Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Qupperneq 14
DÍSILOLÍABENSÍN
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
14 MIÐVIKUDAGUR 9. júní 2010
DRYKKJARFÖNG
ILLA MERKT
„Fulltrúar Neytendastofu skoðuðu
107 veitingastaði á höfuðborgar-
svæðinu í þeim tilgangi að athuga
hvort farið væri eftir reglum um
verðmerkingar og aðrar upplýs-
ingar. Skoðað var hvort matseð-
ill væri með verðupplýsingum við
inngöngudyr og hvort í upplýsing-
um um drykkjarföng væri tilgreint
magn. Til dæmis hvort gosglas sem
kostar 500 kr, inniheldur það 33 cl
af gosi eða 75 cl,“ segir á neytenda-
stofa.is. Neytendur eiga á auðveld-
an hátt að geta áttað sig á sam-
henginu á milli þjónustu og verðs.
Yfirleitt var verðskrá við inngang-
inn en upplýsingar um drykki voru
ófullnægjandi. „Einungis 40% veit-
ingastaða voru með þetta atriði í
fullkomnu lagi þó svo að fjölmarg-
ir veitingastaðir hafi verið með
það að hluta til,“ segir á síðunni en
Neytendastofa hyggst fylgja könn-
uninni eftir með annarri síðar.
LÖNG BIÐ HJÁ
EXPRESS
n Lastið fær Iceland Express fyrir
dapra símaþjónustu. Viðskiptavinur,
sem þurfti að athuga með flug sem
hann átti pantað, mátti
bíða í hvorki meira né
minna en 40 mínútur
eftir að röðin kæmi
að honum. Hann fékk
þau svör að mikið væri
að gera og sú sem svaraði
sagði að hátt í 20 væru á eftir
honum.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
ÓDÝRT GRILLHÚS
n Grillhúsið í Kringlunni fær lofið
fyrir ódýran og góðan mat. Við-
skiptavinur, sem borðaði þar í fyrsta
sinn um daginn, sagði að hann
hefði keypt hamborgara og
franskar á innan við þúsund
krónur. „Flestir réttirnir á
matseðlinum kostuðu
um eða innan við þús-
und krónur, sem er
mjög gott,“ sagði hann,
himinlifandi.
LOF&LAST
ÍSBÚÐ VESTURBÆJAR ER ÓDÝRUST
Ísbúð Vesturbæjar reyndist selja
ódýrasta litla bragðarefinn sam-
kvæmt glænýrri markaðskönn-
un DV. Þar færðu mest fyrir pen-
inginn, ef marka má könnunina.
Verðmunur á kílóverði bragðarefs
í Ísbúð Vesturbæjar og í Ísbúðinni
Kringlunni er 56 prósent, en þar er
ísinn dýrastur miðað við það magn
sem þú færð. Ekki er lagt mat á það
hvaða ís er bestur.
Ísinn var vigtaður
Könnunin fór þannig fram að DV
fór í níu af helstu ísbúðum höfuð-
borgarsvæðisins og bað um lítinn
bragðaref með tveimur tegund-
um af nammi, án þess að upplýsa
að um verðkönnun væri að ræða.
Bragðarefur er ís úr vél að viðbætt-
um tveimur til fjórum tegundum af
sælgæti. Þessu er svo hrært saman.
Þegar út var komið var ísinn settur
á nákvæma vog og þyngdin í kjöl-
farið skráð. Fáeinum grömmum
kann að skeika á þyngd ílátanna og
skeiðanna en sá munur er óveru-
legur. Því næst bragðaði blaðamað-
ur ísinn á flestum stöðum, eins og
þrek hans og heilsa entist til. Þeirri
reynslu verður ekki sérstaklega gerð
skil. Þó má nefna að ísarnir voru
oft mjög þykkir og þungir í sér. Ís-
inn í Ísbúð Vesturbæjar var áber-
andi léttari (gamli ísinn) en hinir án
þess að bragðið væri endilega betra.
Það verður látið liggja á milli hluta
en benda má á að ísbúðirnar bjóða
yfirleitt margar tegundir af ís úr vél.
Kostar á við lambasteik
Lítill bragðarefur kostar á bilinu
600 krónur til 775 eftir því hvar
hann er keyptur. Hann er ódýrast-
ur í Ísbúð Vesturbæjar en dýrastur
í Álfheimum. Þar sem lítill bragða-
refur er ekki alls staðar jafnstór var
brugðið á það ráð að reikna út kíló-
verð. Þeir útreikningar leiða í ljós
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Ódýrastur Þessi ís er bestur fyrir
budduna, kostar 600 krónur.
Ódýrasta ísbúðin Útreiknað kílóverð
var lægst í Ísbúð Vesturbæjar en þar
var einnig ákaflega snyrtilegt auk þess
sem þjónustan var góð.
Ef þú vilt fá lítinn bragðaref á lægsta
verðinu skaltu beina viðskiptum þínum
til Ísbúðar Vesturbæjar, samkvæmt könn-
un DV. Þar kostar lítill bragðarefur 600
krónur og þú færð hlutfallslega mest fyrir
peninginn. Dýrastur er ísinn í Kringlunni
og Smáralind en útreiknað kílóverð þar er
ríflega 2.000 krónur.
Ólíkir bragðarefir Eins og sjá má voru boxin yfirleitt yfirfull, enda reyndist enginn ís
léttari en um 350 grömm. Bragðarefurinn í Álfheimum var sá eini sem kom með loki (og lak
því ekki) en Ísbúðin Laugalæk var sú eina sem bauð að fyrra bragði nammi ofan á ísinn.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 191,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 188,8 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 198,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 195,9 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 201,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 198,9 kr.
Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 191,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 188,6 kr.
Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 191,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 188,7 kr.
el
d
sn
ey
ti
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 201,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 198,9 kr.