Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Síða 17
fréttir 9. júní 2010 miðvikudagur 17
Þjóðir á evrusvæðinu hyggjast setja
upp mörg hundruð milljarða evra
neyðarsjóð fyrir aðrar evruþjóð-
ir í vanda. Evrópusambandið ætlar
í samstarfi við Alþjóða gjaldeyris-
sjóðinn að leggja 750 milljarða evra
í sjóðinn. Sjóðurinn á að vera til að
styrkja þjóðir sem lenda í fjárhags-
erfiðleikum, líkt og Grikkland.
Fjárfestar óttast að Spánn og
Portúgal séu á hraðri leið í sömu
vandræðin. Í sameiginlegri tilkynn-
ingu evruríkjanna segir að til greina
komi að forgangsraða fjárútlátum
ríkjanna upp á nýtt, til dæmis með
því að hækka eftirlaunaaldur.
Fjármálaráðherrar stærstu Evr-
ópusambandsríkjanna funduðu um
málið í vikunni. Þýsk stjórnvöld,
sem leggja stærstan hlut í sjóðinn,
hafa sett pressu á evruríkin að skera
mikið niður í ríkisútgjöldum, til að
minnka líkurnar á því að leitað verði
í sjóðinn. Þýska stjórnin kynnti sjálf
fyrirætlanir um mikinn niðurskurð á
mánudaginn. Viðskiptaráð í mörg-
um Evrópusambandsríkjunum hafa
þó varað við of miklum niðurskurði.
Segja talsmenn þeirra að of mik-
ill niðurskurður gæti leitt til hægari
efnahagsbata landanna. Viðræðum
fjármálaráðherranna verður haldið
áfram í vikunni og verða embættis-
menn Evrópusambandsins þá einn-
ig með. Hyggst hópurinn líka leggja
drög að áætlunum um frekara sam-
ráð í ríkisútgjöldum evruríkjanna.
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjórnmálafræðingur sagði í samtali
við DV fyrr í vikunni að ef að ekki
náist að ná tökum á skuldavanda
ríkja innan evrusvæðisins gætum
við horft fram á tvískipt Evrópu-
samband. Grunnur þeirrar skipt-
ingar yrði að þau lönd sem væru í
innra lagi Evrópusambandsins og
hefði evru myndu í ríkari mæli vera
samstiga í ríkisútgjöldum. Ytra lagið
myndi þá ekki hafa evru.
adalsteinn@dv.is
Evrópusambandið og AGS ætla að bjarga evruríkjum í vanda:
750 milljarða evra neyðarsjóður
bretar vilja fara
kanadísku leiðina
í framlögum til ellilífeyrisþega og
launalækkun hjá opinberum starfs-
mönnum.
Risavaxnar vaxtagreiðslur
Cameron sagði á mánudag að menn
þyrftu að setja hlutina í enn frekara
samhengi. Að skuldirnar væru nú
þegar alltof miklar og að ef ekki verði
gripið til róttækra aðgerða núna sæu
Bretar fram á að eyða sem nemur
rekstrarkostnaði skólakerfisins, sam-
gangna og aðgerða til að sporna við
loftlagsbreytingum í vaxtagreiðslur.
„70 milljarðar punda myndu þýða að
af hverju pundi sem borgað er í skatta
færu 10 pens í að greiða vexti,“ sagði
Cameron.
Strax fyrir helgi var Camer-
on byrjaður að vara við því að
niðurskurðurinn yrði blóðugur.
Fréttamiðlar í Bretlandi hafa eftir for-
sætisráðherranum að niðurskurðar
væri þörf vegna hræðilegrar arfleifð-
ar Verkamannaflokksins. Þó sagði
Nick Clegg, leiðtogi frjálsra demó-
krata í ríkisstjórninni, að niðurskurð-
urinn yrði ekki endurvakning „that-
cherisma“.
Einkaframtakið
Fjármálaráðherra Bretlands segir
niðurskurðinn vera einstakan og að
hann myndi breyta hugsunarhætti
Breta. Kanadíska leiðin er sögð vera
sett fram með því markmiði að fá fólk
til að hugsa: „Hvað á ríkið að gera
og hvað hef ég efni á að borga.“ Sagt
er að Orson og fulltrúi frjálslyndra
demókrata í fjármálaráðuneytinu,
Danny Alexander, vilji einmitt fá fólk
til að hugsa svoleiðis.
Meðal hugmynda sem félagarnir
vilja láta á reyna eru opnar yfirheyrsl-
ur yfir ráðherrum um hvert einasta
pund sem þeir, eða ráðuneyti þeirra,
eyða. Hyggjast þeir finna leiðir til að
búa til skýrari mörk á því hvar rík-
ið ætti að starfa og hvar hinn frjálsi
markaður og einkaframtakið gætu
starfað, án ríkisafskipta. Hugmynd-
irnar ganga út á að skilja ríkið alger-
lega frá einkaframtakinu.
Gagnrýni úr öllum áttum
Leiðtogar verkalýðsfélaga í Bretlandi
gagnrýna niðurskurðinn. Halda því
þeir fram að hann muni koma hart
niður á þeim sem verst standa. Telja
þeir til þrjátíu atriði sem þeir segja að
þegar hafi verið skorin niður af nýju
ríkisstjórninni. Þar á meðal er 430
milljón punda áætlun fyrrverandi
meirihlutastjórnar Verkamanna-
flokksins um að greiða að fullu niður
lyfjakostnað fyrir langveika.
„Þrátt fyrir raunverulegar tilraun-
ir til að skera niður þar sem ekki tek-
ur á, hafa ráðherrar fallið á fyrstu
hindruninni,“ segir Brendan Barber
framkvæmdastjóri breska viðskipta-
ráðsins. „Auðvitað eru til leiðir til að
spara, en stærðargráða fyrirhugaðs
niðurskurðar þýðir að fólk mun raun-
verulega þjást. Fólk ætti að vera mjög
hrætt.“
Tækifæri
Heimildarmaður breska blaðsins
Telegraph úr fjármálaráðuneytinu
segir menn þar á bæ líta á niður-
skurðinn sem tækifæri. Segir heim-
ildarmaðurinn niðurskurðinn vera
tækifæri til að breyta því hvernig
ríkisstjórnin vinnur. Einnig segir
hann vanda síðustu ára vera við-
horf fyrri ríkisstjórna. Segir hann
ríkisstjórnir Verkamannaflokksins
hafi talið sig hafnar yfir gagnrýni
um fjárútlát.
Ef ætlunarverkið tekst mun hlut-
verk breska ríkisins breytast mikið.
Fjárútlát ríkisins munu stórminnka
og líklega ekki aukast mikið aftur.
Kanadísk stjórnvöld fóru sömu leið
í efnahagsþrengingum sínum á tí-
unda áratugnum.
Gordon Brown
Cameron segir stöð-
una vera hræðilega
arfleifð ríkisstjórnar
Gordons Brown.
750 milljarðar Neyðarsjóðurinn
á að bjarga evruríkjum, eins og
Grikklandi, úr fjárhagserfiðleikum.
Frambjóðandi
í fangelsi
Borgarstjóri Cancun í Mexíkó,
Gregorio Sanchez, er í óvenju-
legri stöðu þessa dagana en hann
er í framboði til fylkisstjóra á
sama tíma og hann situr í fang-
elsi. Sanchez var handtekinn
nýlega fyrir tengsl sín við tvo eit-
urlyfjahringi. Wall Street Journal
lýsir aðstæðunum sem „súrreal-
ískum,“ en Cancun-borg er þakin
auglýsingum með myndum af
frambjóðandanum með slagorð-
inu „Greg er með þér!“ Það er
þó ekkert nýtt að borgarstjórar
Cancun séu sakaðir um tengsl við
eiturlyfjahringi, en fimm af sjö
fyrrverandi borgarstjórum hafa
verið ásakaðir um slík tengsl.
Sprenging
drap þrjá
Gaslögn sprakk um 80 kílómetra
suður af Dallas í Bandaríkjunum
á þriðjudag. Sprengingin kostaði
að minnsta kosti þrjá lífið. Mikill
eldur og reykhaf fylgdu sprenging-
unni. „Fólk tilkynnti um að hafa
séð eldbolta og að gluggarnir í
húsum þeirra hefðu skolfið,“ segir
lögreglumaður í samtali við Dallas
Morning News. Vinnumaður sem
var að grafa í nágrenni línunnar,
gerði gat á 90 sentímetra breiða
gaslögnina. „Í um það bil 10 mín-
útur var eins og það væri 18 hjóla
trukkur að keyra í innkeyrslunni
hjá manni,“ sagði íbúi ekki svo
langt frá slysstað í samtali við AP
fréttastofuna.
fíll í miðborginni
Sirkusfíllinn Sabu stöðvaði umferð
í svissneskri borg en hann slapp
þegar verið var að færa hann á milli
staða. Fíllinn sem er fjögur tonn að
þyngd skellti sér ofan í ánna Zürisee
áður en hann tók upp á því að fá sér
göngutúr um miðborgina. Sabu náð-
ist tveimur tímum síðar og sagði Nik
Leuenberger, talsmaður sirkussins,
að Sabu hefði nú ekki meint neitt illt
og hefði bara viljað baða sig í ánni.
dó nokkrum mínút-
um fyrir bónorðið
Þrátt fyrir rigningarskúrir átti dagur-
inn heldur betur að vera fullkominn
í Knoxville í Bandaríkjunum þegar
Rich ard Butler bauð kærustu sinni
Bethany Lott í fjallgöngu. Butler
hugðist bera upp bónorð í fjall-
göngunni. Þegar þau voru að hefja
gönguna laust eldingu niður í Lott
sem leiddi yfir í Butler. „Fæturn-
ir á mér breyttust í hlaup, það rauk
úr skónum mínum og það var eins
og kviknað í fótunum á mér,“ segir
Butler. Hann segist hafa reynt end-
urlífgun í fimmtán mínútur áður en
hann hafi ákveðið að hlaupa eftir
hjálp, en hann gat ekki borið hana til
byggða vegna síns eigin ástands. „Ég
setti hring á fingur hennar á með-
an sjúkraliðarnir reyndu að bjarga
henni,“ segir hann.