Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 52
flottir 52 umsjón: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 25. júní 2010 föstudagur Ítalir töpuðu fyrir Slóvakíu, 3-2, í lokaumferð C-riðils heimsmeistara- mótsins í Suður-Afríku. Með tapinu varð það endanlega ljóst að Ítalir myndu ekki verja heimsmeistara- titilinn sem þeir unnu í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Ítalir þurftu í það minnsta jafntefli gegn Slóvakíu en eftir dramatískar lokamínútur varð tap niðurstaðan og síðasta sætið í riðlinum staðreynd. Nýja-Sjáland, land þekkt fyrir allt annað en fót- bolta, endaði fyrir ofan Ítali í riðl- inum. Ítalir hlutu aðeins tvö stig á HM. Gerðu 1-1 jafntefli við bæði Paragvæ og Nýja-Sjáland en töp- uðu fyrir Slóvökum. Það var ekkert sem benti til þess fyrir HM að Ítalir myndu gera einhverjar rósir á HM, ekki miðað við úrslit þeirra í undan- förnu leikjum. Ítalir unnu síðast leik í október í fyrra. Alltaf upp úr riðli í 26 ár Ítalir hafa verið fastir gestir á heims- meistaramótum og verið með á þeim öllum síðan 1962. Síðast mis- tókst ítölum að komast upp úr riðli á HM í Þýskalandi árið 1974 en síð- an þá hefur gengið verið mjög gott. Í síðustu sjö keppnum á undan Suður-Afríku hafði Ítalía orðið tvisv- ar sinnum heimsmeistari og farið í annan úrslitaleik til. Þá átti liðið bæði eina bronsmedalíu og endaði í fjórða sæti í Argentínu árið 1978. Þetta er því langversti árangurinn í langan tíma. Ítalir hafa ávallt státað af sterkum varnarleik og oft farið langt á hon- um. Liðið hefur þó alltaf átt flotta framherja sem hafa skorað þau mörk sem til þurfti. Gegn Slóvakíu var varnarleikurinn að mörgu leyti í molum en Slóvakar voru fyrsta liðið í fjörutíu ár sem nær að skora þrjú mörk á Ítali í einum og sama leikn- um. Að sama skapi virðist fram- herjakrísa í ítalska liðinu en sóknar- leikur þess var afar dapur á mótinu. „Við erum með frábæran marka- skorara í Gilardino og þá er Iaquinta að koma til baka eftir meiðsli. Við eigum ekki í neinum vandamálum fram á við,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari liðsins, eftir tvö fyrstu jafn- teflin. Þá hafði Gilardino ekki gert neitt á mótinu og var kominn á bekkinn gegn Slóvakíu. Eins skoraði Iaquinta aðeins eitt mark á HM og það var úr víti. Víti til varnaðar „Það má ekki gleyma því að við erum heimsmeistararnir,“ sagði framherji Ítala, Fabio Quagliarella, í viðtali fyrir mótið. Var þar verið að spyrja hann út í slakt gengi Ítala í undirbúningi fyrir HM. Hann við- urkenndi að ekki hefði gengið sem skyldi en vildi þó minna alla á að þeir væru heimsmeistararnir. Ár- angur Ítala í æfingaleikjum fyrir HM var þó víti til varnaðar og var ástæða fyrir því að þeim var ekki spáð heimsmeistaratitlinum. Ítalir unnu síðast leik gegn Kýp- ur í undankeppni HM á heimavelli. Kýpverjar komust í 2-0 en ótrú legur lokasprettur Ítala tryggði þeim sigur, 3-2. Í undankeppninni gekk Ítölum mjög vel. Þeir unnu sjö leiki af tíu, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu ekki leik. Þeir voru að vísu í riðli með Írum og gífurlega slöku liði Búlg- ara ásamt Kýpur, Svartfjallalandi og Georgíu. Var sá árangur í takt við gengið á árunum á undan, heims- meistaratitill 2006 og undanúrslit á EM 2008. En svo gerðist eitthvað. Ítalir léku fimm æfingaleiki fyrir HM frá nóvember til júní. Þeir unnu ekki einn leik, gerðu þrjú jafn- tefli og skoruðu aðeins tvö mörk. Var þar þessi framherjakrísa sem Lippi vildi ekki viðurkenna kom- in í ljós. Ítalir gerðu fyrst marka- laust jafntefli gegn Hollandi í nóv- ember og töpuðu nokkrum dögum síðar gegn Svíþjóð, 1-0. Í mars gerði liðið aftur markalaust jafntefli áður en það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, og gerði jafntefli gegn Sviss, 1-1, rétt fyrir HM. Bjartsýnir „Lippi var ekki sáttur í hálfleik þannig að hann bað okkur um að spila eins og menn í seinni hálfleik og fara þannig sáttir til Suður- Afríku. Ég held að við höfum gert það,“ sagði Fabio Quagliarella, framherji Ítala, eftir að liðið hafði gert jafn- tefli gegn Sviss í lokaæfingaleik liðs- ins fyrir heimsmeistaramótið. Ítalir voru þar að spila skelfilega í fyrri hálfleik, eins og æfingaleikjunum á undan, en náðu að kreista fram jafntefli. „Aðalmálið er náttúrlega að við erum að koma inn í mótið í frá- bæru formi og hver veit hversu langt við getum náð,“ sagði hann en þeirri spurningu hefur nú ver- ið svarað. Ítalir komust ekki upp úr riðli sem innihélt Paragvæ, Slóvakíu og Nýja-Sjáland. Þegar dregið var í riðlana birti eitt stórt íþróttablað á Ítalíu fyrirsögnina: „Þetta áttum við skilið,“ og vitnaði þar til dauða- riðilsins sem liðið var í á EM. Stóð síðan í greininni að heims meistarar Ítala ættu að fara upp úr þessum riðli með bundið fyrir augun. Talaði ekki um vandamálin Leikmannaval Marcello Lippi var gagnrýnt fyrir keppnina. Til dæmis að taka ekki vandræða- gemsann Antonio Cassano með til Suður- Afríku en hann hefur oft reynst Ítölum dýrmætur á ög- urstundum. Eftir jafnteflið gegn Nýja-Sjálandi var Lippi spurður á blaðamannafundi hvort hann væri einfaldlega með nægilega gott lið til þess að verja heimsmeistaratitilinn. „Ég er alveg handviss um að hafa ekki skilið neinn stórkostlegan leik- mann eftir heima. Þetta eru þeir sem ég valdi og ég hef trú á þeim,“ sagði Lippi, sem vildi samt ekk- ert ræða um vandamál liðsins við fjölmiðla og brást reiður við þegar hann var spurður út í þau. „Ég vil ekki tala um vandamálin í liðinu við ykkur. Vandamálin eru úti á vellinum þar sem við erum ekki að ná að búa okkur til færi. Það eru vandamálin okkar. Það er ekkert að gerast utan vallar þó svo að ég lesi ýmislegt sem er ekki satt. Nýja-Sjá- land skaut tvisvar á markið okkar, sem er mjög jákvætt. Eftir að Nýsjá- lendingar skoruðu snemma leiks fóru þeir aldrei aftur í sókn. Að sama skapi komst Paragvæ aðeins tvisvar sinnum nálægt markinu okkar, það er ekkert svo slæmt,“ sagði Lippi en það var á endanum markaskortur sem fór með Ítala, sem kveðja nú HM eftir riðlakeppnina. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ríkjandi heimsmeistarar Ítala munu ekki verja titil sinn á HM í Suður-Afríku. Það varð ljóst á fimmtu- daginn þegar Ítölum mistókst að leggja Slóvakíu að velli og eru heimsmeistararnir á leiðinni heim. Það var ekkert sem benti til þess að Ítalir myndu gera vel á HM en riðill þeirra var talinn svo slakur að þeir ættu ekki að geta annað en farið upp úr honum. ciao ítalía! Verja ekki titilinn Ítalir unnu Hm 2006 en eru nú farnir heim. MyNd AFP Skelfilegur Daniele De Rossi átti að leiða Ítala til sigurs í keppninni en hann gat ekkert. MyNd AFP ítalir úr leik Kamel Kopunek skorar þriðja mark slóvaka og þar með voru Ítalir úr leik. MyNd AFP Óhuggandi Fabio Quagliarella skoraði eitt mark en það dugði ekki til. MyNd AFP Ég er alveg hand-viss um að hafa ekki skilið neinn stórkostlegan leikmann eftir heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.