Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 18
18 Úttekt 25. júní 2010 föstudagur „Sæll Helgi minn ... ef þú snertir Ólöfu aftur, þá muntu óska þess að hafa aldrei fæðst.“ Á þessum orð- um hófst frétt í DV um ofsóknir Páls Þórðarsonar á hendur Helga Áss Grétarssyni, stórmeistara í skák. Páll er faðir þriggja barna Ólafar Völu Ingvarsdóttur sem fór frá hon- um og byrjaði með Helga Áss. Sjúk- leg afbrýðisemi varð til þess að Páll byrjaði að ofsækja Helga og Ólöfu og var hann að lokum dæmdur fangelsi. Reglulega birtast fréttir um ein- staklinga sem þurfa að sæta ofsókn- um eltihrella og ofbeldismanna. Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur til dæmis oftar einu sinni og oftar en tvisvar þurft að þola slíka áreitni og einu sinni ætlaði maður að senda henni bréfasprengju. Eins hefur Ragnheiður Clausen sagt frá ofsóknum á hendur sér. Nú síðast var greint frá því að Eivör Pálsdótt- ir hefði óskað eftir nálgunarbanni á íslenskan mann sem elti hana út um allt og kom sér fyrir í tjaldi í garðin- um hennar í Færeyjum. En ólíkt því sem halda mætti verður venjulegt fólk líka fyrir ofsóknum einstaklinga sem eru þá helteknir af ást, sjúklega afbrýðisamir eða vanheilir á geði. Og þá er oft meira en lítið sem geng- ur á. Eins og við fáum að heyra hér aftar í greininni þegar nokkrir ein- staklingar segja sögu sína. Flestir áreittir af fyrrverandi maka „Svona mál koma alltaf upp öðru hvoru og tengjast þá oft skilnaði eða heimilisofbeldi,“ segir Björg- vin Björgvinsson lögreglumaður. En það að sitja fyrir einhverjum og áreita hann er ekki refsivert athæfi samkvæmt lögum. Í gagnagrunni lögreglunnar er því erfitt að finna upplýsingar um tíðni þessara mála, sem falla oft undir brot á lögum um ofbeldi, hótun, húsbrot, brot gegn friðhelgi einkalífs, eignaspjöll og fleira. Gróflega má áætla að fimm slík mál hafi verið tilkynnt til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2009, þar sem um var að ræða alvarlegar og ítrekaðar ofsóknir. Ætla má að brotin hafi raunverulega verið fleiri, en annaðhvort skráð öðruvísi eða ekki verið tilkynnt. Í flestum tilvikum var um að ræða fyrrverandi maka eða ofsókn- ir af hálfu fyrrverandi maka gegn núverandi maka. Þessi mál tengd- ust því oft heimilisofbeldismálum og var í mörgum þeirra óskað eft- ir nálgunarbanni í kjölfarið. Enda leituðu um 30 konur til Kvennaat- hvarfsins árið 2009 vegna ofsókna og morðhótana og um 40 árið þar á undan. Af sömu ástæðum og lögreglan gat Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ríkissaksónara ekki tekið saman upplýsingar um tíðni þessara brota. En hún hefur séð þetta í kynferðis- brotamálum, þar sem menn hafa brotist inn til kvenna og nauðgað þeim. Í fáum málum samt. „En töl- fræðinni yfir þetta er ábótavant og sömuleiðis tölfræðinni yfir heimil- isofbeldi. Það væri æskilegt að taka þessi mál fastari tökum.“ Skemmdarverk á eignum Karlar eru mun líklegri en konur til að ofsækja fólk og þá aðallega konur. Af 41 máli sem tekið var fyr- ir í héraðsdómi á tímabilinu frá ár- inu 2001–2008 var sett nálgunar- bann á 39 karla og 2 konur. Aðeins örsjaldan áreita karlar aðra karla og þá yfirleitt vegna viðskipta eða einhvers ágreinings. En konur eiga það líka til, sjaldan samt, að áreita aðrar konur eða karla. Þau mál eru svo fá að það væri hægt að telja þau á fingrum annarrar handar, segir Björgvin. Þá eru það yfirleitt fyrrver- andi makar að áreita gamla makann sinn eða nýja makann hans. Eins og í tilfelli Helga Áss. Lögreglan hefur til dæmis fengið ófá mál þar sem eltihrellirinn eyði- lagði eignir þess sem fyrir áreitninni varð. Rispaði bílinn, stakk í dekkin, fiktaði í vélinni þannig að bíllinn færi ekki í gang og því um líkt. Eins hefur það komið fyrir að fólk fari inn á heimili annaðhvort fyrrverandi maka eða nýja makans. Yfirleitt í annarlegu ástandi. Útpæld hegðun Flest þessara mála tengjast skilnaði þar sem annar aðilinn er ósáttur. Þá breytir það engu þótt fólk eigi börn saman, það er engin hindrun fyrir því að ofsækja fyrrverandi maka. „Skilnaður er oft mesta áfall sem manneskja lendir í. Fólk er misvel í stakk búið til að takast á við slíkt Finnst þér eins og það sé verið að horfa á þig? Sumir búa við það að þeir eru undir stöðugu eftirliti eltihrella, sem eru ógnandi í fasi og valda ótta og vanlíðan þess sem þarf að þola áreitnina. Samt er það ekki lögbrot sem slíkt að áreita annan einstakling og sjaldnast er nálg- unarbanni beitt í þessum málum. Þessir einstaklingar sem eru drifnir áfram af afbrýðisemi og sjúklegri ástarþrá áreita aðra af því að þeir komast upp með það. Myndir Róbert Reynisson. Myndir eru sviðsettar Sjúkleg þrá eftir áSt Þetta býr í mann-skepnunni, heift, hatur, öfund og afbrýði- semi. ingibjörg dögg kjartanSdóttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.