Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, gagnrýnir
embætti umboðsmanns Alþingis fyr-
ir vissa þjónkun við íslensku bankana
á árunum fyrir hrunið í skriflegum
athugasemdum í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Athugasemdirn-
ar eru í viðauka við skýrsluna.
Jónas hafði andmælarétt vegna
þeirrar gagnrýni sem rannsóknar-
nefndin setti fram á störf hans og
gagnrýndi hann embættið í þeim.
Tryggvi Gunnarsson, sem gegnir
starfi umboðsmanns Alþingis, var
einn þremenninganna í rannsókn-
arnefndinni og má því líta svo á að
gagnrýni Jónasar beinist að Tryggva.
Inntakið í gagnrýni Jónasar Fr.
snýst um það að embætti umboðs-
manns hafi gert miklar kröfur til
stjórnsýslunnar og Fjármálaeftirlits-
ins og að fjármálafyrirtækjunum hafi
verið bent á rétt sinn ef þau teldu
að Fjármálaeftirlitið gengi of langt í
gagnrýni sinni á þau.
Í athugasemdum Jónasar segir
um umboðsmann: „Umboðsmaður
Alþingis hefur alla jafna gert strang-
ar kröfur til stjórnsýslunnar og hélt
meðal annars erindi á fundi hjá Fé-
lagi lögfræðinga fjármálafyrirtækja
16. maí 2007 þar sem hann vakti at-
hygli fyrirtækjanna á þeim mögu-
leika að kvarta til umboðsmanns
teldu þau á sér brotið við málsmeð-
ferð Fjármálaeftirlitsins. Minnis-
blað starfsmanns Fjármálaeftirlits-
ins, sem sótti fundinn, liggur fyrir í
skjalasafni stofnunarinnar. Af fram-
ansögðu má ljóst vera að af hálfu
Fjármálaeftirlitsins var lagður sífellt
aukinn tími og vinna í öflun, rann-
sókn og úrvinnslu á stórum áhættu-
skuldbindingum.“
Jónas er því með þessu að segja
að umboðsmaður Alþingis hafi átt
þátt í því að draga tennurnar úr
Fjármálaeftirlitinu og möguleik-
um þess á að fylgjast með bönk-
unum.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins gagnrýndi embætti umboðsmanns Alþingis:
Benti bönkunum á rétt sinn
Deilt á umboðsmann Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins deilir á umboðsmann
Alþingis í athugasemdum sem hann sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Umboðsmaður
Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, átti sæti í sannleiksnefndinni.
Fíkniefni sem smitast af saur og eru borin innvortis til landsins
geta valdið hættulegum sýkingum hjá þeim sem neyta efnanna.
Dæmi eru um að fólk hafi smitast af lifrarbólgu A eftir að hafa
neytt fíkniefna sem hafa smitast af saur úr manneskjunni sem
bar þau innvortis í smokkum til landsins.
HÆTTA Á SMITI
AF SAURUGU DÓPI
Í janúar var erlendur maður stöðvað-
ur af Tollgæslunni á Keflavíkurflug-
velli með 99 smokka innvortis sem
innihéldu 650 grömm af amfetamíni.
Efnin sem maðurinn bar til landsins
reyndust smituð af saur sem hafði
komist í snertingu við fíkniefnin í
maga eða þörmum mannsins. Saur
getur innihaldið mikið magn af veir-
um og bakteríum. „Það eru verulega
mengaðar bakteríur í saur og einn-
ig hættulegar svo sem salmonellu-
smit. Það sem menn hafa helst rekið
augun í eru lifrarbólguveirur því það
geta einnig verið veirusjúkdómar
sem berast með saur,“ segir Harald-
ur Briem sóttvarnalæknir, en hann
hefur skoðað myndir sem lögrelgan
á Suðurnesjum tók af smokkum sem
maðurinn bar til landsins. „Á mynd-
inni sést að saurinn hefur lekið inn í
smokkinn og þetta er bara óþverri.“
Lengi að skila efnum
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögfræð-
ingur hjá Lögreglustjóranum á Suð-
urnesjum, segir mál þar sem fólk
reyni að smygla fíkniefnum til lands-
ins talsvert algeng. „Við erum ítrek-
að að sjá að þessi efni sem eru borin
innvortis til dæmis í smokkum hafa
smitast af saur úr þeim sem ber efn-
in til landsins,“ segir Alda en oft getur
það tekið langan tíma fyrir einstakl-
ing sem smyglar efnum innvortis að
losa sig við þau. „Ég hreinlega man
ekki hvað lengsti tíminn er sem ein-
staklingur hefur verið að skila efnun-
um frá sér, en mig minnir að það hafi
tekið hann sex til tíu vikur.“
Öll flóran í saur
Að sögn Haraldar Briem er saur-
mengun ein aðalváin sem menn
standa frammi fyrir í dag. „Þess
vegna er verið að hvetja fólk til að
þvo hendur. Fólk getur verið með
þessa frægu nóroveiru sem er allt-
af að valda niðurgangspestum. Það
getur verið með lifrarbólgu A og síð-
an eru það salmónellur sem eru allt
saurgerlar. Það er öll flóran sem get-
ur verið í saur, til dæmis blóðkreppu-
sótt, kólera og í rauninni hvað sem
er,“ segir Haraldur og bendir sér-
staklega á lifrarbólgusmit. „Við feng-
um faraldur af lifrarbólgu A fyrir all-
mörgum árum þar sem líklegt er að
smit milli fólksins, sem var fíkniefna-
neytendur, hafi borist með neyslu
saurmengaðra fíkniefna.“
Hættuleg veirusýking
Haraldur segir lifrarbólgu A vera
hættulega. „Þetta er veirusýking sem
berst í lifrina og hún bólgnar upp og
gallgangarnir stíflast. Viðkomandi
verður gulur og það eru talsverð veik-
indi sem fylgja þessu sem geta staðið
vikum eða jafnvel mánuðum saman.
Því eldra sem fólk er því hættulegra
verður að smitast af lifrarbólgu A og
dauðsföll hjá eldra fólki eru þekkt.
Þetta er mjög varasamur sjúkdómur
og landlæknisembættið skilgreinir
hann sem hættulegan, tilkynninga-
skyldan sjúkdóm.“
Hættuleg veikindi
„Oft er þetta fólk sem er ekki vel á
sig komið líkamlega og hefur mögu-
lega verið í fíkniefnaneyslu lengi og
þannig borið sýkingar,“ segir Alda
Hrönn og bætir við. „Mér finnst
skelfilegt til þess að hugsa að fólk
sé að neyta þessara efna sem eru
flutt til landsins með þessum hætti
– efni sem geta valdið einstaklingum
hættulegum líkamlegum veikindum
í kjölfar neyslu þeirra,“ segir Alda.
Saurmenguð efni í sölu
Á mynd sem lögreglan á Suðurnesj-
um tók af einum smokknum sést vel
hvernig hvítt amfetamínið er orð-
ið brúnleitt að lit. „Þessi mynd segir
okkur í rauninni hversu langt saur-
smitið berst inn í efnið í smokknum
og hvað það er orðið litað af smiti.
Þegar við náum þessum efnum ekki
fara þau á markað og fólk veit ekk-
ert hvaða sýklar eru í þessum efn-
um. Það geta verið fleiri sjúkdómar
en lifrarbólga A sem fólk er að sýkjast
af sem notar efni sem eru smituð af
saur. Fólk veit ekkert hvernig fíkni-
efni sem það neytir eru tilkomin –
kannski með þessum hætti,“ segir
Alda.
Þarf einungis að snerta
Haraldur Briem segir verulega hættu
á að saurmenguð fíkniefni smitist við
neyslu. „Ef fíkniefni mengast af saur
er talsverð hætta á að bakteríur eða
veirur komist í þann sem neytir efn-
isins. Jafnvel þótt efni sem eru saur-
menguð séu einungis handfjötluð
nægir það til að valda smiti. Það þyrfti
að sjóða efnin til að komast hjá sýk-
ingu. Ef smitefnið er í fíkniefninu er
bara veruleg hætta á að fólk smitist.“
JÓHANNES KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
„Þegar við náum þessum efnum
ekki fara þau á mark-
að og fólk veit ekkert
hvaða sýklar eru í þess-
um efnum“
Sóttvarnalæknir Haraldur Briem segir
að veruleg hætta sé á að saurmenguð
fíkniefni smiti þá sem neyta efnanna af
bakteríu- eða veirusýkingum.
Átján smokkar Þarna sjást átján smokkar af þeim
99 sem maðurinn reyndi að smygla til landsins.
Brimborg kærir
borgina
Brimborg hyggst kæra Reykjavíkur-
borg til umboðsmanns Alþingis fyrir
stjórnsýslulagabrot, valdníðslu og
fyrir að breyta lögum um lóðarskil
afturvirkt. Áður hafði fyrirtækið kært
borgina til sveitarstjórnaráðuneytis
sem úrskurðaði Brimborg í vil. Málið
snýst um lóð sem bílaumboðið keypti
af borginni árið 2005 en eftir banka-
hrunið óskaði fyrirtækið eftir að skila
lóðinni. Reykjavíkurborg hefur þrátt
fyrir úrskurði þess efnis neitað að taka
við lóðinni fram til þessa og nú reynir
á málið hjá umboðsmanni Alþingis.
Innanlandsflug
niðri í tvo daga
Svo gæti farið að öllu innanlands-
flugi verði aflýst fram á miðvikudag
gangi veðurspár eftir. Samkvæmt spá
Veðurstofunnar fyrir vikuna stefnir í
að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavík-
urflugvöllur verði ónothæfir, jafnvel
fram á miðvikudag. Árni Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Flugfélags
Íslands, segir fyrirtækið tapa um átta
til níu milljónum króna á dag en 1.800
manns áttu bókað far innanlands með
vélum flugfélagsins á sunnudag. Flug-
umferð um Egilsstaðaflugvöll var mjög
takmörkuð um nýliðna helgi vegna
spár um dreifingu gjósku en völlurinn
er á svokölluðu svörtu svæði þar sem
magn ösku er yfir þeim mörkum sem
framleiðendur þotuhreyfla setja.
Flugbókanir hrynja
Flugbókanir eftir eldgosið í Eyjafjalla-
jökli hafa hrunið og mikið tjón hefur
orðið hjá íslenskum flugfélögum,
bæði í innanlands- og millilanda-
flugi. Gífurleg röskun hefur verið á
flugi vegna öskufalls frá gosinu og flest
flug hafa verið í uppnámi undanfarna
daga. Forsvarsmenn flugfélaga hafa
setið sveittir við að halda uppi flug-
samgöngum hérlendis og milli landa
en sala á flugi til og frá landsins hefur
snarminnkað eftir eldgosið. Þá hefur
DV greint frá því undanfarna daga að
rekstraraðilar í ferðaþjónustu hafa
orðið fyrir talsverðum afbókunum
undanfarið og stefnir í slakt ferða-
mannasumar á Íslandi.
Með skrúfjárn í
gegnum tollinn
Íslendingur hafði samband við
DV um helgina til að greina frá
því að hann hefði komist með 19
cm langt skrúfjárn í handfarangri
gegnum öryggishliðið á Kefla-
víkurflugvelli og á flugvellinum í
Osló. Maðurinn ætlaði sér ekki að
vera með skrúfjárnið á sér þegar
hann fór í gegnum tollinn og áttaði
hann sig ekki á því fyrr en hann
var kominn í gegnum tollinn.
Maðurinn furðaði sig á því að
hann hefði komist með skrúfjárnið
í gegnum tollinn en þetta gæti bent
til að öryggisgæslu á flugvöllunum
tveimur sé ábótavant.