Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 14
14 fréttir 25. júní 2010 föstudagur VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 22.500 kr. Innifalið í verði: Flug aðra leið til Alicante með flugvallarsköttum. Flogið allt að þrisvar í viku út október. 26., 28. og 30. júní. ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 5 06 15 0 6/ 10 Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, er til rannsóknar hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæði eftir harka lega lík- amsárás aðfararnótt þjóðhátíðar- dagsins síðastliðins. Nokkrir félagar hans eru einnig til rann- sóknar hjá lögreglunni út af at- burðinum. Líkamsárásin sem rannsökuð er átti sér stað aðfaranótt þjóð- hátíðardagsins síðastliðins, 17. júní, á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Þar var Davíð Smári viðstaddur með félögum sínum og er grunaður um að hafa lamið Jón Bjarna Kristjánsson svo illa að hann þurfti að leggjast inn á spítala til aðhlynningar vegna höfuð áverka. Samkvæmt heim- ildum DV var hann meðal annars laminn með glerkönnu í andlit, margkýldur í framan og sparkað í höfuð hans liggjandi. Fjöldi vitna Jón Bjarni hefur verið útskrifað- ur af spítala með skurði á and- liti og Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgar svæðinu, staðfestir að lögregla rann saki árásina sem beinist að Davíð Smára og félögum hans. Hann segir fjölda vitna að árásinni. „Þetta mál er í rannsókn hjá okk- ur. Lögregla var kölluð til og rann- sókn hófst í kjölfarið. Okkur er kunnugt um málsatvik, þau liggja nokkuð ljóst fyrir og erum við nú að fylgja þeim eftir,“ segir Ómar Smári. „Þetta er talsvert alvarleg líkams árás og drengurinn illa farinn. Við eigum von á læknis- vottorði þar sem meiðsli eru tíunduð sérstaklega. Búið er að taka skýrslur af fjölda vitna en ég get ekki upplýst um ástæður árásar innar. Þegar rannsókn lýkur verður málið væntanlega sent til ákæruvaldsins upp á framhaldið.“ Bíður afplánunar Davíð Smári var kallaður til yfir- heyrslu á miðvikudag vegna árásarinnar en hann var sjálfur dæmdur í febrúar síðastliðnum í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Að auki var hann dæmdur til að greiða rúmar 600 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Líkamsárásirnar tvær áttu sér stað í október 2008 og febrúar 2009. Annars vegar sló hann karlmann í Austurstræti og hins vegar braut hann andlitsbein annars karlmanns með hnefa- höggi. Sá síðarnefndi er eigandi skemmtistaðarins Strawberries í Lækjargötu, Viðar Már Frið- finnsson. Mjög brugðið Kristján Eiríksson hæstaréttar- lögmaður, faðir Jóns Bjarna, er miður sín yfir árásinni á son sinn. Aðspurður segist hann ekki vita um neitt tilefni hennar. „Ég veit að lögregla rannsakar nú þessa árás, líkt og aðrar líkams- árásir, og ég treysti lögreglunni fyrir þessu. Ég veit ekki til þess að þeir þekkist nokkuð og árásin á sér stað á opinberum veitinga- stað. Svo best sem ég veit virðist þessi árás fullkomlega tilefnis- laus,“ segir Kristján. „Mér skilst að það séu nokkur vitni að þessu og mér sýnist sem nokkrir hafi staðið þar að baki. Strákurinn minn er mjög lemstr- aður og ekki alveg fallegasta barnið sem stendur. Um leið er honum mjög brugðið og auðvit- að er mér líka mjög brugðið.“ „STRÁKURINN MINN ER LEMSTRAÐUR“ Davíð Smári Helenarson, oft nefndur Dabbi Grensás, er grunaður um alvarlega líkamsárás á skemmti- staðnum Prikinu 16. júní síðastliðinn. Ásamt félögum sínum er hann grunaður um að hafa ráðist að syni hæstaréttarlögmannsins Kristjáns Eiríkssonar, Jóni Bjarna, og lamið hann illa. Málið er eitt af fjölmörg- um ofbeldismálum sem Dabbi Grensás tengist. Um leið er honum mjög brugðið og auðvitað er mér líka mjög brugðið. n Davíð Smári fæddist árið 1984 og ólst upp á Grensásveginum í Reykjavík. Gekk hann bæði í Réttar holtsskóla og Hvassaleitis- skóla og stundaði síðar nám í Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um hann í samfélaginu sem skap- stóran ofbeldismann en þannig var honum einnig lýst forðum en þá var hann sagður hafa „ráðið yfir“ Breiðholtinu og Grensásveginum. Árið 2008 var Davíð Smári kærður og krafinn um tæpar tíu milljónir króna í bætur fyrir þrjár líkams- árásir. Hann var þá sakaður um að hafa ráðist á þrjá menn og valdið þeim talsverðum áverkum. Milljóna bætur RiFBEinSBRaut KnattSpyRnuDóMaRa Davíð Smári var ákærður fyrir að veitast að Val Steingrímssyni knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni í knattspyrnu. Valur rifbeinsbrotnaði í viðskiptum sínum við Davíð Smára. Þá lék hann með liðinu GYM 80 og var ekki hrifinn af orðum dómarans í sinn garð, með þeim afleiðingum að hann hrinti honum. Valur krafðist 800 þúsund króna í miskabætur. „Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur,” sagði Davíð Smári í samtali við Kast- ljósið eftir að hafa ráðist á knattspyrnudómarann. KRaMBúlERaðuR lanDSliðSMaðuR Knatt- spyrnumaðurinn og landsliðsmaðurinn fyrrverandi Hannes Þ. Sigurðsson hlaut alvarlega áverka þar sem hann þríbrotnaði í andliti eftir líkamsárás. Hann var frá knattspyrnuiðkun í margar vikur á eftir. Davíð Smári var ákærður vegna árásarinnar, sem átti sér stað á Hverfisbarnum í desember 2007. Samkvæmt ákæru á Davíð að hafa margsinnis kýlt Hannes í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut meðal annars heilahristing, brot í kinnbeinsboga og sprungu í ennisbeini hægra megin. Knattspyrnu- maður var lengi frá eftir árásina og krafðist ríflega 4,5 milljóna skaðabóta. FótBRotinn á gaMláRSKvölD Davíð Smári var einnig ákærður fyrir líkamsárás á gamlárskvöld árið 2007 sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Var honum gefið að sök að hafa kýlt nafna sinn Arnórsson í gólfið og síðan hoppað á fæti hans þar sem hann lá á gólfinu. Afleiðingar þess voru þær að Davíð ökklabrotnaði og hlaut rof á liðböndum. Hann fór fram á nærri fjögurra milljóna skaðabætur. RéðSt á SvEppa Í ársbyrjun 2008 réðst Davíð Smári á sjónvarpsstjörnuna Sverri Þór Sverrisson, sem betur er þekktur sem Sveppi, fyrir utan Hverfis- barinn í Reykjavík. Ástæðuna sagði hann eftir á vera þá að sjónvarpsstjarnan hefði verið með stjörnustæla við sig. „Mér þykir þetta mjög leitt en hann var með þvílíka stjörnustæla við mig. Þegar hann fór að móðga fjölskyldu mína og kærustu var mér nóg boðið,” sagði Davíð í samtali við DV eftir árásina. Sveppi lék í leiksýningunni Kalli á Þakinu í Borgarleikhúsinu og þurfti að syngja fyrir börnin með glóðarauga daginn eftir árásina. Davíð Smári hringdi síðar í Sveppa og baðst afsökunar. SaKaðuR uM áRáS á Eið SMáRa Davíð Smári var einnig bendlaður við árás á fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, Eið Smára Guðjohnsen, sumarið 2007. Þá var Eiði hrint í götuna og hann kýldur í andlitið eftir að hann var að koma úr þrítugsafmæli Sveppa. Fljótlega beindust spjótin að Davíð Smára og fullyrt var víða í netheimum að hann væri árásarmaðurinn. Gengu sögusagnirnar það víða að Davíð Smári sá ástæðu til þess að bera af sér sakirnar í sjónvarps- viðtali. önnur Mál davíðs sMára grunaður Davíð Smári er til rannsóknar hjá lögreglu eftir harkalega líkamsárás aðfaranótt 17. júní síðastliðins. Árásin er ein af fjölmörgum sem Davíð Smári hefur verið bendlaður við síðustu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.