Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 46
Offita hefur áhrif á kynheilsu okk- ar samkvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu British Medical Journal. Í rannsókninni kemur fram að of þungar, einstæðar konur í Bretlandi eru fjórum sinnum líklegri til að verða óvart ófrískar en þær konur sem mælast í eðlilegri þyngd þrátt fyrir að þær þungu séu ólíklegir til að vera kynferðislega virkar. Of þungar konur séu ólíklegri til að nota getn- aðarvarnir. Í rannsókninni kemur einnig fram að of feitir karlmenn eigi færri bólfélaga og séu líklegri til að þjást af risvandamálum en aðrir karlmenn. Að sama skapi smitast fleiri þungir karlmenn af kynsjúk- dómum en aðrir. Í rannsókninni kemur fram að offita sé eitt mesta heilsuvanda- mál sem mannkyninu standi ógn af í dag en að hingað til hafi áhrif hennar á kynheilsu okkar verið ókunn. Vísindamaðurinn Nathalie Bajos við Institut National de la Santé et de la Recherche Medicale í París stendur að rannsókninni: „Niðurstöður okkar sýna að of feit- ar konur eru 30% ólíklegri til þess að hafa stundað kynlíf á síðastliðnu ári en aðrar konur og of feitir karl- menn eru 70% ólíklegri til að eiga fleiri en einn bólfélaga yfir sama tímabil og rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að þjást af risvandamál- um,“ segir Bajos og bætir við að of feitir einstaklingar séu auk þess lík- legastir til að finna sér maka með hjálp internetsins, líklegri til að eiga feitan maka og ólíklegri til að hafa jákvætt viðhorf til kynlífs en þetta, útskýrir Bajos, er til komið vegna lítils sjálfstrausts og lélegrar sjálfsmyndar. Of þungar konur verða frekar óvart ófrískar: Þyngdin hefur áhrif á kynlífið SigraStu á peninga- áhyggjum Sjónvarpslæknirinn dr. Oz er með ýmis ráð fyrir þá sem þurfa að takast á við álagið sem fylgir þrengri fjárhag. Oz mælir með að við setjum okkur dagleg eyðslumarkmið og verðlaunum okkur ef við endum daginn innan settra marka. „Ef þú hefur ákveðið að leyfa þér að kaupa þér rjómaís um kvöldið ef þér tekst að halda þig innan rammans áttu eftir að standa þig,“ segir Oz, sem ítrekar að við lítum á slæman efnahag sem alþjóðlegt fyrirbæri en ekki okkar persónulegu mistök. hreyfing gegn alkó- hóliSma? Ný rannsókn gefur til kynna að þeir sem hreyfa sig mikið drekka minna af áfengi en hinir sem stunda ekki markvissa þjálfun. „Heilinn gefur frá sér efnið dópamín til að verðlauna sig fyrir góða frammistöðu eftir líkamsræktaræfingu, neyslu lyfja, góðan mat eða fullnægjandi kynlíf,“ segir J. David Glass, höfundur rann- sóknarinnar og vísindamaður við Kent State University, og bætir við: „Með því að stunda reglubundna hreyfingu getum við minnkað líkur á arfgengum alkóhólisma og í leiðinni aukið líkur okkar á heilbrigðu hjarta og betri geðheilsu.“ færri vinir vegna facebook Samkvæmt rannsókn eigum við færri vini í dag en við áttum fyrir tveimur áratugum. Í rannsókn- inni, sem fór fram á árunum 1985 til 2004, kom í ljós að tala þeirra sem áttu trúnaðarvin hafði lækkað þrefalt á þeim tíma sem rannsóknin var gerð. Önnur nýrri rannsókn gefur til kynna að fólk hefur minni samúð með öðrum í dag en áður. Vísinda- menn kenna nútímasamskipta- leiðum um og segja tölvupóst og Facebook hafa tekið yfir eðlileg persónuleg samskipti. „Sam- skipti sem fara fram í gegnum tölvu byggjast á minni trúnaði en þegar við ræðum saman aug- liti til auglitis,“ segir Kevin Rock- mann, sem sá um rannsókn- ina. „Ef þú nennir ekki að díla við vandamál vina þinna þarftu bara að logga þig út og vanda- málið er leyst.“ 46 lífsstíll umSjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 25. júní 2010 föstudagur rEgLur um hjónabandið sem á að brjóta10 1 aldrei fara ósátt að sofaEldgömul og lífseig mýta sem geðlæknirinn Elizabeth Lombardo er ósammála. „Að ætla sér að útkljá málin seint um kvöld þegar þið eruð þreytt og pirruð er ekki besta hug- mynd í heimi. Verið sammála um að vera ósamála og ákveðið að ræða betur saman þegar þið hafið hvílst,“ segir Lombardo. 2 ávallt 100% hreinskilniAð skýra frá ÖLLU sem gerst hefur í lífi þínu þarf ekki að vera góð hugmynd. „Ekki pína ástina þína til að hlusta á nákvæmar lýsingar af fyrri ástarsamböndum, djammi og öðru slíku. Jafnvel þótt hún þykist vilja heyra það,“ segir Barbara Bartlein sálfræðingur og höfundur bókarinnar Why Did I Marry You Anyway? „Slíkt býður upp á samanburð og við samanburð verður alltaf einhver undir. Settu tilfinningar makans í forgang.“ 3 ekki fara einí ferðalagPælingin með þessari reglu er að eyða öllum mögulegum og ómögulegum stundum saman. Vandamálið er hins vegar mis- munandi áhugamál. Þú vilt kannski fara á skíði en hann í golf. „Það er ekki raunhæft að passa saman á öllum sviðum lífsins. Njóttu þín með þínum vinum og leyfðu honum að gera það sama með sínum. Passið bara að gefa ykkur tíma saman líka,“ segir Lombardo. 4 rifrildi leiða til skilnaðarÞað rétta er, samkvæmt rannsóknum, að hjón sem rífast aldrei eru líklegri en hin til að skilja. Þið verðið að geta rifist á heilbrigðan hátt, án þess að kalla hvort annað ljótum nöfnum, til að hreinsa loftið. Að þegja um alla skapaða hluti byggir upp spennu og biturleika sem verður til þess að samband- ið springur á endanum. 5 Börnin koma fyrst„Mörg hjón setja hjóna-bandið á ís þegar börn eru komin inn í myndina og setja alla sína krafta í að vera sem best foreldri,“ segir dr. Lombardo, sem heldur því fram að þeir foreldrar sem setja hjónaband- ið í forgang séu betri foreldrar. „Börn þurfa staðfestingu á að þið séuð hamingju- söm og að fjölskyldan sé örugg. Fáið ykkur barnapössun og gerið eitthvað fyrir ykkur tvö. Börnin græða á því.“ 6 alltaf sofa hlið við hliðSá sem bjó til þess reglu á greinilega ekki maka sem hrýtur! „Ekki hafa neinar áhyggjur af því þótt annað ykkar leiti í gestaherbergið af og til til að ná al- mennilegum nætur- svefni. Góður svefn er mikilvægur fyrir huga, líkama og hjónabandið,“ segir Lombardo. „Vertu bara viss um að þú veljir gestasvefnherberg- ið vegna þreytu en ekki til að forðast nánd og ástarleiki.“ 7 hjón verða að eiga sömu áhugamálÞótt það sé ekki gott að eyða öllum frístundum í sund- ur er ekki heldur hollt fyrir neinn að gefa sín áhugamál á bátinn fyrir áhugamál maka. „Ef þú fórnar ástríðum þínum missirðu hluta af sjálfstæði þínum, sem getur orðið til þess að þér finnist þú fastur í hjóna- bandinu,“ segir Bartlein, sem segir nauðsynlegt fyrir hjón að hlúa að eigin áhugamálum jafnfram því að eyða tíma saman. 8 neistinn skiptir ölluMörg hjón skilja að þær sterku tilfinningar sem ástfangin pör finna fyrir í upphafi sam- bands verða ekki til staðar að eilífu. „Þrátt fyrir það telja mörg hjón að þegar neistinn hverfur sé það merki um að samband- inu sé lokið og fara í kjölfarið að leita annað. Langtímasambönd byggjast hins vegar á staðfestu og trausti svo ást og virðing geti haldið áfram að blómstra. Það er ekki hægt að lifa á neistanum einum saman,“ segir Bartlein. 9 leiðindi eru slæmSamkvæmt Bartlein, höf-undi Why Did I Marry You Anyway?, rugla margir leiðind- um við gamalgróið, fyrirsjáan- legt ástarsamband. „Samband sem byggist á dramatík getur verið skemmtilegt í stuttan tíma en þegar á reynir virka þau sam- bönd ekki. Viltu ekki frekar vera í óspennandi sambandi og vita hvar maki þinn eyðir tímanum á kvöldin heldur en að þjást af óöryggi og afbrýðisemi? Þeir sem lifa ör- uggu, afslöpp- uðu og „leiðinlegu“ hjónalífi mælast ham- ingjusamari en þeir sem lifa á bjargbrúnni.“ 10 stundaðu kynlíf fyrir makann Dr. Lombardo segir þessa mýtu lifa góðu lífi meðal sumra kvenna, sér í lagi nýbakaðra mæðra. „Ástarleikir verða enn eitt atriðið á „to do“ listanum. Þú hoppar upp í rúm með karlinum af því að þú ert gift og til að gera mak- ann hamingju- saman. Hvorug þessara ástæða er röng en kyn- líf er líka fyrir þig.“ of þung Í rannsókninni kemur fram að of feitir einstaklingar eru líklegastir allra til að leita að ástinni með hjálp netsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.