Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Síða 29
SVIÐSLJÓS 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 29 BRJÁLUÐ VEGNA BLÓÐDEMANTS Enn missir Naomi Campbell stjórn á skapi sínu. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell missti enn og aftur stjórn á skapi sínu þegar hún var á tískusýningu í Lundúnum síð- astliðinn fimmtudag. Naomi var stödd baksviðs á sýningu Vivienne Westwood þegar starfsmað- ur sjónvarpsstöðvarinnar ABC gaf sig á tal við hana. Þegar hún var svo spurð út í risastóran blóðdemant sem hún á að hafa fengið að gjöf fyrir mörgum árum brást hún illa við og hrinti myndavél tökumannsins í gólfið og stormaði út. Forsaga málsins er sú að leikkonan Mia Farr- ow sagði nýlega í viðtali við ABC að Naomi hefði montað sig mikið af því á sínum tíma að hún hefði fengið risastóran og óslípaðan demant að gjöf frá fyrrverandi forseta Líberíu Charles Tayl- or. Þetta átti að hafa gerst árið 1997 þegar Tayor og Naomi dvöldi á sama tíma á heimili Nelson Mand- ela. Taylor situr nú réttarhöld þar sem hann er sakaður um alvarlega glæpi gegn mannkyni með því að skipu- leggja fjöldamorð og aðra glæpi. Naomi hefur neitað því að hafa nokkurn tíma feng- ið demantinn og neitaði því að vitna í réttarhöldunum yfir Taylor. Jennifer Aniston brá á leik á tökustað myndarinnar Just Go With It fyrir helgi. Hún bauð upp á hinar og þessar grettur fyrir atriði í myndinni og hafði samstarfsfólk henn- ar gaman af. Aniston leik- ur aðalhlutverkið í myndinni ásamt gríngoðsögninni Adam Sandler og áströlsku leikkon- unni Nicole Kidman. Sílikon- bomban Heidi Montag leikur einnig í myndinni sem fjall- ar um mann sem hjálpar ein- stæðri móðir til þess að landa draumadísinni. GRETTUR OG GAMAN Jennifer Aniston á tökustað: Jennifer Aniston Verður sífellt vinsælli. Naomi Virðist ekki ráða við skapið. Fékk hún demantinn? Naomi ásamt Taylor, Mandela og fleirum. SVO KOMIN YFIR DOUG Paris Hilton um sambandsslitin: Glamúrgellan Paris Hilt-on var heldur betur fljót að jafna sig á sambands- slitunum við unnusta sinn Doug Reinhardt. „Þú veist, ég er bara, svo komin yfir það. Mér gæti ekki verið meira sama,“ segir Paris um sambandsslitin í samtali við Us magazine. „Ég man ekki einu sinni eftir þeim kafla í lífi mínu,“ bætir Paris við en hún og Doug voru saman í 14 mánuði og voru auk þess trúlofuð. „Ég er komin yfir þetta. Ég átt- aði mig bara á því að ég er betur sett án hans. Ég batt enda á þetta því ég á svo mikið betra skilið og ég mun á endanum finna ein- hvern sem elskar mig eins og ég er,“ hélt Paris áfram en hún fer heldur betur ófögrum orðum um fyrrverandi. Paris ætlar að halda sig fjarri samböndum næstu mánuði og njóta þess að vera einhleyp. „Kannski eftir hálft ár eða ár en núna er ég bara of önnum kafin fyrir samband.“ Paris Hilton Er ekki lengi að jafna sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.