Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Page 15
Borist hafa fyrirspurnir frá forsvar- mönnum húsfélaga vegna svokall- aðra dópgrena þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldishneigð, geð- bilun og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu og skapa neyð- arástand. Landsliðið í sukki, dópi, ofbeldi og afbrotum, rottar sig þar saman og gefur dauðan og djöf- ulinn í „pakkið í húsinu“. Friður er úti hvort heldur er á degi eða nóttu. Sífelldar uppákomur; slags- mál, nauðganir, lögreglurassí- ur vegna fíkninefna og þýfis. Að ógleymdum íkveikjum. Sprautur, nálar og pillur eins og hráviði fyrir fótum barna Dópgreni. Hvorki verandi né farandi Það færist í vöxt að dópistar og glæpahyski hreiðri um sig í frið- sælum fjölbýlishúsum og hverfum. Friðarspillar fara sínu fram með yfirgangi, ofbeldi og hótunum. Ónæði er ómælt og sóðaskapur er yfirgengilegur og skemmdarverk daglegt brauð. Þeir sem kvarta fá fyrir ferðina. Svona húsbölvaldar eru gjarnan ofsafengnir og upp- fullir af ranghugmyndum og til alls vísir. Friðsælt fjölskyldulíf fölnar í skugga þeirra. Þeir geta valdið gíf- urlegri röskun á lífi og högum sak- lausra sambýlinga. Í flest skjól fýkur og það er hvorki verandi né farandi. Heimilislíf umturnast í öryggis- leysi, ótta og skelfingu og martrað- ir í svefni og vöku. Fólk upplifir sig bjargarlaust í gíslingu og spyr hvað sé til ráða. Svona ástand spillir sál- arró fólks. Í stað þess að fólk hvíl- ist og hlaði sig orku heima staulast það úttaugað að heiman. Harmleikir. Ekki heiðra skálkinn Svona mál eru oftast torsótt og erf- ið þótt lagalegur réttur þolenda og réttleysi gerenda sé augljós. Yfir- leitt er um að ræða harmleiki fyrir alla, bæði þolendur og hina brot- legu sem oftast eru fársjúkir þræl- ar fíkna sinna og hafa misst sjónar á þeim gildum sem mannleg sam- skipti byggjast á. Þegar reynt er að koma tauti við ónæðisseggina bregðast þeir ókvæða við og taka og svara með gagnárás og hótun- um. Dæmi eru um líkamsmeið- ingar og skemmdarverk á bílum þeirra sem kvarta. Oft þorir fólk ekki að hringja á lögreglu af ótta við hefndaraðgerðir. Um það vitna mörg varnaðarvítin að ekki er hægt að kaupa húsfrið með undirgefni, aðgerðarleysi og undanlátssemi. „Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki“ gerir bara illt verra. Tillitssemi og umburðarlyndi Eigendum er skylt að haga hagnýt- ingu sinni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er. Eiganda ber að sína tillitssemi og taka eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns. Oftast er sambýlið með ágæt- um og lífið gengur sinn gang án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum. Það er einatt erfitt að draga mörkin milli þess sem má og ekki má. Sumar athafnir eru leyfilegar þótt þeim fylgi ónæði og óþægindi. Hjá því verður ekki komist, það leiðir af eðli hlutanna, loft eins er annars gólf o.s.frv. Eigendur verða að umlíða hið venjulega, þ.e. það ónæði sem alltaf hlýtur að fylgja venjulegu heimilislífi nágranna. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að sameigendurnir umlíði þeim það og þeir sem eru viðkvæmari en gengur og gerist eiga heldur ekki kröfu á því að sameigendurnir taki sérstakt tillit til þeirra. Lagaúrræði Fjöleignarhúsalögin hafa að geyma úrræði gagnvart grófum eða ítrek- uðum brotum eigenda eða íbúa. Ef hinn brotlegi lætur ekki segjast við aðvörun geti húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl hans í húsinu og gert honum að flytja og kraf- ist þess að hann selji íbúð sína.. Kröfu húsfélagsins verður yfirleitt að fylgja eftir með lögsókn og/eða nauðungarsölu.. Þessi úrræði eru fyrst og fremst sett til höfuðs alvar- legum brotum á umgengnisreglum og til verndar heimilisfriði annarra eigenda. Áður en unnt er að beita þeim verður að aðvara hinn brot- lega.. Mjög brýnt er að aðvörun sé með réttum hætti því þar er horn- steinninn lagður og réttmæti frek- ari aðgerða er háð því að þar sé allt með réttu gert. Neyðarúrræði. Sönnun. Réttar aðferðir Við beitingu þessara úrræða verður að hafa hugfast að þetta eru neyð- arúrræði, sem ekki má beita nema þegar allt um þrýtur. Tilgangur þessa er að vernda líf, eignarrétt og heimilisfrið eigenda, sem hljóta að eiga ríkari rétt í húsinu en hinn brotlegi að fara sínu fram með yf- irgangi og skeytingarleysi og fót- um troða sambýlisreglur. Til að dómstólar fallist á að beita þess- um úrræðum verður að sanna brot eiganda og eru almennt ríkar kröf- ur gerðar um sönnun. Eins verð- ur að gæta réttra aðferða við töku ákvörðunar. Boðanir húsfunda og samþykktir funda verða að vera með réttum hætti. Helstu sönn- unargögn á frumstigum eru lög- regluskýrslur, vottorð, matsgerðir myndir, fundargerðir, bréf o.fl. Fyr- ir dómi koma svo framburðir vitna og aðila. Víti til varnaðar Að fá brotlegan eiganda og við- hengi hans burt úr húsi er oft þung þraut en með illu skal illt út drífa. Skýr lagaleg úrræði eru fyrir hendi en það á auðvitað ekki að vera ein- falt og auðvelt mál að henda eig- anda út. Eignarrétturinn er stjórn- arskrárvarinn og réttur til búsetu og hagnýtingar er hluti af honum. Þess vegna verður yfirleitt að fara í venjulegt einkamál til að knýja fram brottflutning, búsetubann og sölu íbúðar. Þar fer fram sönnunar- færsla með skjölum og vitnaskýrsl- um og ríkar kröfur eru gerðar um sönnun og að rétt hafi verið stað- ið að öllu formlega. Þótt fáir dómar og úrskurðir hafi gengið um þessi úrræði fjöleignarhúsalaga hafa þau ótvírætt gildi til varnaðar. Mál leys- ast oftast án þess að til málaferla, útburða og sölu eigna komi. Einnig gera hinir brotlegu sér oft grein fyr- ir vonlausri lagalegri stöðu sinni og flytja og selja. Nýr úrskurður. Bætt réttarstaða Hinn 2. febrúar sl. var kveðinn upp úrskurður í héraðsdómi Reykja- ness. Þar var úrskurðað að eigandi íbúðar sem hafði brotið ítrekað og gróft gegn sameigendum sínum skyldi borinn út með beinni að- farargerð. Sem sagt ekki þurfti að fara í almennt einkamál heldur var skemmri, einfaldari og hraðari leið fær og skýrslur og dagbókafærsl- ur lögreglu voru taldar fullnægj- andi sönnun. Úrskurður þessi er mjög merkilegur og markar von- andi tímamót í stríði friðelskandi fjölbýlisbúa gagnvart ofbeldis- og ónæðisseggjum. Hann verður vonandi til eftirbreytni og varnaðar og með því mun mun fjúka í mörg skálkaskjólin og staða friðsamra íbúðareigenda styrkjast. Vonandi verður þess úrskurður bölvöldum í fjölbýli víti til varnaðar og fórn- arlömbum þeirra beitt vopn í bar- áttunni fyrir húsfriði og eðlilegu lífi. FANTAR OG FÓL Í FJÖLBÝLI SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 15 ÞURRKUN ULLARPEYSA Ullarvörur eru afar viðkvæm- ar fyrir þvotti í vél. Skolið flíkurnar heldur í volgu vatni. Það getur aukinheldur verið erfitt að þurrka slíkar peysur því þunginn gerir það að verkum að þær teygjast ef þær eru hengdar upp eins og annar þvottur. Nauðsynlegt er að þurrka þær liggjandi og útbreiddar. Gott ráð er að spenna lak á tvær snúrur (úti eða inni, bara ekki í sólskini) og leggðu flíkurnar útbreiddar á lakið. Þær þorna fljótt og aflagast ekki. Sápa á sagarblað Þeir sem hafa smíðað úr timbri vita að stundum getur verið erfitt að saga með handsög. Þegar sagað er í tré er ekki vitlaust að bera sápu á sagarblað- ið, sé um stórsögun að ræða. Fitu- himnan tryggir léttari sögun. Annars er þumalputtareglan sú að því léttara sem átakið er, því mun auðveldara er að saga. Hin þumalputtareglan er að saga ekki í þumalputtann. dyra, tíu ára gamall Toyota Yaris, sem hefur verið ekið 100.000 kílómetra er metinn á 425.000 krónur. Þú þarft með öðrum orðum ekki lengur að reiða þig á verðið sem bíla- salinn setur upp eða tilboð einhvers kaupanda. Hafðu útprentuð skjöl af verðmati Bílgreinasambandsins meðferðis, ef ske kynni að þú fáir of lágt tilboð í bílinn. Það borgar sig að vera meðvitaður um áætlað verð- mæti. 5. Góð auglýsing Notaðu internetið til að auglýsa bíl- inn. Allar betri bílasölur eru með vefsíður þar sem hægt er að auglýsa ódýrt. Þú getur líka valið að auglýsa á eigin vegum. Veldu vettvang auglýs- ingarinnar gaumgæfilega, með tilliti til þess hvort bíllinn höfðar til ungra, aldinna, hófsamra, eyðslusamra, kvenna eða karla. Taktu eins marg- ar myndir og þú getur; bæði að inn- an og utan og frá öllum mögulegum sjónarhornum, svo kaupandinn viti að hverju hann gengur. Gerðu mik- ið úr því sem þú hefur skipt um (til dæmis dekkjum, púströri eða hljóm- tækjum) og hafðu auglýsinguna hnyttna. Láttu vita ef það eru ein- hverjir gallar á bílnum. Umfram allt skaltu auglýsa á Facebook. 6. Skjöl, skjöl, skjöl Ef þú hefur samviskusamlega skráð allar lagfæringar á bílnum,til dæmis hvenær þú skiptir um olíu og tíma- reim, skaltu bjóða kaupendum þau gögn. Ef hugsanlegur kaupandi getur ekki komið og skoðað skaltu skanna pappíranna inn í tölvu og senda raf- rænt. Prentaðu út sögu eignarhalds á bílnum, skoðunarvottorð og láttu vita ef bíllinn hefur lent í tjóni. Kaup- andinn treystir þér frekar ef hann fær þá tilfinningu að þú sért heiðarlegur. Það borgar sig. Ef um dýrari bíl er að ræða get- ur borgað sig að fara með bílinn í ástandsskoðun hjá hlutlausu fyrir- tæki. Þar geturðu fengið skjalfest að bíllinn sé ryðlaus og í topp lagi (ef hann er það). Kaupandinn veit þá allavega hvað þarf að gera við ef eitt- hvað er að bílnum. 7. Vertu sveigjanlegur Þú getur gefið þér að hugsanlegir kaupendur reyna allt hvað þeir geta að prútta um verðið á bílnum. Þess vegna er gott ráð að setja aðeins hærri verðmiða á bílinn en þú munt á endanum sætta þig við. Þannig eykurðu líkurnar á því að þú fáir gott verð fyrir bílinn. Það er líklegra að þér takist að selja bílinn ef þú ert til- búinn að slá aðeins af auglýstu verði. Settu 700 þúsund á bíl sem þú sættir þig við að fá 600 þúsund krónur fyrir. Gefðu svo aðeins eftir ef kaupandinn er harður. Vertu umfram allt vel upplýstur. Því betur sem þú ert að þér um mark- aðsvirði bílsins, þeim mun auðveld- ara verður fyrir þig að hafna undir- boðum. 8. Varasamur reynsluakstur Þú getur auðvitað alltaf farið með í bílnum þegar hugsanlegur kaupandi vill fá að prófa. Hann vill samt örugg- lega fá að prófa hann einn, til að geta sýnt hann bifvélavirkja eða fengið mat einhvers sem hann treystir. Það er í góðu lagi, svo fremi sem hann komi sjálfur á bíl sem hann skilur eft- ir hjá þér. Þá kemur hann örugglega aftur. Ef þér líst illa á kaupandann skaltu ekki senda hann burt á bíln- um án nokkurrar tryggingar. Maður veit aldrei. Byggt á grein Jessicu L. Anderson fyr- ir Kiplinger’s Personal Finance Mag- azine. Reynsluakstur Ekki senda hvern sem er á bílnum án þess að þú hafir tryggingu fyrir því að hann komi aftur. MYND PHOTOS.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.