Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 51
föstudagur 25. júní 2010 úttekt 51 Með tilkomu Besta flokksins hefur poppurum og pönkurum svo sannarlega fjölgað á hinu stóra sviði stjórnmálanna. Áður höfðu þó fjölmargir tónlistarmenn lagt fyrir sig pólitík. DV tók saman nokkra af þekktustu tónlistarmönnum landsins sem ratað hafa í pólitíkina. Já, eða öfugt. PoPP og Pönk í pólitík Stuðmiðborgar- Stjórinn Jakob Frímann magnússon reyndi að stofna til stjórnmálaferils innan Samfylkingarinnar fyrir nokkrum árum, án árangurs. Tónlistarferillinn hefur verið farsælli en hann er forsprakki og hljómborðsleikari Stuðmanna. Jakob varð þó nokkuð valdamikill í sjö mánaða valdatíð Ólafs F. Magnússonar á borgarstjórastóli árið 2008 þegar Ólafur gerði Jakob að svokölluðum „miðborgarstjóra“. pönkari og umboðSmaður Annar maður á lista Besta flokksins, Einar Örn bEnEdiktsson, var annar tveggja forsprakka Sykurmolanna, þeirrar hljómsveitar íslenskrar sem mestri hylli hefur náð utan landsteinanna ef frá er talin Sigur Rós. Áður en Sykurmolarnir sigruðu heiminn söng Einar meðal annars með pönkhljómsveitunum Kukli og Purrki Pillnikk, sem nutu öllu meiri hylli en Nefrennsli borgarstjórans, og var um- boðsmaður Utangarðsmanna. Í seinni tíð hefur Einar Örn verið annar helmingur dúettsins Ghostigital. tölvunar- fræðingur með Silkimjúka rödd karl sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, er tölvunarfræðingur að mennt en hann er hvað þekktastur sem söngvari hinnar sívinsælu hljóm- sveitar Baggalúts. Hann er maðurinn með silkimjúku og djúpu röddina sem syngur jafnan á móti Guðmundi Pálssyni. Þeir félagar hafa ósjaldan sungið til hvor annars í gervi vina sem eru óþægilega nánir. roðlauS þingmaður bJÖrn Valur gíslason er ekki þekktasti tónlistarmaðurinn í þessum fríða hópi, en tónlistarmaður er hann samt. Þekktastur er Björn fyrir að vera þingmaður Vinstri- grænna eftir að hafa verið kosinn á þing fyrir rúmu ári. Færri vita að hann er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust. Í helgarviðtali við DV í fyrrahaust sagði Björn, sem ættaður er frá Ólafsfirði, bandið hafa spilað mikið fyrir norðan og á allmörgum tónleikum í Reykjavík í tengslum við Hátíð hafsins. Einnig var félögunum í Roðlaust og beinlaust boðið á tónlistarhátíð í Frakklandi fyrir nokkrum árum sem sótt var af ríflega 110 þúsund manns en á hátíðinni voru einungis spiluð sjómannalög. Er það ekki svolítið pönk? prófeSSorinn Óttarr ProPPé, nýkjörinn borgarfulltrúi, er eins og svo margir félagar hans á lista Besta flokksins þekktari sem listamaður en pólitíkus. Óttarr er þekktastur sem söngvari hinnar goðsagnakenndu rokksveitar Ham og í seinni tíð sem söngvari Dr. Spock. Eftir að Ham leið undir lok var Óttarr í hljómsveitinni Fünkstrasse sem spilaði meðal annars á hinni frægu útihátíð Uxa árið 1995. Sviðsnafn Óttars með Fünkstrasse var Prófessorinn. Fjölmargar þekktar bakradda söngkonur sungu með þeirri sveit. Til dæmi Emilíana Torrini. Ótt- arr var svo hættur öllum afskiptum af tónlist þegar hljómsveitin Dr. Spock fékk hann til að syngja eitt lag með sér. Hann hefur verið að síðan. Óttarr er þekktur fyrir mjög svo sérkennilega en um leið einstaka söngrödd. Ekki er framandi útgangur hans á sviði minna frægur. vara- brekku- Söngvarinn rÓbErt marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, fær að fljóta með þrátt fyrir að hafa ekki látið mikið að sér kveða á tónlistarsvið- inu. Innáskipting hans í Brekku- sönginn á Þjóðhátíð í Eyjum þegar Árni Johnsen var í sveitinni vegna tæknilegra mistaka, tryggir það. Síðan var það líka svo mikið rokk þegar Róbert fór í brúnkusprautu- klefann í frétt sem hann gerði þegar hann var fréttamaður á Stöð 2. úr ríó í r-liStann hElgi Pétursson var borgarfulltrúi fyrir R-listann seint á síðustu öld. Þekktastur er hann hins vegar fyrir spilerí sitt með Ríó tríóinu. Þess má geta að dóttir Helga, Heiða Kristín, tók þátt í að hrúga tónlistarmönnum inn í borgarstjórn á dögunum en hún var kosningastjóri Besta flokksins. Hún var síðan ráðin aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.