Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FRÉTTIR
Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi
og einn aðaleigenda Rúmfatalag-
ersins, skuldaði rétt tæpa áttatíu
milljarða íslenskra króna við fall
bankanna síðla árs 2008. Skuld-
irnar lágu í níu félögum tengdum
Færeyingnum duglega sem sam-
anlagt skulduðu 470 milljónir evra
í viðskiptabönkunum þremur,
Glitni, Kaupþingi og Landsbank-
anum.
Þetta kemur fram í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis þar
sem fjallað er sérstaklega um út-
lán stóru bankanna þriggja. Þar
sést að lánin fóru vaxandi frá ár-
inu 2005 og náðu hátindi í lok
september 2008, nokkrum dög-
um fyrir sjálft bankahrunið. Mest
fengu fyrirtæki Jákups lánað hjá
Kaupþingi en þar fóru lánin yfir
300 milljónir evra þegar hæst var.
Það jafngildir yfir 50 milljörðum
króna. Landsbankinn var ekki
langt á eftir því við bankahrunið
voru lánin þar innandyra rúmar
250 milljónir evra, eða rúmir 42
milljarðar króna.
Korputorgið erfiðast
DV hefur ekki heimild fyrir því
hver staða lánanna er hjá bönk-
unum, hvort greitt hafi verið inn
á þau eða skuldir fengist afskrif-
aðar. DV gerir ráð fyrir því að stór
hluti lánanna sé tilkominn vegna
byggingar verslunarmiðstöðvar-
innar Korputorgs, sem var opn-
uð í miðju bankahruninu, aðeins
nokkrum dögum eftir að íslenska
ríkið ákvað að taka yfir Glitni. Í því
erfiða árferði sem þá var hættu
verslanir við að opna búðir í versl-
unarmiðstöðinni, jafnvel þrátt fyr-
ir að rekstraraðilar hafi verið bún-
ir að undirrita leigusamninga.
Þannig sagði DV til að mynda frá
því að bæði Office One og Max-
raftæki hefðu hætt við að opna þar
verslanir.
Opnun Korputorgs, eða
„Kreppu torgs“ eins og sumir kjósa
að kalla það, fór fram nokkrum
mánuðum síðar en áætlað var
en meðal þeirra verslana sem
þar opnuðu var stór húsgagna-
og heimilisvörurverslun í eigu
Jákups, Ilva á Íslandi sem tengt
er erlendri keðju. Þrjú þeirra fé-
laga sem skulduðu háar fjárhæðir
í stóru bönkunum báru nafn Ilva í
einhverri mynd.
Staddur í Sjanghæ
Jákup stofnaði Rúmfatalagerinn
hér á landi árið 1987 sem staðsett
var í Kópavogi. Ári síðar var opn-
uð verslun á Akureyri en í dag eru
þær orðnar fjórar talsins þar sem
hægt er að kaupa lágverðsvörur
af ýmsu tagi. Ein þessara fjögurra
verslana er í Korputorgi.
Á haustmánuðum síðasta árs
voru fluttar fréttir af því í Séð og
heyrt að Færeyingurinn væri flutt-
ur af landi brott með fjölskyldu
sína. Hann býr nú í Kína þar sem
hann heldur utan um innkaup
Rúmfatalagersins. „Ég kaupi svo
mikið inn frá Kína að ég verð helst
að vera hérna og passa upp á hlut-
ina,“ sagði Jákup í viðtali við tíma-
ritið þar sem fram kom að rúm-
fatakóngurinn býr í Sjanghæ.
Við vinnslu fréttarinnar voru
gerðar tilraunir til að komast í
samband við Jákup en án árang-
urs.
Skuldir í hlutafé?
Fréttavefurinn visir.is greindi frá
því síðastliðið haust að til stæði
að Arion banki tæki yfir einhvern
hluta skuldanna og breytti þeim í
hlutafé. Þar kom fram að engar af-
skriftir væru fyrirhugaðar á skuld-
um Færeyingsins, eða fyrirtækj-
um honum tengdum, heldur tæki
bankinn yfir hlut í helstu eign-
um hans, meðal annars Ilvu-hús-
gagnaverslununum, Rúmfatala-
gernum, turninum við Smáratorg,
verslunarmiðstöðinni Glerár-
torgi á Akureyri og verslunarmið-
stöðinni Korputorgi. Þá staðfest-
ir Jákup að viðræður við bankann
stæðu yfir en fullyrti að engar
skuldir yrðu afskrifaðar.
Eftir því sem DV kemst næst
er hluti hinna skuldugu félaga
Jákups gjaldþrota og verið að
vinna í því að selja eignir úr móð-
urfélaginu, Lagerinn ehf., og dótt-
urfélögum þess. Þannig hefur
ekki aðeins Arion banki leyst til
sín hluti í móðurfélaginu heldur
einnig Landsbankinn, sem tekið
hefur yfir stærstan hluta dótturfé-
lagsins SMI ehf.
Frumkvöðull ársins
Jákup hlaut Viðskiptaverðlaun
DV, Stöðvar 2 og Viðskiptablaðs-
ins árið 2000 en þá voru verslan-
ir Rúmfatalagersins orðnar tíu
talsins; ein í Færeyjum, fjórar í
Kanada og fimm á Íslandi. Hann
tók við verðlaununum úr hendi
Valgerðar Sverrisdóttur, þáver-
andi viðskiptaráðherra, sem lof-
aði Færeyinginn fyrir stórhug og
frumkvæði. „Nú síðast vakti Jákup
eftirtekt í íslensku viðskiptalífi
með þátttöku sinni í uppbyggingu
Smáratorgs í Kópavogi þar sem
enn eru metnaðarfullar fyrir-
ætlanir um frekari uppbygg-
ingu. Með svipuðum stór-
hug var ráðist í byggingu
Glerártorgs á Akureyri,
glæsilegrar verslunar-
miðstöðvar sem opn-
uð var nú í haust. Það
er því óhætt að segja
að hvar sem Jákup
Jacobsen kemur
að atvinnurekstri
megi sjá merki um
stórhug, frum-
kvæði og óbil-
andi drifkraft
til uppbygging-
ar og framfara.
Jákup Jac-
obsen er því
sannkallað-
ur frumkvöð-
ull,“ sagði
Valgerður
skömmu áður
en hún veitti
Jákup verð-
launin.
Stórtækur
Árið 2004 voru
verslanir Rúm-
fatalagersins
orðnar 38 talsins;
ein í Færeyjum, 20 í
Kanada, fjórar á Ís-
landi og 13 í Eystra-
saltslöndunum. Frá
1987 hafði reksturinn
vaxið frá einni versluni
í heimalandinu yfir í 38
verslanir í 6 löndum. Jákup
þakkaði framsýni sinni vel-
gengnina en heppni spil-
aði þar líka inn í þar sem hann
hefði verið rétti maðurinn á
réttum tíma.
Þannig sagðist Jákup í viðtali
við Viðskiptablaðið hafa leiðst út
í verslunarrekstur fyrir tilviljun
þegar hann var 25 ára gamall og
hafði áður verið lengi á sjó. Þá var
hann staddur með föður sínum í
Danmörku og fóru þeir í dansk-
an Rúmfatalager. Þar hafi mað-
ur í versluninni komið að þeim,
uppgötvað að þeir væru Færey-
ingar og tilkynnt þeim að landi
þeirra hefði ætl-
að að stofna versl-
un í Færeyjum en
hætt við það. Buð-
ust Jákup þarna átta
gámar af vörum sem
biðu á hafnarbakk-
anum í Færeyjum.
Hann ákvað að grípa
tækifærið þrátt fyrir að
félagar hans stríddu hon-
um á því að hafa farið úr
sjómennsku yfir í það
að selja gardínur og
sængurföt.
RÚMFATAKÓNGUR
SKULDAR 80
MILLJARÐA
Félög tengd Jákupi á Dul Jacobsen, öðrum aðaleigenda Rúmfatalagersins, skulduðu 470 milljónir evra í
stóru viðskiptabönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, þegar þeir hrundu. Hann flutti af
landi brott á haustmánuðum þar sem hann býr með fjölskyldunni í Sjanghæ.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Lánaskuldir félaga Jákups hjá
bönkunum þremur:
n 2005: 270 milljónir evra
n 2006: 300 milljónir evra
n 2007: 410 milljónir evra
n 2008: 470 milljónir evra
Skuldug félög tengd Jákupi:
n Lagerinn ehf.
n SMI ehf.
n Lagerinn Dutch Holding B.V.
n Stekkjarbrekkur ehf.
n Jysk Linen´n Furniture Inc.
n Ilva Furniture Ltd.
n Ilva A/S
n Ilva Holdings A/S
n Önnur félög
Skuldir Jákups
Ég kaupi svo mikið inn frá
Kína að ég verð helst
að vera hérna og passa
upp á hlutina.
Býr í Kína Séð og heyrt
sagði frá því í haust að Jákup
væri fluttur til Sjanghæ þar
sem hann fylgist með inn-
kaupum Rúmfatalagersins.