Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Qupperneq 14
FÓLK LEGGI BÍLUNUM „Eldsneytisverð hefur verið í hæstu hæðum síðustu mán- uði og sér ekki fyrir endann á hækkunum. En íbúar höfuð- borgarinnar hafa sem betur fer fleiri valkosti en einkabílinn til að komast á milli staða. Með hækkandi sól er ágætis tækifæri til að venja sig á nýjan sam- göngumáta og ganga, taka fram reiðhjólið, nú eða nýta stræt- isvagnana,“ segir á heimasíðu Neytendasamtakanna. Þau hvetja fólk til að leggja bíln- um. „Vagninn stöðvar vissu- lega ekki fyrir framan útidyrnar hjá öllum en blanda af dagleg- um göngutúr og strætóferð er tilraunarinnar virði,“ segir þar enn fremur. n Áhugamaður um tölvuleiki hafði samband við DV og lýsti yfir óánægju sinni með verðlagningu á Playstation 3-fjarstýr- ingum. Þær kosta tæplega tólf þúsund krónur í verslunum BT og Elko. Á eBay má finna þær á um fimm þúsund krónur fyrir utan flutningskostnað og toll. n Lofið fær Wilsons pizza fyrir gott tilboð á hamborgurum. Í tvær vikur hefur skyndibitastaðurinn boðið ostborgara ásamt dós af Pepsi á 500 krónur. Blaðamaður hefur sannreynt að borgarinn smakkast prýðilega. Líklega er um ódýrasta borgara á landinu að ræða. Það ber að lofa. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 210,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 207,3 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 206,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 206,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 210,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,6 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 208,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,4 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 208,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,5 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 210,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 203,3 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti Þú borgar þó slökkt sé á síma viðtakandans: KOSTAR AÐ HRINGJA Í TALHÓLFIÐ „Talhólfið er í raun að svara símtal- inu. Það er gjaldfært eins og ein- staklingurinn sé á hinum end- anum,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. DV barst ábending frá lesanda um að símafélögin rukki fyrir símtöl þó við- takandi sé með slökkt á símanum. Samkvæmt samtali við Liv Berg- þórsdóttur, framkvæmdastjóra Nova, og Hrannar Pétursson hjá Vodafone gildir einu hvort talhólf svari eða einstaklingurinn sem á tal- hólfið. Talhólfið jafngildi því að eig- andi þess svari. Hrannar segir að þessi umræða komi reglulega upp og hann segist fagna því að á þetta sé bent. „Við vilj- um að fólk sé meðvitað um kostn- aðinn,“ segir hann og bendir á að mjög margir skelli á þegar talhólf- ið svari. „Við höfum brýnt fyrir fólki að slökkva á talhólfinu þegar það fer til útlanda,“ segir Hrannar sem bætir við að fólk, sem er á ferða- lagi erlendis, geti hæglega lent í því að borga fyrir símtalsflutning út og þaðan í talhólfið. Þetta gerist jafnvel þó slökkt sé á símanum, svo fremi sem síminn sé þannig stilltur að tal- hólfið svari. Liv bendir á að viðskiptavinir Nova geti auðveldlega slökkt á tal- hólfinu þannig að þeir sem hringi beri ekki kostnað af því að hringja. Það megi einfaldlega gera í stilling- um á símanum sjálfum. baldur@dv.is 14 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 NEYTENDUR ÓDÝRARA MEÐ STRÆTÓ Strætókort duga núna þriðjungi lengur en venjulega. Þannig gildir 30 daga kort, sem kostar 5.600 krónur, í 40 daga. Á sama hátt má kaupa 90 daga kort sem gildir í 120 daga. Níu mánaða kort gilda nú í 12 mánuði. Þetta gildir um kort sem keypt eru á vefnum straeto.is en tilboð- ið stendur yfir til 15. október á þessu ári. „Þetta er fyrst og fremst gert til þess að fá fleiri til að nota strætó reglulega og koma til móts við þá sem nú leita leiða til að draga saman útgjöld heimilisins. Um leið er þetta hvatning til notenda strætó um að nýta Strætó.is til að kaupa kort, leita sér upp- lýsinga um leiðakerfið, áætl- un vagnanna o.s.frv,“ segir á heimasíðunni. Fagnar umræðunni Hrannar Pétursson hvetur fólk til að slökkva á talhólfinu þegar það ferðast utan lands. MYND RAKEL ÓSK 1. Hugsaðu eins og bílasali Ef þú ætlar að selja gamla bílinn og fá þér nýjan er auðvitað auðveld- ast að snúa sér til næsta bílasala og láta hann sjá um söluna. Það er hins vegar ekki alltaf hagstæðast fyrir þig. Dæmi eru um að menn geti feng- ið 100 til 200 þúsund krónum meira fyrir bílinn með smá vinnu, útsjónar- semi og með því að selja hann sjálf- ir. Hluti ástæðunnar fyrir því að það borgar sig að selja bílinn sjálfur er sú staðreynd að þegar þú lætur bílasala um verkið ertu að borga honum fyr- ir pappírsvinnu auk sölulauna. Ekki gleyma því að góðir bílasalar eru sér- fræðingar í því að prútta og semja um verð. 2. Lærðu trixin Bílasalar búa aukinheldur yfir nokkr- um góðum sölu„trixum“ sem alltaf virka. Þeir vita að jafnvel hin versta bíldrusla getur litið vel út þegar hún er nýþrifin. Auðveldlega má auka verðgildi bílsins með nokkrum hand- tökum og fáeinum þúsundköllum. Þannig getur djúphreinsun á sæt- um, glansandi mælaborð, fallegt bón og „back to black“ meðferð á dekkj- um og listum haft úrslitaáhrif á það hvort kaupandi finnist. Það getur líka borgað sig að fægja vélina og þrífa eins og hægt er. Ef vélin glansar þeg- ar húddið er opnað verður hugsan- legur kaupandi fyrir þeim hughrifum að vel hafi verið hugsað um bílinn. Sjáðu líka til þess að öll geymsluhólf séu tóm; láttu ekki gamlar kvittanir, skrúfur og nagla, rusl eða geisladisk í spilaranum fylgja bílnum. Sjáðu til þess að loft sé í varadekkinu og að tjakkurinn og felgulykillinn séu á sínum stað. Þetta eru allt atriði sem bílasali aðgætir að séu í lagi. 3. Lagfærðu litlu hlutina Það er ekki víst að það borgi sig alltaf að gera við það sem er bilað, sérstak- lega ekki ef viðgerðin er dýr saman- borið við verðgildi bílsins. Það borg- ar sig hins vegar alltaf að skipta um sprungnar perur og annað smálegt. Ef motturnar eru gatslitnar, loftnetið brotið og bremsuljósin virka ekki þá fer kaupandinn ósjálfrátt að hugsa með sér hvað annað hefur setið á hakanum. Það borgar sig að leggja fáein þúsund í þessa hluti. 4. Reiknaðu út verðgildið Á vef Bílgreinsambandsins, bgs.is, er hægt að reikna út, miðað við ald- ur bílsins og ekna kílómetra, hversu verðmætur hann er. Þú slærð einfald- lega inn tegundina, týpuna og fjölda ekinna kílómetra. „Tadamm“: Fimm Vertu sveigjanlegur en útsjónarsamur þegar þú ert að selja bílinn þinn. Hér á eftir fara átta atriði sem mikilvægt er að hafa í huga ef þú vilt hámarka það verð sem þú færð fyrir bílinn þinn. SVONA ÁTTU AÐ SELJA BÍLINN BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Vertu hreinskilinn Gerðu mögulegum kaupanda grein fyrir kostum og göllum bílsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.