Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Page 7
FRÉTTIR 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 7
Svenn Dam og Morten Nissen Nilsen, fyrrverandi stjórnendur Nyhedsavisen, gerðu kröfu í þrotabú Ís-
lenskrar afþreyingar. Skiptastjórinn hafnaði kröfunni og það kemur í hlut Héraðsdóms Reykjavíkur að fjalla
um málið í vikunni.
Tveir fyrrverandi stjórnendur Ny-
hedsavisen hafa gert kröfu upp á
126 milljónir í þrotabú Íslenskrar af-
þreyingar hf. Skiptastjóri Íslenskrar
afþreyingar hafnaði þeirri kröfu því
hann segist ekki finna gögn um að
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi
forstjóri Dagsbrúnar, hafi haft heim-
ild til að gera samningana.
Gunnar Smári segir í samtali
við DV af og frá að hann hafi farið á
bak við stjórnina. Kröfur Dananna í
Teymi hafi verið samþykktar á sínum
tíma og þar vísað í yfirlýsingar stjórn-
armanna um að hann hafi haft heim-
ild stjórnarinnar.
Danirnir fengu að kaupa hluti á
eina danska krónu hvern en áttu rétt
á að selja þá á 45 krónur hvern að
ákveðnum tíma liðnum.
Mennirnir sem um ræðir eru
Svenn Dam, fyrrverandi stjórnar-
formaður Nyhedsavisen, og Mor-
ten Nissen Nilsen, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri blaðsins. Að sögn
Friðjóns Arnar Friðjónssonar, skipta-
stjóra Íslenskrar afþreyingar, eru
kröfurnar gerðar á grundvelli tveggja
hluthafasamninga. Dam og Nilsen
hafa kært þrotabú Íslenskrar afþrey-
ingar og verður fyrirtaka í málinu í
Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag-
inn.
125.000 hlutir
Friðjón Örn segir að ágreiningur
ríki á milli Íslenskrar afþreyingar og
Dananna vegna krafna sem þeir telja
sig eiga rétt á. „Samkvæmt hluthafa-
samningum þessum á milli Dags-
brúnar og Dananna, keypti Svenn
Dam 75.000 hluti í dótturfélaginu
365 Media Scandinavia og Morten
Nissen Nilsen 50.000 hluti.“
Í samningunum var svokallað val-
réttarákvæði sem kveður á um rétt
hluthafanna til þess að selja til Dags-
brúnar hluti sína, sem þeir keyptu á
1 danska krónu hvern, á 45 krónur
danskar hvern hlut. Hlutina keyptu
þeir árið 2006 og áttu rétt á að selja
þá í þrennu lagi til Dagsbrúnar, 1. júlí
2009, 1. júlí 2010 og 1. júlí 2011.
Danska félagið gjaldþrota
Friðjón tjáir blaðamanni að kröfu
Nilsens og Dams hafi verið hafnað
af hálfu þrotabúsins. „Í fyrsta lagi
er sú ákvörðun byggð á því að ég sé
hvergi í gögnum félagsins að Gunn-
ari Smára Egilssyni hafa verið veitt
umboð frá stjórn félagsins til að gera
þessa samninga. Það getur verið
að síðar meir komi fram gögn sem
breyti þeirri afstöðu.“
Eins og áður segir er félagið 365
Media Scandinavia undir gjaldþrota-
skiptum í Danmörku. Friðjón telur
þá staðreynd fela í sér að kröfunni
beri að hafna. „Þeir [Svenn Dam og
Morten Nissen Nilsen] krefjast þess
að nýta sér valréttarákvæði sitt en þar
sem danska félagið er undir gjald-
þrotaskiptum get ég ekki séð að þeir
geti uppfyllt sínar skyldur gagnvart
samningnum,“ segir Friðjón og spyr
hvernig Danirnir ætli að afhenda
sína hluti þegar fyrirtækið sé undir
gjaldþrotaskiptum.
Svipað mál komið upp áður
Gunnar Smári segir að svipuð krafa
Svenns og Mortens í Teymi hafi ver-
ið samþykkt á sínum tíma. „Krafa
þeirra í þrotabú Teymis var tekin gild
vegna yfirlýsingar stjórnarinnar um
að ég hefði haft heimild til að gera
það.“ Gunnar Smári segir af og frá að
hann hafi farið á bak við stjórnina.
Heimildin hljóti að liggja fyrir ein-
hvers staðar, rétt eins og í máli Teym-
is, þó að Friðjón finni hana ekki.
Lýsti yfir gjaldþroti í júní
Íslensk afþreying hét áður 365 og var
þá hluti samsteypunnar Dagsbrúnar.
Dagsbrún var skipt upp í tvö félög í
september 2006, í fjölmiðlafélagið
365 hf. og fjarskiptafélagið Teymi hf.
Þegar Rauðsól, sem nú heitir Sýn hf.,
keypti fjölmiðlahluta samsteypunn-
ar í nóvember 2008 var nafni 365 hf.
breytt í Íslenska afþreyingu. Íslensk
afþreying lýsti yfir gjaldþroti í júní
síðastliðnum.
Dótturfélag Dagsbrúnar í Dan-
mörku heitir 365 Media Scandin-
avia. Hlutverk þess var að reka frí-
blaðið Nyhedsavisen og að kanna
ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðl-
unar á Norðurlöndunum. 365 Med-
ia Scandinavia var úrskurðað gjald-
þrota síðla árs 2008.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
DANIR VILJA 126 MILLJÓNIR
Krafa þeirra...var tekin gild vegna
yfirlýsingar stjórnarinn-
ar um að ég hefði haft
heimild til að gera það.
Ævintýrið í Danmörku Fríblaðið
Nyhedsavisen kom út frá 2006 til 2008.
Réð ekki menn út í loftið Gunnar Smári vísar á bug ásökunum um að hann hafi
farið á bak við stjórn Dagsbrúnar.