Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Síða 12
12 FRÉTTIR 22. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
Gagnrýni og varnaðarorð Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra vegna
ákæru á hendur ráðherrum veldur titr-
ingi á Alþingi. Óljóst er hvort þingsá-
lyktunartillögur um málshöfðun gegn
þremur til fjórum fyrrverandi ráð-
herrum njóti meirihlutafylgis innan
þingsins. Nokkrir þingmenn Samfylk-
ingarinnar lýstu efasemdum um máls-
höfðunina á Alþingi í gær með svip-
uðum rökum og fram höfðu komið í
ræðu Jóhönnu. Ræða hennar í fyrra-
dag kom mörgum þingmönnum VG
verulega á óvart, ekki síst fyrir hversu
afdráttarlaus gagnrýni hennar á þing-
mannanefndina var. Mál nokkurra
stjórnarliða, sem DV ræddi við í gær,
var að Jóhanna hefði varpað sprengju
inn í umræðuna um ráðherraábyrgð
með ræðu sinni í fyrradag.
Björn Valur Gíslason, þingmaður
VG, segir að fyrir sér sé málið fjarri
því að vera eins flókið og vinnan við
sársaukafullan niðurskurð á vegum
velferðarstjórnar jafnaðar- og vinstri-
manna. „Nefndin vann sín störf á for-
sendum laganna. Það er undarleg til-
hugsun að hafa bærilega góð lög um
ráðherraábyrgð og landsdóm án þess
að reyna að nýta þau þegar ærið til-
efni er til. Hér í landinu býr nú skuld-
ug og reið þjóð við atvinnuleysi. Þrátt
fyrir einhver álitamál verða mannrétt-
indi ráðherranna virt að áliti helstu
sérfræðinga. Þetta er mál sem er auð-
velt fyrir mig að taka ákvörðun um
í samanburði við sársaukafullan en
óhjákvæmilegan niðurskurð innan
velferðarkerfisins. Ég á aðild að þing-
meirihluta sem kennir sig við velferð
og niðurskurðurinn heldur frekar fyr-
ir mér vöku en fáein álitamál varðandi
landsdóm og ráðherraábyrgð,“ segir
Björn Valur.
Engin stjórnarslit
Þingmenn innan Samfylkingarinnar
eru ekki eins afdráttarlausir og telja
vandasamt að horfa fram hjá því að
Alþingi er nú í hlutverki saksóknara.
Einn þeirra spyr jafnframt hvað gerast
muni ef landsdómur sýknar ráðherr-
ana eða vísar málum þeirra frá dómi
á lagalegum forsendum. „Þurfa þá
þingmenn, sem voru í hlutverki sak-
sóknara, ekki að segja af sér?“
Skúli Helgason, Samfylkingunni,
sagði að sú tilraun að skipa þing-
mannanefnd til að fara yfir rann-
sóknarskýrslu Alþingis, hefði mistek-
ist. Nefndin var þríklofin um saksókn
gegn ráðherrum þó svo að 7 af 9
nefndarmönnum hafi skrifað undir
þingsályktunartillögur um málshöfð-
un á hendur þremur til fjórum ráð-
herrum.
Ólína Þorvarðardóttir, Samfylking-
unni, sagði í ræðu að mannréttindi og
almannaheill stæðu ávallt ofar öðrum
rökum í málinu þegar þingmenn hug-
leiddu saksókn á hendur ráðherrum.
Þingmenn Hreyfingarinnar lýstu
undrun sinni á ræðu Jóhönnu á þing-
fundi í gær og taldi Þór Saari víst að
þingmenn VG gætu ekki sætt sig við
málatilbúnað samstarfsflokksins. Úr
ræðustóli benti Þór á að 13 þingmenn
Sjálfstæðisflokks og 10 þingmenn
Samfylkingarinnar hefðu stutt „hrun-
stjórnina“, sem hann kallaði svo.
Þótt málið sé eldfimt töldu liðs-
menn hvorugs stjórnarflokkanna í
gær að það setti samstarf stjórnar-
flokkanna í uppnám.
Rök Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í and-
svari á Alþingi í fyrradag – eftir að hafa
flutt ræðu sína um saksókn gegn ráð-
herrum – að hún talaði aðeins fyr-
ir sig og sem þingmaður. Orð hennar
hafa þó meira vægi en annarra þing-
manna þar sem hún er forsætisráð-
herra. Viðbrögð Atla Gíslasonar, for-
manns þingmannanefndarinnar,
verða meðal annars að skoðast í því
ljósi en hann taldi jafnvel að höggva
yrði á hnútinn með þingkosningum
innan tíðar. Ræða hennar og nokk-
urra annarra þingmanna Samfylking-
arinnar á Alþingi í gær þykir ýmsum
þingmönnum benda til þess að Sam-
fylkingin hafi lagst í svipaða vörn fyr-
ir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og
Björgvin G. Sigurðsson og Sjálfstæð-
isflokkurinn fyrir tvo fyrrverandi ráð-
herra sína, þá Geir H. Haarde og Árna
M. Mathiesen.
Þráinn Bertelsson, sem genginn er
til liðs við VG, brást illa við málflutn-
ingi Árna Páls Árnasonar, efnahags-
og viðskiptaráðherra, á þingfundi í
gær. Ekki hefði verið ástæða til að taka
mark á orðum Jóhönnu þar sem hún
hefði setið í „hrunstjórninni“. Öðru
máli gegndi um Árna Pál sem ekki
átti sæti í henni. Þótti Þráni sem hann
hefði dregist inn í ameríska lögfræði-
sápu af billegri gerðinni. „Þessi mál-
futningur á heima í réttarsal. Það vill
svo til að ég er staddur í þingsal. Hér
er ekki verið að sækja mál eða verja
mál. Hér er verið að fjalla um þings-
ályktunartillögu nefndar sem hefur
unnið gott starf sem allir hafa sam-
einast um að róma [...] Allir hafa tal-
að um það að hér þurfi að breyta öll-
um sköpuðum hlutum, lagfæra, færa
á betri veg, opna og gera gegnsærra
að tillögum nefndarinnar. En þegar
kemur að því að taka ábyrgð er sam-
spillingin á fullu.“
Einbeittar viðvaranir
Óvæntar og einbeittar viðvaran-
ir Jóhönnu til þingheims voru einn-
ig studdar ýmsum rökum sem varla
geta talist bera vott um pólitíska sér-
hygli. Það á einnig við um andstöðu
sjálfstæðismanna við málshöfðun
gegn ráðherrum en þeir hafa bent á
meinbugi sem snúa meðal annars að
mannréttindum og formlegri saka-
málarannsókn.
Í ræðunni, sem öllu fjaðrafokinu
olli, kvaðst Jóhanna á löngum þing-
mannsferli hafa flutt tillögur um end-
urskoðun og breytingar á lagaum-
gjörð ráðherraábyrgðar sem nú reynir
í fyrsta skipti á. Hefur hún meðal ann-
ars lagt til að kannaðir verði kostir og
gallar þess að leggja af landsdóm og
að ábyrgð og saknæmi ráðherra yrði
vegið og metið fyrir almennum dóm-
stólum. Þess má geta að seint á tíunda
áratugnum var mælt með endurskoð-
un laga um ráðherraábyrgð með-
al annars á grundvelli ófullnægjandi
refsiheimilda og ákvæða sem reyna
um of á mat dómenda í núgildandi
lögum. Þessar tillögur komu fram eftir
að þingið samþykkti árið 1998 þings-
ályktunartillögu frá Jóhönnu um rétt-
arbrot í stjórnsýslunni.
Í ræðu sinni benti Jóhanna í öðru
lagi á breytt viðhorf og þróun á sviði
mannréttinda, meðal annars um rétt-
láta málsmeðferð. Hún vísaði til þess
að mjög svipað landsdómskerfi væri í
Danmörku og Mannréttindadómstóll
Evrópu hefði í svonefndu Tamílamáli
komist að því að landsdómskerfið
bryti ekki í bága við mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Hún benti þó á að
viðkomandi ráðherra hefði vísvitandi
brotið lög, fengið öll gögn í hendur
og átt þess kost að koma sjónarmið-
um sínum á framfæri á öllum stigum
málsins.
Óeðlilegt fyrirkomulag
Í þriðja lagi gerði Jóhanna athuga-
semdir við að sakborningar gætu
ekki fengið mál sitt endurskoðað á
æðra dómsstigi. Reyndar benti Jó-
hanna á annmarka á skipan í lands-
dóm sem gæfi tilefni til efasemda
um hlutleysi og hæfi dómstólsins.
Hún benti á að síðast þegar valið var
í dóminn hefðu Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur verið við völd.
Í fjórða lagi taldi Jóhanna eðlilegt
að þingnefndin hefði leitað skriflegs
álits til að mynda hjá Feneyjanefnd-
inni sem fjallar um stjórnskipunar-
rétt á vegum Evrópuráðsins. Spyrja
hefði mátt nefndina hvort réttarstaða
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
SAKSÓKN GEGN RÁÐ-
HERRUM Í UPPNÁMI
Þetta er mál sem er auðvelt fyrir
mig að taka ákvörðun
um í samanburði við
sársaukafullan en óhjá-
kvæmilegan niðurskurð
innan velferðarkerfisins.
Renni málshöfðun gegn þrem-
ur til fjórum ráðherrum út
í sandinn virðist einsýnt að
aðeins stjórnendur og helstu
eigendur föllnu bankanna
verði kallaðir til ábyrgðar og
dæmdir vegna bankahruns-
ins en hvorki ráðherrar né
embættismenn. Þótt Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráð-
herra hafi varpað sprengju inn
í umræðuna um málshöfðun
Alþingis gegn ráðherrum eru
engin merki þess að það hafi
áhrif á stjórnarsamstarfið.
Forsætisráðherra Málnokkurrastjórnarliða,
semDVræddiviðígær,varaðJóhanna
hefðivarpaðsprengjuinníumræðunaum
ráðherraábyrgðmeðræðusinniífyrradag.
MYNDIR SIGTRYGGUR ARI