jóns Ás- geirs og viðskiptafélaga hans á 365. Um tíma sátu reyndar saman í stjórn 365 Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson. Þrátt fyrir framangreind átök, sem settu mark sitt á íslenska þjóðmála- umræðu síðustu árin eru tengsl Jóns Ásgeirs og margra viðskiptafélaga hans einna drýgst við Sjálfstæðis- flokkinn, flokk Davíðs, þegar grannt er skoðað. Þetta má meðal annars skoða út frá eignarhaldi og yfirráðum yfir Glitni fram yfir bankahrun. Venju- lega eiga viðskiptajöfrar samleið í gegnum sameiginlega viðskipta- hagsmuni. 16. nóvember árið 2007, þegar óveðursský höfðu hrannast upp á al- þjóðlegum lánsfjármörkuðum, áttu þrír valdamikiklir menn viðskipta- lífsins fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Fundarefnið var orkumál. Þetta voru viðskiptafélag- arnir Jón Ásgeir Jóhannesson, Baugi, Hannes Smárason, FL-Group, og Þorsteinn M. Jónsson, Vífilfelli. Fundurinn var haldinn nærri ári efir að FL Group hafði rétt Sjálfstæð- isflokknum 30 milljóna króna styrk. Sá styrkur átti löngu síðar eftir að verða að miklu hneykslismáli, það er í apríl 2009, skömmu fyrir þingkosn- ingarnar í lok sama mánaðar. Svo vill til að Geir H. Haarde tók á endanum fulla ábyrgð á móttöku framlagsins frá FL-Group ásamt 25 milljóna króna framlagi frá Lands- bankanum um svipað leyti. Orkan: næsti stökkpallur Þegar FL-Group ákvað að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljón- ir króna í lok ársins 2006 fór Hann- es Smárason fyrir FL Group. Sá sem hafði milligöngu um styrkinn var Þorsteinn M. Jónsson hjá Vífilfelli. Hann sat á þessum tíma í stjórn FL Group. Eftir aðalfund FL Group í júlí 2006 sátu í stjórn félagsins Skarp- héðinn Berg Steinarsson stjórnar- formaður, Þorsteinn M. Jónsson Víf- ilfelli, Jón Ásgeir Jóhannesson Baugi, Magnús Ármann, Smári S. Sigurðs- son og Kristinn Björnsson sem kom nýr inn í stjórnina. Í varastjórn tók einnig sæti Magnús Kristinsson út- vegsmaður úr Vestmannaeyjum, en hann og Kristinn höfðu selt nær fjórðungshlut sinn í Straumi Burðar- ási og fengið greitt með hlutabréfum í FL Group. Engum blöðum er um það að fletta, að flestir ofangreindra stjórn- armanna hafa með einum eða öðr- um hætti tengst Sjálfstæðisflokkn- um. Halda má til haga að í mars 2007, nokkrum mánuðum síðar var REI stofnað, útrásarvængur Orkuveitu Reykjavíkur, sem sjálfstæðismenn vildu ólmir breyta í hlutafélag. Þeg- ar Jón Ásgeir, Hannes og Þorsteinn gengu á fund forsætisráðherra var hins vegar allt farið í bál og brand innan borgartjórnar vegna REI-máls- ins og meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn. Hættuleg krosstengsl Viðskiptatengsl Þorsteins M. Jóns- sonar og Magnúsar Ármanns voru víðtæk. Þeir áttu báðir í Materia In- vest. Magnús Ármann átti fjárfest- ingarfélagið Imon sem var stór eig- andi að Byr þar til Landsbankinn eignaðist hlut í sparisjóðnum. Magn- ús er nú meðal þeirra skuldugustu í JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Tugmilljóna framlög til Sjálfstæðisflokksins síðla árs 2006 frá FL Group og Landsbank- anum endurspegla rík hagsmunatengsl voldugustu viðskiptablokkanna við flokkinn. Margir af helstu leikendum og gerendum í viðskiptalífinu fyrir bankahrun takast enn á um stórfelldar afskriftir og eignarhald á voldugustu fyrirtækjunum. Geir H. Haarde Geir tók á endanum ábyrgð á því að hafa tekið samtals við 55 milljónum króna úr sjóðum FL-Group og Landsbankans. Mikil þátttaka í prjófkjöri sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Pólitískir Vestfirðingar „Ég er ofsalega glaður, auðmjúkur og þakklátur fyrir þann persónulega stuðning sem ég fékk sem var framar öllum mínum björtustu vonum,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í Ísafjarðarbæ um helgina. Eirík- ur Finnur endaði í fyrsta sæti með 479 atkvæði, Gísli H.Halldórsson í öðru og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir í þriðja en þess má geta að Guðfinna er eigin- kona fráfarandi bæjarstjóra Ísafjarðar, Halldórs Halldórssonar. Í fjórða sæti var Kristín Hálfdáns- dóttir, Margrét Halldórsdóttir í því fimmta og Guðný Stefanía Stefáns- dóttir í því sjötta. Kjörsókn í prófkjör- inu var mjög góð eða um 82 prósent. „Þessi kjörsókn hlýtur að teljast ein- stök í því pólitíska umhverfi sem við hrærumst í nú um stundir og sýnir og sannar að Ísfirðingar og Vestfirð- ingar hafa alltaf haft pólitískan áhuga auk þess sem mjög hæfir, þekktir og vel kynntir einstaklingar börðust um efstu sætin.“ Aðspurður hvort hann verði næsti bæjarstjóri segir Eiríkur það ekki sitt að ákveða. „Hins vegar ætti öllum að vera ljóst að ég sækist eftir að verða bæjarstjóraefni listans. En það er auðvitað ekkert víst að við náum meirihluta og ef ekki verður þetta samningsmál við annan flokk. En ég mun örugglega sækjast eftir því.“ Gísli Halldór sagðist í samtali við blaðið ekki hafa ákveðið hvort hann muni taka annað sæti listans. „Ég er í sjálfu sér ekkert fúll með annað sæt- ið en er samt óánægður með að hafa ekki náð fyrsta sætinu. Það er ósigur í mínum huga.“ Eiríkur Finnur Greipsson Eiríkur Finnur sigraði í próf- kjörinu og sækist eftir bæjarstjórastólnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.