Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 48
48 útlit 25. júní 2010 föstudagur Íslensk hönnun í ítalska Vogue Hildur Björk Yeoman hannar hálsmen og töskur úr hekluðu nótagarni. Á dögunum hlotnaðist Hildi sá skemmtilegi heiður að vera á vefsíðu ítalska Vogue og í kjölfarið er hún í viðræðum við verslanir í Banda- ríkjunum og Brasilíu. Hildur Björk Yeoman er sannkölluð listaverkakona. Töskurnar sem hún hannar úr hekluðu nótagarni og líta annað hvort út eins og púðlu- hundur eða svanur eru undurfagrar og sömuleiðis hálsmenin sem hún er nýfarin að gera. Enda hlotnaðist Hildi sá skemmtilegi heiður að vera á vefsíðu ítalska Vogue, sem er fyrir þá sem ekki vita biblía hins tísku- þekjandi manns. Blaðamaður hafði samband við Hildi Björk, sem var bara hógvær að vanda en ánægð engu að síður. „Þeir höfðu bara samband við mig eftir að umfjöllun um mig á Style bubble sem hefur gengið um netið. Þetta var mjög skemmtilegt og flott tækifæri. Gaman að þeir hafi áhuga á því að fjalla um mig. Ég hef fengið mjög sterk viðbrögð við þess- ari umfjöllun á Stylebubble. Eftir það hafa ýmis blöð haft samband, en ég þekki fæst þeirra. Ekkert eins stórt og ítalska Vogue. Fyrir mér er það náttúrlega toppurinn. Ég hef skoðað þetta blað og þótt það flott.“ Hildur hefur áður fengið um- fjöllun á Stylebubble og hafði alveg trú á því að það myndi hafa jákvæð áhrif. „Í rauninni er þetta ekki svo flókið ferli. Ég sá kannski ekki fyrir að komast í ítalska Vogue. En síðast fékk ég alls konar tækifæri og teiknaði á spil fyrir undirfatafyrirtæki. Núna er ég að fara að gera tískuteikningar fyrir ýmis blöð og svona ýmislegt.“ Að- spurð segist hún nú ekki fá mikinn ágóða af þessu. „Nei, þetta er ekki peningabransi,“ segir hún og hlær. „Ég er löngu búin að átta mig á því. En þetta er ótrúlega skemmtilegt og ég hef ástríðu fyrir þessu. En svo koma svona verkefni eins og þegar ég hélt sýninguna Álagafjötrar með Sögu Sigurðar dóttur og við seldum öll verkin. Við eigum nokkrar myndir eftir. Sumir hafa séð myndirnar á netinu og við sendum þær svo bara út.“ Það þarf því engan að undra að þær stöllur stefna á áframhaldandi samtarf og eru í viðræðum við nokk- ur gallerí í London varðandi sýningu í haust. Hildur ætlar samt ekki strax í vík- ing. Fyrst ætlar hún að verja sumr- inu á Seyðisfirði þar sem hún á húsið Hvamm og ætlar að vinna að næstu línu auk þess sem hún og Thelma Björk Jónsdóttir ætla að opna lítið gallerí og verslun þar sem þær selja eigin hönnun og annarra, eins og Guðjóns Tryggvasonar í Go With Jan. „Við erum aðallega að stíla inn á túr- istana, það eru svo margir sem fara þarna um. En samt ekki bara. Auð- vitað ekki.“ Hildur er líka með fleiri járn í prjónunum á Seyðisfirði því á menn- ingarhátíð ungs fólks, Lunga 12. – 18. júlí, ætlar hún að kenna tísku- teikningu. Svo hyggst hún taka vel á móti öllum tískugúrúum bæjarins sem munu sennilega streyma að því þetta er eins „Cannes okkar Íslend- inga,“ segir hún hlæjandi. Og horfa aðdáunaraugum á nemendur sína úr Listaháskóla Íslands sýna á tískusýn- ingunni. Að öllum líkindum er það rétt hjá henni að fólk mun fjölmenna á hátíðina því þar munu hljómsveit- irnar Hjaltalín, Bloodgroup og Sea- bear spila á lokakvöldi hátíðarinnar í þessu í einstaklega fallegu bæjar- stæði. ingibjorg@dv.is Ilmurinn sóttur til Afríku Innblásturinn fyrir nýjan ilm Puma, Animagical, er sóttur til Afríku. Dýra- mynstur og líflegir litir á umbúðum eru til marks um það. Puma hirðir ekki um landamæri og ætlar þess vegna að hefja Afríkutengda mark- aðsherferð á árinu og fagna ára- tug af nánum tengslum sínum við íþróttir í Afríku. Aðeins einn maður kom til greina sem andlit Animagi- cal, sem átti að vísa til orku og eðl- isávísunar hinna villtu dýra Afríku, glaðværðar og litríks lífs Afríkubúa á sama tíma, Usain Bolt. Enda er hann fljótasti maður inn á jörðinni. Með sinn mjúka og áreynslulausa stíl er hann ótrúlegur á hlaupabrautinni og ofursvalur á dansgólfinu eftir því sem heimildir herma. Herrailmurinn er kraftmikill og glettinn. Boð um að vera með í leikn- um, tæki til að seiða og heilla. Anim- agical Man er með angandi, græn- um ávaxtakenndum keim, nokkrum kryddtegundum og moskutónum til að kalla fram hógværan en framand- lega kynþokkafullan blæ. Dömuilmurinn er ferskur og ný- tískulegur með ísmeygilegum þokka. Blóma-, ávaxta- og viðarilmur sem er kvenlegur og frískur. Og grunntónar af dökku súkkulaði sem blandað er tamboti-viði frá Suður-Afríku fá þig til að langa í meira. Ódýr en góður maskari Maybelline, The Colossal Vol- um’express maskar- inn þekur augnhárin með kollagen-formúlu þannig að þau verða löng og aðskilin. Hann er ódýr en góður. „Ef ykkur finnst ekki nógu mikið af maskara á burstanum, prófið þá að snúa honum út í hliðarnar þegar þið takið hann upp úr:)“ – Maybelline-síðan á Face book er líka stútfull af hugmyndum og ráð- um varðandi förðun. Einstakar töskur Hildur Björk hannar töskur sem líta út eins og svanir eða púðluhundar. MYNDIR ODDVAR ÖRN HJARTARSON RFF Glaðlegar fyrirsætur ganga sýningarpall- ana með hálsmen og töskur frá Hildi Björk. Hvorutveggja fæst í Kronkron. MYNDIR FRIÐRIK ÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.