Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 8
EyjamEnn grínast
mEð magnús
n Líkt og DV greindi frá á dögunum
skulduðu útgerðarhjónin frá Vesta-
mannaeyjum, Magnús Kristinsson og
Lóa Skarphéðins-
dóttir, talsverðar
fjárhæðir við
bankahrunið.
Saman voru
þau með yfir
60 milljarða á
bakinu en þau
sátu í 14. og 15.
sæti yfir mestu
skuldara landsins. Heimamenn í
Eyjum skilja sumir ekki þessar miklu
skuldir og gantast með að þær myndu
duga hjónunum til að eignast allar
fasteignir í bænum, þar með taldar
opinberar byggingar.
svEinn hættur
hjá gEðhjálp
n Sveinn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar, hefur látið af störf-
um hjá félaginu eftir áratugalangt
starf. Á síðasta
aðalfundi gerði
stjórn Geðhjálpar
grein fyrir gífur-
legum taprekstri
félagsins þar sem
fullyrt var að velta
þyrfti hverjum
einasta steini
við til að koma
rekstrinum á réttan kjöl. Þá voru
höfuðstöðvar félagsins sagðar heilsu-
spillandi og svo illa farnar að tug-
milljóna væri þörf í framkvæmdir. Að
mati stjórnarinnar á aðalfundinum
í lok mars var uppstokkun innan
Geðhjálpar nokkuð sem ekki væri
hægt að víkjast undan.
skuldugur
útgEfandi Evu
n Ráðgjafi sérstaks saksóknara í
tengslum við rannsókn á bankahrun-
inu, Eva Joly, skipti við skuldugan
bókaútgefanda
jólin 2009 þegar
hún gaf út bókina
Hversdagshetjur
hjá Lafleur
bókaútgáfunni í
íslenskri þýðingu.
Útgáfan virðist
skulda víða, sam-
kvæmt gögnum
sem DV hefur undir höndum, en
eigandi hennar, Benedikt S. Lafleur,
er einna þekktastur sem sundgarpur.
Frægar eru tilraunir hans til að synda
yfir Ermarsundið sem enduðu því
miður allar á því að sökum veðurs
komst hann ekki alla leið. Ekki er
vitað til þess að Joly viti um fjárhags-
vandræði Benedikts en skuldahali
útgáfu hans er afar langur.
icEsavE-maður
í vanda
n Á meðan Lárus Blöndal lögmaður
reynir að verja hagsmuni Íslendinga
í Icesave-viðræðum við Hollendinga
og Breta, en hann á sæti í samninga-
nefnd okkar, stendur hann í stórræð-
um í viðskiptum. Hann er nefnilega
einn aðaleigenda lúxusræktarinnar
Nordica Spa á Hilton hótelinu en
líkams ræktin fór nýverið á hausinn.
Það stöðvar þó ekki Lárus og félaga
hans í að halda þar áfram rekstri og
er nú búist við því að nýtt félag verði
stofnað fljótlega utan um reksturinn.
sandkorn
8 fréttir 25. júní 2010 föstudagur
Brúðkaups
gjafir
FU
RS
TY
N
JA
N
Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell
Hnífaparatöskur
f/12m. 72 hlutir
margar
gerðir
Hitaföt - margar gerðir
Líttu á www.tk.is og facebook.com
FALLEGUR KRISTALL
K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði
Kostnaður við ritun sögu Garða-
bæjar er nú þegar orðinn nær 30
milljónir króna og bendir flest til
þess að kostnaðurinn verði um eða
yfir 40 milljónir króna við verklok.
Samkvæmt upplýsingum, sem
fengust á skrifstofu bæjarstjórnar
Garðabæjar, var lögð fram tillaga
um ritun sögu bæjarins 4. maí 2005,
þremur vikum áður en Ásdís Halla
Bragadóttir lét af störfum sem bæjar-
stjóri. Ritnefnd var kjörin þá um
haustið og 15. nóvember 2005 var
samþykkt að ráða Steinar J. Lúðvíks-
son, rithöfund, blaðamann og Garð-
bæing, til verksins, en hann er kunn-
astur fyrir ritun fræðibóka. Þekkt er
ritröð hans um sjóslys og björgunar-
störf undir heitinu Þrautgóðir á
raunastund. Hann hóf verk sitt við
ritun sögu Garðabæjar í ársbyrjun
2006.
Upphaflega var gert ráð fyrir
að saga Garðabæjar yrði gefin út í
tveimur til þremur bindum og var
áætlaður verktími tvö ár, það er árin
2006 og 2007.
Verkinu er enn ólokið og er nú
ráðgert að því ljúki árið 2011, á næsta
ári. Verkið er orðið meira að umfangi
en ætlað var og verður sagan gefin
út í 5 til 6 bindum í stað tveggja. Tvö
þeirra eru þegar tilbúin samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu bæjar-
stjórnar.
40 milljónir
Kostnaður við verkið er að sama
skapi orðinn margfalt meiri en
áætlað var. Þegar málið kom fyrst fyr-
ir í bæjarstjórn Garðabæjar árið 2005
var ráðgert að verja 6,5 milljónum
króna til verksins á fjárhags áætlun
ársins 2006. Miðað við tveggja ára
verktíma mátti gera ráð fyrir að
heildar kostnaður yrði 13 til 15 millj-
ónir króna.
Nú stendur kostnaðurinn hins
vegar í 29 milljónum króna. Miðað
við að 5 binda verk komi út á næsta
ári gera bæjaryfirvöld ráð fyrir að
heildarkostnaður verði um 40 millj-
ónir króna. Það er nærri þrefaldur sá
kostnaður sem upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Engar athugasemdir hafa verið
gerðar í bæjarstjórn Garðabæjar við
stækkun verksins eða tafir á útgáf-
unni. Upplýst er að samningurinn
sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur
gert við Steinar J. Lúðvíksson er hefð-
bundinn ráðningarsamningur sem
tekur mið af launakjörum háskóla-
manna.
Tengslin og ritstörfin
Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft
meirihluta í stjórn Garðabæjar og
héldu góðum meirihluta í bæjar-
stjórnarkosningunum í vor þrátt fyrir
klofningsframboð. Steinar J. Lúðvíks-
son er sjálfstæðismaður og hefur lengi
verið formaður uppstillingarnefndar
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Sonur
hans, Lúðvík Örn Steinarsson, er góð-
vinur og æskufélagi Bjarna Benedikts-
sonar, formanns Sjálfstæðis flokksins,
en Lúðvík Örn var formaður kjör-
nefndar flokksins fyrir bæjar stjórnar-
kosningarnar í vor. Bjarni og Bene-
dikt Sveinsson, faðir Bjarna, eru
báðir í Rótarýklúbbnum Görðum
ásamt Steinari J. Lúðvíkssyni, Gunn-
ari Einarssyni, núverandi bæjarstjóra
Garðabæjar, og fleiri málsmetandi
sjálfstæðismönnum í bæjar félaginu.
Þessi tengsl kasta ekki rýrð á fræði-
störf Steinars þótt þau liggi fyrir. Þess
má geta að upphafleg tillaga um ritun
sögu Garðabæjar var borin upp af Sig-
urði Björgvinssyni, fulltrúa í minni-
hluta bæjarstjórnarinnar, árið 2005.
Verkið var hins vegar ekki boðið út.
Verkin sem stækka
Steinar J. Lúðvíksson segir að upphaf-
lega hafi verið lagt upp með að rita
30 ára sögu Garðabæjar. „Fljótlega
var áherslum breytt og lagt upp með
að rita sögu byggðalagsins frá land-
námi. Um þetta er engin skrifuð saga
til. Þarna er undir landsvæðið frá Kúa-
gerði að Kópavogi.“
Steinar staðfestir að ætlunin sé að
ljúka ritun sögunnar í 5 til 6 bindum
á næsta ári. „Vandinn er sá að þetta er
orðið mjög viðamikið og nauðsynlegt
verður að stytta efnið. Ég tel þetta ekki
óeðlilega langan tíma fyrir svo viða-
mikið verk,“ segir Steinar.
Upplýst var síðasta vetur að 75
milljónum hefði verið varið á 12 árum
til ritunar sögu Akraness. „Þetta er
búið að taka æði langan tíma og það
er búinn að fara rosalegur peningur í
þetta,“ sagði Gísli S. Einarsson, þáver-
andi bæjarstjóri Akraness, í samtali
við DV í desember síðastliðnum.
Kostnaður við ritun sögu Garðabæjar er þrefalt meiri en upphaflega var ráð fyrir gert,
eða um 40 milljónir króna. Verkið hófst í ársbyrjun 2006. Það var ekki boðið út og
hafnaði í höndum formanns uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í þessu erfða-
vígi flokksins á höfuðborgarsvæðinu.
Saga garðabæjar
á þreföldu verði
Jóhann hauKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ég tel þetta ekki óeðlilega
langan tíma fyrir svo
viðamikið verk,“ segir
Steinar J. Lúðvíksson.
ungur bær en byggð frá landnámi Tvöbindiverða
sexog13milljónirverða40fyrirritunsöguGarðabæjar.
Söguritarinn „Vandinnersáað
þettaerorðiðmjögviðamikið
ognauðsynlegtverðuraðstytta
efnið,“segirSteinarJ.Lúðvíksson.
Síðustu dagar bæjarstjórans
ÁkvörðuninumritunsöguGarðabæjar
vartekin20dögumáðurenÁsdís
HallaBragadóttirlétafstörfumsem
bæjarstjóriíGarðabæ.