Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 2
2 fréttir 22. september 2010 miðvikudagur „Bekkjarbróðir minn sagðist hafa lent í Helga Hróbjartssyni þegar við vorum 15 ára. Þá fór hann í ferð á vegum kirkjunnar. Hann lýsti því þannig að presturinn hefði komið inn til hans um miðja nótt, skrið- ið undir sængina hjá honum og átt eitthvað við hann. Hann hefði svo vaknað við það hann væri að á káfa á honum.“ Viðmælandi okkar er karlmaður, fæddur árið 1967. Hann segir sögu vinar síns, sögu sem hefur hvílt á honum í áraraðir, þjökuðum af sam- viskubiti því hann þagði. Hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera við þessa vitneskju eða hvernig hann ætti að bregðast við. Það var ekki fyrr en presturinn játaði þrjú önnur kynferðisbrot fyrir fag ráði kirkjunn- ar um kynferðisbrot að hann öðlað- ist trú á því að einhver myndi trúa honum. Áfallið var gríðarlegt þegar vin- ur hans trúði honum fyrir leynd- armáli sínu. Þá voru þeir fimmtán ára. Nú er málið jafnvel enn snúnara þar sem vinur hans er látinn. Hann framdi sjálfsmorð árið 1988. „Það er ekki hægt að rekja sjálfsvígið beint til þessa atviks, en það hefur ekki hjálp- að til. Þessi strákur var með brotna sjálfsmynd og veikur fyrir. Svona krakkar verða helst fyrir þessari reynslu. Þeir eru auðveldasta bráðin. Hann var feiminn, óöruggur og inn í sig. Hann átti oft erfitt.“ Játaði brotin Í síðustu viku staðfesti Biskupsstofa að prestur hefði játað kynferðis- brot gagnvart þremur einstakling- um, unglingum og fullorðnum pilt- um, en brotin fólust annars vegar í kynferðislegri áreitni og hins veg- ar kynferðislegu ofbeldi. Staðfest er að presturinn sem játaði þar sök er Helgi Hróbjartsson, sem lengst af starfaði sem trúboði í Eþíó píu á vegum norska kristniboðasam- bandsins. Brotin voru fyrnd en Helgi lýsti því þó sjálfur yfir á fundi með fagráðinu að hann myndi ekki starfa framar á vegum kirkjunnar eða félaga hennar. Þar að auki kom Samband íslenskra kristniboðs- félaga upplýsingum um málið til samstarfsaðila þeirra erlendis, sem lokuðu strax á alla starfsmöguleika Helga. Hann mun því hvorki starfa framar sem prestur né trúboði, hvorki hér heima né annars staðar. Fimmtán ára í sjokki Vinur stráksins segir hann hafa trúað sér fyrir þessari reynslu árið 1982. Hann sagði þá að nokkrar vikur væru liðnar frá því að atvikið hefði gerst. Hann hefði burðast einn með þessa reynslu en ætlaði nú að opna á þetta með sínum besta vini. „Hann var búinn að vera með þetta í hausnum í nokkrar vikur áður en hann sagði mér frá þessu. Hann var í miklu sjokki. Hann sagði frá þessu líkt og hann væri að segja gaman- sögu, flissaði á meðan hann talaði. Ég sá samt að honum leið alveg hræðilega illa yfir þessu. Eðlilega sagði hann frá með þessum stíl, hvernig átti 15 ára strákur að ná utan um svona reynslu? Ég vissi heldur ekkert hvernig ég ætti að taka þessu þannig að við stóðum þarna og fliss- uðum og vissum ekkert hvernig við ættum að vera. Ég fékk líka algjört sjokk. Þetta var besti vinur minn og þetta var svo óþægilegt að ég vildi ekki tala um þetta. Þannig að þeg- ar hann var búinn að segja mér frá þessu ræddum við þetta aldrei aftur. Við vorum bara litlir strákar. Þetta var of yfirþyrmandi,“ segir maður- inn. Hann veit ekki til þess að vin- ur hans hafi trúað nokkrum öðrum fyrir þessari lífsreynslu sinni og ef- ast um það. Hann hefur allavega aldrei heyrt af því. Útilokaði vitneskjuna Fyrir þremur árum rifjaðist þessi stund aftur upp fyrir manninum þegar hann var að ræða kirkjuna og hennar störf við félaga sína. Fram að því hafði hann aðeins rætt sögu vinar síns við konu sína, nefnt þetta á nokkurra ára fresti, en alltaf reynt að ýta þessu frá sér. „Það er skrýt- ið hvernig ég gat lokað á þetta. Ég var búinn að gleyma þessu atviki þar til því laust allt í einu niður í huga minn. Ég hafði bara blokkerað þetta. Ég hugsaði samt oft til vinar míns, en sjokkið sem ég fékk á sín- um tíma út af þessu var bara svona svakalegt.“ Þjakaður af samviskubiti Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi einhvern tímann leitað til fagaaðila vegna þessa máls eða fengið hjálp við að vinna úr því svar- ar hann neitandi. „Ég veit ekki hvort ég myndi treysta mér til þess. Það er ekki þægilegt að rifja þetta upp, ég get alveg sagt þér það. Það er mjög sárt. Aðallega af því að ég tók ekki eftir því hvernig honum leið áður en hann dó. Líka af því að ég vissi ekkert hvernig ég ætti að bregð- ast við þessum upplýsingum. Ég er með mikið samviskubit vegna þess. Kynferðislegt ofbeldi hefur auðvitað áhrif á fleiri en þá sem verða fyrir of- beldinu, þetta hefur áhrif á alla sem vita af því. Nú er vinur minn dá- inn og þá finnst mér það einhvern veginn of seint fyrir mig að fara að skipta mér af þessu máli. Þetta er bara ömurlegt allt saman. Ég fæ al- veg kökk í hálsinn þegar ég tala um þetta.“ Óttast að verða rengdur Nú hefur hann leitað til fagráðs- ins. Það er fyrst núna sem hann tel- ur þessa leið færa. Af því að það er búið að ryðja brautina. Þrír piltar leituðu áður til fagráðsins og Helgi játaði brot sín þannig að hann eygir nú von um að hann verði tekinn al- varlega. Í huga hans er enginn vafi á því að vinur hans hafi verið að segja satt og rétt frá. Því vonast hann til þess að hlustað verði á sögu hans, án þess að hann verði rengdur eða rægður. Gunnar Rúnar Matthías- son, formaður fagráðs um kynferð- isbrot, staðfesti að fagráðinu hefði borist annað mál og maðurinn fer á fund fagráðsins á fimmtudaginn. Fram til þessa hefur hann ekki séð tilganginn með því að greina kirkjunnar mönnum eða lögregl- unni frá þessu atviki. „Þegar ég sagði vinum mínum frá þessu fyr- ir þremur árum hvöttu þeir mig til þess að fara fram með þetta mál. Ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki er sú að þetta er bara mín saga, það sem vinur minn sagði mér. Vin- ur minn batt enda á líf sitt. Það eru mörg ár síðan þetta gerðist og ég hef engar sannanir. Hvað átti ég að geta gert? Ég hefði bara verið sagður ljúga, þetta væri bara kjaftæði. Það er líka ástæðan fyrir því að ég treysti mér ekki til þess að koma fram und- ir nafni núna. Ég vil ekki lenda í ein- hverjum leðjuslag út af þessu máli, þar sem ég er dreginn ofan í svað- ið fyrir máttlausa tilraun til þess að segja sannleikann.“ Á unglingsárunum óttaðist hann líka að þessi reynsla yrði afskrifuð sem rugl. „Í þá daga fengu krakk- ar oft þau skilaboð að þeir ættu bara að þegja um svona mál. Þeir fengu svör eins og „hvaða vitleysa er þetta“ og „vertu ekki að segja svona rugl“ þegar þeir reyndu að gefa hint um hvað hafði gerst.“ Mikilsvirtur maður Helgi var líka mikilsvirtur af fjöl- mörgum fjölskyldumeðlimum þessa manns. „Hann var háttskrifaður í „Ég sá að honum leið hræðilega illa“ Fjórða málið tengt Helga Hróbjartssyni vegna kynferðisofbeldis hef- ur verið sent fagráði kirkjunnar til umfjöllunar. Helgi hefur þegar játað brot gegn þremur. Æskuvinur pilts, sem svipti sig lífi rétt rúm- lega tvítugur, segir piltinn hafa trúað sér fyrir því að prestur hefði leitað á hann kynferðislega í ferðalagi. Maðurinn var þá 15 ára og vissi ekkert hvernig hann ætti að bregðast við þessum upplýsingum. Hann hittir fagráðið á fimmtudaginn. ingibJörg dögg kJartansdÓttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Ég fékk líka algjört sjokk. Þetta var besti vinur minn og þetta var svo óþægilegt að ég vildi ekki tala um þetta. annað mál til fagráðsins Fullorðinnkarlmaðurhefurvísaðöðrumálitil fagráðsins.MáliðvarðarmeintkynferðisbrotafhálfuHelgaáhendurmannisem sviptisiglífiréttrúmlegatvítugur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.