Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 6
Gísli S. Einarsson, umsjónarmað-
ur Svæðisútvarps Vesturlands og
Vestfjarða, tók að sér veislustjórn
fyrir Icelandic Group. Veislan var
haldin á föstudag, rétt eftir að
Kastljós hóf umfjöllun um afskrift-
ir Landsbankans á skuldum fyrir-
tækisins. „Ég taldi það ekki óvenju-
legt,“ segir hann um aðkomu sína
að veislu hjá fyrirtækinu.Hann tók
að sér að halda uppi fjörinu í veislu
í lok markaðsdags útflutningsfyrir-
tækisins Icelandic Group.
Umfjöllun Kastljóssins á af-
skriftum Landsbankans á skuldum
Icelandic Group vakti gífurlega at-
hygli í síðustu viku.
Aðspurður hvort Gísla þætti
þetta stangast á við starf sitt sem
fréttamaður Ríkisútvarpsins sagði
hann: „Hefði ég talið það hefði ég
væntanlega ekki verið þarna. Auk
þess má taka það fram að þeg-
ar ég var bókaður var þetta fyrir-
tæki ekki til umfjöllunar með þeim
hætti sem það hefur verið síðast-
liðna daga. Mér fannst ekki rétt að
bakka út úr því á þeim forsendum,“
sagði Gísli í samtali við DV.
Gísli sagði veislustjórn ekki
snúast um starfsemi fyrirtækisins.
Hann sagði starfsmannafélög, ekki
fyrirtækin sjálf, ráða veislustjóra.
„Enda snýst veislustjórn ekki um
starfsemi fyrirtækisins. Ég hef ver-
ið á samkomum þar sem fólk úr
öllum mögulegum fyrirtækjum
þjóðfélagsins er. Þetta snýst bara
um mannleg samskipti ekki af-
skipti af málefnum fyrirtækisins.
Mér finnst það mjög langsótt að
setja það í samhengi,“ sagði Gísli.
Hann tók fram að í svona veisl-
um hjá einstaka fyrirtækjum eru
það starfsmannafélög ekki fyr-
irtækin sjálf sem ráða hann sem
veislustjóra. „Þetta var bara fólk að
skemmta sér og það sem er í fjöl-
miðlum var ekki upp á borðinu
þarna. Enda yrði það mjög skrítið
að halda árshátíð til þess að ræða
vandamál,“ sagði Gísli.
Aðspurður hvað Gísli fékk fyrir
veislustjórnina sagði hann: „Það
varðar þig ekki um,“ og sagðist ekki
ræða launamál sín, hvorki fyrir
þetta starf né önnur.
birgir@dv.is
6 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR
Vantar tengsl
stjórnmálaflokka
Ögmundur Jónasson, þingmaður
vinstri grænna, sagðist vera óánægð-
ur með að skýrsla rannsóknar-
nefndar Alþingis nái ekki yfir tengsl
stjórnmálaflokka við peningaöflin í
landinu. Sagði Ögmundur þetta er
hann tók þátt í umræðum í þætt-
inum Sprengisandi á Bylgjunni í
gærmorgun. Hann sagðist óhress
með að skýrslan eigi bara að ná yfir
afglöp og mistök embættismanna í
starfi í aðdraganda bankahrunsins.
Ögmundi var þó bent á að emb-
ætti sérstaks saksóknara væri falið
að rannsaka tengsl stjórnmálaflokka
við peningaöfl í landinu. Áætlað er
að skýrslan komi út í lok þessa mán-
aðar.
Þrettán ára
ökuníðingur
Lögreglumenn stöðvuðu öku-
mann bíls í Keflavík á laugardags-
kvöld eftir að þeir höfðu veitt því
athygli að bílnum var ekið mjög
greitt og að ökumaðurinn virti
ekki stöðvunarskyldu. Lögreglu-
mönnum hefur þó væntanlega
brugðið í brún þegar þeir sáu
framan í ökumanninn sem er
þrettán ára gamall drengur. Hann
var á fjölskyldubílnum, móður
hans var tilkynnt um málið og
haft verður samband við barna-
verndarnefnd.
Tveir ökumenn til viðbót-
ar voru teknir fyrir hraðakstur,
annar á Njarðarbraut en hinn
á Reykjanesbraut, báðir keyrðu
meira en þrjátíu kílómetrum
hraðar en leyfilegt er.
Kveikt í
fiskikörum
Grunur leikur á að kveikt hafi
verið í fiskikörum sem stóðu upp
við hús Skinnfisks í Sandgerði.
Tilkynnt var um mikinn reyk við
fyrirtækið skömmu fyrir klukkan
tvö aðfaranótt sunnudags.
Mikill eldur var í fiskikörunum
þegar lögregla og slökkvilið komu
á vettvang og nokkrar skemmd-
ir á húsinu. Til dæmis sprungu
margar rúður vegna hita. Slökkvi-
liðið náði hins vegar fljótlega tök-
um á ástandinu.
Ráðherra með
krosslagða fingur
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, segir Gylfa
Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, virðast ætla áfram
að krossleggja puttana og vona að
Hæstiréttur reddi málunum fyrir
hann. „Enginn vilji virðist vera til
að taka á þessu stóra vandamáli
á heildstæðan máta,“ ritar Eygló á
heimasíðu sína og á hún þar við
ummæli Gylfa sem hann hafði við
Morgunblaðið vegna ákvörðun-
ar Héraðsdóms Reykjavíkur um að
sýkna lántakanda af fjármögnunar-
kröfum Lýsingar.
Gylfi sagði í samtali við Morg-
unblaðið að bíða yrði eftir niður-
stöðum Hæstaréttar í málinu. Hann
sagði einnig að lánin væru ekki öll
eins og því ekki hægt að heimfæra
niðurstöðu héraðsdóms á þau öll.
Vinsæll sjónvarpsmaður Gísli
Einarsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins,
er einkar vinsæll sjónvarpsmaður.
Gísli Einarsson þögull um laun sín fyrir veislustjórn hjá Icelandic Group:
„Það varðar þig ekki um“
Eignarhaldsfélagið Milestone seldi
þrjá lúxusbíla út úr Milestone í lok
maí 2008 og til L&H eignarhaldsfé-
lags ehf. sem var dótturfélag þess.
Um var að ræða Porsche Cayenne,
Mercedes Benz og GMC Yukon.
Samtals voru bílarnir verð-
metnir á 20 milljónir króna, sam-
kvæmt kaupsamningnum sem DV
hefur undir höndum. Greiða átti
kaupverðið við undirskrift samn-
ingsins.
Það var Guðmundur Ólason,
forstjóri Milestone, sem skrif-
aði undir samninginn fyrir hönd
beggja félaganna.
Farið að síga á ógæfuhliðina
Farið var að síga á ógæfuhliðina
hjá Milestone þegar þessi viðskipti
áttu sér stað og til marks um það
hafði lyfjakeðjan Lyf og heilsa verið
seld út úr L&H eignarhaldsfélagi í
lok mars 2008.
Skiptastjóri þrotabús Mile-
stone, Grímur Sigurðsson, athugar
nú hvort hægt sé að rifta þeirri sölu
á þeim forsendum að fyrirséð hafi
verið að Milestone myndi lenda
í verulegum rekstrarerfiðleikum
þegar salan átti sér stað og hafi því
ekki verið gjaldfærð. Hægt er að
rifta slíkum viðskiptum ef ljóst telst
að tilgangur þeirra hafi verið að
koma eignum undan úr nær gjald-
þrota félögum.
Ekki greitt fyrir bílana
Heimildir DV herma að þrátt fyr-
ir að tekið hafi verið fram í kaup-
samningnum að greiða ætti fyrir
bílana við undirskrift kaupsamn-
ingsins virðist það ekki hafa verið
gert: Ekkert bendir til þess að greitt
hafi verið fyrir þessa bíla. Líklegt er
því að bílarnir hafi verið seldir út
úr Milestone án þess að félaginu
hafi borist greiðsla fyrir þá.
Hugsanlegt er að forsvarsmenn
Milestone hafi verið að reyna að
koma bílunum þremur út úr búi
félagsins á þægilegan hátt áður en
félagið lenti í verulegum rekstrar-
erfiðleikum.
Ekki er því ómögulegt að salan
á bílunum kunni að líkjast sölunni
á Lyfjum og heilsu og gæti því verið
riftanleg líkt og hún.
Fyrrverandi starfsmaður
Milestone á Porsche-inn
Ýmislegt við þessi bílaviðskipti
rennir stoðum undir þennan
möguleika.
Porsche-bíllinn er til að mynda
í dag í eigu Gunnars Gunnarsson-
ar, fyrrverandi lögfræðings hjá
Milestone. Á eigendaferli bílsins
er ekki að sjá að hann hafi nokkru
sinni farið úr eigu Milestone og
til L&H eignarhaldsfélags. Þess í
stað fór hann frá Milestone og yfir
til eignarhaldsfélagsins Hólmsár,
sem er í eigu Gunnars Gunnars-
sonar, og þaðan yfir til hans per-
sónulega.
Yukon-bifreiðin er í dag í eigu
Moderna Finance, sem er dótt-
urfélag Milestone sem skráð er
til húsa á Suðurlandsbraut 12. Sá
bíll er sá dýrasti af þessum þrem-
ur: Hann var metinn á 9 milljónir
króna samkvæmt kaupsamningn-
um sem gerður var og hér er vitn-
að til.
Þriðji bíllinn, Benzinn, er í dag
í eigu konu í Reykjanesbæ. Ekki
er vitað til að hún tengist fyrrver-
andi eigendum eða stjórnendum
Milestone á nokkurn hátt. Bíllinn
fór hins vegar út úr Milestone og
í gegnum nokkur dótturfélög fé-
lagsins áður en hann endaði í
fórum eins af fyrrverandi starfs-
mönnum Milestone, Guðmund-
ar Arasonar. Hann virðist svo hafa
selt bílinn til núverandi eiganda.
Eftir stendur sú spurning hvort
og þá hvernig Milestone var greitt
fyrir þessa bíla.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Ekki er því ómögulegt að
salan á bílunum kunni
að líkjast sölunni á
Lyfjum og heilsu og
gæti því verið riftanleg
líkt og hún.
Þrír lúxusbílar voru seldir út úr eignarhaldsfélaginu Milestone í lok maí 2008.
Kaupverðið átti að greiðast á staðnum. Ekkert bendir til að greitt hafi verið fyrir
bílana. Tveir bílanna eru í dag í eigu fyrrverandi starfsmanns Milestone og dótt-
urfélags þess.
LÚXUSBÍLUM KOMIÐ
UNDAN ÁN GREIÐSLU
Skrifaði undir fyrir báða Guðmundur Ólason skrifaði undir kaupsamninginn
fyrir bæði félögin. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone.
Þremur bílum komið undan Einn af bílunum þremur sem seldir
voru út úr Milestone var Porsche Cayenne-jeppi sem í dag er í eigu
fyrrverandi yfirlögfræðings Milestone, Gunnars Gunnarssonar.