Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 2
2 MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 FRÉTTIR
Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur
og fyrrverandi starfsmaður KPMG
og Milestone, er ráðgjafi Portúgal-
ans Cristianos Ronaldo, leikmanns
Real Madrid. Ronaldo og Gunn-
ar tengjast meðal annars í gegn-
um íþróttadrykkjaframleiðandann
Leppin International sem gerði
samning við portúgalska leikmann-
inn árið 2008 um að vera andlit nýs
íþróttadrykkjar, Soccerade. Gunnar
er í stjórn félagsins sem á Leppin en
það heitir O32 ehf.
Ronaldo er ekki eini fótbolta-
maðurinn sem notið hefur ráðgjafar
Gunnars í fjár- og skattamálum. Af
öðrum ber að nefna Eið Smára Guð-
johnsen og Birki Kristinsson, mark-
vörðinn fræga. Eiður á sömuleiðis
hlut í Leppin.
Gunnar, Eiður Smári og Cristi ano
Ronaldo tengjast því allir í gegnum
Leppin International. Gunnar er
stjórnarmaður í félaginu, Eiður er
hluthafi í því og Ronaldo hefur leik-
ið í auglýsingum fyrir það.
Vinnur fyrir auðmenn
Þessir íþróttamenn eru þó aðeins
nokkrir þeirra fjölmörgu einstakl-
inga sem Gunnar hefur unnið fyrir á
liðnum árum.
Hann sérhæfir sig í að aðstoða
fólk við að borga ekki skatta að
óþörfu ef það getur komist hjá því
á löglegan hátt. Snilld Gunnars á
þessu sviði – hann sjálfur hefur
sagst vera fremsti skattalögfræðing-
ur landsins samkvæmt heimildum
DV – gerði það að verkum að eignar-
haldsfélagið Milestone fékk hann til
liðs við sig frá KPMG og átti Gunn-
ar þátt í að teikna upp skattalegu
hliðina á mörgum af þeim flóknu
viðskiptum sem eignarhaldsfélagið
stundaði og greint hefur verið frá í
fjölmiðlum frá hruninu 2008.
Samhliða starfi sínu hjá Mile-
stone veitti hann mörgum auð-
mönnum skattaráðgjöf, með-
al annars apótekaranum
Róbert Melax, stofnanda
Lyfju, og Magnúsi Krist-
inssyni, útgerðarmanni
frá Vestmannaeyjum.
Gunnar tilheyrir án
nokkurs vafa þeim hópi
manna sem nefndir hafa
verið arkitektar hrunsins
hér á síðum DV. Þetta
eru þeir sérfræðingar –
lögmenn, endurskoð-
endur og fleiri – sem
unnu fyrir helstu leik-
mennina í íslensku
viðskiptalífi á árun-
um fyrir hrunið og
sáu um að fram-
kvæma við-
skipti þeirra.
Lítið hef-
ur hins veg-
ar verið
rætt um
þátt þess-
ara manna í hruninu hingað til og
hvernig sérfræðiþekking þeirra á
ákveðnum sviðum hjálpaði auð-
mönnunum að stunda viðskipti
sín. Þessir menn voru verkfæri fjár-
magnseigendanna, ef svo má segja.
Slapp við að borga
700 milljónir
Bræðurnir Birkir og Magnús Krist-
inssynir leituðu meðal annars til
Gunnars í febrúar árið 2008 til að fá
ráð um hvernig hægt væri að losna
við að greiða fjármagnstekjuskatt
af sjö milljarða króna viðskiptum
þeirra á milli.
Birkir hafði selt Magnúsi bróður
sínum hlut sinn í fjárfestingafélag-
inu Gnúpi fyrir umrædda upphæð
árið 2007. Vandamálið var hins veg-
ar að Birkir hefði þurft að greiða 700
milljónir króna í fjármagnstekju-
skatt ef viðskiptin hefðu verið fram-
kvæmd á þann einfalda hátt sem
þeir bræður höfðu ráðgert.
Gunnar teiknaði upp töluvert
flóknari viðskipti þar sem Birkir „…
hefði þurft að greiða fjármagns-
tekjuskatt og að MK [Magnús
Kristinsson, innskot blaðamanns]
stóð eftir með tiltölulega flókinn
strúktúr utan um eignarhald í
Gnúp.“ Þess vegna, að því er seg-
ir í skjali um viðskiptin sem DV
hefur undir höndum, höfðu þeir
samband við Gunnar Gunnars-
son sem þá var starfsmaður Mile-
stone.
Eftir vinnu Gunnars, sem
KPMG og Logos fóru yfir að
því er segir í skjalinu, var
ákveðið að breyta við-
skiptum bræðranna
þannig að í stað
þess að gerður
væri einn kaup-
samningur í
tengsl-
um
við viðskiptin voru gerðir þrír kaup-
samningar. Afleiðingin af viðskipt-
unum varð sú að Birkir fékk 7 millj-
arða króna fyrir hlut sinn í Gnúpi og
losnaði við að greiða 700 milljóna
fjármagnstekjuskatt af upphæð-
inni með því að greiða sér meira en
helminginn af kaupverðinu sem arð.
Það er því ekki að ósekju sem
menn eins og Gunnar eru vinsæl-
ir starfskraftar: Með því að nýta sér
þekkingu þeirra er hægt að kom-
ast hjá því á löglegan hátt að greiða
hundruð milljóna í skatta og jafnvel
meira.
Lykilmaður hjá Milestone
Áður en Gunnar var ráðinn til starfa
hjá Milestone árið 2007 starfaði
hann sem yfirmaður á
skattasviði endurskoð-
endaskrifstofunnar
KPMG. Hann tók við
sem yfirmaður skatta-
sviðs KPMG þegar
Bernhard Bogason
gerðist framkvæmda-
stjóri lögfræðisviðs
FL Group. Gunn-
ar starfaði svo hjá
Milestone fram að
bankahruninu en
hefur starfað sjálf-
stætt síðan sem og við kennslu í
skattarétti við Háskólann í Reykja-
vík.
Gunnar var lykilmaður hjá Mile-
stone fyrir bankahrunið og herma
heimildir DV að hann hafi séð um
að útfæra tæknilegan hluta við-
skipta félagsins ásamt forstjóra þess,
Guðmundi Ólasyni. Þeir voru heil-
arnir í samstæðunni ef svo má segja.
Gunnar teiknaði til að mynda
upp hvernig Milestone fjárfesti í ein-
stökum fasteignum og öðrum eign-
um á flókinn hátt í gegnum nokkur
Einn aðalmaðurinn í Milestone-samstæðunni var skattalögfræð-
ingurinn Gunnar Gunnarsson. Hann vinnur sömuleiðis fyrir
marga þekkta einstaklinga eins og knattspyrnumennina Ronaldo
hjá Real Madrid, Eið Smára og Birki Kristinsson. Sérsvið hans er að
hjálpa mönnum að komast hjá því á löglegan hátt að greiða skatta.
RÁÐGJAFI RONALDOS
n Gunnar Gunnarsson starfaði sem lögfræðingur hjá Milestone. Fyrir það starfaði
hann sem yfirmaður skattasviðs KPMG. Gunnar er með meistaragráðu í alþjóðlegum
skattarétti og kennir skattarétt við Háskólann í Reykjavík.
Hann er skattaráðgjafi fjölmargra þekktra einstaklinga eins og Cristianos Ronaldo
hjá Real Madrid, Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Tottenham, Birkis og Magnúsar
Kristinssona og Róberts Melax.
Sérgrein hans er að búa þannig um hnútana, á löglegan hátt, að viðskiptavinir
hans þurfi ekki að greiða skatta af viðskiptum sínum. Gunnar hefur sjálfur sagt
að hann sé færasti skattalögfræðingur landsins.
Áður en Gunnar haslaði sér völl í íslensku viðskiptalífi var hann hvað
þekktastur fyrir að leika knattspyrnu með Val og Þrótti. Gunnar var góður
og lipur framherji og þótti fínn markaskorari. Hann þótti frár á fæti og hlaut
af þeim sökum viðurnefnið Gunni sprettur og gengur hann undir því enn
þann dag í dag.
Þessi fortíð hans úr heimi knattspyrnunnar útskýrir líklega að hluta til af
hverju hann hefur unnið svo mikið með fótboltamönnum á síðustu árum.
Hver er Gunnar Gunnarsson?
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Gunnar, Eiður Smári og Cristiano Ronaldo
tengjast því allir í gegnum
Leppin International.
Skattaráðgjafi Gunnar Gunnarsson er
væntanlega einn af færari skattalögfræðingum
landsins enda hefur hann verið vinsæll sem
slíkur hjá ýmsum þekktum einstaklingum.