Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 6
Vinaráðning
n Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík-
ur, og Dagur B. Eggertsson, banda-
maður hans og oddviti Samfylkingar-
innar í borginni,
hafa vakið mikla
hneykslun og
reiði með því að
gera Harald Flosa
Tryggvason að
stjórnarformanni
Orkuveitunnar.
Haraldur starfaði
sem kunnugt er
síðast sem yfirlögfræðingur Lýsingar
og hefur það orð á sér að vera grjót-
harður og ósveigjanlegur í samskipt-
um við lántakendur, sem margir hafa
misst allt sitt til Lýsingar. Haraldur
Flosi viðurkenndi sjálfur í viðtali við
DV að hann væri gamall skólafélagi
margra í Besta flokknum og þar væru
margir vinir hans. Ráðning Harald-
ar er því hefðbundin vinaráðning að
hætti gamla Íslands. Fyrir kosningar
gaf Besti flokkurinn það út að hann
ætlaði að ráða vini sína til starfa í hin
ýmsu störf. Þarf ráðning Haraldar því
ekki að koma neinum á óvart.
Sparneytinn LáruS
n Myndskeið sem birt var á DV.is,
þar sem Lárus Welding sést spóka sig
frjálslega á götu í London íklæddur
stuttbuxum og
íþróttatreyju,
vakti athygli
margra lesenda.
Af klæðaburði
Lárusar að dæma
var hann senni-
lega á leið í rækt-
ina, þó ekkert sé
hægt að fullyrða
í þeim efnum.
Glöggur lesandi á vefnum gerði því
skóna að sennilega væri forstjórinn
fyrrverandi á leið í Armoury Fitness
Center, sem er líkamsræktarstöð í ná-
grenninu. Samkvæmt vefsíðu stöðv-
arinnar er ekki um að ræða neina sér-
staka lúxusstöð að hætti bankastjóra.
Árskortið þar kostar til að mynda sem
nemur tæplega 100 þúsund íslensk-
um krónum, sem telst vart mikið mið-
að við lífsstíl útrásarvíkinganna. Þeg-
ar Lárus var bankastjóri Glitnis sást
hann gjarnan í World Class í Laugum
í góðra vina hópi.
Þeir Sem töpuðu
ViLja StóLinn
n Listi umsækjenda um stöðu bæjar-
stjóra Akureyrarbæjar er litaður af
fólki sem reynt hefur fyrir sér í öðr-
um sveitarfélög-
um með slökum
árangri. Þar eru
meðal ann-
ars Sigrún Elsa
Smáradóttir,
sem var hafnað
í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í
vor, og sömuleiðis
flokksbróðir hennar Dofri Hermanns-
son, sem komst aldrei í borgarstjórn.
Þá er Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, meðal umsækjenda. Hann
reyndi að komast til æðstu metorða
hjá Framsókn í Kópavogi en það gekk
ekki hjá honum. Sömu sögu er að
segja um Pál Magnússon, formanns-
frambjóðanda í Framsókn.
Vongóðir farand-
bæjarStjórar
n Fleiri fyrrverandi sveitarstjórn-
armenn ásælast bæjarstjórastólinn
á Akureyri. Ólafur Örn Ólafsson,
fyrrverandi bæj-
arstjóri Grinda-
víkur, sækir um
starfið. Hann
komst í fréttirn-
ar skömmu fyrir
hrun þegar í ljós
kom að hann var
á ofurlaunum hjá
Grindavíkurbæ
út síðasta kjörtímabil, auk þess sem
bærinn skuldbatt sig til að kaupa
einbýlishús hans í Grindavík. Aðrir
fyrrverandi bæjarstjórar eru Eiríkur
Björn Björgvinsson á Egilsstöðum,
Ragnar Jörundsson í Vesturbyggð og
Þórir Kristinn Þórisson í Fjallabyggð.
sandkorn
6 fréttir 25. júní 2010 föstudagur
skoða lokun
heilsugæslu
Síðdegisvakt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var í síðustu viku lokað út sumarið
í sparnaðarskyni. Þangað sóttu um sjö þúsund og átta hundruð manns á sama tíma-
bili í fyrra. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra óskaði eftir kostnaðargreiningu
vegna lokunar vaktarinnar.
Ætla má að heildarsparnaður ríkisins
vegna lokunar síðdegisvaktar Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins geti að-
eins orðið um tíu milljónir króna,
eða um helmingi minni en það sem
spara átti með aðgerðinni. Áætlað
var að um tuttugu og sjö milljóna
króna sparnaður yrði í rekstri heilsu-
gæslunnar með lokun síðdegisvakt-
arinnar yfir sumartímann. Lokunin
getur hins vegar haft það í för með
sér að ríkið þurfi að auka framlög til
annarra sviða. Heilsugæslunni var
gert að skera niður um níutíu millj-
ónir króna í rekstri sínum á þessu ári
og var lokunin einn liður í þeim að-
gerðum.
Sextán milljónir fluttar til
Á sama tímabili í fyrra sóttu um 7.872
einstaklingar síðdegisvaktina. Þess-
ir einstaklingar gætu þurft að sækja
þjónustu Læknavaktarinnar þetta
árið. Móttaka læknavaktarinnar er
opin frá klukkan fimm á daginn og
fram til klukkan hálf ellefu á kvöldin.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sjúkratryggingum Íslands má áætla
að umframkostnaður stofnunar-
innar við hvern sjúkling sem sækir
Læknavaktina sé tvö þúsund krónur.
Sæki sá fjöldi sjúklinga sem fór á síð-
degisvaktina síðasta sumar Lækna-
vaktina nú, má því áætla að kostnað-
ur Sjúkratrygginga Íslands verði um
sextán milljónir króna.
Samkvæmt þjónustusamningi
ríkisins við Læknavaktina er greidd
út heildarupphæð sem miðast við
komur 41.360 til 46.640 sjúklinga á
ári. Greitt er sérstaklega fyrir komur
sem eru umfram þann fjölda. Síð-
ustu ár hafa um sextíu þúsund sjúk-
lingar leitað til Læknavaktarinnar að
jafnaði.
Fjöldi sjúklinga ofmetinn
Gunnar Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Læknavaktarinnar,
segir mikið ofmat að 7.800 manns
muni sækja þjónustu Læknavaktar-
innar vegna lokunar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. „Hér á bæ er
reiknað með þrjú þúsund komum
aukalega sem virðist vera mjög raun-
hæft miðað við reynslu fyrstu dag-
anna,“ segir Gunnar.
Reynist Gunnar hafa rétt fyrir sér
í þessum efnum má reikna með því
að kostnaður vegna þessara um-
framkoma feli í sér um sex milljóna
króna kostnað fyrir Sjúkratryggingar
Íslands.
Greinileg þjónustuskerðing
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð-
herra óskaði eftir kostnaðargrein-
ingu á því hver raunverulegur sparn-
aður ríkisins væri af lokuninni og
hvaða þjónusta kæmi á móti skerð-
ingunni. Hún segir koma til greina
að afturkalla ákvörðunina. Hún las
fyrst um skerðinguna í DV í síðustu
viku og kom fréttin Álfheiði í opna
skjöldu.
„Þetta er greinileg þjónustuskerð-
ing og ég á eftir að sjá röksemdirn-
ar fyrir henni, eins og hvernig skjól-
stæðingum verður tryggð þjónusta
á móti þessari skerðingu. Ef ákvarð-
anir eru teknar undir þeim formerkj-
um að hagræða og skila síðan ekki
árangri verðum við að vera menn til
að taka slíkar ákvarðanir aftur,“ segir
Álfheiður.
Einkastofur einnig í boði
Þess ber að geta að Heilsuverndin
í Holtasmára í Kópavogi hefur rek-
ið læknamóttöku í rúm tvö ár þar
sem fólk getur pantað tíma rafrænt í
gegnum vefsíðuna doktor.is. Lækna-
móttakan þar er opin frá klukkan
tvö til sex á daginn og brúar því bil-
ið sem myndast milli opnunartíma
Læknavaktarinnar og síðdegisvaktar
heilsugæslunnar. Þar eru komugjöld
2.500 krónur utan dagvinnutíma.
Teitur Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Heilsuverndar, segir lækna-
stofuna vera að fullu einkarekna og
að greiðsluþátttaka ríkisins sé eng-
in. Hann segir að á síðasta ári hafi
Heilsuvernd verið skráð fyrir rúmum
átta þúsund samskiptum.
Þetta er greini-leg þjónustu-
skerðing.
RÓBERT HLynuR BaLDuRSSon
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Sjúklingar þurfa að leita annað Ef
jafnmargirsjúklingarognýttusérsíðdeg-
isvaktHeilsugæsluhöfuðborgarsvæðisins
síðastasumarleitatilLæknavaktarinnar
núkostarþaðríkiðsextánmilljónirkróna.
Lettar vilja innleiða róttæk úrræði fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum:
Gætunýstmörgumhérlendis
Marinó G. Njálsson, hjá Hagsmuna-
samtökum heimilanna, segir að það
yrði til bóta yrði boðið upp á sam-
bærilegt úrræði fyrir fólk í greiðslu-
erfiðleikum hérlendis og lettneska
þingið samþykkti í síðustu viku. Þar
er gert ráð fyrir því að fólk geti gengið
frá skuldum sínum gegn því að kröfu-
hafar leysi eigur þess til sín og borgi
þeim síðan þrjátíu prósent af tekjum
sínum í tvö ár. Að þeim tíma liðnum
verði þær skuldir sem eftir standa
felldar niður. Marinó segir að honum
virðist sem Lettar gangi lengra en Ís-
lendingar í eftirgjöf skulda.
„Ég er klár á því að þetta gæti nýst
mörgum en svona úrræði mega ekki
vera of auðveld í notkun. Það verða
að vera sambærilegar takmarkanir
eins og þegar fólk fer í greiðsluaðlög-
un. Menn mega ekki haga fjármálum
sínum með óábyrgum hætti held-
ur á þetta frekar að nýtast þeim sem
lenda í óvæntum aðstæðum eins og
tekjumissi eða vegna þess að hér
hrundi allt og verðbólga fór upp úr
öllu valdi. Það væri besta mál að hafa
þetta úrræði og tengja það greiðslu-
aðlögun, en þetta má ekki verða að
auðveldri flóttaleið fyrir þá sem hafa
tekið áhættu,“ segir Marinó.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður
Vinstri-grænna, hefur sagt að hún
geti hugsað sér að nýta ýmislegt úr
lettnesku löggjöfinni til að ná meiri
sátt um lyklafrumvarpið hennar svo-
kallaða. Þar er gert ráð fyrir því að
fólk geti skilað inn lyklunum að eig-
um sínum gegn því að kröfur falli
ekki á það.
Undir þetta tekur Marinó en
minnir að sama skapi á að nú sé
hugsanlega ekki eins mikil þörf fyr-
ir lyklafrumvarpið og var áður en
Hæstiréttur felldi dóm sinn um að
gengistryggð lán væru ólögmæt. Þar
með geti skuldastaða margra heimila
batnað og þau ráðið betur við skuld-
ir sínar. Hins vegar segir Marinó það
vera óheilbrigt að í íslenskum lögum
sé gjaldþrot nánast eina úrræðið sem
sé notað geti fólk ekki staðið und-
ir skuldum sínum og að hægt sé að
halda eftir kröfum í gjaldþrota bú um
aldur og ævi. „Það er nauðsynlegt að
auka neytendavernd til muna í lána-
viðskiptum,“ segir Marinó.
rhb@dv.is
Marinó G. njálsson SegirLettaganga
lengraíeftirgjöfskuldaenÍslendingar.