Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Side 6
6 fréttir 22. september 2010 miðvikudagur
Mátti ekki senda læknisvottorð starfsmanns á aðra starfsmenn:
Bæjarstjóri braut lög
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, braut per-
sónuverndarlög þegar hún áfram-
sendi læknisvottorð Ólafs Melsted,
framkvæmdastjóra tækni- og
umhverfissviðs á Seltjarnarnesi,
í tölvupósti til nokkurra starfs-
manna bæjarins. Þetta er úrskurð-
ur Persónuverndar.
DV hefur fjallað töluvert um mál
framkvæmdastjórans og bæjar-
stjórans undanfarna mánuði. Deil-
ur Ólafs og Ásgerðar hófust fyrir
um ári þegar bæjarstjórinn kallaði
framkvæmdastjórann á fund og,
að hans sögn, veitti honum munn-
lega áminningu í starfi. Í kjölfar-
ið leitaði hann liðsinnis lögmanns
sem krafðist skriflegra svara um
áminninguna. Ólafur fór svo í veik-
indaleyfi í janúar og hefur verið frá
störfum síðan. Deilurnar nú snúast
einmitt um læknisvottorð vegna
veikindanna sem Ásgerður áfram-
sendi til nokkurra starfsmanna
bæjarins þann 27. janúar.
Ólafur taldi að Ásgerði hafi ver-
ið óheimilt að áframsenda vottorð-
ið og ákvað því að leita til Persónu-
verndar. Lögmaður Seltjarnarness
mótmælti í erindi til nefndarinnar
að Ásgerður hefði brotið lög. Upp-
lýsingarnar sem fram komu í vott-
orðinu hafi verið almenns eðlis og
ekki að finna sérstakar upplýsingar
um heilsufar eða lýsingu sjúkdóms
Ólafs.
Það var hins vegar mat Persónu-
verndar að um hafi verið að ræða
viðkvæmar persónuupplýsingar
í skilningi gildandi laga og ekkert
hafi komið fram í gögnum máls-
ins um að nauðsynlegt hafi verið
að senda læknisvottorðið á aðra
starfsmenn.
Í samtali við DV í síðasta mán-
uði sagðist Ólafur vera að undirbúa
málsókn gegn bænum. Snýr málið
að meintu einelti bæjarstjórans í
hans garð, auk þess sem hann seg-
ist hafa verið tekinn af launaskrá
þrátt fyrir að hafa fengið framleng-
ingu á veikindaleyfi sínu. „Það er
allt í fullum gangi ennþá. Álit Per-
sónuverndar er inn í þann banka
og ætti að styrkja minn málstað
enn frekar,“ segir Ólafur í samtali
við DV. einar@dv.is
Braut lög Bæjarstjóranum var
óheimilt að senda læknisvottorðið á aðra
starfsmenn.
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri:
Forsetinn að
skilja heiminn
Róbert Trausti Árnason, fyrrver-
andi ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins og starfsmaður Samtaka
atvinnulífsins í Brussel, segir að svo
virðist sem Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, sé byrjaður að skilja
heiminn. Hann gagnrýnir Ólaf fyrir
að hafa aldrei komið í heimsókn
til alþjóðastofnana í Brussel til að
kynna sér heimsmálin.
„Kínverjar eru hins vegar hér,
sem mý á mykjuskán. Þeir skilja
heiminn. Enda vel að sér um öll
heimsmál,“ segir Róbert Trausti í
pistli sem hann ritar á vef Pressunn-
ar. Róbert segir að Ólafur virðist hins
vegar hafa fengið brennandi áhuga
á nýjustu heimsmálunum í Kína –
Norðurskautsmálunum.
„Ég er mjög hissa á þessu, því ég
hélt að forsetinn hefði ekki nokkurn
áhuga á þessum málum. Að Norður-
heimskautið hefði einfaldlega ekki
nóg seiðmagn fyrir forsetann. Gott
að mér skjátlast. Hér er sennilega
orðin breyting á viðhorfum forset-
ans, og ef svo er, þá ber að fagna því,“
segir Róbert og bætir við að Ólafur
sé þar með orðinn öflugur liðsmað-
ur í þeirri viðleitni atvinnulífsins
að nýta tækifærin sem siglingar um
svæðið bjóða upp á. „Það blasir við
að forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, er byrjaður að skilja
heiminn.“
Leynd í
Lúxemborg
Nítján félög í Lúxemborg og bankinn
Banque Havilland vilja ekki að emb-
ætti sérstaks saksóknara fái gögn
úr bankanum afhent í tengslum við
rannsókn þess á markaðsmisnotkun
Kaupþings. Frá þessu greindi frétta-
stofa Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld.
Fram kom að nú sé rannsókn máls-
ins í biðstöðu þar sem beðið er úr-
skurðar rannsóknardómara í Lúx-
emborg um afhendingu gagna sem
fengin voru í húsleit hjá Banque
Havilland í Lúxemborg í febrúar. Það
munu hafa verið forsvarsmenn nítj-
án félaga og Banque Havilland sem
kærðu afhendingu gagnanna.
Hagfræðideild Landsbankans
spáir því að peningastefnu-
nefnd Seðlabankans muni
lækka stýrivexti um 0,75 pró-
sentustig á vaxtadegi á þriðju-
dag. Stýrivextir verði því 6,25
prósent. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá bankanum.
Hagfræðideildin telur að
ólíklegt sé að peningastefnu-
nefndin verði jafn djörf og í
ágúst þegar hún afréð að lækka
stýrivextina um eitt prósentu-
stig. Ástæðan er sögð sú að nú
styttist í að efnahagsáætlun
íslenskra stjórnvalda verði tek-
in fyrir hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum.
LandsBankinn:
Stýrivextir
lækki
Leigjendur eru illa settir á leigumarkaði. Leiguverð er oft hærra en afborganir sem
sliga eigendur íbúðarhúsnæðis og margar kvartanir berast Neytendasamtökunum
vegna óíbúðarhæfra íbúða og ótryggs ástands. Framkvæmdastjóri Neytendasam-
takanna segir leigumarkaðinn á Íslandi ekki sambærilegan við nágrannalönd.
MIKIL VANDRÆÐI
Á LEIGUMARKAÐI
Hátt leiguverð, uppurið trygg-
ingafé, óíbúðarhæft húsnæði og
ótryggur leigutími eru helstu um-
kvörtunarefni leigjenda á íslensk-
um leigumarkaði. Hann hefur
þanist út síðustu misseri í kjölfar
efnahagshrunsins.
Margar fjölskyldur hafa misst
húsnæði sitt og neyðast á leigu-
markað og með þeim eykst krafan
um betri þjónustu við leigjendur.
Þetta má merkja í flóði kvartana
til Neytendasamtakanna vegna
leigumála. Allt árið í fyrra bárust
218 erindi eða fyrirspurnir vegna
leigumála, en þá voru leigumál í
11. sæti yfir fyrirferðarmestu flokk-
ana. Gera má ráð fyrir að erindin í
ár verði um 400 svo um talsverða
aukningu er að ræða og stefnir í
að kvartanir vegna leigumála verði
einn af þremur efstu málaflokkum
Neytendasamtakanna.
Neytendasamtökin geta þó enn
sem komið er ekki brugðist við
þeim öllum því ágreiningur um
húsaleigu þar sem leigusali er ein-
staklingur, fellur ekki undir neyt-
endamál.
„Við erum ekki leigjendasam-
tök,“ segir Hildigunnur Hafsteins-
dóttir, lögfræðingur Neytenda-
samtakanna, sem segir að oft sé
ekki beinlínis um neytendamál að
ræða þar sem staðan sé oftast sú
að einn einstaklingur leigir öðrum.
„Við hófum ekki skráningu á húsa-
leigumálum sem sérstökum flokki
fyrr en árið 2009 en þá höfðum við
tekið eftir talsverðri aukningu og
töldum því rétt að skrá þessi mál
sérstaklega.“
stuðningur stjórnvalda lítill
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segir það hafa verið stefnu
stjórnvalda í áratugi að beina al-
menningi í kaup eða byggingu á
eigin húsnæði fremur en að tryggja
honum stöðugan og ódýran húsa-
leigumarkað. Leigumarkaður á Ís-
landi hafi þannig alltaf verið mjög
ólíkur öðrum þjóðum og almenn-
ingsálitið sé fremur að þetta úr-
ræði sé tímabundið eða sökum fá-
tæktar.
„Það er mjög ólíkt nágranna-
þjóðum okkar, sem hafa góðan og
tryggan húsaleigumarkað,“ seg-
ir Þuríður. „Um leið hefur hags-
munabarátta leigjenda einnig ver-
ið merkt þessu almenningsáliti
og ekki fengið sterkar raddir eða
stuðning frá stjórnvöldum. Eftir
hrunið hefur þetta eitthvað breyst
og nú þykir skynsamlegt að leigja
fremur en festa sig í verðtryggð-
um húsnæðislánum á háum vöxt-
um. Svo ekki sé talað um þær fjöl-
skyldur sem hafa misst allt sitt og
eru tilneyddar til að fara út leigu-
markaðinn. En fasteignamarkað-
ur á Íslandi er mjög óstöðugur og
erfitt að spá um hvert framhaldið
verður,“ segir Þuríður.
eldri kona tapaði tryggingafé
Þuríður tekur dæmi um mál sem
koma inn á borð Neytendasamtak-
anna. „Eldri kona hafði verið með
íbúð á leigu í nokkur ár. Við upp-
haf leigutímans hafði hún innt af
hendi tryggingarfé sem hún krafð-
ist svo skila á þegar leigutíman-
um lauk. Á leigutímanum hafði
hún flutt í aðra íbúð í eigu leigu-
sala og bárust þau svör að trygg-
ingarféð væri uppurið þar sem
það hefði verið notað til að bæta
skemmdir á fyrri íbúðinni. Kon-
unni hafði hins vegar aldrei ver-
ið tilkynnt um neinar skemmdir.
Konan leitaði til leiðbeininga- og
kvörtunarþjónustunnar sem hafði
milligöngu í málinu sem lauk með
því að ákveðið var að endurgreiða
helming fjárins, uppreiknað sam-
kvæmt verðtryggingu og áföllnum
vöxtum.“
Neytendasamtökin hafa boð-
ið félagsmálaráðuneytinu til við-
ræðna um að opna leiðbeininga-
stöð gegn þjónustusamningi.
Ráðuneytið hefur ekki enn brugð-
ist við tilboði samtakanna sem fóru
á fund þáverandi félagsmálaráð-
herra í maí á þessu ári.
kristjana guðBrandsdóttir
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Það er mjög ólíkt nágranna-
þjóðum okkar, sem
hafa góðan og tryggan
húsaleigumarkað.
Hildigunnur Segir kvartanir vegna
leigumála flæða inn til Neytendasam-
takanna.