Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2010, Blaðsíða 30
Sumarið er komið sem kætir marga. Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaður hjá Bolton í Englandi, og eiginkona hans, Manúela Ósk Harðardóttir, feg- urðardrottning Íslands 2002, eru þar á meðal. Þau fögnuðu árs- tíðaskiptunum með því að fara í verslunarferð á sumardaginn fyrsta sem Manúela segir frá á bloggsíðu sinni. Með í för var Jó- hann, sonur Manúelu, og fengu allir þrír fjölskyldumeðlimirn- ir gjöf. Manúela fékk garðborð- stofusett, sem samanstendur af borði, sex stólum og tveimur kollum, og sófasett og sólhlíf í stíl, Grétar fékk grásanserað gas- grill, sem samkvæmt myndinni sem fylgir með bloggfærslunni virðist alveg í stíl við húsgögnin, og Jóhann litli fékk Lego-leikföng auk ferðar í sjálft Legoland. Ekki amaleg byrjun á sumrinu hjá fót- boltafjölskyldunni í Bolton. ANDVAKA OG AUMUR EFTIR TÖKUR Sjónvarpsstjarnan og athafna- konan Martha Stewart lýsti yfir áhyggjum sínum af forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, og íslensk- um hestum í nýlegu spjalli við New York Magazine. Blaðamað- ur tímaritsins ræddi við Mörthu þar sem hún var stödd á Tribe- ca-kvikmyndahátíðinni og spurði hana þá út í eldgosið á Íslandi sem hefur valdið usla um heim allan. „Ég á marga vini á Íslandi og ég hef ekkert heyrt frá þeim.“ Þekk- ir þú forsetafrúna, Dorrit? „Það eru liðnir margir dagar og ég hef ekkert heyrt frá henni. En ég er viss um að það sé í góðu lagi með þau,“ sagði Martha um forseta- frúna og bætti svo við. „En það er svo mikil aska. Ég vorkenni alveg hræðilega mikið greyið hestun- um sem eru fastir þarna. Þeir geta ekki andað!“ Martha Stewart var síðast á Ís- landi sumarið 2008 en þá snæddi hún einmitt kvöldverð með Dorr- it og Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum. Aðrir gestir í veisl- unni voru meðal annars Jón Ás- geir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Björgólfur Thor, Kristín Ólafsdóttir, Kári Stefáns- son og Ólafur Jóhann Ólafsson. En flest þessara nafna koma mik- ið fyrir í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. asgeir@dv.is ÁHYGGJUR AF DORRIT GARÐHÚS- GÖGN, GRILL OG LEGO MARTHA STEWART HUGSAR TIL VINA SINNA Á ÍSLANDI: ÞORSTEINN GUÐMUNDS ER FAÐIR THUG: Gítarneglur frá náttúrunnar hendi sem Snorri Helgason, fyrrverandi söngvari Sprengju- hallarinnar og nú sólótónlistar- maður, hefur látið sér vaxa valda honum nokkrum ama. Snorri birtir mynd af nöglunum löngu á Facebook-síðu sinni og segir þær valda sér alls konar asnalegum vandræðum, hann eigi til dæmis erfitt með að nota síma. Nokkrir fésbókarvina Snorra láta líka í ljós vanþóknun sína á þessu nýju „útliti“ hans, segja það meðal annars perralegt. Snorri verst fimlega og birtir gamla mynd af Bob Dylan með álíka ógnvekjandi nornaneglur, seg- ir hann bóhem og svalan gaur þrátt fyrir fingrahnífana og þetta ætti því að sleppa svo lengi sem hann lakki ekki neglurnar. 30 MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 FÓLKIÐ Þorsteinn Guðmundsson leikur ásamt Steinda Jr. í tónlistarmyndbandi fyrir væntanlega gamanþætti þess síðarnefnda, Steindinn okkar. Þorsteinn segist hafa verið svo kvalinn af harðsperrum eftir tökurnar að hann taldi sig handleggsbrotinn. Steindi lofar óvæntum uppákomum. „Þetta var hræðilegt. Ég svaf ekki í tvo daga eftir þetta,“ segir Þorsteinn Guð- mundsson grínisti og leikari um hlut- verk sitt sem Faðir Thug fyrir þættina Steindinn okkar. Þættirnir fara í loftið á Stöð 2 föstudaginn 30. apríl en að þeim standa grínistinn Steinþór H. Steinþórsson og Ágúst Bent Sigberts- son. Í tónlistarmyndbandi sem verður að finna í þáttunum leikur Þorsteinn ógæfuprest og Steindi fermingarbarn. „Ég hélt ég hefði handleggsbrotn- að. Þetta voru svo mikil átök,“ held- ur Þorsteinn áfram en í einu atriðinu lyftir hann lóðum af miklum krafti. „Við vorum þarna niðri í Jakabóli og jakarnir hvöttu mig áfram af full- um krafti. Ég held að það hafi stigið mér til höfuðs,“ en það er kraftatröll- ið Magnús Ver Magnússon sem rekur Jakaból. „Þegar ég vaknaði svo daginn eftir hélt ég að ég hefði rekið höndina í eitthvað í svefni og brotið hana. Það reyndist nú ekki rétt heldur voru þetta bara harðsperrur,“ segir Þorsteinn og hlær. „Ég er góður í dag. Það sem drepur mann ekki styrkir mann.“ Fjöldinn allur af þjóðþekktum einstaklingum mun leika í þáttunum hjá Steinda og Bent en þar má með- al annars nefna Helga Seljan, Haffa Haff, Egil „Gillzenegger“ Einarsson, Sindra Sindrason, Erp Eyvindarson, Ólaf Darra Ólafsson og Jóhönnu Guð- rúnu Jónsdóttur. Sjálfur er Þorsteinn mjög spenntur fyrir þáttunum. „Það var mjög gaman að vinna með þeim strákunum og þeir koma með ferskan andblæ inn í þetta.“ „Það gerast hlutir í þessu mynd- bandi sem aldrei áður hafa gerst inni í kirkju,“ segir Steindi þegar hann er spurður út í myndbandið. „Svo munu nokkur mjög óvænt andlit skjóta upp kollinum,“ bætir hann við en vill ekki gefa upp hverj- ir séu þar á ferð. „Það mun koma skemmtilega á óvart.“ Sjálfur hefur Steindi lengi lit- ið upp til Þorsteins og segir hann vera fyndnasta mann landsins. „Það var mikill heiður að fá að vinna með honum og læra af honum í leiðinni.“ asgeir@dv.is Þorsteinn Guðmundsson Fannst frábært að vinna með Steinda og Bent en fékk svo hræðilegar harðsprerrur að hann taldi þær handleggsbrot. Bent og Steindi Færa okkur Steindann okkar. NORNA- NEGLUR A LA DYLAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.