Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 22
Hafdís var lengi fráskilin og ein- stæð móðir áður en hún kynntist öðrum manni. Hann bjó annars staðar og virtist alveg ótrúlega fínn og flottur að innan sem utan. Hann tældi hana til sín með fagurgala og var óspar á hrósyrðin. Hún féll fyrir þessu og manninum og flutti til hans með allt sitt hafurtask og yngsta barnið sitt. Áður en langt var um liðið breyttist maðurinn þannig að konan sem hafði verið það besta og flottasta í heimi hér varð í huga hans að ómerkilegri pöddu sem ætti að traðka á. Og hann gerði það, oftar en einu sinni og svo illa að hún fór þrisvar á kvennaathvarf og fjór- um sinnum á spítala áður en yfir lauk tveimur árum síðar. Þegar hún fór frá honum sat hann fyrir henni, hótaði henni og rauf nálgunarbann með því að brjótast inn til hennar, berja hana og nauðga. Þegar málið var látið niður falla á þeim forsend- um að hann væri fyrrverandi mað- urinn hennar var henni allri lokið og kom heim til Íslands, þar sem hún lifði reyndar lengi áfram í ótta og vanlíðan. Spennandi ævintýri Hafdís var ekki alveg viss í fyrstu hvort þetta væri eitthvað sem hún vildi, sambandið við þenn- an mann. En hún stóð á tímamót- um og var alveg til í að breyta til, langaði jafnvel að flytja út. „Hann var ofsalega ágengur í símtölum og bréfaskriftum, kom hingað og bauð mér út. Hann gerði þetta spenn- andi. Ég hreifst af því, tilhugsun- inni að flytja út ekki síður en hon- um. Þarna sá ég fram á að nýr kafli gæti verið að hefjast.“ Hún flutti út með búslóðina og yngsta barnið, fór í skóla og eign- aðist félaga. Honum leist þó ekk- ert á þá og kom í veg fyrir að hún umgengist þá. „Þetta byrjaði svo lúmskt. Ég áttaði mig ekkert á því fyrst að þetta snerist um það að hann vildi ekki að ég umgengist neinn. Hann laug bara einhverju upp á fólk og ég trúði því. Ég mátti ekki hafa samband við neinn og sérstaklega ekki Íslendingana. Það kom mjög fljótlega í ljós.“ Hótaði börnunum Hann fylgdist með öllu sem hún gerði. Hvert hún fór, hvernig hún klæddi sig, hvað hún sagði og hvað hún gerði. Mjög fljótlega fór hann líka að setja út á það hvern- ig hún klæddi sig og kom fyrir. Ef hún ætlaði í skólann í pilsi fékk hún að heyra það, því þá var hún alveg örugglega að halda við einhvern kennarann. Eins taldi hann víst að hún væri með eitthvað í bígerð ef hún gerð- ist svo djörf að setja á sig maskara. „Svo komu ljótar athugsemdir. Í byrjun þorði ég að svara honum en þá fóru höggin að koma. Þegar svo var komið var það orðið þannig að ég gerði ekkert rétt í hans augum og ég var orðin alveg nötrandi hrædd. Ég þorði varla að andmæla honum til þess að fá ekki högg.“ Hér heima hefðu aðrir get- að hjálpað henni að átta sig á að- stæðunum. Úti var auðveldara að fela þær. Um leið varð erfiðara fyrir hana að átta sig á þeim og það var ekki fyrr en það var orðið of seint að hún gerði það og þá vildi hún ekki koma strax heim með skottið á milli lappanna. Eins og henni hefði mistekist. Sektarkenndin er mest gagn- vart börnunum. „Að ég skyldi láta þetta yfir mig ganga. Að ég skyldi ekki koma mér út úr aðstæðun- um, þeirra vegna. En hann var bú- inn að brjóta mig svo mikið nið- ur að ég þorði ekki að fara. Hann hótaði því að mínir nánustu yrðu særðir, drepnir, limlestir, eitthvað. Börnin mín og foreldar. Í rauninni var hann búinn að heilaþvo mig þannig að ég hélt að það væri betra að vera en að fara. Ókei, taktu mig sjálfa og lemdu mig en láttu börn- in vera.“ Tilefnislausar refsingar Tilefnið fyrir ofbeldinu var oftast ómerkilegt. „Það þurfti ekkert til. Bara það að síminn hringdi of seint, að hans áliti, ég talaði of lengi eða honum líkaði ekki við persónuna sem hringdi. Þannig að ég tiplaði á tánum í kringum hann og reyndi að gera allt rétt. Vera bara heima og vera góð húsmóðir. Gera ekkert og segja ekkert sem gæti stuðað hann. Ég lærði að spyrja hann allt- af að því hvað hann vildi fá í mat- inn og hvernig ég ætti að elda það. Hann refsaði mér fyrir það ef mat- urinn var ekki eins og hann vildi hafa hann. Rangt krydd gat haft slæmar afleiðingar. Einu sinni var ég með kjúkling í ofninum og eftir hálftíma leit hann á kjúklinginn og sá að ég hafði notað rangt krydd. Áður en ég vissi af kom kjúkling- urinn bara fljúgandi beint fram- an í mig. Sjóðheitur úr ofninum. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri eitthvað í gangi eða að ég væri að gera neitt rangt. Þetta tók bara sekúndubrot. Þetta var svo ofboðs- leg geðveiki. Ég vissi aldrei. Ég hélt kannski að ég væri að gera eitthvað rosalega gott sem ég fengi jafnvel smá viðurkenningu fyrir en það gat alveg snúist upp í andhverfu sína. Hann var bara að sýna vald sitt. Það snerist allt um hann og mínar lykilspurningar voru: „Hvernig var dagurinn þinn? Hvað vilt þú gera? Hvernig vilt þú hafa þetta?“ Í heljargreipum óttans „Hann beitti mig líka kynferðis- ofbeldi en það var bara hluti af þessu. Hann var bara að sýna vald sitt. Hann nauðgaði mér margoft. Í svona ofbeldissambandi segir þú ekki nei. Þú segir ekki nei við svona mann. Þú gerir það ekki.“ Hún þurfti alltaf að vera á varð- bergi og var í heljargreipum óttans. „Ég var alveg rosalega viðkvæm og mér leið illa á þessum tíma. Þetta var alveg hörmung. Ég var alltaf með kvíðahnút og óttaslegin. Ég svaf illa og grét í einrúmi. Stundum gat ég rétt komið mér inn um dyrn- ar áður en ég hné niður og grét. Ég vissi aldrei hverju ég átti von á. Allur sólarhringurinn snerist um að dansa þennan dans. Ég var gjör- samlega niðurbrotin. En einhvern veginn komst ég í gegnum þetta. Ég íhugaði oft að gefast upp en ég varð að halda áfram fyrir börnin mín. Þau eru mér allt og ég gat ekki gert þeim það. Ég trúði ekki öðru en að hann myndi lagast. Eins og ég hafði kynnst honum var hann svo dásam legur. Hann var í raun eins og tveir menn, algjörar andstæður. Í hvert skipti sem hann hafði beitt mig ofbeldi varð hann aftur eins og áður, grét fögrum tárum og var svo góður, iðraðist og ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Stundum leið hon- um svo illa að ég varð að biðja hann afsökunar á því sem ég hafði gert til að láta hann berja mig.“ Sektarkenndin gagnvart börnunum Ofbeldið fór yfirleitt fram á heimil- inu, þar sem barnið hennar þurfti gjarnan að horfa á barsmíðarnar. Hann lagði aldrei hendur á barn- ið en hann beitti það andlegu of- beldi og liður í því var að láta það horfa á. Barnið fór fljótlega að hata manninn og lét sem minnst sjá sig á heimilinu. „Sektarkenndin liggur rosalega djúpt í því að ég fór með það aftur í þessar aðstæður eft- ir að við vorum einu sinni komin í kvennaathvarfið. Því þá var ég búin að vekja með barninu von um að nú væri þessu lokið. Hann hringdi líka í fólkið mitt hér heima í ein- hverju geðveikiskasti og hótaði því í óspurðum fréttum að drepa mig og barnið mitt. Því vissi fólkið mitt að eitthvað væri í gangi þótt ég reyndi alltaf að gera lítið úr því og segja að þetta hefði ekki verið svo slæmt. Skítt með mig en að hafa svikið börnin finnst mér mjög erfitt. Mér fannst ég óskaplega vond móðir að hafa látið börnin mín ganga í gegnum þetta. Þau vilja meina að þau líti ekki á það þannig að ég hafi gert þeim neitt, ég hafi ekki viljandi skaðað þau, og það er pínu plástur á sektarkenndarsárið.“ Kastaði hnífum Allt gerðist þetta mjög hratt. Hálfu ári eftir að hún flutti til hans fór hún í kvennaathvarfið í fyrsta skipti. Ástæðan var mjög alvarleg árás þar sem hún og barnið flúðu manninn í ofboði. „Við rétt náðum að hlaupa út í bíl þegar hann var kominn með hnífana á loft. Hann kom á eftir okkur og kýldi í rúðuna og kýldi í gegn. Hann braut hana.“ Eftir tveggja til þriggja daga dvöl í kvennaathvarfinu fór Haf- dís aftur heim. Henni leið ekki vel í athvarfinu. „Þetta var voða skrýt- in tilfinning. Ég var ekki heima hjá mér og ekki með dótið mitt, ekki einu sinni í mínu heimalandi og ég átti hvergi heima. Ég upplifði ein- manaleika, tómleika og ömurleika. Samt var allt gert fyrir mig. Ég varð öryggislaus og fannst skelfingin ein að vera þarna. Af tvennu illu vildi ég bara komast heim, þótt ástand- ið væri slæmt þar. Ég ætlaði bara að reyna að halda ástandinu þar bæri- legu með réttri hegðun.“ Í annað skipti fór hún á kvenna- athvarfið af því að hann henti henni og barninu út og læsti. Þau áttu bara að sofa úti. Eftir að hann svívirti nýlát- inn ástvin Hafdísar fann hún kraft til þess að rísa upp gegn honum. „Þá reis ég upp og sagði honum að hann skyldi ekki voga sér að sverta minningu hans. Ég þurfti líka að líða fyrir það. Eftir það sagði ég hingað og ekki lengra. Ég fór í kvennaathvarfið og var bannað að fara aftur til hans. Við vorum tvær vikur í kvennaathvarfinu í lögreglu- vernd því hann kom þangað og ætl- aði inn.“ Umsátursástand Síðan var henni útvegað húsnæði. Þá tók maðurinn að sitja fyrir þeim. Lagði bílnum í næstu götu þar sem hann gat séð inn um stofugluggann í gegnum garðana. Þar sat hann all- an daginn og fylgdist með öllu sem hún gerði. „Hann sást alls staðar í kringum okkur. Hann sat fyrir okk- ur og hringdi mjög mikið og var með hótanir, líflátshótanir. Það þyrfti nú lítið til að hann næði mér, ég þyrfti bara að fara út í búð. Ég held að hann hafi aðallega verið að ögra mér, sýna vald sitt og gera mig hrædda. Sýna mér fram á það að ég myndi aldrei geta lifað óttalaust.“ Í ljósi alls sem á undan var gengið fékk Hafdís nálgunarbann á manninn. „Ég var búin að vera í kvennaathvarfinu, í sálfræðiviðtöl- um og það voru til spítalaskýrslur. Það var augljóst að maðurinn var hættulegur. Hvað gat verið næst? Barnið? Ég hélt að ég væri örugg með nálgunarbann.“ Hrottaleg árás Annað kom þó á daginn. Einn dag- inn kom barnið hennar hlaupandi úr skólanum. Það hafði mætt hon- um rétt hjá heimilinu. Lögreglunni var tilkynnt um málið og hún af- greiddi málið með því að ræða við manninn. „Nálgunarbannið þýddi ekkert. Maðurinn var bara í næstu götu. Svo braust hann inn stuttu seinna og stórslasaði mig.“ Maðurinn lá í runna á lóðinni og fylgdist með því þegar barnið fór í skólann. Það sá hann og hringdi heim til að láta vita af honum. Haf- dís sagði því að vera alveg rólegt, því þau væru með nálgunarbann og hann myndi aldrei koma. Næst þegar hún opnaði dyrnar stökk hann á hana og ruddist inn. „Inn- brotið var mjög óvænt. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Sjokkið var rosalegt. Hann notaði nánast engin orð. Aðallega svívirð- ingar. En ég get eiginlega ekki rifj- að það upp. Þetta var mjög ljótt. Ég var öll marin og blá eftir hann og óþekkjanleg í framan. Svo skildi hann mig eftir stórslasaða.“ Þegar barnið kom aftur heim var lögregl- an fyrir utan með blikkandi ljós og læti. Af því að Hafdís var svo alvar- lega slösuð eftir manninn var hann færður í nokkurra vikna gæsluvarð- hald. Hún lagði líka fram kæru fyrir innbrot, ofbeldi og nauðgun og kom það manninum víst mjög á óvart að hún skyldi kalla lögregluna til. „Eftir gæsluvarðhaldið var hon- um svo bara sleppt. Mér var sagt af lögreglu og lögfræðingum að af því að hann var fyrrverandi sambýlis- maður minn myndi málið aldrei ná í gegn. Ég skildi það aldrei. Hann hélt því fram að ég hefði viljað þetta, beðið um þetta. Af því að ég hafði búið með honum var eins og honum væri allt leyfilegt.“ Skortur á úrræðum Hafdís ákvað að snúa aftur heim til Íslands þar sem hún lifði lengi í ótta. „Ég verð samt að viðurkenna það að ég er enn dauðhrædd við að tala um þetta af því að við sem lend- um í þessari stöðu erum dæmdar. Ég hef margoft verið spurð að því af hverju ég lét berja mig eða af hverju ég lét koma svona fram við mig. Þú lætur ekkert fara svona með þig, þú ert föst í þessum aðstæðum og býrð með manni sem gerir þér illan leik. Það er verst að gerandinn er ekki verst dæmdur, þolandinn er líka dæmdur.“ Af ótta vill Hafdís ekki fara nán- ar út í hlutina en finnst samt mik- ilvægt að tala um þessa reynslu í von um að skilningur samfélag- ins muni aukast. Þá vill hún líka sjá betri úrræði fyrir þolendur of- beldis. „Lífið er að ganga ágætlega en þetta er allt hér á herðum mér. Og hér inni í mér,“ segir hún og bendir á brjóstkassann. „Ég þyrfti betri stuðning til þess að komast í gegnum þetta. Þegar kona hefur farið á kvennaathvarfið, á nám- skeið og í nokkur sálfræðiviðtöl eru ekki fleiri úrræði í boði fyrir hana og börnin sem voru áhorfendur að þessu. Og verða svo að fullorðn- um manneskjum og burðast með bresti og tilfinningar sem þau skilja ekkert í. Þau þurfa hjálp, líka á full- orðinsárum. Það vantar eftirfylgni. Ég tel það mikilvægt að koma upp einhvers konar stuðningsneti þar sem konur með svona reynslu geta hjálpað hver annarri, fundið styrk og stuðning.“ Kona á sextugsaldri kynntist manni sem tældi hana til sín með fagurgala og hrósyrðum. Þegar hann var búinn að heilla hana upp úr skónum braut hann hana niður og beitti hana ofbeldi. Stundum þvingaði hann barn til að horfa á. Ofsóknirnar héldu áfram þegar hún fór frá honum því þá sat hann fyrir henni og hringdi stöðugt með hótanir. Að lokum flúði konan land eftir skelfilega atburði. Ævintýri sem varð að martröð 22 Úttekt 25. júní 2010 föstudagur Sviðsett mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.