Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Side 19
Hver er maðurinn? „Jóhann Rafn Heiðarsson heiti ég, kokkur.“ Hvaðan ertu? „Ég er frá Dalvík.“ Við hvað lékstu þér helst í æsku? „Aðallega í fjörunni og á bryggjunni.“ Áttu þér lið í enska boltanum? „Ég er gallharður Manchester United-maður.“ Verða þeir meistarar? „Ekki spurning.“ Uppáhaldskvikmynd? „Die Hard er alltaf góð.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Ég er að lesa bókina Fjallaþorpið eftir Jeh Tsjú-Tsjen. Hún er frekar leiðinleg - svolítið þung.“ Hver er þinn uppáhaldsmatur? „Lambahryggurinn, það toppar hann ekki neitt.“ Hverju ertu stoltastur af? „Börnunum mínum.“ Hvernig bíl keyptirðu á mynt- körfuláni? „Galloper. Hann er ágætur.“ Ertu baráttumaður í eðli þínu? „Já, ég tel mig vera það.“ ÆTLARÐU AÐ BAKA MIKIÐ AF BOLLUM? „Nei, ég hugsa að börnin mín baki nú fyrir mig.“ EDDA JÓNSDÓTTIR 68 ÁRA HÚSMÓÐIR „Nei, það ætla ég ekki að gera.“ ANNA LAXDAL 54 ÁRA STARFSMAÐUR Á AUGNLÆKNINGASTOFU „Nei, konan sér um það.“ HJÖRVAR SIGURÐSSON 20 ÁRA NEMI „Já, alveg fullt. Geri það ekki alltaf en þó núna.“ ANGELÍA FJÓLA VILHJÁLMSDÓTTIR 20 ÁRA NEMI DÓMSTÓLL GÖTUNNAR „Einhverjar bollur, já. Samt ekkert mjög mikið.“ MARGRÉT HALLSDÓTTIR LEIKSKÓLAKENNARI Á BESTA ALDRI JÓHANN RAFN HEIÐARSSON tók myntkörfulán til að kaupa Galloper hjá Lýsingu árið 2006. Með falli krónunnar hækkaði afborgun lánsins gríðarlega og vildi Lýsing fá mun hærri mánaðargreiðslur en áður en því vildi Jóhann ekki una og stefndi Lýsing honum því vegna vanefnda. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhanni í hag. DIE HARD OG MANCHESTER UNITED MAÐUR DAGSINS Íslenskt samfélag líkist æ meira ruslagámi. Á hverjum degi sitja menn og dorga, draga upp ónýtt drasl og illa lyktandi. Fregnir af samsulli stjórnmálamanna og við- skiptalífs verða æ svæsnari og þing- meirihluti í þessa veru hugsanlega staðreynd. Hægur framgangur endurreisnar myndi skýrast af því, sömuleiðis flumbrugangurinn í Ice save og dráttur hinnar svoköll- uðu bankahrunsskýrslu. Áttaviti fjórflokksins hringsnýst. Maður spyr sig hvers vegna stjórnmálamönnum hafa í svona ríkum mæli boðist stofnfjárhlut- ir í fjármálastofnunum? Bréfdúfur bankanna virðast vita nákvæmlega hvar eigi að bera niður og hvar ekki. Annað undur er sölutími þess- ara stofnfjárhluta. Eigendur verj- ast fregna um innherjaupplýsingar og segja ásakanir um slíkt fráleitar. Vísa í eigin samvisku sem kveður á um að selja þegar menn eru sestir í efri bríkur stjórnsýslunnar. Sem sagt grandvarir menn sem geta ekki gert að því að hlutabréfavæð- ingin og metorðaprílið beri upp á sama tíma. Áttaviti fjórflokksins hringsnýst. Fánaberi stjórnmálaflokks gerði grein fyrir aðkomu sinni að við- skiptalífinu fyrir skömmu í sjón- varpsþætti. Hafði vottað einhvern viðskiptagerning og eftir að hafa hlustað á lýsingar mannsins skil ég vel að hann skuli ekki hafa haft fullan skilning á flækjunni. Við- skiptunum lauk auðvitað með alls- herjarhruni en gaurinn firrti sig sök, ákvarðanataka hefði ekki ver- ið í hans höndum og bein aðkoma nánast engin. Undirskriftin hefði einungis verið formsatriði í þess- um vafningi. Sýn sama manns á af- skriftir lána og áhættu bankanna var hinsvegar skýr: Bönkum ætti að vera ljós sú áhætta sem fylgir lána- starfsemi. Þeim hljóti að vera ljóst að sum útlán tapast. Rökrétt við- horf en flagga mætti jafnræðissjón- armiðum því efalítið er íslensk- ur almenningur til í afskriftir lána með sömu tilvísun. Áttaviti fjór- flokksins hringsnýst. Fyrrum útrásarvíkingum og auðmönnum virðist umhugað að halda velli á vettvangi viðskiptanna og helst yfirráðum. Í þeirri viðleitni sitja þeir á gulli sínu í stað þess að borga lánardrottnum, bíða afskrifta og bjóða svo í þegar þrotabúin eru seld. Fyrir bankana eru þessar síð- búnu heimtur skárri en engar og réttlætir að menn séu hvorki spurð- ir hvaðan þetta fé komi né svona seint. Gömlu brellurnar virka enn og áttaviti fjórflokksins hringsnýst. En eitt hringsnýst ekki og það er stefna LÍÚ, hagsmunasam- taka útvegsmanna. Á þeim bæ ganga menn í takt: Veiðirétturinn er þeirra og kemur engum öðrum við. Stærsta útgerðin er Sjálfstæð- isflokkurinn, síðan Brim og Grandi, Framsóknarflokkurinn, Ísfélag- ið, vinstri-grænir og Samfylking- in. Þessi floti tryggir ofangreindu sjónarmiði viðgang enda keyrður áfram á því eldsneyti sem mann- kynið hefur jafnan kokgleypt: Pen- ingum. Viðhlæjendur kalla þetta hagræðingu og vissulega má finna henni stað, til dæmis í skúffunum á Tortóla. Áttaviti fjórflokksins sem ætti að beinast að almenningi veit varla að hann sé til. Stjórnmál snúast ekki um fólkið í landinu heldur fólkið í stjórnmálunum. Og fólkið í stjórn- málunum er ekki lengur fólkið í landinu heldur sérræktað græn- meti úr gróðrarstíum flokkanna sem kostaðar eru af hagsmunaað- ilum. Vilji fólk nýtt Ísland þarf að rjúfa þennan vítahring. Áttaviti fjórflokksins KJALLARI MYNDINMEST LESIÐ á DV.is LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Gömlu brellurnar virka enn og átta- viti fjórflokksins hringsnýst.“ UMRÆÐA 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 19 Baráttan í fullum gangi Framsóknarmenn í Kópavogi búa sig nú af krafti undir prófkjör flokksins um aðra helgi. Þrír bjóða sig fram í fyrsta sætið. Þeir eru Ómar Stefánsson, oddviti flokksins, Einar Kristján Jónsson, sem setið hefur í nefndum fyrir flokkinn, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem um helgina opnaði kosningaskrifstofu sína. MYND RAKEL ÓSK 1 Afskriftir auðmanna Auðmenn hafa fengið skuldir sínar afskrifaðar hjá bönkunum í stórum stíl. 2 Bishop drap bróður sinn árið 1986 Líffræðikennarinn Amy Bishop, sem skaut þrjá til bana í háskóla í Bandaríkjunum skaut bróður sinn til bana árið 1986. 3 Risastórar öldur skullu á áhorfendum - Myndband Fimmtán slösuðust alvarlega þegar gríðarstórar öldur skullu á áhorfendum brimbrettakeppni í Point Pillar í Kaliforníu. 4 Líflegur veðurfræðingur - Myndband Bandarískur veðurfræðingur þolir ekki að spá fyrir um leiðinlegt veður.Hann ákvað því að greina frá komandi snjóbyl í Baltimore með miklum leikrænum tilbrigðum og vakti athygli á YouTube. 5 Karl Magnús á reynslulausn í Brasilíu Karl Magnús Grönvold var látinn laus úr fangelsi í Brasilíu 11. febrúar síðastliðinn eftir að hafa setið þar inni í tvö ár. 6 Eins og að sigra Real Madrid Verðlaunahöfundurinn Guðmundur Óskarsson segir að það, að hafa betur gegn Gyrði Elíassyni, hafi verið eins og að vinna Real Madrid. 7 Breskar stjörnur flæktar í svikamyllu Fjölmargar stjörnur og valdamenn í viðskiptalífi Bretlands eru nú til rannsóknar vegna meintra skattsvika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.