Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 16
16 fréttir 25. júní 2010 föstudagur
„Bíllinn var keyptur haustið 2006 og
var þá eiginfjárhlutfallið á bilinu 40
til 45 prósent. Við hrunið rúmlega
tvöfölduðust greiðslurnar og inn-
tum við einhverjar tvöfaldar greiðsl-
ur af hendi, sem í krónum talið
voru rúmlega 130 þúsund á mán-
uði,“ segir Jakob Rúnar Guðmunds-
son, viðskiptavinur Lýsingar. Hann
og konan hans hafa staðið í baráttu
við fyrirtækið sem vörslusvipti þau
í miðju samningaferli um greiðslur
af bílnum. Á bílnum eru áhvílandi
gengistryggð erlend lán.
„Eftir hrunið var reynt að semja
um hlutfallsgreiðslur og þurfti samn-
ingurinn að vera í fullum skilum. Var
þá aldrei hægt að fá nema þrjá mán-
uði í senn. Á sama tíma fengu kúnn-
ar hjá Avant og öðrum fyrirtækjum
fyrirgreiðslu án þess að þurfa að hafa
svona mikið fyrir þessu. Í hvert skipti
sem þessi fyrirgreiðsla fékkst hjá Lýs-
ingu þurfti að borga þeim aukalega
fyrir það,“ segir Jakob Rúnar og tekur
dæmi af því að það hafi til dæmis
kostað um fimm þúsund krónur
að breyta samningum og auk þess
hafi bæst við kostnaður frá Lýsingu
vegna pappírsgerðar. „Það virðist
vera að alltaf hafi verið horft niður á
viðskiptavininn og reynt að ná sem
mestu út úr honum,“ segir hann um
viðmót starfsmanna Lýsingar í sinn
garð.
Dónaskapur starfsmanna
„Um síðustu áramót fór að verða verra
að ná samningum og mætti ég ótrú-
lega miklum hroka og dónaskap af
hálfu starfsmanna og þá sérstaklega
eins kvenmans í innheimtudeildinni.
Varð það til þess að ég spurði síma-
dömuna hvort það væri ekki einhver
í þessu fyrirtæki sem hefði einhver
völd og væri hæfur til að ræða þessi
mál við. Gaf hún mér þá samband við
deildarstjóra sem virtist vilja semja.
Rétt er að taka það fram að okkur
hafði borist bréf um riftun samnings
áður en til þessa samninga kom. Á
þeim tímapunkti skulduðum við tvo
mánuði,“ segir hann.
Deildarstjórinn fór fram á að
Jakob og konan hans kæmu með
launaseðla síðustu þriggja mánaða
ásamt skattaskýrslum og upplýsing-
um um lán. „Á meðan við biðum eftir
svari og úrlausn frá þessum ágæta
deildarstjóra barst okkur skeyti frá
Lýsingu sem fól í sér riftun eignar-
leigusamnings með þriggja daga
vörslusviptingarfresti.“
Hætti að borga
Þrátt fyrir að Jakob og konan hans
sætu að samningaborðinu við
Lýsingu var eignaleigusamningum
samt sem áður rift í miðju ferlinu.
„Eftir móttöku þessa skeytis ákváð-
um við að leita til Samtaka lánþega
og skrifuðum við bréf til Lýsingar þar
sem við lýstum því yfir að við værum
hætt að borga þar til við fengjum
rétta greiðsluseðla.“
Skömmu síðar fóru vörslusvipt-
ingarmenn að gera tilraunir til þess
að ná bílnum af þeim, þrátt fyrir að
þær aðferðir hefðu verið dæmdar
ólöglegar. „Fljótlega eftir að við send-
um þetta bréf fórum við að fá hring-
ingar frá vörslusviptingarfyrirtæki
um að þeir vildu fá bílinn og jafn-
vel eftir dóm Hæstaréttar um ólög-
legar vörslusviptingar án undan-
gengins úrskurðar sýslumanns gerðu
þeir nokkrar tilraunir til að nálgast
bílinn en höfðu ekki árangur sem
erfiði. Síðustu tilraunina gerðu þeir
hinn 15. júní, einum degi fyrir dóm
Hæstaréttar Íslands og 28 dögum
eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um
ólögmæti vörslusviptingaaðferða
Lýsingar.“
VÖRSLUSVIPTING Í MIÐJUM
SAMNINGUM VIÐ LÝSINGU
Jakob Rúnar Guðmundsson hefur háð baráttu
við Lýsingu, sem rifti bílasamningi við hann á
sama tíma og hann reyndi að semja við
fyrirtækið um greiðslur. Hann hætti
að borga en segir vörslusviptingar-
menn hafa reynt að ná af sér bílnum
rétt áður en dómur Hæstaréttar
Íslands féll um að gengistryggð lán
væru ólögleg.
Jakob Rúnar Guðmundsson „Um síðustu
áramót fór að verða verra að ná samningum
og mætti ég ótrúlega miklum hroka og dóna-
skap af hálfu starfsmanna og þá sérstaklega
eins kvenmans í innheimtudeildinni.“
MynD HöRðuR SveinSSon
Á meðan við biðum eftir svari
og úrlausn frá þessum
ágæta deildarstjóra
barst okkur skeyti frá
Lýsingu sem fól í sér
riftun eignarleigusamn-
ings með þriggja daga
vörslusviptingarfresti.“
valGeiR öRn RaGnaRSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Eiga ErlEnd
gEngistryggð
lán að bEra
hærri vExti?
dómstóll
götunnar
„Ja, ég segi
bara að ef
þetta eru
gengis-
tryggð lán
sem eru
tengd við
erlendan
gjaldeyri.
Ef þetta er
ekki bara
verðtrygging
tengd við íslenska vísitölu, þá er
það ólöglegt og samkvæmt þessum
úrskurði ætti bara að lækka þetta
niður.“
nikuláS einaRSSon,
55 ára.
„Nei, mér
finnst það
bara vera
rugl. Það
hefur komið
í ljós að þessi
gengis-
tryggðu lán
eru ólögleg
og það er
fáránlegt
að ætla að
láta fólk borga eitthvað aukalega.
Þetta er eins og þú færir með þjóf út
úr búðinni sem stal mjólkurlítra og
gæfir honum svo annan lítra af mjólk
í leiðinni. Það gengur ekki upp.“
áSta HafbeRG,
NámsmaðUr
„mér finnst
það ekkert
réttlátt. mér
finnst að
þessi hæsta-
réttardómur
eigi að fá
að standa.
Það verður
bara að finna
einhverja
sanngjarna
leið sem allir geta sætt sig við. Fólkið
í landinu er bara búið að borga alveg
nóg.“
Halla SveRRiSDóttiR,
starFar í FlUgstöð lEiFs EiríkssoNar
„mér finnst
að þeir eigi
að greiða
sanngjarna
vexti. Ég er
sjálf með
bílalán sem
er íslenskt,
en þetta er
brjálæði eins
og þetta er í
dag og þetta
eiga bara að
vera sambærileg lán eins og við erum
að borga.“
anna eyJólfSDóttiR
kristinn Guðmundsson vörslusviptingarmaður segir starfið erfitt:
„Prinsippið okkar er að vera kurteisir út í gegn“
Kristinn Guðmundsson hjá vörslu-
sviptingarfyrirtækinu Vörslu segir
að starf sitt sé mjög erfitt. Spurður
hvernig hann lýsi starfsemi Vörslu
svarar hann: „Við fáum bara mál í
hendurnar og oft á tíðum þurfum við
að finna fólkið. Margir eru komnir
með nýtt símanúmer eða fluttir bú-
ferlum. Okkar hlutverk er að láta
fólk vita að þetta sé komið í þennan
farveg. Okkar meginvinna er að ýta
við fólki ef ekkert gerist og það líður
langur tími án þess að við náum í fólk
með bréfum eða jafnvel að banka
upp á hjá fólki. Við reynum að láta
fólk vita að þetta sé komið í kæru-
ferli og á síðustu skrefunum er bara
bíllinn tekinn ef hann finnst einhvers
staðar.“
Aðspurður hvort fyrirtækið sé
enn í vörslusviptingum þrátt fyrir
dóm Hæstaréttar, sem kveður á um
að sérstakan úrskurð þurfi til vörslu-
sviptingar, segir hann að svo sé ekki.
„Við erum ekki búnir að taka upp
tólið síðan þá. Við stoppuðum allt og
það er allt komið í biðstöðu. Við erum
ekki einu sinni að hringja í fólk.“
Hjá Vörslu starfa þrír fastráðnir
starfsmenn auk þess sem menn
koma inn til hjálpar þegar á þarf að
halda. Kristinn segist aldrei hafa lent
í átökum í starfinu og hann segir að
það sé stefna fyrirtækisins að bakka
ávallt út úr slíkri aðstöðu. „Prinsippið
okkar er að vera kurteisir út í gegn.
Það er leiðindamál að lenda í þessu.
Þetta er ekkert endilega fólkinu að
kenna og það var enginn að biðja um
þetta.“
Aðspurður um þann orðróm að
vörslusviptingarmenn séu yfirleitt
húðflúruð vöðvabúnt segist hann
ekki kannast við það. „Sögurnar eiga
það til að vera svolítið ýktar,“ segir
hann.
Nú þegar vörslusviptingarfyrir-
tækin sitja aðgerðarlaus er ekki út-
séð um að það verði mikið að gera
á næstunni. „Maður finnur sér eitt-
hvað annað að gera. Ég er sjálfur með
erlend lán og er búinn að reyna að
bjarga mínum lánum sjálfur með því
að finna mér vinnu einhvers staðar.
Þetta er ekki vinna sem maður sækir
í, heldur er hún mjög erfið. Sumir eru
bara venjulegt fólk sem lenti illa í því
og það er hrikalega erfitt. Við reynum
aldrei að vera með dónaskap eða fara
fram með offorsi við fólk.“
vörslusvipting Fyrirtækið Varsla stendur ekki í neinum vörslusviptingum eftir að
dómur Hæstaréttar féll, samkvæmt starfsmanni þess.
lísa ingólfsdóttir „Ég bara get ekki borgað.
Við verðum að borða, ég og fjölskyldan mín.“
M
yn
D
H
ö
Rð
u
R
Sv
ei
n
SS
o
n