Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 23
Aðild Íslands að EFTA er ef til vill
stærsta skref sem hefur verið stigið í
samruna landsins við Evrópu. Í upp-
hafi beindist aðildin að EFTA eink-
um að fríverslun með iðnaðarvör-
ur. Mjög skiptar skoðanir voru milli
fólks um hvort Ísland ætti að sækja
um aðild að EFTA í lok sjöunda ára-
tugarins. Gagnrýnendurnir óttuð-
ust að veikburða atvinnugreinar
sem kröfðust mikils vinnuafls stæð-
ust ekki samkeppni frá svo stóru
markaðssvæði. Um fjórðungur ís-
lensks vinnuafls starfaði þá í iðn-
aði. Íslenskur iðnaður hafði þá notið
stuðnings innflutningshafta.
Áður en Ísland gekk í EFTA hafði
tvisvar verið rætt af mikilli alvöru
hvort Ísland ætti að ganga í Efna-
hagsbandalag Evrópu og verða hluti
af þeim frjálsa markaði sem þá var í
myndun. Ákveðið var að hentugra
væri að Ísland gengi fyrst í EFTA og
gerði Ísland það árið 1970.
Aðildin jók innflutning á iðnaðar-
vörum til landsins og hafði neikvæð
áhrif á starfsemi nokkurra iðnaðar-
fyrirtækja, eins og í húsgagna- og
vefnaðarframleiðslu, en styrkti að
sama skapi útflutningsstöðu Íslands,
eins og í fiski og áli. Aðildin að EFTA
reyndist mikilvæg svo að Ísland fengi
aðgang að evrópskum mörkuðum
og þegar samningurinn um EES var
samþykktur árið 1994 var opnað fyrir
frjálst flæði vara, þjónustu, fjármagns
og vinnuafls milli Íslands og Evrópu-
sambandsríkja. Um áttatíu prósent
vöruskipta Íslands við útlönd eru við
ríki innan EES. Vöruskipti við EFTA
ríkin nú eru minni en tíu prósent af
heildarvöruskiptum.
Frá því EES-samningurinn var
innleiddur hefur hann verið helsta
viðfangsefni EFTA. Samningur-
inn felur í sér að ríki EFTA, sem eru
aðilar að EES, aðlagi löggjöf sína að
samþykktum ESB á sviði innri mark-
aðar. EFTA gerir einnig fríverslunar-
samninga við ríki annars staðar í
heiminum. Þar fylgir EFTA hins veg-
ar oftast frumkvæði ESB. Í gær voru
undirritaðir fríverslunarsamningar
milli EFTA annars vegar og Úkraínu
og Perú hins vegar á Nordica hótel-
inu í Reykjavík.
Sögulegt gildi fyrir Ísland
Einar Benediktsson, fyrrverandi
fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA,
segir stofnunina aldrei hafa verið
raunverulegt mótsvar við Evrópu-
sambandið. Þvert á móti hafi EFTA
frá fyrstu tíð verið tæki fyrir aðildar-
ríkin til að nálgast viðskiptasamruna-
ferli Efnahagsbandalagsins, síðar
Evrópusambands. Þannig var EFTA í
framkvæmd upphaflega spegilmynd
af tímaplani EES í afnámi tolla og
innbyrðis viðskiptahafta á iðnaðar-
vörum. Með EES-samningnum urðu
EFTA-ríki þátttakendur í frjálsum
innri markaði ESB á grundvelli fjór-
frelsisins svokallaða.
Einar telur að EFTA hafi enn hlut-
verki að gegna sem slíkt á meðan
aðildarríki þess séu í þeirri stöðu
sem þau eru í gagnvart ESB. Þrátt
fyrir að Ísland gangi í ESB og hverfi
úr EFTA, segir Einar að EFTA muni
væntanlega hafa sitt gildi fyrir aðra
þegar komi að rekstri EES-samn-
ingsins. „En EFTA í dag er gjörólík
þeirri stofnun sem hún var upphaf-
lega. EFTA sem varð til árið 1960 að
frumkvæði Breta taldi um tíma auk
Norður landanna, Austurríki, Portú-
gal og Sviss. Helmingur EFTA mark-
aðarins var Bretland. Eftir 1970 leita
EFTA-ríkin aðildar að Evrópusam-
bandinu. Fríverslun milli þessara
aðila sem eru aðilar að EFTA í dag
skiptir þverrandi máli,“ segir Einar.
Einar segir að hver sem niður-
staða aðildarviðræðna Íslands við
ESB verður, sé ljóst að EFTA hafi allt-
af sögulegt gildi fyrir Ísland. Með að-
ild að EFTA styrktist einnig samband
Íslands við hin Norðurlöndin sem
hafi verið þýðingarmikið þegar kom
að gerð EES-samningsins. Einar segir
að Íslendingar hafi ávallt verið í EFTA
samstarfinu af heilum hug. Þannig
hafi Íslendingar tengst Evrópusam-
runaferlinu sem hófst með undirrit-
un Rómarsáttmálans árið 1957.
Þarf að gera róttækar breyt-
ingar
Eiríkur Bergmann Einarsson, for-
stöðumaður Evrópufræðaseturs Há-
skólans á Bifröst, segir EFTA hafa
veikst verulega eftir að bróður partur
aðildarríkjanna gekk yfir í ESB. Gangi
Ísland úr skaptinu geti verið erfitt að
halda úti stofnanakerfinu í EFTA og
EES. Eitt af því sem sé verið er að
skoða nú sé hvort veita eigi evrópsk-
um örríkjum aðgang að stofnuninni
til að veita henni aukinn styrk, til að
mynda Andorra og Færeyjum. Önn-
ur leið væri að reyna við löndin í
Austur-Evrópu sem standa utan ESB,
svo sem Úkraínu.
„Við megum ekki gleyma því að
þegar EFTA var stofnað árið 1960
voru sjö ríki þar og sex í ESB. Þá varst
þú með tvær jafnvægar ríkjaheild-
ir. Svo hefur það gerst að ESB hefur
orðið að vettvangi kerfisbundinnar
ríkjasamvinnu. Á meðan hefur EFTA
orðið eins og tungl við hlið ESB.
EFTA er orðið að samansafni ríkja
sem hafa ekki getað gengið í ESB af
ýmsum ástæðum,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir EFTA hafa verið að
leita sér að nýju hlutverki allt frá því
fór að aðildarríki fóru að ganga úr
samtökunum. Í því sambandi hafi
komið til tals að veita örríkjum Evr-
ópu aðgang að stofnuninni. Þessi ríki
hafa ekki uppfyllt kröfur um aðgang
að ESB eða hafi ekki haft stjórnsýslu-
lega burði til þess að ganga í sam-
bandið. „Þetta væri alvöru aðferð til
að glæða EFTA lífi. EFTA ríkin hafa
ekki viljað fara þessa leið og eru því
dæmd til áframhaldandi áhrifaleys-
is,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir að ef Ísland gangi
í Evrópusambandið feli það í sér
ákveðin vandamál fyrir Noreg. Hann
segir ekki auðséð hvernig Noregur
eigi að viðhalda samningnum um
EES án Íslands. „Þá er eftirlitshlut-
verkið komið í hendur Noregs og
Liechtenstein og það gengur ekki
að Norðmenn hafi eftirlit með sjálf-
um sér. Þetta er stofnanalegur vandi
sem Noregur stendur frammi fyrir.
EFTA getur hinsvegar bjargað sér
með nýjum aðildarríkjum og nýjum
stofnanastrúktur,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir helsta muninn
á EFTA nú og áður vera þann að
stofnun in hafi þróast úr því að vera
alvöru ríkjabandalag yfir í að vera
vettvangur fyrir samstarf ríkjanna við
ESB. „Það getur lifað áfram þannig
en verður ekki meira en það nema
farið verði í róttækar aðgerðir,“ segir
Eiríkur.
Eiríkur vill ekki spá fyrir um
hversu lengi EFTA geti lifað í núver-
andi mynd. Það fari allt eftir því hve-
nær tvö síðustu ríkin ákveði að vera
ekki lengur aðilar að stofnuninni.
EFTA geti haldið áfram að sinna hlut-
verki sínu sem vettvangur fjögurra
ríkja og tenging þess við ESB. Síðan
verði hver og einn að meta hvort það
sé þörf fyrir starfsemi þess eða ekki.
föstudagur 25. júní 2010 fréttir 23
Ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) er haldinn hér á landi á sama tíma og Ísland stendur
á krossgötum í Evrópusamstarfi sínu. Gangi Ísland í Evrópusambandið gæti það markað endalok stofnunar-
innar. EFTA gæti fengið nýtt hlutverk gangi örríki þar inn eða ríki sem knýja á dyr Evrópusambandsins,
eins og Úkraína. DV leitaði álits sérfróðra á því hvort EFTA eigi sér viðreisnar von.
RóbeRt hlynuR balduRSSon
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Helstu atburðurnir
hjá EFTA
1960 EFTAstofnað.Danmörk,
Noregur,Svíþjóð,Austurríki,
Sviss,PortúgalogBretland
aðilar.Finnlandgeristaðiliári
síðar.
1970 ÍslandgenguríEFTA
1972 DanmörkogBretlandgangaí
EB.
1994 EES-samningurinntekurgildi
1995 Austurríki,Svíþjóðog
FinnlandgangaíESB.
eFta FríverslunarsamtökEvrópu
eSb Evrópusambandið
eb EfnahagsbandalagEvrópu
(undanfariESB)
eeS Evrópskaefnahagssvæðið
RíkjAsAmbAnd
á EndApunkTi
EFTA er orðið að samansafni ríkja
sem hafa ekki getað
gengið í ESB af ýmsum
ástæðum.
eFta og Úkraína bindast böndum FulltrúarEFTAog
ÚkraínuundirrituðufríverslunarsamningáNordicahótelinuí
Reykjavíkígær.NúeruaðeinsfjögurríkiaðilaraðEFTA:Ísland,
Noregur,SvissogLiechtenstein.Þauvorusjöíupphafi.
Fjöldi aðildarríkja 1960
eFta 7
eb 6
Fjöldi aðildarríkja 2010
eFta 4
eSb 27
ekki mótsvar EinarBenediktssonsegir
aðEFTAhafialdreiveriðraunverulegt
mótsvarviðESB.
Í andaslitrunum EiríkurBergman
EinarssonsegirEFTAhafaveriðí
andarslitrunumíáratugi.