Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Page 4
4 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR
www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Airfree lofthreinsitækið
• Byggir á nýrri tækni sem eyðir
ryki, frjókornum og gæludýraflösu
• Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum
• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna
Betra
loft
betri
líðan
Fríkirkjuvegur 11 sem Björgólfur Thor Björgólfsson keypti af Reykjavíkurborg árið
2008 er í eigu félags á Bresku Jómfrúareyjunum. Fríkirkjuvegur 11 er veðsettur með
fimm skuldabréfum fyrir 250 milljónir króna. Húsið var veðsett rétt eftir að það var
keypt. Húsið er hluti af uppgjöri Björgólfs Thors.
Félagið Novator F11 sem á fasteignina
á Fríkirkjuvegi 11 tapaði 36 milljónum
króna árið 2008. Eina eign félagsins er
Fríkirkjuvegur 11 sem félagið keypti
af Reykjavíkurborg í maí árið 2008
á 650 milljónir króna. Kaupin voru
fjármögnuð með 500 milljóna króna
hlutafé sem sett var inn í Novator F11
auk þess sem fimm veðskuldabréf
að upphæð 50 milljónir hvert hvíla á
húsinu. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi Novator F11 sem skilað var til árs-
reikningaskrár í lok desember á síð-
asta ári.
Eini tilgangur félagsins er að halda
utan um húseignina á Fríkirkjuvegi
11. Novator F11 er svo aftur í eigu
eignarhaldsfélagsins Novator ehf.
Novator ehf. er svo í eigu eignarhalds-
félagsins BeeTeeBee Ltd. sem skráð er
á Bresku Jómfrúareyjum. Því má segja
að Fríkirkjuvegur 11 sé í eigu félags á
Bresku Jómfrúareyjum.
Björgólfur Thor Björgólfsson fjár-
festir á BeeTeeBee og húsið á Frí-
kirkjuvegi 11. Sá sem byggði húsið á
Fríkirkjuvegi 11 er langafi Björgólfs,
kaupsýslumaðurinn Thor Jensen.
Húsið var byggt á árunum 1907 til
1908.
Björgólfur Thor ætlaði að breyta
húsinu umtalsvert eftir kaupin á því
en þær endurbætur hafa tafist nokk-
uð eftir bankahrunið haustið 2008.
Til stóð að sýningarrými, ráðstefnu-
aðstaða, safn og gestaíbúð ætti að
vera í húsinu. Upp á síðkastið hefur
húsið verið nýtt undir kennslu á veg-
um Háskólans á Bifröst og Listahá-
skóla Íslands.
Veðsett skömmu eftir kaupin
Í fréttum sem sagðar voru af kaup-
um Björgólfs Thors á húsinu árið
2008 kom fram að húsið hefði verið
staðgreitt fyrir 1. júlí 2008. Í ársreikn-
ingi félagsins eru kaupin á húsinu
færð til bókar undir liðnum „Fjár-
festingahreyfingar: Keypt fasteign“
og er verðið skráð þar 650 milljón-
ir króna. Kaupverðið virðist því hafa
verið greitt til Reykjavíkurborgar eins
og kveðið var á um í samningum á
milli borgarinnar og Björgólfs Thors.
Kaupverðið var töluvert hærra en
fasteignamat hússins sem nam rúm-
um 250 milljónum króna þegar það
var keypt.
11. júlí árið 2008, tíu dögum eft-
ir að fresturinn leið til að greiða fyrir
húsið, voru skuldabréfin fimm gefin
út, samtals að upphæð 250 milljón-
ir króna. Ekki er tekið fram í veðbók-
arvottorði hússins né í ársreikningi
félagsins hjá hverjum húsið er veð-
sett. Í ársreikningi félagsins eru veð-
skuldabréfin færð til bókar sem „Tek-
in langtímalán“ og er ljóst að skuldin
hefur hækkað nokkuð en hún er færð
til bókar sem tæplega 260 milljónir
króna.
Eignir félagsins eru skráðar sem
rúmlega 740 milljónir króna, þar
af er húsið skráð sem 650 milljóna
króna virði og þar að auki er hand-
bært fé upp á 90 milljónir. Verð húss-
ins er þó líklega ofmetið þegar sagt er
að það sé 650 milljóna króna virði.
Óvíst er hins vegar hvernig kaup-
in voru fjármögnuð og hvort tek-
ið hafi verið lán fyrir kaupverðinu
sem síðan hafi verið greitt til baka að
hluta eftir að húsið var veðsett. Því er
ekki vitað hvort 400 milljónirnar sem
notaðar voru til að kaupa húsið hafi
verið teknar að láni.
Hluti af uppgjöri Björgólfs
Ásgeir Friðgeirsson, sem unnið hef-
ur sem ráðgjafi Björgólfs, segir að
málefni Fríkirkjuvegar 11 séu hluti af
uppgjöri Björgólfs Thors sem hann
vinni nú að og búist við að ljúka á
næstunni. „Hann er að semja við
sína lánardrottna. Mig minnir að
hann hafi borgað 400 milljónir fyrir
húsið með eigin fé og að 250 milljón-
ir hafi verið teknar að láni. Þannig að
það er bankinn sem á kröfu á félag-
ið. Ég veit ekki hvort bankinn telur
að það sé einhvers virði að taka þetta.
Þannig að þetta hús er bara hluti af
þessu uppgjöri hans,“ segir Ásgeir.
„Þetta er bara eitt af þessum mál-
um sem hann ætlar að reyna að klára
áður en hann svarar því til hver fram-
tíðaráform hans verða með húsið,“
segir Ásgeir en af máli hans að dæma
er framtíð hússins á Fríkirkjuvegi háð
nokkurri óvissu út af uppgjöri Björg-
ólfs. Verðmatið á húsinu er nokkurn
veginn það sama og skuld Björg-
ólfs vegna kaupanna á því þannig
að lánardrottnar munu væntanlega
fá kröfu sína á hendur Novator F-11
greidda að langmestu leyti.
Ásgeir segist ekki vita hvort Björg-
ólfur hafi tekið lán fyrir hluta kaup-
verðs hússins sem síðan hafi verið
greitt til baka eftir að hann veðsetti
það eftir kaupin á því. Hann segist
heldur ekki vita hver lánaði Björgólfi
milljónirnar 250 með veði í húsinu
en að væntanlega muni Björgólfur
gefa það upp eftir að uppgjöri hans
við lánardrottna hans lýkur.
Framtíð hússins á Fríkirkjuvegi
11 er því háð því hvernig uppgjöri
Björg ólfs Thors mun ljúka.
BJÖRGÓLFUR SEMUR
UM FRÍKIRKJUVEG 11
ANNAS SIGMUNDSSON og
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamenn skrifa: as@dv.is og ingi@dv.is
„Þannig að þetta hús er bara hluti
af þessu uppgjöri hans“
Steinunn Valdís segir allt hennar á hreinu gagnvart eyðslu styrkja:
Sár yfir eineltinu
„Þetta er bara einelti og alvarleg at-
laga að mannorði mínu. Það er verið
að senda ýmsar skítapillur á mig út um
allar trissur og alls konar sögur í gangi
frá nafnlausum mönnum. Sögurnar
eru sumar yfirgengilegar um hvað ég
á að hafa gert við þessa peninga,“ seg-
ir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar.
Alla síðustu viku söfnuðust mót-
mælendur fyrir utan heimili Stein-
unnar Valdísar sem kröfðust afsagnar
hennar sem þingmanns. Tugir manna
voru saman komnir flest kvöld vikunn-
ar og fór svo á endanum að lögregla
hótaði mótmælendum handtöku.
Steinunn Valdís fékk tólf milljónir og
750 þúsund krónur í styrki á árunum
2006 til 2007, þar á meðal tvær millj-
ónir frá Baugi og tvær frá FL Group.
Steinunn Valdís bendir á að hún
hafi fengið þessar fjárhæðir í tveimur
prófkjörum og að hún hafi staðið fylli-
lega skil á öllum útgjöldum. Aðspurð
skilur hún ekki hvers vegna mótmæl-
endur beina sjónum sínum aðallega
að henni. „Ég bara hef ekki hugmynd
um það en líklega af því ég ligg vel við
höggi. Ég hef algjörlega hreinan skjöld
og hef ekki brotið neitt af mér. Ég er
búin að gera grein fyrir hverri einustu
krónu og skatturinn búinn að fara yfir
hverja einustu fylginótu. Þar að auki
hafa styrkirnir hvergi haft áhrif á mín
störf og ég ekki gengið erinda þeirra
aðila sem styrktu mig,“ segir Steinunn
Valdís.
„Ég get ekki tekið á mig ósann-
gjarna sök með afsögn. Ef ég segði
af mér væri ég að staðfesta það að ég
hefði brotið eitthvað af mér. Það hef ég
ekki gert.“ trausti@dv.is
Útilokar afsögn Steinunn Valdís segir
ekki koma til greina að segja af sér. Slíkt
telur hún staðfestingu á að hún hafi
brotið eitthvað af sér.
Mamma Þórðar og
systir Ingu Jónu
Þriðji skuldsettasti stjórnmála-
maður landsins, samkvæmt
skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis, er Her-
dís Þórðardótt-
ir, fyrrverandi
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins. Her-
dís skuldaði um
tíma meira en
1000 milljónir
króna.
Herdís er systir Ingu Jónu
Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H.
Haarde, og móðir Þórðar Más Jó-
hannessonar, fyrrverandi forstjóra
Straums-Burðaráss og Gnúps.
Ástæðan fyrir því að Herdís er
svo skuldsett er sú að eiginmaður
hennar og faðir Þórðar Más hefur
stundað fjárfestingar með syni
sínum.
Segir ekkert um
skýrsluna
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi
ráðherra, sá sér ekki fært að tjá sig
um skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis er fréttavefur Vísis reyndi
að ná í viðbrögð
frá ráðherr-
anum fyrrver-
andi á sunnu-
dag. Ástæðuna
fyrir því sagði
Halldór að hann
væri upptekinn
á fundi og hefði
ekki tíma til að
ræða við blaðamenn en útilokaði
ekki að hann myndi tjá sig seinna
um skýrslu rannsóknarnefndar-
innar.
Halldór er sagður hafa tekið
ákvörðun um sölu Landsbankans
og Búnaðarbankans með pólit-
íska hagsmuni í huga ásamt Davíð
Oddssyni, þáverandi forsætisráð-
herra. Þeir tveir hafi einir ráðið
ákvarðanatöku um kaupendur að
sögn Steingríms Ara Arasonar, sem
átti sæti í einkavæðingarnefnd.
Svavar vill
siðareglur
Forsætisráðuneytið verður að setja
nýjar siðareglur um forsetaembættið
að mati Svavars Gestssonar, fyrrver-
andi ráðherra. Svavar lét þessi um-
mæli falla í þættinum Sprengisandi
á Bylgjunni á
sunnudag. Hann
sagði að skoða
verði hvaða hlut-
verki forseta-
embættið eigi að
gegna í samfélag-
inu, þá hvort það
yrði pólitískt eða
ekki. Svavar velti
því jafnframt fyrir sér hvort kæmi til
greina að leggja embættið niður. Sátt
þyrfti að vera um embættið en ekki
stríð að mati Svavars.