Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 8
8 fréttir 22. september 2010 miðvikudagur
Guðmundur Jóhannesson ellilífeyris-
þegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund
krónur á mánuði frá Tryggingastofn-
un. Þá fær hann um þúsund krón-
ur á mánuði frá lífeyrissjóðnum gildi
og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði
verzlunarmanna. Flesta mánuði þarf
hann að draga fram lífið á 121 þúsund
krónum á mánuði. Eiginkona hans er
öryrki. Hann á að baki 56 ára starfs-
feril á vinnuvélum og í erfiðisvinnu
og segist aldrei hafa tekið sér svo mik-
ið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu
sinni farið til útlanda. Hann segir það
skelfilegt að lækka svona harkalega
í launum við það að fara á ellilífeyri.
Við blasi ekki áhyggjulaust ævikvöld,
heldur þurfi hann að treysta á yfir-
dráttarheimild hjá bankanum. Að-
spurður um hvað hann sjái fram á í
ellinni, svarar hann: „Ég sé bara ekki
fram á nokkurn skapaðan hlut. Nema
þá bara mótmæli.“
Krafinn um endurgreiðslu
Síðasta starf Guðmundar áður en
hann fór á eftirlaun var hjá verktaka-
fyrirtæki sem varð gjaldþrota árið
2008. Hann átti inni fjögurra mánaða
laun hjá fyrirtækinu og fékk á endan-
um hluta þeirrrar kröfu greidda, alls
um 593 þúsund krónur. Margir mán-
uðir liðu hins vegar frá því honum var
sagt upp störfum hjá fyrirtækinu þar til
hann fékk launin. Þegar þessi greiðsla
barst Guðmundi, ákvað Trygginga-
stofnun ríkisins að krefja hann um
endurgreiðslu upp á um 123 þúsund
krónur vegna ofgreiðslu bóta. Ekki eru
bæturnar frá Tryggingastofnun háar
fyrir, en hann hefur síðustu mánuði
þurft að taka á sig skerðingu upp á allt
að 18 þúsund krónur á mánuði. „Þetta
er ekkert annað en rán hjá Trygginga-
stofnun,“ segir Guðmundur og bæt-
ir við: „Á síðasta ári vann ég fyrir 900
þúsund krónum brúttó og þeir virðast
ætla að taka nærri 20 þúsund á mán-
uði af því sem ég á að greiða til baka
hjá Tryggingastofnun.“
Guðmundur er svartsýnn á fram-
tíðina. „Öllum lífeyrinum mínum var
stolið þegar Lífeyrissjóður vörubíl-
stjóra fór á hausinn. Ég fæ borgað út
úr honum 1.050 krónur á mánuði. Svo
fæ ég 53 þúsund frá Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna. Ég átti að fá 60 þúsund frá
þeim en þeir lækkuðu framlagið,“ segir
Guðmundur alvarlegur í bragði .
Ekkert norrænt velferðarþjóð-
félag
„Ég hefði ekki farið á ellilaun ef ég hefði
vitað að þetta væri svona. Þetta er ekk-
ert réttlæti og þetta er ekki norrænt
velferðarþjóðfélag. Þetta er þjófnaður
af hálfu Tryggingastofnunar og það á
háu stigi,“ segir hann.
Guðmundur verður sjötugur í
næsta mánuði, en sér ekki fram á að
geta haldið almennilega upp á stór-
afmælið. „Hvar á ég að halda upp á af-
mælið mitt?,“ spyr hann og bendir á að
að ekki séu allir svo lánsamir að haldin
sé landssöfnun til styrktar þeim þegar
þeir ná sjötugu.
Aðspurður um hvaða áhrif það hafi
á daglegt líf að hafa svona lágar tekj-
ur, svarar hann: „Þetta er bara alveg
skelfilegt. Það getur enginn lifað á 122
þúsund krónum á mánuði. Maður get-
ur bara ekki hreyft sig, þó mann lang-
aði til þess að gera eitthvað og eiga sér
hobbí. Það er bara ekki hægt, alveg
útilokað. Maður er bara útilokaður frá
heiminum. Ég safnaði aldrei neinum
milljónum. Ég hef staðgreitt allt sem
ég hef keypt. Ég ek um á gömlum Toy-
ota, árgerð 1996, sem ég staðgreiddi á
sínum tíma.“
Spáir ofbeldi
Guðmundur segir að hann hefði þurft
að fá að lágmarki 80 þúsund krónur á
mánuði frá Tryggingastofnun til þess
að endar næðu saman. Það sé alveg
lágmarkið. „Þá væri ég kominn með
152 þúsund á mánuði og það myndi
sleppa að borga af íbúðinni. Ég næ
ekki að borga af íbúðinni núna. Ég hef
reynt að standa í skilum með því að
hafa yfirdrátt,“ segir hann. Guðmund-
ur segist ekki enn vera kominn í van-
skil. „En það fer að líða að því. Þetta
er stórkostlegur þjófnaður. 155 þús-
und krónur er sagt vera lágmarkið fyrir
eldri borgara og þá á ég að hafa það.“
Hann segist skera við nögl í öllum
innkaupum og borði aðallega hafra-
graut. „Það er ekki einu sinni grjóna-
grautur með rúsínum í boði. Maður
hefur ekki efni á að borga fyrir rúsín-
ur enda er ríkisstjórnin búin að setja
aukaskatt á þetta allt. Ég er ekkert
hissa á því að fólk standi í biðröðum
fyrir utan hjálparstofnanir þegar stað-
an er svona.“
Guðmundur segist ekkert hafa á
milli handanna. „Bara hreint ekki neitt.
Arion banki dregur af mér 90 þúsund á
mánuði fyrir íbúð, hita og rafmagn. Þá
er eftir í mesta lagi 20–30 þúsund fyrir
mat og þá verður maður að sníða sér
stakk eftir vexti. Það er ekki einu sinni
hægt að fá sér neftóbaksdós til að róa
taugarnar. Gömlu kallarnir gerðu það
áður fyrr; þeir fengu sér í nefið.“
Hann fer hörðum orðum um nið-
urskurðaraðgerðir Árna Páls Árnason-
ar sem bitnuðu á eldri borgurum, kall-
ar lög frá því í júlí í fyrra hryðjuverkalög
og segir Árna vera þjóf. „Menn hljóta
að fara að gera eitthvað. Það væri
gaman vita hvað Guðbjartur Hannes-
son ætlar að gera við þetta fólk. Ann-
ars verður bara uppreisn hérna. Það
er ekkert annað,“ segir hann og spáir
jafnvel ofbeldisaðgerðum. „Það væri
auðvitað skelfilegt. Ég hef aldrei verið
ofbeldismaður um ævina.“
„ÞETTA ER EKKERT
RÉTTLÆTI“
Guðmundur Jóhannesson verður 70 ára
í haust. Hann er ellilífeyrisþegi en þarf
að láta sér um 120 þúsund krónur í heild-
artekjur á mánuði að góðu verða. Hann
var krafinn um endurgreiðslu á bótum
frá Tryggingastofnun í fyrra, þrátt fyrir
að hafa haft innan við 900 þúsund krónur
fyrir árið. „Maður er bara útilokaður frá
heiminum,“ segir hann.
valGEir örn raGnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Erfitt ÆViKVÖLD
n mánaðargreiðslur frá gildi Lífeyrissjóði: 1.054 krónur á mánuði.
n mánaðargreiðslur frá Tryggingastofnun: 48–69 þúsund á mánuði.
n mánaðargreiðslur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna: 53.397 krónur
n afborganir af íbúð, hita og rafmagni: um 90 þúsund krónur.
n afgangur til matarkaupa: Oftast um 20–30 þúsund á mánuði.
Nafn: guðmundur Jóhannesson
Aldur: 69 ára
Starfsferill: 56 ár
Það er ekki einu sinni
hægt að fá sér nef-
tóbaksdós til að róa
taugarnar. Gömlu
kallarnir gerðu
það áður fyrr; þeir
fengu sér í nefið.
Guðmundur Jóhannesson „Þaðerekki
einusinnigrjónagrauturmeðrúsínumí
boði.Maðurhefurekkiefniáaðborgafyrir
rúsínurendaerríkisstjórninbúinaðsetja
aukaskattáþettaallt.“Mynd róbErt rEyniSSon